Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 15 Hlaðborðaþjóð Síðari tíma hlaðborð á þorra Hér á landi halda hlaðborðin áfram eftir áramótin því þá taka Biiið milli hlaöborðatíma minnkar stööugt og ef svo heldur fram sem horfir munum við geta étið af hlaðborð- um árið um kring ef góöærishlaðboröið heidur áfram. Hér um daginn fór kjallarahöfundur ásamt fleira fólki út að borða. Veitingastaðurinn bauð okkur hlaðborð. Fyrir rúmri viku var okkur hjónum boðið út að borða. Þar var hlað- borð. Svo er áætlað að fara út að borða með öldruðum starfsfélög- um. Þar verður hlað- borð. Það er vist ekki völ á öðru, nema það væri þá pitsa? Hvaö er hlaðborð? Hlaðborð er langt borð þ£u* sem hlaðið er á mörgum matarteg- ""......... undum, því tleiri þeim mun fínna og dýrara er hlaðborðið. Gestimir ganga svo í halarófu að borðinu, stundum er þeim skipt í hópa til að forðast pústrur. Sé þetta hátíð- arborðhald eru gestir við háborðið valdir í fyrsta hópinn. Þeir einir vita hvaða réttir eru á boðstólum því eftir fyrstu yfirferð er búið að hræra svo í matnum að enginn veit með vissu hvað hann setur á diskinn sinn. Þó má búast við því að hinir lystugustu fái eitthvað af öllu. Kássunni skola menn síðan niður með hvítvíni, rauðvini, bjór eða bara vatni. Það að velja drykk- ina með tilliti til fjölbreytileika réttanna gæti orðið dýrt. Líklega má rekja upphaf þess- ara borðsiða til Skandinavíu eins og jólaglöggið sællar minningar en það drekka Svíar á Þorláksmessu og hafa gert svo lengi sem elstu menn muna og þá í tengslum við hefðbundið jólahlaðborð. Glöggið barst hingað á sjöunda eða átt- unda áratugnum. Þá drukku það allir alls staðar allan desember. Nú er jólaglögg víst alveg ófáan- legt og engir nema Svíar og þeir sem dvalið hafa lengi í Svíþjóð kunna að búa það til. Kjallarinn þorrablótin við en þau eru hlaðborð þar sem boðinn er svokallaður íslensk- ur þorramatur sem er þær afurðir bless- aðrar sauðkindar- innar sem ekki þýð- ir annars að bjóða nútíma íslending- um. Þorrablótin endast fram í febrú- ar. Þá lýkur hlað- borðatímanum. Bil- ið milli hlaðborða- tíma minnkar þó stöðugt og ef svo heldur sem horfir munum við geta étið af hlaðborðum árið um kring ef góðærishlaðborð- ið heldur áfram. Hlaðborð virðast eiga vel við ís- lensku þjóðarsálina. Vísast er það arfur harðinda og kreppuára. Fróð- legt er að minnast hlaðborða sem við sem komin erum á efri ár höf- um fengið að njóta um ævina. Einna fyrst kemur í hugann fóta- nuddtækjajólahlaðborðið. Það hlað- borð entist aðeins ein jól. Jólabóka- Árni Björnsson læknir flóðið er árvisst hlaðborð en þá er samanlagðri andlegri ársfram- leiðslu þjóðarinnar hlaðið á borð bókaverslananna og auglýsendur og gagnrýnendur segja okkur hlað- borðsgestum að við megum ekki missa neitt af þeim fágætu krásum sem þar eru á borðum. Miðað viö fólksfjölda og smekk En eins og jólahlaðborðin skilja eftir innvortis óróa, ógleði og jafli- vel eftirsjá eftir að hafa ekki smakkað á öllum réttunum skilja bókahlaðborðin eftir andlega upp- þembu, sem vekur lestrarleiða sem hjá mörgmn endist allt að næsta hlaðborðstíma. Og hlaðborðin eru enn fleiri, svo sem farsímahlaðborð, verslun- arhúsahlaðborð og síðast en ekki sist nektardans- meyjahlaðborð, sem nú standa til boða við aðalgöt- ur höfuðborga landsins sunnan og norðan fjalla og þar erum við öðrum fremri, bæði miðað við fólksfjölda og smekk, því sá vamingur finnst ekki við Oxford stræti eða Champs-Elysées. En ef við viljum leggja rækt við hlaðborðamenninguna þurfum við hagvöxt og það er gæfa þjóðarinn- ar að eiga leiðtoga