Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 11 Fréttir ákveðið um miðjan mánuðinn að láta Pál í friði en leita annarra leiða til að koma Valgerði á ráðherrastól. Reynt var að fá Pál til að verða bankastjóri Búnaðarbankans en allt kom fyrir ekki. Sveitarhöfðinginn frá Höllustöðum hugðist bregðast við að hætti Snæfríðar íslandssólar og hafna þvi næstbesta en taka það versta. Samkvæmt heimildum DV hefur sjálfur formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, hug á að hverfa af for- mannsstóli. Hann er sagður hafa rætt það við nána stuðningsmenn en niðurstaðan hafl verið sú að ekki sé hægt að yfirgefa flokkinn í núver- andi stöðu. Þá þótti ekki fýsilegt að Finnur tæki við flokknum af áður- nefndum ástæðum. Því var brott- hvarf formannsins tekið af dagskrá. Lausnin féll svo af himnum ofan þegar Finnur gerði upp við sig að hann væri kominn tÚ þeirra met- orða sem honum væri kleift að ná og formaður yrði hann aldrei. Slagur um arfleifð Við brotthvarf Finns hefst slagur- inn um arfleifð hans. Talið er víst að bæði Siv Friðleifsdóttir og Val- gerður Sverrisdóttir sæki fast að fá varaformennskuna en reyndar er þess skemmst að minnast að Siv féll fyrir Finni í slíkum slag. Þær kenn- ingar heyrast innan úr röðum fram- sóknarmanna að Halldór formaður vilji að Jónína Bjartmarz, arftaki Finns á Alþingi, taki við varafor- mannsembættinu. Á það er bent að Siv hafi spilað illa úr sínum málum að undanfórnu og liggi því fremur lágt. Þá er Valgerður ekki talin vera sú þungavigt að hún ráði við emb- ættið. Einn heimildarmanna DV innan flokksins spáði því að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra myndi með hægðinni klifra upp í stól varaformannsins. í loftinu ligg- ur að verðandi varaformaður fái það hlutskipti innan tíðar að leiða flokkinn til móts við nýja tíma og ná honum upp úr öldudalnum. Því er víst að harkalega verður tekist á um þá vegtyllu. Ólgusjó innan Framsóknar er því síst lokið þrátt fyrir óvænt brotthvarf Finns. UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eft- _______írfarandi eignum:______ Kálfhólabyggð 28, spilda úr landi Stóra- fjalls og Túns, Borgarbyggð, þingl. eig. Hilmir Þór Kolbeins, gerðarbeiðandi Ingv- ar Helgason hf., fimmtudaginn 30. des- ember 1999 kl. 10. Krókar, Hvalfjarðarstrandarhreppi, þingl. eig. Búi Grétar Vífilsson, gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, fimmtudag- inn 30. desember 1999 kl. 10. SÝSLUMAÐURINN í BORGARNESI Tíðindi gærdagsins voru tví- mælalaust þegar DV upplýsti að Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, væri á leið í Seðla- bankann. Finnur tók sína ákvörðun skömmu fyrir jól að höfðu samráði við Halldór Ásgrímsson, formann Framsóknarflokksins, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra og, for- mann Sjálfstæðisflokksins. Jafn- framt er af heimildarmönnum DV talið að Davíð hafi átt hugmyndina að brotthvarfi Finns til lausnar vandanum. Þá vissu örfáir innan stjórnarflokkanna af þessari ákvörðun Finns. Málið kvisaðist að vísu út en þótti svo ótrúlegt að fæst- ir trúðu því að hinn 45 ára varafor- maður Framsóknarflokksins væri á fórum út úr pólitík. Þannig sagði einn af höfuðandstæðingum Finns innan flokksins, Ólafur M. Magnús- son, náttúruvemdarsinni og fyrr- verandi formaður SÓLar í Hval- firði, að hann hefði heyrt af þessari ákvörðun Finns fyrir jól en ekki viljað trúa. „Ég trúði ekki að þetta væri rétt fyrr en ég las um brott- hvarf hans í DV,“ sagði Ólafur en sagðist jafnframt fagna þeirri áherslubreytingu á stefnu flokksins sem hlyti að leiða af brotthvarfi hans. Umdeildur Finnur Ingólfsson mun væntanlega hafa meiri tíma fyrir hesta sína þegar sólarhringsvaktinni í pólitíkinni sleppir og við tekur dagvinna hjá Seðlabankanum. Finnur Ingólfsson hefur aila tíð síðan hann hirti þingsætið af Guð- mundi G. Þórarinssyni árið 1991 verið umdeildur og þá sérstaklega innan eigin flokks. Hann hefur ver- ið leiðtogi flokks sins í Reykjavík og baráttuaðferðir hans fyrir kosning- ar hafa þótt svo óvægnar að sam- flokksmenn hans hafa ekki getað fyrirgefið. Finnur er einlægur virkj- unarsinni og hefur lagt allt undir í slagnum fyrir því að álver verði reist á Reyðarfirði og Fljótsdals- virkjun rísi með þeim afleiðingum að Eyjabökkum verði sökkt. Hann hefur átt erfíða tima í þeim slag þar sem Ólafur Öm