Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Fréttir Skólastjóradeilan í Garðabæ I hörðum hnút: Heift í bæjarfélaginu Allt stendur fast í skólastjóra- deilu Tónlistarskóla Garðabæjar. Bæjarráð átti fund með skóla- nefnd í gær og síðan fulltrúum kennara. Eftir þann fund er ljóst að bæjarstjórn ætlar að standa við ráðningu Agnesar Löve í starf skólastjóra. Nefndin hafði mælt með Smára Ólasyni yfirkennara, sem kennarar skólans styöja einnig. „Það var farið yfir málið á fundinum og menn tókust á,“ sagði Guðmundur Hallgrímsson, formaður skólanefndar, eftir fundinn. „Forráðamenn bæjarins vilja meina að þeir hafi sett sig vel inn í hlutina þegar gengið var frá ráðningunni. Ég er ekki á því að þeir hafi gert það.“ Guðmundur hyggst segja af sér ef ráðning Agnesar Löve gengur eftir. Hann kvaðst telja eðlilegt aö bæjarstjórn fengi annan til for- mennsku í skólanefnd sem bæri traust til hennar og öfugt, eftir þann darraðardans sem verið hafi í kringum ráðninguna. „Ég met bæjarstjórann mikils en kannski fer atburðarás í gang sem enginn ræður við og þetta vindur upp á sig. Maður skynjar mikla umræðu úti í bæjarfélaginu og, því miður, talsverða heift,“ sagði Guðmundur. „Mæti Agnes Löve 3. janúar nk. eins og allt virðist stefna í, finnst mér eðlilegt að ég segi af mér formennsku í skólanefnd.“ Anna Magnúsdóttir, tónlistar- kennari við skólann, var meðal fulltrúa kennara sem sátu fund með bæjarráði í gær. Hún kvað bæjarráð hafa tjáð kennurum að Agnes Löve yrði ráðin. Kennarar skólans ætla að funda í dag þar sem þeir taka ákvörðun um fram- haldið. Anna sagði aö margir for- eldrar hefðu haft samband við kennara og lýst stuðningi við ákvörðun skólanefndar, en lýst jafnframt áhyggjum af því ástandi sem skapast hefði. Foreldrara barna í tónlistar- skólanum safna nú undirskriftum þar sem bæjarstjórn er hvött til að taka tillit til ályktunar skóla- nefndar til bæjarráðs, þar sem nefndin felur ráðinu að ráða á faglegum forsendum, Smára Óla- son. „Sá sem ráðinn er til starfans er númer 5 á lista skólanefndar," sagði Kristín S. Kvaran, foreldri sem stendur að undirskriftasöfn- uninni. „í reglugerð ber skóla- nefnd að leggja fram faglegt álit og gerir það, en bæjarráð gengur þvert á það álit. Ef Smári er að gjalda þess að hann hefur þurft að taka óvinsælar ákvarðanir og standa í fararbroddi gagnvart bæjarstjóm vegna uppbyggingar skólans, þá er það mjög miður. Þá veldur það áhyggjum að mjög margir kennarar hugsi sér til hreyfings verði Smári ekki ráð- inn. Það kostar að börnin þurfa að flytja sig með sínum kennur- um.“ -JSS Ágúst Einarsson: Finnur á flótta Fulltrúar minnihlutans í bankaráði Seölabankans, Ragnar Amalds og Þröstur Ólafsson, vildu ekki taka þátt í afgreiðslu ráðsins á umsóknum um starf bankastjóra í gær er meirhlut- inn mælti með Finni Ingólfssyni i starfið. Fulltrúar minnihlutans lögðu fram bókun þar sem þeir lýstu því yfir að þeir teldu rétt að ráðið gæfi sér betri tíma til þess að yfirfara umsóknimar. „Það em nokkuð margir af umsækj- endunum sem standa Finni framar við það að stýra Seðlabanka en um það var ekki spurt, hann hafði rétta flokks- skírteinið. Þetta hefur gerst áður í sambandi við Seðlabankann, t.d. þegar