Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 25 Sport Stuóningsmenn íslendingliösins Walsall voru óhressir eflir tapleik liðsins gegn Tranmere, 1-2, í ensku B-deildinni í knattspymu á sunnu- dag. Þeir létu mikiö til sín heyra og heimtuðu að eigandi félagsins, Jeff Bowser, kæmi félaginu i betri hend- ur. Með Walsall leika sem kunnugt er þeir Bjarnólfur Lárusson og Sig- uróur Ragnar Eyjólfsson. Ray Graydon, knattspyrnustjóri Walsall, var ekki hress með þessi mótmæli og sagði að ef Bowser hætti, myndi hann hætta líka. Walsall er næstneðst í B-deildinni og virðist lik- legt til að hafa aðeins eins árs dvöl þar. Stefna Bowsers er að steypa fé- laginu ekki í skuldir og fá aðeins samningslausa leikmenn í hópinn, og Graydon segist styðja það heils hug- ar. John Hartson, sóknarmaöur Wimbledon, hefur gengist undir að- gerð á fæti og missir af næstu leikj- um liðsins í ensku A-deildinni í knattspymu. Celtic og Rangers skildu jöfn, 1-1, í stórleik skosku A-deildarinnar í knattspymu í gær. Mark Viduka kom Celtic yfir á 18. mínútu en Billy Dodds jafnaði metin fyrir Rangers á 27. mínútu. Siguröur Jónsson var í byijunarliði Dundee United sem tapaði fyrir Aber- deen, 3-1. Sigurður, sem hefur verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla, var skipt út af eftir klukkutímaleik. Dundee og St. Johnstone skildu jöfn, 1-1, og í leik Hibernian og Kilmamock varð einnig jafntefli, 2-2. Ólafur Gottskálksson var á vara- mannabekk Hibernian. Rangers er efst með 44 stig, Celtic 40 og Dundee Utd 30. Rússneski handknattleiksmaðurinn Alexander Sklyraov, leikmaður með meisturum Kaustik Volgograd, var myrtur í heimabæ sínum í síðustu viku. Sklyraov, sem var 21 árs gam- ail, var stunginn tvívegis í brjóstið með hníf af glæpagengi og lést á leiö á sjúkrahús. íþróttamenn í Volgograd hafa undanfarin ár oröið fyrir barö- inu á ódæðismönnum en ekki áður hafa þeir verið drepnir. -GH/VS NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Charlotte-Atlanta.......108-104 Coleman 25, Wesley 23 - Rider 25, Jackson 20. Orlando-Minnesota.......105-107 Abdul-Wahad 16, Armstrong 16 - Garnett 26, Brandon 18. Chicago-Indiana .........91-103 Brand 22, Artest 22 - Davis 21, Rose 20. Utah-Phoenix .............92-91 Malone 28, Russel 14 - Chapman 29, Kidd 16. Vancouver-Philadelphia . .93-100 Abdur-Rahim 24, Reeves 18 - Iverson 29, Geiger 20. Golden State-SA Spurs . . .83-105 Starks 27, Jamiison 14 - Robinson 28, Duncan 16. LA Lakers-DaUas.........108-106 O'Neal 35, Bryant.25 - Nowitzki 30, Finley 24. Lið aldarinnar Liö aldarinnar í íslenskum körfu- bolta, sem mætir Hamri í Hvera- gerði annað kvöld, var tilkynnt í gær. Það skipa eftirtaldir: Þorsteinn Hallgrímsson, Kol- beinn Pálsson, Einar Bollason, Torfi Magnússon, Guðmundur Þorsteins- son, Jón Sigurðsson, Jón Kr. Gísla- son, Pálmar Sigurðsson, Símon Ólafsson, Gunnar Þorvarðarson, Kristinn Jörundsson, Bjami Gunn- ar Sveinsson, Páll Kolbeinsson og Hjörtur Hansson. Einnig leika með liðinu þeir Gísli Páll Pálsson, bæjar- stjómarmaður í Hveragerði og fyrr- um KR-ingur, og Ólafur Ratnsson, formaður KKÍ og fyrrum leikmaður Hauka. Pétur Guðmundsson, eini