Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Fréttir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins: Hrakti ekki Finn burt - heldur óvægin gagnrýni og óvönduð fréttamennska „Það er þannig í stjórnmálum að menn koma og fara. Finnur hefur tekið þessa ákvörðun og það mun nýtt fólk taka við hans stórfum. Það eru tímamót í sögu flokksins og í íslenskri stjórnmálasögu að þrjár konur og þrír karlar sitji í ríkisstjórn fyrir Framsóknarflokk- inn og að einn þriðji þingflokksins eru konur. Ég tel að í þessu felist sóknarfæri fyrir flokkinn og að við hófum fulla burði til þess að ráða við þau verkefni sem eru fram undan," sagði Halldór Ásgrímsson að afstöðnum þingfiokksfundi Framsóknarflokksins í gær. Á fundinum var einróma samþykkt sú tillaga Halldórs að Valgerður Sverrisdóttir taki við embætti iðn- aðar- og viðskiptaráðherra af Finni Ingólfssyni sem sest í einn þriggja bankastjórastóla Seðlabankans á nýársdag. Atgervisflótti ofsóttra Halldór sagðist hafa trú á því fólki sem starfar í Framsóknar- flokknum og að innan hans finnist arftaki Finns í varaformannsemb- ætti. „Hins vegar er það áhyggjuefni hve mikið af ungum mönnum hef- ur verið að hverfa út úr íslenskri pólitík á undanförnum árum. Ég nefni menn eins og Kjartan Jó- hannsson, Eið Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Svavar Gestsson, Friðrik Sophusson, Þor- Halldór Ásgrímsson: „Ég er viss um aö þaö hefur enginrt framsóknarmaður látiö hafa þetta eftir sér." Frá þingflokksfundi framsóknarmanna í gær. stein Pálsson og nú Finn Ingólfs- son," sagði Halldór. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir islensk stjórnmál ef þessi þróun heldur áfram en ég tel að fyrir því séu ákveðnar ástæður, meðal annars óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna, mikið álag á þeirra heimili og óvönduð frétta- mennska. Menn virðast ekki hika við, ef vantar fréttir, að skálda inn í það, eins og ég sá til dæmis í DV í dag, að þegar menn eru að skrifa fréttaskýringu þá er hluti af því hreinn skáldskapur. Þetta virðist mönnum, sumum hverjum, vera eðlileg fréttamennska í íslensku samfélagi," sagði Halldór. Valgerður Sverrisdóttir: Ætla að Ijúka stóra málinu „Það eru mörg spennandi verk- efni sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðimeytið sem á eftir að leiða til lykta. Ég mun leggja mig fram um það að ljúka stóra málinu sem er Fljótsdalsvirkjun og upp- bygging álvers í Reyðarfirði," seg- ir Valgerður Sverrisdóttir sem tek- ur við lyklavöldum af Finni Ing- ólfssyni í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu á gamlársdag. Forveri hennar hefur ýmist ver- ið gagnrýndur fyrir að fara sér of hægt eða of hratt í einkavæðingu r ríkisfyrirtækja. Valgerður boðar enga stefnu- i breytingu í þeim | efnum. „Ég tel að frá- farandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra hafi verið afar farsæll í starfi. Það liggur fyrir stefna rík- isstjórnarinnar um öll mál sem varða iðnað og viðskipti og mínar i ái Valger&ur Sverrisdóttir. skoðanir falla algjörlega að þeim þannig að það er ekki að búast við stefnubreytingum í þeim mála- flokki frekar en öðrum en auðvit- að koma alltaf einverjir nýir siðir með nýju fólki," segir Valgerður. Sjálf telur hún stærstu fréttina við skipan sína I ráðherraembætti vera þá að þar með séu jafnmarg- ar