Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 HanMMifaMMaMaMHBnM«MMnaMMWi Hernaður framtíð- arinnar - bls. 23 zmz&sfí^ti^-sæjtaptfémmr rraiK nmr r awtiwrga Þróun vísinda og tækni 1000-2000 - bls. 20-21 tolvuleikja - bls. 19 iii^SSiT PlayStation tölvui tækni og vísinda Einstein maður aldarinnar 7j3jjiíIj ; Tímaritið Time hefur valið vísinda- manninn Albert Einstein mann 20. ald- arinnar. í umfjöllun blaðsins er hann kall- aður snillingur, póli- tískur flóttamaður, mannréttindasinni og lásasmiður sem opnaði mannkyn- inu leið að leyndarmálum atómsins og alheimsins. Það kemur ekki á óvart að maður aldarinnar sé valinn úr hópi vísinda- manna, þar sem aldarinnar verður sennilega hvað mest minnst fyrir allar þær tækninýj- ungar og framfarir i vísindum sem áttu sér stað á þess- ari síðustu öld árþúsundsins. Og Einstein er vel að þessari nafnbót kominn, því enginn kemst með tærnar þar sem höfundur afstæðiskenningarinnar hefur hæl- ana hvað varöar framfarir í vísindum á þessari öld. Stofnandi Amazon heiöraður Útgefendur Time hafa ekki bara dund- að sér við það síðustu vikurnar að út- nefna mann aldarinnar, heldur hafa þeir einnig útnefnt mann ársins 1999. Og eins og með Einstein þá kemur hann úr geira sem fellur undir áhugasvið DV-Heims. Þetta er Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, sem er orðin vinsælasta netverslun heims einungis fimm árum eftir að Bezos hóf rekstur hennar. Ritstjórar Time sögðu að í ár hefði verið auðveldara en oft áður að velja mann ársins. Meðal helstu einkenna ársins er mikil umræða um netverslun og netfyrirtæki og Bezos er í raun holdgervingur þessara málefna. J Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hversu miklu mannkynið hefur áorkaö síð- ustu 1000 árin. Fyrir um það bil þúsund árum ferðuðust forfeður okkar um á vík- ingaskipum og fundu nýjar heimsálfur. Landkönnunareðlið er enn til staðar en i dag höfum við skoðað flest sem hægt er að skoða á jörðu niðri og því ligg- ur leiðin annað - út í geiminn, þar sem ákvörðunarstaður- inn um þessar mundir er Mars. Siðustu mánuði hafa Mars- ferðalög gengið brösulega, en það eru án efa vaxtarverkir sem aukin þekking mun sefa á komandi árum og áratug- um. Fyrst mannkyninu tókst að komast úr víkingaskipinu og inn í geimferjuna á síðustu þúsund árum, þá er ómögulegt að ímynda sér hvar mannkynið verður statt eftir næstu þúsöld. Án efa mun blaðamaður DV-Heims við áramótin 2999-3000 skrifa fjálglega um það hve frumstæðar aðstæð- urnar voru á upphafstímum geimferðanna. í tilefni af því að árið 2000 gengur í garð innan örfárra daga þá ákvað DV-Heimur að fjalla um þær tækniframfar- ir sem átt hafa sér stað á síðustu 1000 árum. Jafnframt verður reynt að kíkja aðeins á framtíðarhorfurnar á svið- um tækni og vísinda. -KJA a^A M M mmTí ^fc. m'mlÆmmt., m,m .dMfcx Mfl»l m ÆKk m^mVh 1' T ffl' V df fwT I! \Læ: fl fl K fl fl B M! H ^w BB^ B\ B Bl 1 4ÉMH- B^H' Bwfl fl'j HyP' H Wl' Rm. BkJf flgri ¦ flLfli ^Mr ^FMji m' ^mt m ^mm m mx^MJP' wm> m ^PM n MJjMJMWMfcl Notaðu vísifingurinn! www.visir.is ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.