ís- lendingurinn sem hefur leikiö í NBA, er búsettur erlendis og því ekki tilbúinn í leikinn. Ágóði af leiknum rennur til styrktar Landssambandi áhugafólks um flogaveiki. -ÓÓJ/VS Bland i oka • • Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins í 44. sinn: - Eyjólfur Sverrisson í öðru sæti og Vala Flosadóttir í því þriðja Sundmaðurinn Öm Amarson var í gærkvöldi útnefndur íþróttamaður ársins 1999 af Samtökum íþróttafrétta- manna í hófi á Hótel Loftleiðum. Þetta var í 44. skipti sem Samtök íþróttafréttamanna útnefna íþrótta- mann ársins og annað árið í röð sem styttan glæsilega, sem fylgir sæmdar- heitinu, fer í hendur Amar Amarson- ar. Öm er 18 ára gamall Hafnfirðingur og hefur æft sund með Sundfélagi Hafharíjarðar frá unga aldri. Hann náði þeim glæsilega árangri að verða tvöfaldur Evrópumeistari á Evrópu- meistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Portúgal á dögun- um. Öm kom fyrstur í mark í 100 og 200 metra sundi og þar með undir- strikaði hann styrk sinn. Örn hefur nú þegar, þó ungur sé að árum, skip- að sér á bekk meðal bestu baksunds- manna heims í dag. Það er alveg ljóst að ef rétt verður á spilum haldið þá blasir framtíðin við þessum mikla íþróttamanni. Hann vinnur aö því hörðum höndum að mæta sem best undirbúinn til leiks fyrir Ólympíuleikana í Sydney á kom- andi hausti. Það verður gífurlega spennandi að fylgjast með honum þar etja kappi við sína jafningja í sínum greinum. Vel að titlinum kominn Þegar litið er til sundmanna úti í hinum stóra heimi hafa sundmenn hér mátt búa við aðstæður sem ekki eru þeim sæmandi. Öm hefur sýnt það og sannað að allt er hægt ef vilji einn er fyrir hendi. Gífurleg ástund- um æfinga hefur borið ríkulegan ávöxt þótt ungur sé að árum. Öm æfir að jafnaði um fimm tíma á dag svo sjálfsaginn verður að vera mikill tii að komast í fremstu röð. Örn er vel að þessari útnefningu kominn annað árið í röð. íslensk íþróttaæska litur upp tO þessa íþróttamanns og hún getur margt af honum lært. Hefur allt til að bera Ekki eru það aðeins íslendingar sem eru stoltir af sínum afreksmanni og bíða spenntir eftir framgöngu hans á næstum árum. Erlendir sundfræð- ingar hafa tekið eftir þessu nafni og bíða ennfremur spenntir. Þeir segja að hann hafi allt tO að bera tO að ná enn lengra. Tíminn einn á eftir að leiða í ljós hvað gerist í þeim efnum. Hér er á ferð mikið efni og að því verður að hlúa. Stuðningi við hann i hvaða formi sem er er hverrar krónu virði. Eins og kom fram í DV í gær kusu lesendur blaðsins Örn íþróttamann ársins þriðja árið í röð. -GH/JKS Válerenga hefur flækt málin - Guöjón Þóröarson, knattspyrnustjóri hjá Stoke, hræddur um aö ekkert veröi af kaupunum á Brynjari Guðjón Þórðarson, knattspymu- stjóri Stoke City, segir að norska lið- ið Válerenga hafl flækt málin varð- andi kaupin á Brynjari Bimi Gunn- arssyni og hann sé hræddur um að felagið sé að missa af íslenska lands- liðsmanninum hjá Örgryte. Þetta kom fram í enska blaðinu Sentinel í gær. Válerenga kemur að málinu vegna þess að félagið lét Brynjar fara tO Örgryte í Svíþjóð fyrir einu ári, án greiðslu en með þeim skOmálum að félagið fengi hlut í sölu hans ef hann færi frá