Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 1999 Sérfræðingar búa sig undir styrjaldir framtíðarinnar: Róbótar í dýralíki njósna um óvininn Hernaöartól framtíöarinnar veröa mun fullkomnari og nákvæmari en þaö sem nú þekkist og þar meö líkleg til aö geta drepiö mun fieiri. Hér má sjá há- þróaöa bandaríska orrustuþotu af gerðinni F/A-18 Hornet á æfingu viö Adríahafiö. Hermenn á næstu öld munu hafa aðgang aö alls slags upplýsingum t gegnum staöalbúnaö sinn og herbúningar þeirra munu geta fylgst náiö meö ástandi þeirra. dátanum kleift að ræða við félaga sína, jafnvel þótt þeir séu marga kílómetra hverjir frá öðrum. Skynjarar af ýmsu tagi auðvelda hermanninum að athafna sig I skjóli nætur. Sumar framtíðar- byssur munu skjóta kúlum en aðr- ar gefa frá sér raflost sem ýmist verður ætlað aö lama óvininn tímabundið eða drepa hann. Verk- fræðingar vinna einnig að gerð há- þróaðra myndavéla sem settar verða fremst á byssuhlaupið. Her- mennimir munu þá geta kikt fyrir hom og miðað á skotmarkið án þess að stofna sjálfum sér í óþarfa hættu. Þar með er ekki öll sagan sögð. „Við erum að þróa skynjara sem geta séð gegnum veggi og sagt tU um hvort einhver er hinum megin og hvort hann er vopnaður,“ segir Doug Johnson, prófessor við áöur- nefndan Stríðsskóla. „Við eigum enn langt i land en okkur miðar áfram.“ Rottur læöast meö veggjum Róbótar verða mikUvægir aðstoð- armenn hermanna framtíðarinnar. Róbótar á stærð við skorkvikindi gætu tU dæmis hengt sig á farartæki óvinarins og sent upplýsingar um það sem fram fer eða valdið tjóni. Þá gætu róbótar í dýralíki ráfað um götur borga og bæja tU að fylgjast með ferðum óvinarins. „Óvinurinn myndi ekki veita neina athygli hundi á róli um borg- artorg eða rottu sem læddist með veggjum," segir í skýrslu sem lögð fram á vinnufundi róbótasérfræð- inga á vegum bandaríska hersins árið 1997. Tölvustríð er nokkuð sem sér- fræðingar óttast. Hryðjuverkamenn og óvinveittar þjóðir geta látið tölvu- hakkara brjótast inn í tölvukerfi, tU dæmis fjarskiptafyrirtækja og orku- fyrirtækja, og gera þau óvirk. „Einn vandi við slíkan stríðs- rekstur er að vita hvenær verið er að ráðast á mann. Maður verður Þá gætu róbótar í dýralíki ráfað um göt- ur borga og bæja til að fylgjast með ferð- um óvinarins. Óvinurinn myndi ekki veita neina athygli hundi á róli um borg- artorg eða mttu sem læddist með veggjum. að geta greint á milli venjulegs straumrofs og straumrofs vegna árásar," segir Steven Metz, enn einn prófessorinn við Stríðsskóla bandaríska hersins. „TU er stríðs- leikur þar sem þátttakendumir enda aUtaf með því að segja að þeir haldi að verið sé að gera árás á þá en þeir geti ekki verið vissir. Eng- um hershöfðingja líkar að heyra það.“ Ekki eru líkur á þvi að mann- skepnan grafi stríðsöxina í bráð. Að minnsta kosti ekki á nýrri öld. „Líklegt er að fyrri hluti aldar- innar verði ansi róstusamur," seg- ir Brent Scowcroft, þjóðaröryggis- ráðgjafl I forsetatíð Geralds Fords og George Bush í Bandaríkjunum, í viðtali við blaðið Houston Chron- icle. „Tuttugasta öldin var hin blóð- ugasta í sögunni og ég held að sú 21. verði fremur dapurleg," segir Earl Tilford, prófessor við Striðs- skóla bandaríska hersins nærri Gettysburg í Pennsylvaníu. Nei, hemaðarsérfræðingar eru ekki að spá um hvort endi verði bundinn á stríðsrekstur á nýrri öld. Þeir em miklu heldur að velta fyrir sér hvemig styrjaldir, stórar jafnt sem smáar, verði háðar. Og víst er að þeir sjá fram á umtals- verðar breytingar. Tölvurnar allsráöandi Vopn framtíðarinnar verða ná- kvæmari og banvænni en þau sem við ráðum yfir í dag, þökk sé tækniframfórum. Tölvur verða alls staðar. Hermenn framtíðarinnar munu hafa beinan aðgang að alls kyns upplýsingum og háþróaðir nemar í einkennisbúningum þeirra geta greint hvort hermann- inmn er heitt eða kalt eða hvort hann hafi orðið fyrir efnavopna- árás eða særst í átökum. Margir horfa til Persaflóastríðs- ins gegn hersveitum Saddams Husseins íraksforseta snemma árs 1991 sem besta dæmisins um nú- tímahemaö. Til marks um það voru fyrstu skotmörk bandarískra orrustuþotna i stríðinu því allra 'handa fjarskiptabúnaður íraka en ekki skriðdrekasveitir