Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Sviðsljós Britney langar í áramótasólina Táningastjarnan Britney Spears hlakkar mikiö til árþús- undamótanna á föstudagskvöld. Hún ber þó nokkum kviðboga fyrir því sem komandi ný öld ber í skauti sér. Britney hefur ekki enn ákveö- iö hvar hún ætlar að fagna nýju árþúsundi. Helst langar hana suður á bóginn þar sem sólin skín og þá vill hún hafa fjöl- skyldu sína og nánustu vini hjá sér. Að öðru leyti ætlar stjarnan að borða góðan mat og borða mikið af sætindum. Aðspurð seg- ist Britney telja sjónvarpið mik- ilvægustu tækninýjungina síð- ustu þúsund árin. Madonna oftast milli tannanna Poppstjarnan Madonna var oftast milli tannanna á slúður- dálkahöfundum í Ameriku á ár- inu sem er að líða, það er ef ekki em taldir stjómmálamenn eins og Bill Clinton forseti og við- hengi hans, frúin og Monica. Slefberar töluðu 170 sinnum um Madonnu en næst á eftir henni kom Gwyneth Paltrow, með 130 skipti. Ben Affleck naut góðs af furðulegu sambandi sínu við Gwyneth og var þess vegna nefndur oftar á nafn en til dæmis Brad Pitt. Jennifer Lopez var líka nokkuð umtöluð. Fræga fólkið vill líka eiga náðug jól: Katazeta og Mikki leika á blaðamenn Catherine Zeta-Jones var ekki fyrr lent á Heathrow-flugvelli við Lundúni um jólaleytið en orðrómur fór á kreik um að allt væri nú búið milli hennar og stórstjörnunnar Michaels Douglas. Þannig var að Kata litla kom alein heim til Bret- lands til að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar í Wales. Fyrirfram hafði verið búist við að Kata myndi taka þátt í glæsiveislu Douglasfjölskyldunnar vestur í Hollywood um jólin. En þess í stað laumaðist hún bara heim til pabba og mömmu í Mumbles, nærri borg- inni Swansea. En þetta var of gott fyrir slúður- blaðamenn til að geta verið satt. Umtalaðasta parið í Hollywood var ekki hætt að vera saman. Skötu- hjúin brugðu hins vegar á þetta ráð til að fá frið fyrir ljósmyndurum. Það kom í Ijós þegar vel sjáandi maður tók eftir Mikka í spássitúr nærri heimili foreldra Kötu á að- fangadag. Michael var efst í huga að snæða með 84 ára gamalli ömmu ástkon- unnar og nöfnu, svo og öðrum úr fjölskyldunni. Svo úthugsaðir voru klækimir að amma gamla var með hlutverk sitt á hreinu. Ef einhver spurði, vissi hún ekki betur en bamabamið ætl- aði að dvelja vestanhafs yfir jólin. „Ég sendi henni meira að segja jólakort þangað,“ bætti amma við með miklum sannfæringarkrafti. Þeir sem sáu til Kötu og Mikka á aðfangadag sögðu að þau hefðu látið Catherine Zeta-Jones er enn með ve^ hvort að öðru en sjálf neituðu honum Michael Douglas. tau a^ ræða samband sitt. Johnny Depp viðurkennir efnamisnotkun Stórleikarinn Johnny Depp hefur opnað hjarta sitt og viður- kennt að hafa misnotað flkni- efni um ævina. Og kemur sos- um fáum á óvart. Þrálátur orðrómur hafði jú lengi verið á kreiki þar um. „Það er ekki til það eiturefni sem ég hef ekki troðið í mig,“ segir kvikmyndastjarnan í við- tali við tímaritið Detour Maga- zine. Og ástæðan fyrir misbrúk- inu var einföld: „Ég reyndi að eyðileggja mig. í mörg ár var það ósk min að vinna mér skaða.“ Leikarinn lenti oft í vandræð- um vegna eiturátsins en þakkar nú fjölskyldunni fyrir að hafa stutt sig. Hann segir einnig í við- talinu að svona fíkniefnavand- ræði séu meðfædd, bendir á að í æðum hans renni bæði indíána- blóð og írskt. Sophie Rhys Jones, öðru nafni greifynjan af Wessex, eiginkona Játvarðar Englandsprins og tengdadóttir Elísabetar drottningar, var glæsileg aö vanda þeg- ar hún kom til guðsþjónustu í kirkju Sandringham-hallar aö morgni jóladags. Hefö er fyrir því að breska konungsfjöiskyldan hlýöi saman á jólaboöskapinn í kirkju heilagrar Maríu Magdalenu. Fjölskyldan mætti eins og hún leggur sig, að Vilhjálmi litla prinsi undanskildum. Hann var veikur. Leiðin til skattaafsláttar um áramótin liggur um Landsbréf eða næsta Landsbanka. Fjárfesting í hlutabréfasjóðum Landsbréfa fyrir áramót tryggir allt að 61.344 kr. skattaafslátt. Hlutabréfasjóðir Landsbréfa eru íslenski hlutabréfasjóðurinn og íslenski fjársjóðurinn. Ávöxtun frá áramótum* íslenski hlutabréfasjóðurinn 25,3% íslenski fjársjóðurinn 25,4% Elizabeth Hurley: Skvísa aldarinnar Úrslitin komu ekki á óvart. Leik- konan og fyrirsætan Elizabeth Hurley var kjörin skvísa aldarinnar. Skaut meira að segja þeirri fom- frægu Audrey Hepburn ref fyrir rass. Það var tímaritið Ign For Men sem stóð fyrir kosningunni. Alls bárust tillögur um 63 skvísur en engin komst með tærnar þar sem Liz hafði hælana. Audrey Hepburn varð í öðru sæti og lýstu margir yfir erflðleikum við að velja milli þessara tveggja kvenna. „Salómon konungur hefði einnig lent í vandræðum hérna,“ hélt einn lesendanna fram I tímaritinu þar sem úrslitin voru kynnt segir að Liz hafi sýnt það og sannað að hún sé enginn aukvisi og eigi því skilið að hljóta titilinn skvísa aldarinnar. Ef menn skyldu hafa gleymt þvi þá kemur Liz fram í myndunum um Austin Powers. Fyrirsætan og leikkonan Elizabeth Hurley getur veriö ánægö meö nýjasta titilinn í safni sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.