Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 19 Spá um áriö 2000 frá 1922: Fólk mun borða gervifæði - nýtt efni, nikkelum, breytir heiminum Greinarhöfundur getur rétt til um þróun flugvéla og segir að þær muni þróast þannig að þær verðí hentugar til ferða- laga um allan heim. En hann segir það reyndar líka um kafbáta. Það er gaman að velta fyrir sér framtíðinni en oft jafnvel enn skemmti- legra að skoða hvernig fólk ímyndaði sér áður fyrr að nútíminn myndi líta út. DV-Heimur fann á Netinu dittþ://www.sIoven8ko.com/docs/ 2000/1 grein sem birt var 22. mars 1922 í þýska dagblaðinu Pressburger Zeitung. Þar velti greinarhöfundur fyrir sér hvemig umhorfs yrði árið 2000 og fannst DV-Heimi vangavelt- urnar svo athyglisverðar að ákveðið var að birta þær hér. „Eftir 78 ár munu kraftaverk okkar tíma lita út eins og bamaleikföng. Flugvélamar og kafbátamir sem á tímum Jules Veme voru bara draum- ar munu þróast þannig að úr verða farartæki sem verða þægileg til feröa- laga um alfan heiminn, ef ekki verðrn- þá búið að finna upp enn hentugri leiðir til ferðalaga. Árið 2000 verða fal- legu lestimar okkar, sem í dag líta út sem kröftug skrímsli, komnar úr tísku eins og póstvagnar forfeðra okk- ar em nú. Allt úr „nikkelum" Lestimar munu ganga fyrir raf- magni eingöngu. Allar vélar affra verksmiðja munu einnig ganga fyrir rafmagni, aflir fossar jarðarinnar verða virkjaðir, jafnvel einnig vind- orkan og óhjákvæmilega afl flóðs og fjöm. Einnig verður mögulegt að vinna raforku úr lofti þar sem hún er einnig geymd. Vísindamaður spáir því að í fram- tíðinni verði öll húsgögn gerð úr málminum nikkelum sem unninn er úr nikkeli. Þessi málmur verður svo léttur að kommóður verður hægt að færa til eins auðveldlega og stóla í dag og svo ódýr að allir hafa efni á húsgögnunum. Allt i íbúðunum mun ganga fyrir rafmagni, eldhúsið, ofn- inn, uppþvotturinn og því verður vinnuálag mannsins í lágmarki og ekki lengur skortur á þjónustufólki. Bandarískur útgefandi sér fyrir miklar framfarir í bókaframleiðslu. Samkvæmt honum verða blaðsíðum- ar unnar úr nikkeli sem verður svo þunnt og létt að bók getur verið 30.000 blaðsíður en samt sveigjan- legri og endingarbetri en hafi hún blaðsíður úr pappír. Annar Banda- rikjamaður er þess fullviss að jakka- fót verði skorin, saumuð og fúllbúin með tölum í vél sem getur þetta með hjálp rafmagns og án þess að manns- höndin þurfi að koma tO. Verslunarleiðangrar á færiböndum Tölfræðin segir okkur að ef fólks- fjölgun eykst með sama hraða þá verða ibúar London orðnir 14 milljón- ir árið 2000 [eru rúmar 7 milljónir í dag, innsk. DV-Heimur] og 9 milljón íbúar í París [eru rúmar 2 milljónir]. Göturnar verða lagðar „nikkelum" því jámið er sterkara og endingar- betra og orsakar minni hávaða en gúmmí. Verslunarleiðangrar verða farnir með hjálp neðanjarðarfæri- banda eða jafnvel lítilla vagna sem ferðast inni í þrýstiloftsgöngum. Kol Bandarískur útgefandi sér fyrir mlklar framfarir í bókaframlolðslu, Samkvæmt honum verða blaðsíðurnar unn- ar úr nikkeli sem verður svo þunnt og létt að bók getur veríð 30.000 blaðsíður en samt sveígjanlegri og endíng- arbetri en hafi hún blaðsíður úr pappír. mun falla í verði. Fólk mun aðallega borða gervifæði. Enskur vlsindamað- ur heldur að jörðin verði ekki einung- is uppspretta grænmetis og ávaxta heldur einnig óendanleg uppspretta hita og orku. Hann telur að nóg sé að bora holu niður á nokkurra kílómetra dýpi og þar megi finna nægan hita til virkjunar til að knýja allan iðnað á jörðinni. Vatnið á sliku dýpi er svo heitt að hægt er að knýja allar vélar í heiminum með því. En þetta eru einungis framfarim- ar sem við getum spáð fyrir um! Enn vitum við ekkert um framfar- imar sem eiga eftir að eiga sér stað á sviðum sem við þekkjum ekki einu sinni í dag!