þeirra. Tölvumar gegndu þar veigamiklu hlutverki. Þær gerðu sprengjunum kleift að hitta skotmörk sin og her- menn gátu fyrir tilstilli þeirra átt samskipti sín i milli á hraðvirkan og hljóðlátan hátt. Tölvupóstur var nefnilega helsta samskiptaformið í Persaflóastríðinu. Þar var brotið blað í sögu hernaðar. Byssur sem sjá fyrir horn Bandarísk hermálayfirvöld leggja mikla vinnu í að þróa búnað fyrir framtíðarhermenn sína. Þar minnir margt fremur á útbúnað geimfara en hermanna, eins og við þekkjum þá. í hjálmi framtíðarinn- ar fær hermaðurinn fjölmargar upplýsingar um nánasta umhverfi sitt, til dæmis um sérkenni í lands- láginu og staðsetningu annarra hermanna. Þráðlaus fjarskipta- kerfi verða 1 hjálminum og gera Moíi'móur Tækniframfarir um þessar mundir: Þriðja iðnbyltingin og sjöunda heimsalfan? Þróunin í hátækninni um þessar mundir er svo hröð að menn líkja henni við stórar tæknibyltingar. Saga þessarar aldar hefur inni- haldið fleiri tækniundur en mannkyniö hef- ur nokkurn tím- ann séð áður. Það var á þessari öld sem við kynntumst bílnum, flug- vélinni, útvarpi, sjónvarpi, kjarn- orku, tölvu og svo mætti lengi telja. Tæknin hefur leitt til al- heimsiðnvæðingar, smækkað heiminn með aúknum tækifærum til ferðalaga og nú siðustu ár með nettengingum milli heimsálfa. Þar með hefur almenningur ótrúlega mikinn aðgang að þekkingu sem einstaklingurinn getur t.d. nýtt sér til að öðlast meira vald sem neyt- andi. Og það er alls ekki útlit fyrir að tækniþróunin sé eitthvað að hægja á sér nú við upphaf ársins 2000. Á næsta áratug má t.d. búast við að háhraða-nettengingar verði al- mennar, bæði í heimilistölvum og vasatölvum, og mun það án efa valda byltingu hvað varðar við- - stór skref stigin Margir fræðingar vilja meina að það sé jafn- vel hægt að tala um að við séum stödd í miðri „þriðju iðnbylting- unni“. Þar með líkja þeir tæknibreytingum í dag við það sem gerð- ist þegar samfélög færðu áhersluna frá landbúnaði yfir á iðnað undír lok 18. aldarinn- ar og það sem gerðist í kjölfar þess að raf- magnið kom til sög- unnar við lok 19. a/dar. skipti og skemmtun og kalla á þjónustu sem manni dettur ekki einu sinni í hug i dag. Gríöarlegar framfarir Framfarir í erfðafræði munu auka greiningu og meðferð sjúkdóma sem hafa verið gríðarlega skæðir í gegn- um tíðina. Þær munu einnig jafnvel verða þess valdandi að foreldrar geti séð til þess aö böm sín verði eins greind og vel úr garði gerð og hægt er. Hér er einungis tæpt á örfáum þeim sviðum mannlegs lífs sem fram- farir eru ótrúlega hraðar á um þess- ar mundir. Margir fræðingar vilja meina að það sé jafnvel hægt að tala um að við séum stödd í miðri „þriðju iðnbyltingunni". Þar með líkja þeir tæknibreytingum í dag við það sem gerðist þegar samfélög færðu áhersl- una frá landbúnaði yfir á iðnað und- ir lok 18. aldarinnar og það sem gerð- ist í kjölfar þess að rafmagnið kom til sögunnar við lok 19. aldar. Menn hafa einnig sagt að sýndarheiminum sem almenningur um allan heim hef- ur skapað á Netinu megi líkja við að sjöunda heimsálfan hafi komið í leit- imar. Þar með hafi opnast fyrir mannkyninu svipaðir möguleikar og þegar Evrópubúar hófu innreið sína í Ameriku af krafti í kjölfar farar Kól- umbusar þangað á fimmtándu öld- inni. Spennandi tímar fram undan Og til að likja tækniframfórum í dag enn frekar við stór framfara- skref úr fortíðinni þá hafa menn sem stunda rannsóknir á sviði erföatækni margir viljað meina að kortlagning erfðavísis mannsins muni að endingu breyta hugmynd- um okkar um manninn í líkingu við það sem gerðist þegar fólk áttaði sig á því að jörðin væri ekki lengur miðpunktur alheimsins. Áætlað er að sú kortlagning klárist innan þriggja ára. Hér er fast að orði kveðið og sjálf- sagt fullmikil dramatík að fullyrða að þjóðfélagsbreytingum sem nú eiga sér stað sé hægt að líkja við nokkrar af stærstu breytingum sem urðu í mannkynssögunni á síðustu þúsund árum. En þó er hægt að full- yrða að miklar breytingar hafa átt sér staö hjá mannkyninu á síðustu áratugum og ekkert útlit er fyrir að hægja muni á þeim í nánustu fram- tíð. Því er ljóst að spennandi tímar eru fram undan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.