Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Finnur Ingólfsson, veröandi seðlabankastjóri, í viötali við DV: Framkvæmt mun verða á Eyjabökkum - vildi ekki hætta sér út í skítkast sem formaðurinn varð fyrir í kosningunum „Ég haföi gaman af slagnum í gegn- um árin. Fjölskyldan var hins vegar orðin þreytt þannig að þetta var ágætt. Hugmyndin að þessu kom aftur á móti frá Kristinu, konu minni,“ segir Finn- ur Ingólfsson um brottfór sína úr póli- tík og það að hann mun að öllum líkindum taka við stöðu seðlabanka- stjóra um áramót. Bankaráð Seðlabankans hittist í dag og mun leggja niðurstöðu sína fyrir forsætisráðherra i framhaldi af því. Frétt DV i gær um að Finnur væri á fórum úr pólitík kom mjög flatt upp á marga. „Ég velti þessu fyrst fyrir mér eftir kosningamar í vor en aðdragandinn núna var mjög stuttur." En hvaða ástæður lágu að baki ákvörðuninni aðrar en þær sem snúa að fjölskyldunni? „Það má segja að nokkrar líkur hafi verið á því að ég hefði tekið við formennsku í Fram- sóknarflokknum eftir 3-4 ár, en emb- ætti formanns er ekki eitthvað sem maður hoppar inn í og út úr.“ Þá nefndi Finnur að eftir þá hörðu gagnrýni sem Halldór Ásgrímsson mátti þola fyrir síðustu kosningar sá hann að það var ekki eitthvað sem hann vildi hætta sér út í. Um gagnrýni sem kom fram á hæfni hans í stöðu bankastjóra í gær, m.a. frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG, sagði Finnur: „Það mátti alveg bú- ast við þessu frá Steingrími, hann spil- ar sig alltaf sem jómfrú í stjómmálum þrátt fyrir að vera þekktur fyrir að hafa tekið þátt í pólitískum ráðning- um. Málið er bara að það er ráðið póli- tískt í stöðuna og það þarf að vera Sveitarstjóri Dalabyggðar: Hætti af leiðindum Stefán Jónsson viðskiptafræðing- ur, sem verið hefur sveitarstjóri Dala- byggðar sl. hálft annað ár, sagði starfi sinu lausu i skyndi fyrir viku. Stefán segir uppsögn sína alfarið vera af per- sónulegum ástæðum og að hún eigi sér enga rót í ágreiningi innan sveit- arstjómarinnar. „Ákvörðunin er mín og tengist ein- göngu mínum per- sónulegu högum og á ekkert skylt við neinn ágrein- ing og annað verð- ur ekki gefið upp af minni hálfu,“ .. ., segirStefán. Stefán Jonsson, porsteinn Jóns- sveitarstjori SQn sem á sætj j Dalabyggöar. sveitarstjóm Dalabyggðar fyrir minnihluta Sam- stöðulistans, segir Stefán í raun ekki hafa gefið mjög ítarlegar skýringar á ákvörðun sinni þegar hann kynnti hana á fundi sveitarstjómarinnar á þriðjudag í síðustu viku. „Ástæðan sem Stefán gaf var að honum hefði aldrei fundist hann passa almennilega í starfið og að það lagaðist ekkert. Hann orðaði það þannig að ef menn væru í flík sem þeir líkaði illa við þá endaði það með að þeir fæm úr henni,“ segir Þor- steinn. Hann segir að sveitarstjórnin verði að taka uppsögn Stefáns eins og öðra sem ber að höndum. „En manni finnst það slæmt að maður sem er ráðinn skuli ekki tolla lengur." Uppsagnarfrestur Stefáns er þrír mánuðir. Áður en hann tók við starfi sveitarstjóra Dalabyggðar var hann starfandi stjórnarformaður íslensks skelfisks á Flateyri. -GAR þannig, það þarf að vera góð sam- vinna og jafnvægi milli ríkisstjómar og bankans. Ummæli Sverris Hermannssonar í gær komu mér aftur á móti á óvart.“ í hrossarækt Blaðamaður DV og ljósmyndari hittu Finn og konu hans, Krist- ínu Vigfúsdóttur, ásamt dóttur Finnur er alsæll meö skítaskófl- una í hesthús- inu. þeirra, Huldu, fyrir í hesthúsi hans sem hann festi nýverið kaup á. Þar er Finnur um þessar mundir að koma sér upp góðri aðstöðu og hyggst ásamt fjöl- skyldu sinni veija mörgum stundum þar. Þá tjáði Finnur blaðamanni að hann væri farinn að standa í hrossa- rækt sér til gamans á Kóngsbakka ásamt nokkrum félögum sínum. En hvemig heldur Finnur að mál- efni Fljótsdalsvirkjunar þróist nú þeg- ar hann yfirgefur skútuna? „Ég er sannfærður um að hægt verður að ljúka framkvæmdum á Eyjabökkum. Það er sömu forsendur og vom árið 1995 þegar þorri almennings var fylgj- andi virkjun en byggðarsjónarmið vega þyngra. Það eina sem hefúr breyst er viðhorf almennings. Það sem veldur því er að fólkið hefur það betra og telur sig því geta valið og hafnað. Málið er bara að það er ekki langt í næstu kreppu og bygging álvers myndi ekki aðeins fresta henni heldur líka byggja undir það að við þurfúm ekki að fara í gegnum aðra kreppu. Við myndum ekki fara í eins djúpa lægð.