Steingrímur Hermannsson var ráðinn, og þá sagði ég af mér sem formaður bankaráðs. Þetta fyrirkomulag að beita ekki faglegu mati við ráðningu í mikilvæg störf er arfúr liðins tíma sem ég var að vona að væri horfinn,“ segir Ágúst Einarsson, varaþingmaður Sam- fylkingarinnar. „Finnur er að flýja úr orrahríð stjóm- málanna og það er átakanlegt að mikil- vægar stöður í stjómkerfinu skuli vera notaðar til að veita mönnum útgöngu á þennan hátt,“ segir Ágúst. -hdm Ágúst Einarsson. Frá fundi bankaráðs Seölabankans í gær þar sem meirihlutinn samþykkti aö mæla meö Finni Ingólfssyni en minni- hlutinn skilaði auðu. DV-mynd Teitur. Eiga von á barni um aldamótin: Vilja síðasta barn á öldinni „Ég er frekar óþolinmóð og vil að bamið fari að koma. Mig langar að losna við bumbuna," segir Rebekka Símonardóttir, verðandi móðir. Rebekka og unnusti hennar, Ægir ísleifsson, eiga von á að bamið sem Rebekka ber undir belti komi í heiminn 2. janúar. Þau eiga sitt bamið hvort fyrir og eru því að eiga sitt fyrsta bam saman. Hafa gefið því nafn Nú era ekki margir dagar til ára- móta og margir em á þeirri skoðun að við séum að kveðja 20. öldina. En hvenær teljið þið að bamið komi í heiminn? „Ég vil frekar eiga síðasta bamið á öldinni en það fyrsta,“ segir Ægir en Rebekka, sem gekk með fimm daga yfir ætlaðan meðgöngutíma síð- ast, vill bara drífa í þessu sem fyrst. Þau vita hvers kyns bamið er og era þegar búin að gefa því nafh. Það hefúr þó ekki skorðað sig en er í réttri legu. Rebekka og Ægir hafa í hyggju að taka það rólega á gamlárskvöld og vera heima. Þá er ekki eftir neinu öðra að Aldamótaveisla í Háskólabíói Boðið verður til aldamótaveislu í Háskólabíói í kvöld þegar fjöldi landsþekktra íslendinga afhendir og tekur á móti viðurkenningum fyrir frábæran árangur á öldinni. Það eru DV, Vífilfeft, ÍÚ, Háskóla- bíó og Hard Rock sem standa að aldamótaveislunni annað áriö í röð og rennur allur ágóðinn til Styrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna og Umhyggju, félags tU stuðnings langveikum börnum. Að sögn Ein- ars Bárðarson, framkvæmdastjóra Hard Rock, sem stjórnar tónleikun- um, söfnuöust 1,7 milljónir í fyrra og er stefnt að tveimur milljónum í ár. Éjöldi hljómsveita skemmtir á hátíðinni - Land & synir, Helgi Bjömsson, Sálin, SkítamóraU, Selma, Stjómin, Sóldögg og PáU Óskar. Öll vinna við tónleikana er unnin í sjálfboðavinnu og hvert einasta sæti í húsinu skilar 100% ágóða til félaganna sem hljóta ágóðann. Miðaverði er stUlt í hóf, 2.000 krónur og þegar DV fór í prentun í morgun voru einungis örfáir miðar eftir. -hdm bíða en komu bamsins í heim- inn. Timinn einn mun leiða í ljós hvort það verður síðasta bamið á árinu, það fyrsta á nýju ári eða það tí- unda. Óskir um ára- mótabörn En era verð- andi foreldrar að óska eftir að bam- ið fæðist um ára- mótin? „Við höf- um lítið orðið var- ar við einhveija pressu vegna ára- mótanna. í raun er ekki hægt að óska þess að fram- kaUa fæðingu á tU- teknum degi. Það verður að vera fag- legt mat og okkar mat er að grípa ekki inn í gang náttúrunnar," sagði Guðrún G. Eggertsdóttir, yfir- ljósmóðir á fæð- Rebekka Símonardóttir og Ægir ísleifsson eiga von á sínu fyrsta barni saman 2. janúar. Væntan- lega