Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 5
20 + ■ ■ © ■afEillillg ■ ■ ■# ■ ■ ■ ■ ■■ ■ 21 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Þróun vísindanna frá 1000 til 2000: Newton, Darwin og Einstein lögðu grunninn - tuttugasta öldin þó langafkastamest Það er verulega athyglisvert að velta fyrir sér öllum þeim breytingum sem orðið hafa á svíðum visinda og tækni á síðustu 1000 árum. DV-Heimur bað Þorstein Vilhjálmsson, prófessor í vísinda- sögu, að leiða okkur í gegnum helstu framfarimar. „Ef við skoðum ástandið eins og það var fyrir 1000 árum þá er oft tal- að um myrkar miðaldir. Síðan þá hefur gríðarlega mikið breyst, ekki síst hvað varðar hugmyndir fólks. Á þessum tíma studdist almenningur við hina svokölluðu jarðmiðjukenn- ingu, þ.e. að jörðin væri miðja al- heimsins. Ég held að einna mestu skilin í hugmyndasögunni hafi orð- ið þegar þessari kenningu var hnekkt og sólmiðjukenningin kom fram. I tengslum við það þurftu menn að ráða fram úr ýmsum gát- um, t.d. hvemig haldast hlutir við jörðina ef hún er á fleygiferð um- hverfis sólu, og svo framvegis. Þama liggur því grunnurinn aö eðl- isfræði og ýmsu öðru sem við not- Einstein á langstærstan hlut í afstæðiskenningunni. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor ■' vísindasögu, segir að hugmyndir fólks varðandi heiminn hafi breyst gríðarlega mikið síð- ustu 1000 árin. Þar á meðal öðlaðist það vitneskju um að jörðin væri ekki miðja alheimsins. DV-m<ynd E.ÓI. umst enn þá við í dag,“ segir Þor- steinn. Newton, Darwin og Kólumbus Aflfræði Newtons að m«<eð- töldu þyngdarlögmálinu kemur í kjölfar þessara uppgötvana og segir Þorsteinn að margir vísindamenn myndu einmitt telja Newton vera mesta vísindamann árþúsundsins, því kenningar hans leggja grunn aö svo mörgum öðrum kenningum, að- ferðum og hugmyndum. Hann skap- aði mönnum því í raun frjóan akur í 200 til 300 ár á eftir þar sem vís- indamenn vinna á sömu forsendum. Önnur bylting í svipuðum stærð- arflokki að mati Þorsteins varð svo í líffræðinni á nítjándu öld þegar Darwin kom til sögunnar með þró- unarkenninguna. Þar á sér einnig stað mjög róttæk bylting á hugsun- arhætti og viöhorfum vísinda- manna og almennings. „Á síðustu 1000 árum verður jafn- framt gríðarleg breyting á þekkingu manna á umhverfi sínu,“ heldur Þorsteinn áfram. „í byijun þessarar þúsaldar vissu menn í rauninni mjög lítið um heiminn, heldur þekktu nær eingöngu sitt nánasta umhverfi. í kjölfar landafundanna á 15. öld fara menn síðan að ferðast meira og heimsmynd þeirra stækk- ar. Sögulegt mikilvægi Kólumbusar finnst mér vera mjög mikið þó svo sumir vilji draga úr því, því í kjöl- farið á ferðum hans til Ameríku á sér stað mikil aukning á þekkingu manna um heiminn og stærö hans.“ Eðlisfræðibyltingar En við færum okkur nær í tíman- um og veltum fyrir okkur hvað sé það helsta sem kemur upp í hugann hjá Þorsteini varðandi vísindafram- farir þegar 20. öldin er annars veg- „Ég man til dæmis þegar fyrstu tölvurnar voru að koma hingað í Háskólann. Þær voru í þá daga bara reikni- tæki fyrir vísinda- menn, skjálausar og notuðust bara við strimla eða gata- spjöld. Síðan koma skjáirnir í kringum árið 1980 og þá kem- ur til skjalanna þessi víxlverkun þar sem maður talar við tækið og tækið svarar.