“ Finnur vildi ekkert segja um það hver væri best til þess fallinn að taka við embætti varaformanns. En hvem- ig er framtíðin hjá flokknum? „Það em nokkrir vel til þess fallnir að verða varaformaður flokksins. Tímasetning- in er mjög góð því kjörtímabilið er ný- hafíð og því gefst nýjum manni góður tími til að sanna sig og styrkja flokk- inn fyrir næstu kosningar." -hdm Finnur Ingólfsson er kominn í hrossarækt og á hraöri leiö út úr pólftík. Seðlabankinn er næsti vinnustaður hans. Hér er hann í hesthúsinu ásamt eiginkonu sinni, Kristínu, og dóttur, Huldu. DV-myndir GVA Nýtt alheimsjarðskjálftakort gefið út: ísland ofarlega á lista - er í hópi sex öflugustu jarðskjálftasvæða jarðarinnar Samkvæmt nýju alheimskorti (First Global Earthquake Hazard Map), sem kynnt var í San Francisco fyrir jól og sýnir helstu jarðskjálftasvæði heimsins, er ís- land þar ofarlega á blaði. Það er nefnt í sömu andrá og Suður-Kali- fomía, suðaustanvert Hawaii, Tyrk- land, Taiwan og landamærasvæði Indlands og Kína. Gerð þessara hættukorta hófst 1992 sem sérverkefni, International Lithosphere Program, sem er styrkt af Sameinuðu þjóðunum sem helg- uðu þennan áratug m.a. átaki til að draga úr skaða af völdum náttúru- hamfara. Jarðskjálftakortin sem nú hafa verið gefin út byggja á rann- sóknum og upplýsingum sem spanna 2000 ára jarðskjálftasögu. Um 500 vísindamenn hafa unnið að þessari kortagerð i sjö ár en vonast er til að þau geti komið þróunar- löndum að góðum notum til að byggja á reglur um nýja bygginga- staðla. Nú er verið að skoða hversu mikill fólksfjöldi býr á þessum mestu jarðskjálftasvæðum heims. „Það er um 15% lands á jörðinni á svæði þar sem meira en 10% líkur eru á miklum jarðskjálftum innan næstu 50 ára,“ segir Kay Shedlock hjá bandarísku jarðfræðistofuninni. Á þessum svæðum er um helmingur af stærstu borgum jarðar. Hins veg- ar er um 40% þurrlendis jarðar talið vera á svæði sem er þokkalega ör- uggt. Shedlock bendir einnig á að virk jarðskjálftasvæði skarti ein- staklega fallegu umhverfi sem fólk vilji búa í. Því sé mikilvægt að skil- greina hættuna og vita hvað við er að fást. -HKr. Boðar breytta stefnu „Brotthvarf Finns felur i sér ákveðna yfirlýs- ingu um áherslubreyt- ingar, segir Ólafur M. Magnússon, for- maður SÓLar í Hvalflrði, sem fagnar því að verðandi foringi flokksins í Reykjavík er náttúruverndar- sinni. Mikið afrek „Það er „afrek" að tapa helm- ingi fylgisins á aðeins 7 mánuð- um, “ segir Ágúst Einarsson vara- þingmaður á vefsíðu sinni um fylgishrun Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Vann 24,5 milljónir Karlmaður fékk 24,5 milljónir í sinn hlut þegar dregið var í Heita potti Happdrættis Háskóla fs- lands í gær. Skynsamlegt Utanríkisráðuneytið telur að sú ákvörðun að fresta því að skipa í stöðu forstjóra Flugstöðv- arinnar hafi bæði verið skynsam- leg o'g í samræmi við lög. Hæfhi umsækjenda um stöðuna var ekki borin saman áður en setn- ing núverandi forstjóra var fram- lengd. RÚV greindi frá. Áhyggjur fanga Fangar hafa áhyggjur af því að fá ekki þak yfír höfuðið þegar þeir ljúka afplánun. Þeir hafa líka áhyggjur af fjármálum, til dæmis meðlagsskuldum, og af- komu íjölskyldunnar. RÚV greindi frá. Féll fram af brún ísklifurmaður sem var ásamt þremur félögum sínum við klifur í Hörgárdal í gær féll fram af brún og meiddist lítils háttar. Hagnaður Hagnaður af rekstri Hrað- frystihúss Eski- fjarðar fyrstu níu mánuði ársins var 105,5 milljónir króna. Þar af var afkoma af reglulegri starfsemi eftir skatta um 65,3 milljónir króna. Hlífðargeraugu Líkt og þrjú síðastliðin ár gef- ur Blindrafélagið öllum 12 ára börnum í landinu hlífðargler- augu til að nota um áramótin. Aukin viðurlög í skýrslu Rannsóknamefndar umferðarslysa fyrir árið 1998 er lagt til að eftirlit lögreglu með umferðarlagabrotum verði aukið og hugað verði að því hvort ekki sé rétt að herða viðurlög og refs- ingar. Athvarf lokað Miðbæjarathvarf fyrir ung- linga í Reykjavík verður lokað á gamlárskvöld. Svipaður halli Flest bendir til að viðskipta- halli landsmanna verði svipaður á næsta ári og því sem nú er að líða, eða um 38 milljarðar króna. Bjóða út Friðrik Soph- usson, forstjóri Landsvirkjun- ar, segir það liggja ijóst fyrir að bjóða verði út að nýju fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkj- un. Breytingar hafi orðið það miklar varðandi hönnun verks- ins frá því að viljayfirlýsing var undirrituð árið 1991. Mbl. greindi frá. Kærði nauðgun Átján ára gömul stúlka kærði starfsmann veitingahúss við Laugaveg fyrir nauðgun i fyrr- inótt. -hlh 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.