sem gert hafa hagvöxtinn að þjóðartrú og eru reiðubúnir til að selja gögn þjóðar- innar og gæði landsins til að hlað- borðin megi kontinuerast. Ámi Bjömsson „Eins og jólahlaöborðin skilja eft- ir innvortis óróa, ógleði ogjafn• vel eftirsjá eftir að hafa ekki smakkað á öllum réttunum skilja bókahlaðborðin eftir andlega uppþembu, sem vekur lestrar- leiða sem hjá mörgum endist allt að næsta hlaðborðstíma Nýjar græjur og mixtúrur Það þarf ekki að spyija að nýj- ungagimi ókkar íslendinga á öll- um sviðum. Um leið og ný tæki eru kynnt og þau komin á markað þá vaknar krafan um að útvega sér það sem nýjast er á markaðn- um. Það þarf ekkert til annað en sannfæra sjálfan sig um að nýja tæknin sé til hagræðingar og þæg- inda. Hver nýjungin rekur aðra þegar um tölvutækni og netvæð- ingu er að ræða og notkunin er al- mennari hérlendis en hjá öðrum þjóðum. Við sláum mörg heims- met miðað við höfðatölu. Hvernig fórum við að? Gott dæmi um þróaða nýjunga- gimi er hve almenn notkun GSM- síma er orðin á tiltölulega skömm- um tíma. Bílstjóri á öðrum hvor- um bíl sem maður mætir í umferð- inni er að tala i símann. Skyldu öll þau samtöl vera bráðnauðsynleg? Ef svo er þá kemur upp í hugann hvemig í ósköpunum menn fóm að áður en þessir þráðlausu símar vom uppgötvaðir og teknir í notk- un. Auðvitað eru fjölmargar nýj- ungar til stórra bóta og spara tíma og fyrirhöfn. Einnig má slá því föstu að til dæmis á ferðalögum sé þráðlausi síminn mikilvægt örygg- istæki. Það er þá hægt að láta vita af sér ef eitthvað bjátar á. Hins vegar má ætla að þessir hand- hægu símar séu í mörgum tilfell- um ofnotaðir. Það munu jafnvel vera til dæmi um að þessir handhægu símar hafi hringt ótímabært í kirkjum á meðan veriö var að lesa yfir látn- um venslamanni á kveðjustund. Auðvitað er það smekklaust að hemja ekki nýja tækni á meðan viðkvæmar at- hafnir fara fram því að flest tæki og græjur eru þeim kostum búin að hægt er að slökkva á þeim ' þegar þeirra er ekki þörf. Líklega á hluti af ofnotk- uninni rætur að rekja til þess að á meðan notkun handsímans var að ryðja sér til rúms þótti mörg- um, ekki síst af yngri kynslóðinni, það vera merki um umsvif og mik- ilvægi að vera að tala í símann í tíma og ótíma og á ólíklegustu stöðum. En sá hé- gómi ætti nú að vera yfírstaðinn og úrelt- ur. Árangur sölu- mennskunnar Þegar litið er til þess hversu alls kon- ar nýungar hafa átt greiðan aðgang að fólki og hversu auð- velt það hefur verið að sannfæra almenn- ing um notagildi hvers konar nýjunga þá er hægt að kveða upp úr með að mark- aðssetning og sölu- mennska stendur á mjög háu stigi hér- lendis. Árangur hvers konar sölumennsku rís hátt. Eftirminnilegt er þegar hin ann- áluðu fótanuddtæki voru auglýst á sínum tíma og kynnt á markaðn- um. Árangur söluaðilanna var með ólíkindum því tækin urðu vinsælt tiskufyrirbrigði sem flest- um fjölskyldum fannst að hafi vantað tilílnnanlega í langan tíma. Notkunin hefur líklega um nokk- urt árabil verið talsvert almenn þó að nú hafi sú tískualdan runnið sitt skeið. Vonandi hafa byggða- söfn tryggt sér eintak af þessum frábæru tækjum áður en gáma- stöðvar tortíma þeim að fullu end- anlega. Síðan hefur hver nýjungin rekið aðra, ýmist til hagræðingar eða ánægju. Það má aldrei vanmeta þæg- indi. Óhollt mataræöi Auk þess að tileinka sér nýjar græjur á fjölmörgum sviðum og dýrka hvers konar tæki til þægilegra lífs og hagræðingar þá má benda á allar þær nýimgar sem hafa lit- ið dagsins ljós á sviði mataræðis og heilsu- bótar. í byrjun aldar bjuggu margar fjöl- skyldur við þau harð- indi að eiga vart