“ ar: „Talsverðar vísindabyltingar hafa orðiö á 20. öldinni, t.d. í eðlis- fræðinni 1 kjölfar þess að afstæðis- kenningin og skammtafræðin voru settar fram,“ segir Þorsteinn. Hann segir afstæöiskenninguna hafa breytt hugmyndum okkar um rúm og tíma auk þess sem hún hef- ur, sérstaklega nú síðustu ár, haft áhrif á rannsóknir í stjarnvisind- um. „Einstein á langstærstan hlut í afstæðiskenningunni,“ segir Þor- steinn, „og það verður að teljast óvenjulegt að einn maður eigi svo stóran hlut í jafnmikilvægri kenn- ingu. Ef við eigum að leita að hlið- stæðum einstaklingum koma helst frumkvöðlar eins og Darwin og Newton upp i hugann." Skammtafræðin hefur líka í fór með sér mjög róttækar breytingar á grunnhugmyndum manna um or- sakasamhengi og því um líkt. Hún fjallar um atómin, hvernig þau eru samansett og hvernig eindirnar í þeim víxlverka hver við aðra. Þessi fræði eru mjög abstrakt, að sögn Þorsteins, og segir hann nemendur oft vera í talsverðum vandræðum með að skilja skammtafræðina þó svo þeir séu búnir að læra eðlis- fræði í nokkurn tíma. Engu að síð- ur hefur þetta verið mjög mikiö not- uð kenning á seinni hluta aldarinn- ar og hefur hún reynst mjög frjó. Meðal þess fyrsta sem skammta- fræðin færði mannkyninu voru hin litlu smáraútvörp sem tóku við af stóru lampaviðtækjunmn en í dag nýtist hún einnig í tölvum, ör- bylgjuofnum og mörgum öðrum há- tæknihlutum. Bygging erfðaefnis „Hvað liffræðina varðar á þessari öld þá tókst mönnum á fyrstu árum aldarinnar að tengja saman erfða- fræði Mendels og þróunarkenningu Darwins sem telst talsvert merki- legt skref. Stærsti viöburðurinn á þessari öld á þessu sviði var þó án efa þegar þeir Watson og Crick upp- götvuðu byggingu erfðaefnisins skömmu eftir miðja öldina. Þá ger- ist margt í senn í þekkingu mann- kyns því við áttum okkur ekki bara á byggingu erfðaefnis heldur komumst að því að hún er sameig- inleg öllum lífverum. í kjölfarið get- um við sagt fullum fetum að ailar lífverur séu komnar af sömu rót,“ segir Þorsteinn. Atómkapphlaupið Hann víkur sér síðan að öllu dekkri hlið tækni- og vísindaþróun- ar mannkyns: „Á þriðja og fjórða áratugnum fer að aukast þekking manna á atómkjamanum og menn fara að gera sér grein fyrir því að þar er mikil orka sem hægt er að leysa úr læðingi. Um 1940 fara menn svo að velta af alvöru fyrir sér hug- myndinni um aö búa til vopn sem byggist á þessum grunni." Vestræna vísindamenn grunaði að Hitler ætlaði að þróa vopn af þessu tagi og því var talsverður þrýstingur á stjórnvöld Bandaríkj- anna að koma af stað hinu mikla Manhattan-verkefhi sem að lokum gerði þeim kleift að þróa og varpa tveimur kjamorkusprengjum á Jap- an. „í kjölfarið fer svo af stað flókin saga sem við þekkjum í dag sem kalt stríð og vígbúnaðarkapphlaup. Þaö leiddi áður en lauk til þess að stórveldin hefðu getað sprengt upp jörðina nokkrum sinnum meö vopnabúrum sínum,“ segir Þor- steinn. Hátæknin verður til Upp úr miðri öldinni á sér svo stað ákveðin mikilvæg breyting, að mati Þorsteins, þegar hátækni fer að skipa meiri og meiri