Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Útlönd Sendi jólakort í Hvíta húsið Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sendi Bill Clinton Bandaríkjafor- seta jólakveðjur í gær. í jólakort- inu sagði Jeltsín meðal annars að árið sem er að líða hefði verið eitt það erfiðasta hvað varðaði sam- skipti Bandaríkjanna og Rúss- lands. Það yrði ekkert áhlaupaverk að bæta tengslin á komandi ári. Stríðsátök í Kosovo og Tsje- tsjeníu hafa verið helsta þrætu- epli þjóðanna tveggja á árinu en samskiptin þykja ekki hafa verið verri síðan á dögum kalda stríðsins. Ekkert lát er á átökunum í Tsjetsjeníu og rússneski herinn hefur haldið úti linnulausum árásum á Grosní undanfama daga. Talið er að um 45 þúsund manns séu enn í borginni. •Sft-¥.;Vi 'A-:. • •'■ ■ . ... U........r... ■ ,, Indverskir samningamenn komnir til Afganistans: Skelfilegt ástand í flugránsvélinni Skelfilegt ástand er nú um borð í indversku farþegaþotunni sem flug- ræningjar hafa á valdi sínu á flug- vellinum í Kandahar í Afganistan. Eitt hundrað fimmtíu og fimm manns eru á valdi ræningjanna. Fimm dagar eru liðnir frá því þot- unni var rænt á leið frá Nepal til Indlands. Ekkert bendir til að lausn sé í sjón- máli. Indverskir embættismenn, sem komu til Kandahar í gær, hafa verið í samhandi við flugræningjana sem talið er að séu frá Kasmír. „Við ræðum allt,“ sagði indversk- ur stjórnarerindreki á flugvellinum. Hann neitaði að skýra orð sín. Talsmaður talebana, sem ráða ríkjum í Afganistan, sagði frétta- manni Reuters að lausn á flugrán- inu væri ekki sjáanleg. Skömmu eftir dögun í morgun var drepið á eina hreyfli vélarinnar sem hafði verið í gangi. Talið var að vélin hafi verið höfð í gangi til að knýja áfram loftræstikerfi vélarinn- ar og annaö. Ástandið um borð í vél- Vopnaöir menn úr sveitum talebana í Afganistan ganga hjá indversku far- þegaþotunni sem flugræningjar hafa haft á valdi sínu í fimm daga. inni hefur farið hríðversnandi síð- um talebana standa vörð í nágrenni ustu daga. Vopnaöir menn úr sveit- við flugvélina. \na\tm l\w\vn j t - . u r Vaskir Vsk bílar á góðu verði Volkswagen Transporter Diesel Fyrst skráður: 10.1994 Ekinn: 195.000 Vélarstærð: 2400 cc, 5g Verð: 790.000,- kr. Nissan Almera Fyrst skráður: 08.1998 Ekinn: 6000 Vélarstærð: 1400 cc, 5g Verð: 1.070.000,- kr. Toyota Corolla Fyrst skráður: 06.1994 Ekinn: 113.000 Vélarstærð: 1300 cc, 5g Verð: 590.000,- kr. Toyota Corolla H/B Fyrst skráður: 05.1996 Ekinn: 108.000 Vélarstærð: 1300 cc, 5g Verð: 690.000,- kr. Hyundai H-100 Fyrst skráður: 05.1997 Ekinn: 44.000 Vélarstærð: 2400 cc, 5g Verð: 1.290.000,- kr. Nissan Urvan Diesel Fyrst skráður: 06.1995 Ekinn: 155.000 Vélarstærð: 2500 cc, 5g Verð: 590.000,- kr. Œ) TOYOTA Betn notaðir bílar Simi 563 4400 Toyota Corolla H/B Fyrst skráður: 10.1997 Ekinn: 17.800 Vélarstærð: 1300 cc, 5g Verð: 1.080.000,- kr. Toyota Corolla H/B Fyrst skráður:. 06.1998 Ekinn: 64.000 Vélarstærð: 1300 cc, 5g Verð: 1.030.000,- kr. Stuttar fréttir :dv Discovery lent Geimskutlan Discovery lenti á Canaveralhöfða á Flórída í gær- kvöld eftir vel heppnaða átta daga ferð út í geiminn. Helsta verkefni geimfaranna var að gera við geimsjónaukann Hubble. Barak í vanda Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, var í klemmu í morgun vegna yfirvof- andi brotthvarfs eins samstarfs- flokks hans úr ríkisstjórninni. Shas, flokkur heittrúaðra gyð- inga, hefur hót- að að hætta stjómarsamstarfinu vegna deilna um fiármögnun skóla heittrúar- manna. Sjö handteknir Lögregla í Bandaríkjunum handtók í gær sjö manns nærri landamærunum að Kanada. Ekki reyndust þar hryðjuverkamenn á ferðinni, eins og talið var í fyrstu, heldur ólöglegir innflytjendur. Nýtt vopn gegn HIV Breskir vísindamenn hafa þró- að nýja blóðprufu sem gæti gjör- breytt allri meðferð á HlV-smituð- um sjúklingum um heim allan og bjargað milljónum mannslífa. Ekkert hægt að gera Stjómvöld í Venesúela neituöu því í gær að eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyr- ir aurskriðurnar sem urðu tugum þúsunda að bana fyrir jólin. Clinton til Davos Bill Clinton Bandaríkjaforseti ætlar til fiallabæjarins Davos í Sviss í janúar- lok til að sitja þar fund helstu þjóðarleiðtoga, háskólamanna og frammá- manna í við- skiptalífi í heiminum. Clinton ætlar að viðra hugmyndir sínar um hnattvæðinguna svokölluðu við upphaf 21. aldar- innar. Fraus til bana Sænskur maður fannst látinn á vélsleða í Mið-Svíþjóö á sunnu- dag. Maðurinn, sem var allsnak- inn, hafði frosið til bana eftir að hafa flúið brennandi hús sitt á jólakvöld. Þrefalt áramótapartí Sjötíu manna hópur Norðmanna og Finna hyggst halda þrisvar sinnum upp á árþúsundamótin. Hópurinn ætlar að ferðast á vél- sleðum um norðanvert Lappland og halda upp á áramótin á landa- mæmm Rússlands, Finnlands og Noregs. Fyrst verður fagnað að rússneskum tíma, þá finnskum og aö lokum á norskum tíma. Tíu slasast í Kosovo Tíu manns særðust, þar af tveir alvarlega, i sprengjuárás á kaffi- hús i Kosovo í gær. Kaffihúsið er rekið af Serbum en árásin er tal- in hermdarverk Kosovo-Albana. Aftur í framboð Alberto Fujimori, forseti Perú, kvaðst í gær stefna að endurkjöri til forsetaemb- ættis. Fujimori hef- ur gegnt emb- ætti forseta í áratug, lengur en nokkur ann- ar forseti lands- ins. Forsetinn kvaðst myndu halda áfram að vinna að efnahagsumbótum. Kúbverjar vilja Elian Kúbverjar hafa farið í daglegar mótmælagöngur yfir hátíðamar til að krefiast þess að fá drenginn Elian Gonzales frá Flórída. Elian var bjargað af báti í nóvember og er deilt um forræði hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.