konur ráðherrar og karlar í ráð- herraliði Framsóknarflokksins. „Ég er óskaplega stolt yfir því," segir hún. -GAR DV-mynd E.OI. Hrakti Finn ekki burtu Stöð 2 hélt því fram að brotthvarf Finns Ingólfssonar af vettvangi stjórnmálanna ætti sér að hluta til skýringu í óánægju hans með for- ystu og stjórnunarstíl formannsins Halldórs. „Þetta er eitt af því sem menn eru að búa til. Við Finnur er búnir að vera mjög nánir allar gótur frá því fljótlega eftir 1980. Hann var minn aðstoðarmaður í sjávarútvegsráðu- neytinu í fjögur ár. Og við hófum líka verið vinir. Við höfum gengið saman á fjöll og eytt mörgum stund- um saman. Þannig að maður skilur nú ekki svona eða hvaða hvatir liggja þar að baki. Ég er viss um að það hefur enginn framsóknarmaður látið hafa þetta eftir sér. Þetta er fráleitt, en maður er bara orðinn svo vanur þessu að maður er hætt- ur að vera undrandi á skáldskapar- hæfileikunum," sagði Halldór. Halldór sagði engar áætlanir um frekari breytingar á ráðherraliði Framsóknarflokksins og gaf lítið út á vangaveltur um slíkt. „Menn eru alltaf að velta einhverju fyrir sér. Það er eins og gengur í líflnu," sagði Halldór Ásgrímsson. -GAR Blaðríð í Siv UuHh/j Fræg urðu þau um- mæli Ólafs Ragnars Grímssonar að stærsta efnahagsvandamál vinstri stjórnarinnar sem sat 1988-1991 væri blaðrið í Steingrími Hermanns- syni. Hann gat, sem kunnugt var, aldrei þag- að ef blaðamaður var ná- lægt og blaðraði jafnan meiru en hann var spurð- ur um. Þegar Jón Baldvin og Ólafur Ragnar suðu saman hvers kyns hókus- pókusa í aðsteðjandi kreppum varð gagnið alltaf minna en efni stóðu til því blaðurskjóðan í forsætisráðuneytinu var jafnan búin að blaðra öllu í alla sem síst máttu vita. Srjórnlaust blaður er áberandi kvilli hjá for- ystumönnum Framsóknar í Reykjanesi og ber öll merki hæggengs veirusjúkdóms. Denni varö til dæmis ekki blaöurskjóða fyrr en hann varð for- sætisráðherra og hjá arftaka hans í Reykjanesi, Siv Friðleifsdóttur, lét stjórnlaust blaður ekki á sér kræla fyrr en í aðdraganda ráðherradóms þegar hún slóst við Finn heitinn um varafor- mennsku í Framsókn. Þá blaðraði hún því í Moggann að gagnstætt Finni ræflinum vildi hún endilega að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfis- mat. Skömmu síðar varð Siv ráðherra og leiddi þegar í stað gervallt fjölmiðlastóð landsins með sér á Eyjabakka og blaðraði viðstöðulítið á með- an. Meðal annars blaðraði hún því í sjónvarpið að þar sem Eyjabakkarnir væru bara ferlega ljót- ir mætti hennar vegna sökkva þeim án þess að hafa fyrir einhverju leiðinda umhverfismati. En þjóðin hafði ekki gleymt blaðri Sivjar við Mogg- ann og á einni mínútu í Ríkissjónvarpinu fuðraði pólitísk framtíð blaðurskjóðunnar af Nesinu upp í skammlífum fjölmiðlaloga. Á þessum tímapunkti var blaðrið I Siv orðið að sliku vandamáli i Framsókn að Finnur heitinn og Halldór bönnuðu henni að blaðra nema innan ráðuneytisins. Það reyndust dýrkeypt mistök. Þegar sendiherra Norðmanna skolaði þangað í kurteisisheimsókn var blaðurskjóðan svo mál- þola að hún kyrrsetti Halvorsen garminn. Lengi dags blaðraði hún yfir honum um ámátlega stöðu Halldórs Ásgrímssonar ef Norömenn byggðu ekki álver á Reyðarfirði og hótaði skrúfum og straffi þegar sendiherra sýndi á sér fararsnið. Halvor- sen sá sitt óvænna og skrifaði langa skýrslu um