sess í iðnaði og daglegu lifi og menn byrja fyrir alvöru að nýta sér grunnþekkingu sem varð til snemma á öldinni. „Hátækni má e.t.v. skilgreina sem tækni sem byggð er á nútíma- vísindum, þ.e. vísindum eins og skammtafræði, mjög óhlutbundinni stæröfræði og öðru slíku,“ segir Þorsteinn og tekur sem dæmi GSM- síma og þá tækni sem þarf til að gera tveimur mönnum kleift að tala saman með slíkum tólum án þess að aðrir geti hlustað á samræðumar. „Slíkir hlutir, sem okkur finnast hversdagslegir nú orðið, eru í raun byggöir á mjög há- þróuðum vísind- um. Örbylguofninn er einnig mjög at- hyglisvert dæmi í þessu samhengi, þvi hann verkar á svo sérstakan hátt. Til þess að skilja hann þokkalega þurfa menn helst að kunna nokkur skil á skammta- fræði. Hátækni af þessu tagi hefur einnig orðið til þess að hlutir sem okkur þóttu vera orðnir tiltölulega þróaðir fyrir tíu til tuttugu árum hafa áfram þróast veru- lega. Gott dæmi eru bílar sem voru orðnir nokkuð vel búnir fyrir 20 árum en síöan hefur alls kyns há- tæknibúnaður bæst við,“ segir Þor- steinn. Afkastamesta öldin Má þá ekki segja að 20. öldin hafi verið afkastamest allra alda hvað tækniframfarir varðar þó svo grunnurinn hafi verið byggður á fyrri öldum? „Jú, í rauninni má segja þaö,“ segir Þorsteinn, „því á öldinni hafa orðið margar byltingar í vísindum og tækni og sérstaklega hefur tækniþróunin verið ör á síð- ustu 50 árum. Iðnbyltingin hafði vissulega átt sér stað á átjándu og nítjándu öld og leitt af sér tækni eins og rafmagn, gufuvélar og símann en slíkir hlutir hafa þó einnig tekið gríðarlegum breytingum á þessari öld. Það er að mörgu leyti merkilegt að lifa þessa tíma. Ég man til dæmis þegar fyrstu tölvurnar voru að koma hingað í Háskólann. Þær voru í þá daga bara reiknitæki fyrir vísinda- menn, skjá- lausar og notuðust bara við strimla eða gataspjöld. Síðan koma skjáimir í kringum árið 1980 og þá kemur til skjalanna þessi víxlverk- un, þar sem maður talar við tækið og tækið svarar. í kjölfarið er svo hægt að fara að nota þetta tæki í fleira, eins og t.d. ritvinnslu. Síðan koma sífellt öflugri tölvur, rit- vinnsla, tölvupóstur og nú síðustu ár höfum við séð Netið verða mikil- vægan þátt í lífi okkar. Þróunin hef- ur því verið gríðarlega ör á síðustu árum og allt útlit fyrir að svo verði áfram,“ segir Þorsteinn. -KJA Þróunarkenning Darwings telst vera merkilegt skref. WIKiWiHiliiTIID.UiHlitiUiHlHilB Spáð í framtíðina: Veröur ekki eins og við höldum - sögunni er engan veginn lokið Það er við hæfi á tímamótum að velta því fyrir sér hvað fram- tíðin beri í skauti sér og því biðjum við Þorstein Vilhjálmsson prófessor aö rýna örlítið í krist- alskúluna fyrir okkur. „Það er svo- lítið skrýtið að sjá hvemig margir hugsa um framtíðina í dag,“ segir hann, „því það er eins og þeir haldi á einhvern hátt aö sögunni sé lokið. Þeir telja að ein þjóðfélagsgerð hafi sigrað og eitthvert lokaástand sé „Saga 20. aldarinnar sýnir þetta mjög glöggt, því hvenær á 20. öldinni hefur sag- an orðið eins og menn héldu fyrirfram að hún yrði? Menn höfðu ekki hugmynd um að kalda stríðið myndi skella á og hvernig það myndi enda, menn höfðu ekki hugmynd um að tölvur kæmu til sög- unnar né að þær myndu þróast þannig að Netíð yrði til og svo mætti lengi telja.