til hnífs og skeiðar. Þá var hver sá ham- ingjusamur sem átti eitthvað ætilegt til næstu daga. Fólk velti ekki svo mikið vöngum yfir því hvað væri hollt eða óhollt ef á annað borð eitthvað var til ætilegt hverju sinni til fram- færslu. Makalaust að þjóðin skuli hafa lifað það af. Nú hefur hin annálaða mark- aðssetning einnig sveigt sig að því að uppfyfla brýnustu þarfir á nær- ingarsviðinu með alls konar fæðu- bótarefnum og mixtúrum. Það er lofsvert þegar duglegir hugmynda- smiðir koma til móts við þarfir fólks með nýjum græjum, pillum og dufti til að gera vandratað lífið auðveldara og þægilegra. Jón Kr. Gunnarsson „Bílstjóri á öðrum hvorum bíl sem maður mætir I umferðinni er að tala í símann. Skyldu öll þau sam- töl vera bráðnauðsynleg? Ef svo er þá kemur upp I hugann hvernig I ósköpunum menn fóru að áður en þessir þráðlausu símar voru uppgötvaðir og teknir I notkun.“ Kjallarinn Jón Kr. Gunnarsson rithöfundur Með og á móti Eru yfirvöld meðvitað að auka bilið á milli þeirra tekjuhæstu og annarra hópa í þjóðfélaginu? í samantekt Þjóðhagsstofhunar seg- ir að hækkun ráöstöfunartekna hjóna sé mest meðal þeirra tekju- hæstu og minni eftir þvi sem neðar dregur. Skýr og með- vituð stefna „Já, ég tel að stjómvöld séu meðvitað að auka tekjumuninn í landinu. ASÍ hefur ítrekað bent á það á undanfomum árum að skattkerflnu er beitt á mjög óréttlátan hátt. Það er til dæm- is augljóst að ef skattleysis- mörk fylgja ekki launaþró- im er alltaf verið að auka . skattbyrðl framkvæmdastjóri þeirra sem así. hafa lægstu launin. Þær tölur sem komið hafa fram að undanfomu sýna svo ekki verður um villst að tekjulægstu hópamir hafa fengið mun minni hækkun ráðstöfunar- tekna út úr launahækkunum en aðrir hópar. Það hefúr verið bent svo oft á þetta, og ekkert að gert, að það hlýtur að vera meðvituð stefua að hafa þetta svona. Annað skýrt dæmi um meðvit- aða stefnu stjómvalda var um- ræðan um skattalækkanirnar fyrir samningana 1997. Þá lagði ASÍ til fjölþrepa skattkerfi til þess að mestur hluti skattalækk- unarinnar kæmi til tekjulægstu hópanna. Ríkisstjómin ákvað að lækka prósentuna jafnt fyrir alla þannig að þeir tekjuhæstu fengu mest út úr dæminu. Við þetta aflt má svo bæta stórtækri skerðingu bamabóta sem kemur auðvitað verst við þær fjölskyldur sem hafa þyngsta framfærslu. Fyrir mér er því augljóst að þessi aukning á tekjumun er skýr og meðvituð stefna." Lágt launaðir standa betur „Það er draumur margra að hægt sé að skatta ákveðinn launamun sem oft er náttúrlegur vegna menntunar, fæmi, dugn- aðar, snilli eða einhvers slíks. Þetta er reynt mjög víða en hefur yfirleitt þau áhrif að launin vaxa fyrir skatt auk þess sem það dregur úr frumkvæði og dugnaði ein- staklinga. Sú stefna hefur verið tekin undanfarin ár að reyna að hvetja menn til dáða með því að lækka skatta, einnig á fyrirtæki og annað slíkt, og hækka tekjur. Þetta hefur leitt til þess að það er orðið meira framtak og frum- kvæði í þjóðfélaginu, öllum til hagsbóta, líka þeim sem hafa lægstu launin. Það segir því ekki allt þó bilið hafi vaxið ef hinir lægst launuðu standa betm-. Auk þess hefur tek- ist að ná niður atvinnifleysinu sem hefur haldið niðri lægstu launum. Menn biðja ekki um launahækkun þegar tuttugu bíða eftir starflnu en geta aftur á móti gert það þegar enginn bíður eftir starfinu. Ég held að það að at- vinnuleysið er horfið hafi komið lægst launaða fólkinu langmest til góða eins og maður sér á kjarabaráttu opinberra starfs- manna, eins og til dæmis leik- skólakennara og annarra."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.