ríkir eftirvænting hjá mörgum verðandi foreldrum sem eiga von á barni á þessum tíma, hvort þaö veröi þaö fyrsta áriö 2000. DV-mynd Teitur ingargangi Land- spítalans. Að meðaltali fæðast 230-240 böm í mánuði hverjum en sam- kvæmt upplýsing- um frá fæðingar- deUd Landspítal- ans vora flestar fæðingamar á þessu ári i janúar en þá fæddust 259 böm. Dag hvem fæðast um átta böm á Landspítal- anum en þau hafa verið ívið fteiri sem fæðst hafa síðustu daga. Þess má geta að fuUt tungl var þann 22. desember og tunghð næst jörðu. Fæðingar- kippur varð á Þor- láksmessu en þann dag fæddust 12 böm. Næstu daga á eftir vora fæðingamar nokkuð margar. -hól Stuttar fréttir dv Vélstjórar vilja tvöfalt Nú styttist í að samningar hjá yélstjórum á fiskiskipum fari að losna. Helgi Laxdal, formað- ur Vélstjórafé- lagsins, segir meðal annars að tU standi að fara fram á tvöfóld- un kauptryggingar. Dagur greindi frá. Færri feröamenn Færri erlendir ferðamenn munu dvelja hér á landi um áramótin en við var búist en fjöldi erlendra gesta verður tæplega 1.500 sem er svipað og í fyrra. Mbl greindi frá. Tæknihöll að Keldum Hagkaupsfjölskyldan er með hugmynd um að reisa vísindahöU á stærð við 3-4 Kringlur undir 5-0 þúsund starfsmenn. Bjöm Bjama- son tekur málið að sér. Dagur greindi frá. Aðstoðar bilaðan bát Björgunarsveitin Ingólfúr var köUuð út á tíunda tímanum í gær- kvöld vegna neyðarblyss sem sást við Þormóðssker. Farrnst þar bát urmeð bilað stýri og var hann dreg- inn í land. Óeðlilegt Utanríkisráðuneytið telur að afar óeðlUegt hefði verið að skipa nýjan forstjóra Leifsstöðvar tU fimm ára með sama verksvið og fyrr og leggja síðan starfið niður eða gjörbreyta umfangi þess innan eins árs. Mbl. greindi frá. Ut í hött að auglýsa Friðbert Traustason, for- maður Sam- bands íslenskra bankamanna, SÍB, segir að aU- ar auglýsingar sem birtar séu tU málamynda, eins og auglýsing bankastjóra, .séu alveg út í hött. Enda sé þama um sýndarmennsku að ræða. Dagur greindi frá. Viðskipti aldrei meiri Viðskipti með hlutabréf hafa verið þrefalt meiri í ár en þau vora aUt árið í fyrra. RÚV greindi frá. Þrir með fíkniefni Þrír ungir heimamenn innan við tvítugt vora handteknir í Grinda- vík í gærkvöldi. Lögreglan í Kefla- vik hafði haft spumir af ferðum þeirra og við leit í bU þeirra fund- ust fíkniefhi. Athugar staðarval Undirritaður var samningur miUi Atvinnuþróunarfélags Eyja- fjarðar, Akureyrarbæjar og Fjár- festingarstofunnar sem felur í sér samkomulag um framkvæmd stað- arvalsathugana fyrir stóriðju í Eyjafirði. Mbl. greindi frá. „Stútur" í árekstri Mjög harður árekstur tveggja bifreiða varð undn brúnni yfir Kársnesbraut í Kópavogi skömmu fyrir kvöldmat í gær. Ökumaður annai-rar bifreiðarinnar er grunað- ur um ölvunarakstur. Fjárfest í sjóðunum Fólk almennt er oftast betur sett með það að kaupa hlutabréf í hlutabréfasjóð- unum fremur en að taka áhættu í einstökum hlutafélögum, að mati Péturs H. Blöndal, alþingis- manns og fyrrum forstjóra Kaup- þings. Dagur greindi ftá. Gómaði bílþjóf Lögreglan í Kópavogi hafði hendur í hári 18 ára pilts í nótt sem hafði stolið bifreið við Hábraut. -gk um stöðu seðla-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.