“ komið á sem muni standa um aldur og ævi. Þetta hefur náttúrlega aldrei gerst í sögunni og því er undarlegt að fólki sé farið að finnast að þessi sé raunin í dag.“ Þorsteinn segir þessar hugmynd- ir virðast aðallega vera ríkjandi í Bandaríkjunum þó einnig séu þær ríkar meðal íslendinga og annarra Norðurlandabúa. Þær virðast hins vegar ekki eins áberandi þegar sunnar dregur í Evrópu og þar seg- ir hann að finna megi þjóðfélags- rýna sem em alls ekki á því að sög- unni sé lokið. um aö kalda stríðið myndi skella á og hvernig það myndi enda, menn höfðu ekki hugmynd um að tölvur kæmu til sögunnar né að þær myndu þróast þannig að Netið yrði til, og svo mætti lengi telja. En það er kannski eitt sem við getum slegið fostu með framtíðina: aö þekkingin verður alltaf meira og meira virði. Ef maður ætlar að velta fyrir sér hvað þjóðir sem ætla að spjara sig í framtíöinni eiga að gera þá er alveg ljóst að þær eiga að styrkja þekkingu sína sem er þá bæði í gegnum skólakerfið, vísinda- rannsóknir og allt annað sem stuðl- ar að öflun, nýtingu og dreifingu þekkingar í þjóðfélaginu. Þetta er án efa besti undirbúning- urinn undir framtfðina og því mið- ur verður aö segjast að íslenskir stjómmálamenn virðast vilja forð- ast allt sem heitir beinn stuðningur við vísindi og jafnvel á stundum við sjálft skólakerfið,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson að lokum. -KJA Þekkingin skiptir höfuðmáli „Hins vegar tel ég miklu frekar að ör- uggara sé að segja það um framtíðina að við getum hreinlega ekkert spáö fyrir um hana. Nema kannski með því að segja að það sé tiltölulega ör- uggt að hún verði ekki framhald af for- tíðinni, þ.e. að hún verði ekki það sem við höldum að hún veröi,“ segir hann. „Saga 20. aldarinn- ar sýnir þetta mjög glöggt því hvenær á 20. öldinni hefur sag- an orðið eins og menn héldu fyrirfram að hún yrði? Menn höfðu ekki hugmynd „Ef maöur ætiar aö velta fyrir sér hvað þjóðir sem ætia að spjara sig í framtíðinni eiga að gera þá er alveg Ijóst að þær eiga að styrkja þekkingu sína, m.a. gegnum skólakerfið," seg- ir Þorsteinn Vilhjálmsson. <<Álit almennings á tækni aö breytast: Umhverfissóöaskapur kemur mönnum í koll Þorsteinn Vil- hjálmsson pró- fessor segir það vera mjög greinilegt að hugmyndir manna um áhrif tækninnar hafi breyst á síðustu árum. „Upp úr 1970 fer almenningur að vakna til vit- undar um að tæknin hafi ekki bara í för með sér jákvæðar afleiðingar heldur líka neikvæðar og þá sér- staklega hvað varðar umhverfis- mál, mengun og slíkt," segir hann. Jafnframt bendir hann þó á að vissulega séu það ekki bara vélar og verksmiðjur sem menga heldur á fólksfjölgunin einnig sök á ýmsum vanda í umhverfismálum. Hún hef- ur verið verulega hröð undanfama áratugi og er í raun einnig að hluta afleiðing vísinda- og tækniframfara í kjölfar öflugri læknavísinda. „í fyrstu voru þessar hugmyndir takmarkaðar við þrönga hópa fólks sem margir vildu á sínum tíma kalla sérvitringa en síðustu ár hafa þessi mál þróast þannig að ómeng- uð náttúra er talin af mjög mörgum vera