Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Qupperneq 1
 I PlayStation b ■ Þróun vísinda og tækni 1000-2000 - bls. 20-21 ^*x Saga tölvuleikja - bls. 19 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 - bls. 23 Hernaður framtíð- arinnar Einstein maður aldarinnar Tímaritið Time hefur valið vísinda- manninn Albert Einstein mann 20. ald- arinnar. í umfjöllur blaðsins er hann kall- aður snillingur, póli- tískur flóttamaður, mannréttindasinni og lásasmiður sem opnaði mannkyn- inu leið að leyndarmálum atómsins og alheimsins. Það kemur ekki á óvart að maður aldarinnar sé valinn úr hópi vísinda- manna, þar sem aldarinnar verður sennilega hvað mest minnst fyrir allar þær tækninýj- ungar og framfarir í vísindum sem áttu sér stað á þess- ari síöustu öld árþúsundsins. Og Einstein er vel að þessari nafnbót kominn, því enginn kemst með tærnar þar sem höfundur afstæðiskenningarinnar hefur hæl- ana hvað varðar framfarir í vísindum á þessari öld. Stofnandi Amazon heiðraður Útgefendur Time hafa ekki bara dund- að sér við það síðustu vikumar að út- nefna mann aldarinnar, heldur hafa þeir einnig útnefht mann ársins 1999. Og eins og með Einstein þá kemur hann úr geira sem fellur undir áhugasvið DV-Heims. Þetta er Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, sem er orðin vinsælasta netverslun heims einungis fimm árrnn eftir að Bezos hóf rekstur hennar. Ritstjórar Time sögðu að í ár hefði verið auðveldara en oft áður að velja mann ársins. Meðal helstu einkenna ársins er mikil umræða um netverslun og netfyrirtæki og Bezos er i raun holdgervingur þessara málefna. Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hversu miklu mannkynið heftu- áorkað síð- ustu 1000 árin. Fyrir um það bil þúsund árum ferðuðust forfeður okkar um á vík- ingaskipum og fundu nýjar heimsálfúr. Landkönnunareðlið er enn tii staðar en í dag höfum við skoðað flest sem hægt er að skoða á jörðu niðri og því ligg- ur leiðin annað - út i geiminn, þar sem ákvörðunarstaður- irni um þessar mundir er Mars. Síðustu mánuði hafa Mars- ferðalög gengið brösulega, en það eru án efa vaxtarverkir sem aukin þekking mun sefa á komandi árum og áratug- um. Fyrst mannkyninu tókst aö komast úr víkingaskipinu og inn i geimferjuna á síðustu þúsund árum, þá er ómögulegt að ímynda sér hvar mannkynið verður statt eftir næstu þúsöld. Án efa mun blaðamaður DV-Heims við áramótin 2999-3000 skrifa fjálglega um það hve frumstæðar aðstæð- urnar voru á upphafstimum geimferðanna. í tilefni af því að árið 2000 gengur í garð innan örfárra daga þá ákvað DV-Heimur að fjalla um þær tækniframfar- ir sem átt hafa sér stað á síðustu 1000 árum. Jafnframt verður reynt að kíkja aðeins á framtíðarhorfurnar á svið- um tækni og vísinda. -KJA Samsett mynd: Einar Elí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.