“ Tölvuleikir orðnir alvöru afþreying: Frá Spectrum til Dreamcast - saga tölvuleikja spannar rúma tvo áratugi Síðan tölvur urðu almenn- ingseign hefur fólk fundið leiðir til að skemmta sjálfúm sér með hjálp þeirra. Þetta form af afþrey- ingu, sem byrjaði smátt, hefur vaxið upp í að verða að iðnaði sem veltir hundruðum milljarða á ári hverju. Sífellt fleiri velja sér tölvuleiki sem afþreyingu á heimilum sínum og er aldurshópurinn sífellt að breikka. í byrjun tölvuleikjabyltingarinnar sem segja má að hafi byrjað fyrir al- vöm með Sinclair Spectrum, Comm- odore, Atari, Amstrad og öðmm við- líka tólum, var hið almenna álit að tölvuleikir væm eitthvað fyrir ung- linga og þá ekki gott fyrir þá. En þeg- ar kynslóðin sem ólst upp við að spila tölvuleiki óx úr grasi fylgdu tölvuleikimir með inn í fullorðinsár- in. í dag þykir fæstiun óeðlilegt að „fullorðið" fólk spili tölvuleiki. Þessi þróun hefur skilað sér í ótrú- legum vexti tölvuleikjaiðnaðarins og þeirri gífúrlegu framþróun sem átt hefur sér stað í tölvuleikjunum sjálf- um. I fyrstu vora tölvuleikir til heimabrúks heldur klénar megrunar- útgáfur af spilakassaleikjum en það átti heldur betur eftir að breytast. Litlir grænir kassar Á þeim rúmu 20 árum sem tölvu- leikir hafa verið aðgengilegir sem afþreying á heimilum hefur átt sér stað gríðarleg þróun. Að miklu leyti hefur sú þróun átt sér stað í hlutum eins og grafík, hljóði, hraða og gervigreind. Fólk hefur alltaf leikið sér, en bara notað mismunandi að- ferðir, tól og tæki. Þessi skemmt- anaarfleifð fylgdi auðvitað inn í tölvuleikina og leikhæfni þeirra hef- ur ekki þróast eins mikið og hin tæknilegu atriði hafa gert og var kannski ekki eins mikil þörf á. í fyrstu voru tölvuleikir í heimahús- um ekki mikið annað en grænir kassar sem hreyfðust á skjánum en fljótlega fór fólk að nýta sér þessa nýju tækni á snjallari hátt. Tölvur eins og Sinclair Spectrum, Commo- dore, Atari og Amstrad lögðu gnmninn á níunda áratugnum og í kjölfarið komu svo Sega, Nintendo og PlayStation, auk þess sem einka- tölvumar, Macintosh og PC, fóru að blanda sér í leikinn. Leikhæfni f fyrstu byggðust leikir nær ein- göngu á leikhæfni. Leikir eins og Pac Man, Tetriz, Galaxian og fleiri höfðu í raun ömurlega grafik, ferleg hljóð en slógu samt í gegn á flkn- ITvlJU-' JyjJíji a cc OMER i m m 0 m ■ f% m • -m 0 w I fyrstu byggðust leikir nær eingöngu á íeikhæfní. Leikir eins og Pac Man, Tetriz, Galaxían og fíeirí höfðu í raun ömur- lega grafik, feríeg hljóð en siógu samt í gegn á fíknvaldandi leikhæfninni. valdandi leikhæfninni. Seinna komu svo leikir sem að einhverju leyti byggðust á flóknari hugmynd- um eins og ævintýraleikir með kyrrmyndum þar sem grafíkin fór að spUa stærra hlutverk, og svo byijaði þrívíddin smátt og smátt aö smokra sér inn. Leikir eins og Elite, sem kynnti til sögunnar flóknari at- burðarás og þrívídd, þóttu ótrúlega góðir á þeim tima. Þessi þróun leiddi svo af sér fíkn í enn betri grafík, sem segja má að hafi náö ósmekklegu hámarki með svoköll- uðum gagnvirkum biómyndum þar sem spilarinn smellti á músar- hnappinn, beið í 5 mínútur, og smellti svo aftur á músarhnappinn gagntekinn spennu. Sem betur fer hurfu menn af þess- ari braut og á þessum áratug hefur grafik og hraði ekki sökkt leikhæfn- inni eins mikið í kaf. Fólk áttaði sig sem betur fer að kjami góðs tölvu- leiks stendur og fellur með töfraorð- inu leikhæfni. Það eru spennandi tímar fram undan hjá leikjavinum. Leikjatölv- ur eru sífellt að verða betri, einka- tölvumar kröftugri og gaman verð- ur að sjá hvort þróunin verður eins hröð á næstu árum. -sno Tíu mestu uppfinningamennirnir Vefútgáfa BBC hef- ur að undanfómu staðið að atkvæða- greiðslum meðal lesenda um ýmsa hluti sem tengjast þúsöldinni. Þar á meðal hafa lesendur fengiö að kjósa um það hverjir hafi verið mestu uppfinningamenn síðustu 1000 ára og er gaman að skoða nið- urstöður þeirrar kosningar sem er eftirfarandi: 1. Johannes Gutenberg Prentvélin 2. Thomas Alva Edison Rafmagnsuppfinningar 3. Leonardo Da Vinci Uppfinningar tengdar flugi, stjam- fræði og vökvaaflfræði 4. Niccola Tesla Riðstraumsvél 5. Michael Faraday Rafmagnsmótor, rafall og spennu- breytir 6. Charles Babbage Uppfinningar sem leiddu af sér reiknivélar og tölvur 7. Alexander Graham Bell Sími 8. John Logie Baird Sjónvarp 9. Frank Whittle Þotuhreyfill 10. Sir Isaac Newton Þyngdaraflið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.