Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Seðlabankinn: Vongóðir um- sækjendur „Ég vænti þess að umsóknirnar fái vandaða meðferð á bankaráðs- fundinum," sagði Ólafur Isleifsson hagfræðingur, einn sextán umsækj- enda um stöðu seðlabankastjóra en bankaráðsfundur í Seðlabankanum hófst klukkan 11 í morgun. Við- fangsefni fundarins var það eitt að fara yflr umsóknir um stöðu seðla- bankastjóra. „Ég vil ekki blanda mér í þetta ferli á meðan á þvi stendur og því ekki tjá mig frekar," sagði Már Guð- mundsson hagfræðingur sem einnig sótti um bankastjórastöðuna. Ólafur og Már eru báðir starfs- menn Seðlabankans og vildu stiga varlega til jarðar þegar þeir voru , ^ inntir eftir væntanlegri ráðningu Finns Ingólfssonar í bankastjóra- stöðuna. Auk þeirra þriggja sóttu þrettán aðrir um stöðuna. -EIR Áramót: Aldrei færri fálkaorður Aðeins tíu einstaklingar verða sæmdir fálkaorðunni af forseta ís- lands á nýársdag samkvæmt tillögu sem Ásgeir Pétursson, formaður orðunefndar, hefur lagt fyrir forset- ann. Aldrei hafa færri verið sæmdir fálkaorðunni og aldrei fyrr hefur skipting kynjanna verið jöfn en nú fá orðuna fimm konur og fimm karl- menn. Auk Ásgeirs Péturssonar for- manns sitja í orðunefnd: Hulda Val- týsdóttir blaðamaður, Guðrún Guð- mundsdóttir konsertmeistari, Sig- mundur Guðbjarnason, fyrrum há- skólarektor, og Róbert Trausti Árnason forsetaritari. -EIR Aldamótin nálgast óöfluga og fjöldi landsmanna hyggst kveöja tuttugustu öldina meö flugeldaskothríö sem aldrei fyrr. Búist er viö metsöiu flugelda og blysa. Slæmt veður gæti þó sett strik í reikninginn. í dag hefst flugeldasala víös vegar um borg og bæ. ítarleg umfjöllun um flugelda veröur í sérblaöi sem fylgir DV á morgun. Mennirnir á myndinni eru frá Björgunarsveit Ingólfs og Alberts. DV-mynd Pjetur Dómurinn í Danmörku fyrir jólin hefur ýmislegt i för með sér fyrir sakborninginn: Kio Briggs má ekki koma til íslands Vestmannaeyjar: Stálu 25 kílóum af dínamíti Tveir unglingspiltar í Vest- mannaeyjum stálu aðfaranótt Þor- láksmessu 25 kg af dínamíti og hvellettum en það var í eigu bæjar- ins. Þeir höfðu notað rúmlega 2 kg af sprengiefninu þegar þeir voru handteknir í gær og voru að sögn að undirbúa mjög öfluga sprengju. Vart hafði orðið við mjög öflugar sprengingar i bænum undanfama daga, aðallega á svæði sorpeyðing- arstöðvarinnar, en þar höfðu pilt- amir gert sér að leik að sprengja bílflök í tætlur. Þeir viðurkenndu stuldinn við yfirheyrslur í gær og er sprengiefhið sem eftir var komið i hendur eigenda. -gk - 5 ára brottvísun í Danmörku þýðir að innbyrðis samningar gilda annars staðar á Norðurlöndum Kio Alexander Ayobam- bele Briggs, 27 ára, má ekki koma til íslands á næstu árum. Dómurinn sem hann hlaut í Danmörku, 1 árs fangelsi og frávísun úr land- inu næstu 5 ár þar á eftir, þýðir einnig að Briggs má ekki koma til Norðurlanda vegna samninga þessara landa sín á milli. Hins veg- ar getur Schengen-sam- komulag breytt þessu ef og þegar að því kemur. Kio Briggs situr nú inni í litlu fangelsi í dönsku borginni Kolding á Suður-Jótlandi, um 80 kilómetra frá Sonderborg, skammt frá Þýskalandi, þar sem danska lögreglan handtók hann ásamt Guðrúnu Kristjánsdóttur, 22 ára. Þau voru bæði dæmd í ársfangelsi fyrir innflutn- ing á 1020 e-töflum. í fangelsinu í Kolding eyddi 41 fangi jólunum með Briggs, þar af situr ein kona einnig inni, dönsk. Flestir í fangelsinu í Kolding eru Danir en þar sitja einnig innflytj- endur frá öðrum löndum. Eins og fram kom ný- lega I DV fer réttarhald í skaðabótamáli Kio Briggs gegn íslenska rikinu fram í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. janúar. Þar fer Bretinn fram á hátt í 30 milljónir í bætur fyrir að hafa þurft að sitja inni í tæpa 9 mánuði í gæsluvarðhaldi áður en hann var sýknaður í sumar í saka- máli sem ríkissaksóknari hér heima höfðaði gegn honum. Búist er við að málið gangi sína leið þó svo að lögmaður Briggs hér á ís- landi hafi ekkert heyrt í skjólstæð- ingi sínum frá því síðla sumars eða í haust. DV hafa ekki borist hliðstæðir dómar í e-töflumálum í Danmörku. Áður en héraðsdómur sýknaði Briggs hér heima var hann sak- felldur og hlaut þá 7 ára dóm fyrir innflutning á um tvö þúsund e-töfl- um. Að þessu virtu hefur vakið talsverða athygli margra hér heima að maðurinn hlýtur aðeins eins árs dóm fyrir 1020 e-töflur í Dcuunörku. Lögreglumaður í Sond- erborg sem DV ræddi við hefur á Tiinn bóginn fullyrt að eitt ár fyrir brot af því tagi sem Kio framdi þar í landi þyki nokkuð „sanngjamt", miðað við dómahefð þar í landi. -Ótt Bíll á hús DV, Akureyri: Óvenjulegt umferöaróhapp varð á Akureyri um miðjan dag í gær, en þá var bifreið ekið á hús við Oddeyrar- "götu. Bifreiðin var að mæta annarri en mikil þrengsli voru vegna snjó- ruðninga. Ökumaður annarrar bif- reiöarinnar brá á það ráð til að forð- ast árekstur að aka upp á snjóruðning en þaðan fór bifreið hans inn i garð og á hús þar. Skemmdir urðu ekki mjög miklar og ökumanninn sakaði ekki en hann var einn i bifreið sinni. -gk áci Kio Alexander Ayobambele Briggs, Veðrið á morgun: Rigning sunnan- og vestanlands Suöaustan 10-15 m/s og rigning sunnan- og vestanlanas, en hægari og þykknar upp norðan til. Hiti 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 37. Bílheimar ehf. SeevarhOtta 2a Slmi:S2S 9000 www.bilhdmar.is i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.