Ör- gryte. Haft er eftir Guðjóni í Sentin- el að Válerenga fái helming kaup- verðsins og af þeim sökum hafl sænska liðið skyndOega hækkað kröfur sínar um greiðslur fyrir Brynjar. Áður hafði verið talað um að hann færi tO Stoke fyrir 60 mOlj- ónir króna. Stjómarmenn Örgryte hafa að undanfomu neitað að gefa upp við sænska fjölmiðla hve mikið Váler- enga fái af kaupverðinu. DV ræddi í gær við Stefan Allbáck, stjómarfor- mann sænska félagsins, og hann vOdi sem fyrr ekkert segja um það mál. „Það hefur ekkert nýtt gerst í máli Brynjars og ég veit ekki hvem- ig þetta fer en við munum ræða við Stoke á næstu dögum,“ sagði AO- báck viðDV. Brynjar fór tU Stoke rétt fyrir jól- in en þegar tU kom var ekki komið samkomulag mOli örgryte og Stoke um kaupverðið. Hann gat því ekkert rætt við Stoke um launamál, gekkst aöeins midir læknisskoðun hjá fé- laginu og fór aftur heim. Hjá Örgryte vOja menn helst halda Brynjari í sínum röðum enda þótti hann besti leikmaður liðsins á þessu ári. Haft var eftir þjálfara og stjómarmönnum eftir tímabOið að það besta sem felagið gæti gert fyrir komandi timabU væri aö halda Brynjari. „Við vUjum helst halda honum en við eigum í fjárhagserflðleikum eins og mörg önnur félög og þvi gætum við neyðst tO að láta hann fara. Það skýrist betur á næst- unni,“ sagði Stefan Allbáck. -EH/VS Örn Arnarson, íþróttamaður ársins, með verðlaunagripinn glæsilega sem Samtök íþróttafréttamanna veittu í 44. sinn í gær. Á minni myndinni óskar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Erni til hamingju með útnefninguna en Örn var kjörinn íþróttamaður ársins annað árið í röð. DV-myndir E.ÓI. íþróttamaður ársins: Þessir fengu at- kvæði í kjörinu 1. Örn Arnarson, sund, SH.................347 2. Eyjólfur Sverrisson, knattsp., Herthu .. 264 3. Vala Flosadóttir, frjálsar, ÍR.........239 4. Ólafur Stefánsson, handkn., Magdeburg . 95 5. Rúnar Kristinsson, knattsp., Lilleström . 91 6. Rúnar Alexandersson, fimleikar, Gerplu 61 7. Kristinn Björnsson, skíði, Leiftri.....59 8. Bjarki Sigurösson, handkn., Aftureld. . . 55 9. Sigurbjörn Báröarson, hestaíþr., Fáki . . 48 10. Þóröur Guðjónsson, knattspyma, Genk . 33 11. Elva Rut Jónsdóttir, fimleikar, Björk .. 32 12. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar, Kópav. 30 13. Guörún Arnardóttir, frjálsar, Ármanni . 28 14. Jón Amar Magnússon, frjálsar, Tindast 26 15. Vernharð Þorleifsson, júdó, KA.........21 16. Halldór Jóhannsson, fimleikar, Ármanni 19 17. Þórey Edda Elísdóttir, frjálsar, FH .... 18 18. -19. Birkir Kristinsson, knattspyma, ÍBV 15 18.-19. Guöm. Benediktsson, knattsp., KR . . 15 20. Eiður Smári Guðjohnsen, knattsp, Bolton 10 21. Róbert J. Duranona, handkn., Eisenach . 5 22. -23. Edda Lúvísa Blöndal, karate, Þórsh. . 3 22.-23. Einar K. Hjartarson, frjálsar, FH . . . 3 24.-26. Elsa Nielsen, badminton, TBR....... 2 24.-26. Gísli G. Jónsson, torfæra.......... 2 24.-26. Lára Hrund Bjargardóttir, sund, SH . 2 27.-29. Björgvin Sigurbergsson, golf, GK . . . 1 27.-29. Ingibergur Sigurðsson, glíma, Árm. . 1 27.-29. Rúnar Jónsson, rall, Reykjavik..... 