blaður Sivjar til norska utanríkisráðuneytisins þar sem menn sátu agndofa yfir blaðrinu þangað til kontóristi benti á þá skelfilegu staðreynd að blaðurskjóðan væri Norðmaður. Nú er komið að því að borga fyrir allt blaðrið. Finnur heitinn skilur eftir sig varaformannsstól sem Siv hefði fyrir hálfu ári tekið með annarri hendi. Nú á hún varla sjens. Kátlegir kallar eins og Guðni, sem enginn tók mark á til skamms tíma, eru miklu sterkari kandídatar. Á örfáum mánuðum tókst Siv Friðleifsdóttur að breyta sjálfri sér úr leiðtogaefni Framsóknar í marklitla blaðurskjóðu sem blaðraði sína eigin pólitísku framtíð svo rækilega ofan í mýrina á Eyjabökk- um að hennar hefur ekki orðið vart síðan. Stein- grimur lifði af blaðrið í sjálfum sér en sama verð- ur ekki sagt um núverandi umhverfisráöherra. Dagfari sjonvarpsins. klossamaður Klossalaus Umsjónarmenn morgunþáttar Bylgjunnar urðu að laga sig aö breyttum aðstæðum með tilkomu morgunsjónvarpsins. Höfðu þau á orði að ekki gengi lengur að mæta i vinnuna krumpuð og úfin heldur yrði útlitið að vera tipp- topp. Þorgeir Ást- valdsson, hinn gamalreyndi út- varpsmaður, er einn umsjónar- manna morgun- Þorgeir er mikill og þekktur fyrir hvítu klossana sem hann hefur haft á fótum í meira en tvo áratugi. Þó klossarnir séu þægilegir munu þeir hafa verið þyrnir í augum framleiðenda morgunsjónvarpsins, passað illa inn í settiö. Því þarf Þorgeir að klæðast reimuðum skóm. Gamansömum vinum hans finnst hann heldur blár í framan eftir að herða tók að fótunum en eru ekki alveg vissir hvort um eigi að kenna hækkuðum blóðþrýstingi eða áköfum Framstuðningi... Messað á Netinu Ófáum finnst stundum að ein- ungis séu tveir prestar i Reykjavík, Pálmi Matthíasson í Bústaða- hverfi og Vigfús Þór Árnason í Grafarvogi. Ekki er nóg með aö fjöldi komi í kirkju til þeirra og sækist eft- ir þjónustu þeirra heldur eru þeir farnir að láta á sér kræla á fleiri svið- um. Messuflutn- ingur var víst nokkur á Netinu um jólin. Samkvæmt fréttum úr Bústaðakirkju komu nokkur hund- ruð manns í netmessu. Þó um nýlundu virðist að ræða vita færri að þrjú ár eru síðan messum í Dóm- kirkjunni var varpað á Netið. Menn eru greinilega á undan tím- anum í elstu kirkju borgarinnar ... Vigdís varamaður Heyrst hefur að Vigdls Finn- bogadóttir hafi verið boðuð sem varamaður Ólafs Ragnars Gríms- sonar í gamlárshátiðina í Perlunni sem aðalræðumaður vegna menningar- borgarinnar. Ólafur Ragnar mun hafa tjáð skipuleggjend- um þessarar fínu veislu að hann ætti ekki heiman- gengt þetta kvöld. Var þá farið til Vigdísar sem þáði boðið strax. Annars er töluvert rætt um að fólk hafi sent afboð, vilji vera heima hjá sér á gamlárs- kvöld. Og enn fremur að nú gangi miðar í veisluna milli manna í stjórnkerfi borgarinnar... Stóla undir alla Framsóknarmönnum tókst svo sannarlega að stela senunni í lok þessa ársþúsunds. Finnur Ingólfs- son hljóp í Seðlabankann og Val- gerður Sverris- dóttir fær loks ráð- herraósk sína upp fyllta. Hagyrðing- ar, stórir og smáir, fara gjarnan af stað þegar eitt- hvað er að gerast í pólitíkinni og eru tiðindin af Framsókn engin undantekning. HV sendi þetta: Halldór í krappan dans kominn er enn, konur á hásœti kalla. Þeir eru ekki fleiri framsóknar menn, aöfá mœtti stóla undir alla. Umsjón: Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.