Haraldsson, alþing- ismaður i Reykjavík, hefur verið á öndverðri skoðun. Finnur hefur því ekki aðeins þurft að berjast við póli- tíska andstæðinga til að koma fram þessu hjartans máli sinu heldur einnig við samherja sinn í Reykja- vík. Víst er að slagurinn um Éyja- bakka hefur dregið úr honum mátt og auðveldað honum þá ákvörðun að draga sig út úr slagnum til að setjast á friðarstól i Seðlabankan- um. Lífið í bankanum er ljúft og Finnur sér fram á öruggar tekjur og rólegheit fyrir lifstíð fyrir vinnu sem aðeins stendur frá 9--5 í stað sól- arhringsvaktarinnar í ólgusjó stjórnmálanna. Finnur hefur ekki aðeins glímt við náttúruverndar- sinnann Ólaf Örn Haraldsson í Reykjavík. Hann hefur líka glímt við þungavigtarmanninn Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmann og borgarfulltrúa R-listans í Reykjavík. í prófkjöri flokksins í Reykjavík var altalað að slagurinn hefði fyrst og fremst staðið milli Alfreðs og Finns sem óspart hefði hvatt sína menn til að stroka hvor annan út. Alfreð stefndi hátt en talið er að Finnur hafi náð að koma í veg fyrir að hann næði i þingsæti með því að fá stuðningsmenn sína til að hafna honum. Á milli þeirra sigldi Ólafur Fréttaljós Reynir Traustason Örn lygnan sjó og í skugga átaka risanna skaust hann í annað sæti listans en Alfreð hrapaði niður í það Qórða. Niðurstaðan varð sú að höfuðandstæðingarnir Finnur og Ólafur Öm skipuðu fyrsta og annað sæti en Alfreð, sem þó átti hug- myndafræðilega samleið með Finni, var slátrað. Þannig stóð Finnur uppi sem sigurvegari í orði en ekki á borði. Kjördæmi hans var þríklofið þar sem sjálfur sat hann yfir einu flokksbrotinu, Ólafur Öm yfir öðru og á hinu þriðja sat Al- freð. Alfreð er taiinn vera mjög sterkur í sínu kjördæmi þó Finn- ur hafi lagt hann og víst er að Finnur var búinn að koma sér upp pólitískum andstæð- ingi og það mjög skæð- um. Draumar Finns um að verða formaður Framsóknarflokksins gátu því ekki annað en brugðist. Leiðtogi flokksins getur illa leitt heilan flokk á meðan hann ekki heldur frið innan eigin kjördæmis. Talið er að eftir darrað- ardansinn á aðvent- unni, þar sem hörð átök um Eyjabakka yf- irskyggðu allt annað, hafi sannfært Finn um að rétt væri að hörfa í sækist eftir skjól Seðlabankans. Finnur hafi jafnframt talið allt eins líklegt að ekkert yrði af álveri við Reyðarfjörð sem yrði honum alvarlegt pólitískt áfall. Loks hafa fjölmargir framsóknar- menn alvarlegar athugasemdir við framgang Finns í einkavæðingu bankanna. Þeir eru ófáir sem telja að hann hafi gengið harðar fram í þeim efnum en samstarfsflokkurinn hafi nokkurn tíma látið sér detta í hug. Ráðherravandi leystur Framsóknarflokkurinn hefur ver- ið með böggum hildar vegna ráð- herramála. Eftir kosningar gerðu formaður og varaformaður flokks- ins ráð fyrir að Páll Pétursson, sem glímdi við hjartasjúkdóm, viki af stóli félagsmálaráðherra og Valgerð- ur Sverrisdóttir, þingflokksformað- ur og oddviti flokksins 1 Norður- landskjördæmi eystra, fengi þannig langþráða ráðherrastöðu. Heldur kom babb í bátinn þegar Páll frá Höllustöðum sagði í viðtali við DV að heilsa hans væri álíka góð eftir hjartaaðgerð og hjá sex vetra grað- fola. í ljós kom að folinn var hinn staðasti og ekkert á leið úr ráðu- neytinu. Vandræðagangur forystu Framsóknar var ógurlegur og allra leiða var leitað til að koma Páli út en ekkert gekk. Sjálfur sagðist Páll myndu beygja sig fyrir vilja þing- flokksins og víkja af ráðherrastóli ef sú væri niðurstaðan. Síðan spilaði hann út trompásnum þegar hann sagðist ekkert myndu þiggja að launum frá hendi flokksins og „sitja sem óbreyttur þingmaður" það sem eftir lifði kjörtimabils. Forystunni féllust hendur við þá tilhugsun enda Páll þekktur af öflugri stjórnarand- stöðu á sínum tíma og alls kyns uppákomum í þinginu. Ekki þótt fýsilegt fyrir samanskroppinn þing- flokk 10 manna að missa einn mann i harða stjórnarandstöðu. Loks er PáU sagður hafa ýjað að því að hann myndi fara í framboð aftur og það leist mönnum alls ekki á. Því var Halldór Ásgrímsson og Siv Friðleifsdóttir. Talið er að hún varaformannsembættinu. Gefum okkur Öllum betri framtíð Ert þú aflögufær? ■arstm tym þitl hlulskipti DV upplýsti um þau stórtíðindi að viðskiptaráðherra væri að hætta í pólitík: Hörfað í skjól Seðlabanka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.