1 + Sport Ætla að standa mig enn betur á næsta ári - sagði Örn Arnarson - Fulltrúi landsliðsins, segir Eyjólfur „Ég skcil viðurkenna að það fór heitur straumur um mig þegar nafn mitt var tilkynnt. Þetta er mikill heiður sem mér áskotnast annað áriö í röð. Ég átti allt eins von á þessu en bjóst við að Eyjólfur Sverr- isson myndi veita mér mestu keppn- ina. Eftir á varð ég hins vegar hissa hve munurinn var mikill," sagði Öm Amarson, íþróttamaður ársins 1999, í samtali við DV rétt eftir út- neíhinguna í gærkvöld. Samtök íþróttafréttamanna kusu Öm Amarson, sundmann úr SH, íþróttamann ársins í kjöri á Hótel Lofleiðum í gærkvöld og var þetta í 44. skipti sem kjörið fer fram en því var hleypt af stokkunum 1956. - Að hljóta þennan titil hlýtur ad vera töluverð áskorun. „Þetta er það náttúrlega. Ég ætla að standa mig enn þá betur á næsta ári en því sem er að ljúka. Næsta ár verður örugglega þaö mikilvægsta á mínum ferli. Ég stefni að því að gera góða hluti á Ólympíuleikunum í Sydney en hátt í níu mánuðir eru til stefnu. Ég mun að sjálfsögðu gera mitt besta þangað til og tímann þangað til ætla ég að nýta til hins ýtrasta," sagði Öm. - Þessi árangur þinn hefur vak- ið athygli. Eru ekki einhverjir skólar vestra setn sœkjast eftir þér? „Jú, því er ekki að neita. Ég hef fengið tilboð frá hinum og þessum skólum í Bandaríkjunum. Ég get upplýst það að ég er ekki á leiðinni til Bandaríkjanna fyrr en í fyrsta lagi eftir ólympíuleikana. Það er gaman að sjá að skólar vestra vilja fá mann. Ég hef fengið frá sumum þeirra virkilega góð tilboð. Maður veit aldrei hvað maður gerir síðar í þessum efnum,“ sagði Öm Amar- son. Skemmtilegt ár „Þetta var virkilega skemmtilegt og góð tilfmning að lenda svona of- arlega í þessu kjöri. Ég lít meira á mig sem fulltrúa landsliðsins sem náði frábærum árangri á árinu og allir sem standa að landsliðinu eiga hlut i þessu sæti mínu,“ sagði Eyjólfur Sverrsson við DV en hann varð í öðru sæti á eftir Emi í kjör- inu. „Þetta ár er án efa eitt það besta hjá mér sem knattspyrnumaður enda gengið gott bæði með landslið- inu og Herthu. Þetta er búiö að vera mjög skemmtilegt ár og þá sérstak- lega gagnvart landsliðinu. Þá hefur verið mjög gaman að spila með 16 bestu liðum Evrópu i meistaradeild- inni og að leika á móti heimsklassa- leikmönnum. Ég stend enn við þá ákvörðun mína að snúa heim úr at- vinnumennskunni árið 2001. Hvað við tekur þá er allt óráðið og það er alls ekki víst að ég spili neitt hér heima,“ sagði Eyjólfur. -JKS/GH Örn Arnarson: Með annan besta tíma í heiminum Árangur Arnars Arnarsonar á Evrópumótinu innanhúss í Portúgal á dögunum er enn glæsilegri þegar nánar er að gáð. Örn er í dag með næst- besta tíma í heiminum í 200 metra baksundi, aðeins heimsmet Krayselburg hins ameríska er betra, 1:52,47, og í 100 metra baksundi er hann með fimmta besta tímann. Tími Arnars í 200 metra baksundi er sennilega 10. eða 11. besti frá upphafi. Á World Cup mótunum frá því haustið 1997 hefur einungis einn maður synt hraðar en íslendingurinn í 200 metra baksundi og það gerði Krayzelburg þegar hann setti heimsmetið í haust. Einungis fjórir sundmenn hafa farið hraðar í 100 metra baksundi á sama tíma. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.