mikil verðmæti. Ég tel að þessi straumhvörf séu einmitt að veröa meðal íslendinga nú allra síðustu ár þó svo margir geri sér ekki grein fyrir því. Sumir hafa tekið sér stöðu - hugvitið verður sífellt mikilvægara framarlega á þeim vagni og aðrir aftarlega en ég held aö almenningur hneigist sífellt meira í átt að hug- myndum af þessu tagi,“ segir Þor- steinn. Sóðaskapur síður liðinn Hann segir þessar hugmyndir hafa valdið því að geysilegar breyt- ingar hafa átt sér stað í daglegu lífi venjulegs fólks á Vesturlöndum, t.d. hvað varðar meðferð á sorpi, tak- mörkun á útblæstri bíla og svo mætti lengi telja. „Það er mikilvægt að átta sig á því að rótin aö þessum breytingum er hjá borgaranum sjálfum, sem vill ekki mengað vatn, mengað loft og svo framvegis. Þessi tilhneiging borgarans til að verja hagsmuni sína gagnvart hlutum af þessu tagi er mjög rík og hún fer vaxandi með ári hverju. Þess vegna er það undarleg stefna ýmissa ráða- manna hér á landi að halda að þeir geti litið framhjá skoöunum af þessu tagi. ímynd skiptir sífellt meira máli í alþjóðaviðskiptum og því verða bæði fyrirtæki og stjóm- völd að átta sig á því að umhverfis- sóðaskapur getur komið þeim veru- lega í koll vegna breyttra viðhorfa almennings og neytenda," bætir Þorsteinn við. Framfaratrúin breytist Hann segir einnig að trúin á framfarir hafi breyst verulega síðan fyrir 30 ánun: „Þá sáu menn fyrir sér að öll þróun myndi halda beint áfram, allt yrði stærra, meira og betra. Þessi trú manna á beinan, efnistengdan hagvöxt hefur hins vegar ekki ræst. Þetta kemur til dæmis fram í orkumálum, þar sem orkuneysla almennings hefur alls ekki aukist eins mikið síðustu ára- tugi og menn ímynduðu sér. Þetta kemur til af því að sífellt er verið að hanna tæki sem þurfa minni orku, eins og sjá má t.d. á bílum og heim- ilistækjum af ýmsum toga sem hafa þróast þannig að þau verða spar- neytnari með hverju árinu." Þorsteinn vUl meina að neyslan hafi hins vegar flust yfir i hátækni- hluti sem þarfnast ekki jafn mikils hráefnis og þeir hlutir sem almenn- ingur keypti hvað mest af fyrir 30 árum eða svo. Iðngreinar sem snú- ast um að framleiða efnismikla hluti sem nota mikið af áli, stáli og slíku vaxa ekki nærri eins mikið og iöngreinar sem snúa að hátækni og þjónustu. „Þetta hefur orðið til þess að framfarirnar hafa á síðustu árum farið að snúast miklu meira um hugvit heldur en framleiðslu ákveðinna efna. Ef við tökum hug- búnað sem dæmi, sem er orðinn ein arðbærasta framleiðsluvara i heimi, þá byggir hann í sjálfu sér á litlu öðru en þekkingu og vinnu þeirra sem framleiða hann. Hér hef- ur því orðið grundvallarbreyting frá því sem var fyrir einungis um 30 árum.“ -KJA „Ég tel að þessi straumhvörf séu einmitt að verða meðal íslendinga nú allra síðustu ár þó svo margir geri sér ekki grein fyrir því. Sumir hafa tekið sér stöðu framarlega á þeim vagni og aðrir aftarlega en ég held að almenningur hneigist sífellt meira í átt að hugmyndum af þessu tagi,“ Mengun er að verða æ meira vandamái og hefur almenningsálitið að undanförnu lagst < af auknum þunga gegn þeim sem menga umhverfi sitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.