Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Útlönd Meint saknæmt athæfi Helmuts Kohls skoðað Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákveðið að hefja rannsókn á því hvort Helmut Kohl, fyrrum kansl- ari, hafi gerst sekur um glæpsam- legt athæfi með því að þiggja fé í kosningasjóði flokks síns á meðan hann gegndi kanslaraembættinu. Þýska sjónvarpsstöðin ARD hafði eftir ónafngreindum heim- ildarmönnum að saksóknari í gömlu höfuðborginni Bonn myndi greina þinginu frá því í dag, mið- vikudag, að rannsókn yrði hafin. Kohl viöurkenndi fyrr í mánuð- inum að ónafngreindir menn hefðu afhent honum sem svarar sjötíu milljónum íslenskra króna í leynisjóði kristilegra demókrata. Lög kveöa hins vegar á um að greint sé opinberlega frá öllum slíkum fiárgjöfum. Kohl hefur þráfaldlega neitað aö segja hverj- ir eigi hér hlut að máli. Rússar ná lykil- stöðum í Grozní Rússneski herinn segist hafa náð lykilstöðum í Grozní, höfuð- borg Tsjetsjeniu, á sitt vald. Rúss- ar búa sig undir stórsókn gegn bækistöðvum uppreisnarmanna í snæviþöktum fiöllunum í suður- hluta lýðveldisins. Rússneska sjónvarpsstöðin ORT sýndi seint í gærkvöldi myndir af hermönnum með fang- ið fullt af handsprengjum á vappi um götumar í úthverfum Grozní. Fréttir hermdu að Rússarnir hefðu lagt undir sig hæðir við miðborgina og ættu í hörðum bar- daga um yfirráð yfir niðursuðu- verksmiðju í norðurhluta borgar- innar. Litlar upplýsingar hafa borist um umfang bardaganna. Stríð- andi fylkingar segja að óvinurinn hafi misst marga menn en mann- fall í eigin röðum sé óverulegt. Tipper Gore undir hnífinn Tipper Gore, eiginkona Als Gores, varaforseta Bandaríkj- anna, gekkst undir tveggja klukkustunda skurðaðgerð í gær þar sem hnúður í skjald- kirtli hennar var fiarlægður. Að sögn tals- manns varaforsetans var ákveðið að fiarlægja hnúðinn og rannsaka hvort hann væri krabbamein. Niðurstöður þeirrar rannsóknar verða kunnar eftir eina viku. Tipper Gore hefur ekki haft nein einkenni um veikindi í skjaldkirtlinu, að sögn talsmanns- ins. Hnúðar á skjaldkirtli eru alla jafna góðkynja og ólíklegt að þeir berist til annarra hluta líkamans. Monica mælir með megrun Monica Lewinsky, fræg fyrir ástarævintýri sitt með CJinton Bandaríkjaforseta, hefur tekið að sér að mæla með megrunarfæði fyrir stórfé. Sjálf hefur Monica lést um meira en tíu kiló við að borða fæði þetta. Indverska stjórnin ræddi flugránið í morgun: Flugræningjarnir hafa fengið svar Indverska ríkisstjórnin hefur gef- ið flugræningjunum, sem halda rúmlega 150 manns í gíslingu í ind- verskri farþegavél á flugveUinum í Kandahar í Afganistan, viðeigandi svar við kröfum þeirra, eins og það var orðað í morgun. Ekki hafði ver- ið greint frá innihaldi þess þegar DV fór í prentun. Flugræningjamir krefiast þess nú að 35 íslamskir skæruliðar í haldi í Indlandi verði látnir lausir og að rúmir fiórtán milljarðar króna verði greiddir í lausnargjald fyrir gíslana. Indverskir embættismenn sögðu í einkasamtölum i gær að ekki yrði gengið að þessum kröfum. Indverska farþegaþotan hefur verið á flugvellinum í Kandahar i Afganistan síðan á jóladag. Henni var rænt á aðfangadag þegar hún var á leið frá Nepal til Indlands. Samningamenn indverskra stjómvalda hófu fiórðu umferð samningaviðræðna sinna við flug- Grímuklæddur flugræningi ræðir við fulltrúa talebanastjórnarinnar f Afganistan við indversku þotuna. ræningjana í morgun. Nokkur bjart- sýni ríkir um að eitthvað , jákvætt" muni gerast í málinu í dag. Flugræningjamir eru fimm eða sex, vel vopnum búnir. Talið er að þeir séu frá Kasmír þar sem Ind- veijar og Pakistanar hafa deilt um yfirráð. Líklegt þykir að þráteflið á flug- vellinum í Kandahar verði til að auka enn á þrýstinginn frá ættingj- um gíslanna. Ættingjarnir hafa sak- að stjómvöld um að stofna lífi gísl- anna í hættu með aðgerðaleysi sínu. Aðstæður um borð í vélinni bötn- uðu aðeins í gær þegar leyfi fékkst til að gera við vél sem knýr loft- ræstikerfi þotunnar. Embættismað- ur sem sá til farþeganna þegar aft- urdymar voru opnaðar til að hleypa inn fersku lofti sagði að þeir virtust betur á sig komnir en áður. Flugræningjamir höfnuðu i gær beiðni um aö mæður og böm þeirra fengju að fara frá borði. Til þessa hafa ræningjarnir leyft 28 af farþeg- unum sem stigu um borð í Nepal að fara frjálsir ferða sinna. Lögreglumenn, sérþjálfaðir í að stilla til friöar í óeiröum, eru algeng sjón í Jerúsalem þessa dagana en þar sem víöar í ísrael hefur löggæsla veriö hert til muna vegna árþúsundamótanna. Búist er við aö milljónir manna fagni áramótunum í ísrael en yfirvöld hafa lagst gegn stærri samkomum í borginni. Símamynd Reuter ^ Tæpar þrjár milljónir heimila án rafmagns í Frakklandi: A annað hundrað látnir í óveðrinu í Evrópu Óveðrið hélt áfram að geisa í Frakklandi, Spáni og Sviss í gær, þriðja daginn í röð, með þeim afleið- ingum að 28 manns létu lífið í Frakklandi. Þá létust að minnsta kosti tólf skíðamenn í grennd við skíðabæinn Galtuer í Austurríki í gær. Síðan óveðriö hófst á jóladag hef- ur tala látinna risið hratt og er kom- in í rúmlega 110 manns. í Frakk- landi hafa 68 manns látið lífið, átta á Bretlandi, 13 í Sviss og 17 í suður- hluta Þýskalands. Flest dauðsfall- anna má rekja til trjáa sem féllu í ofsaveðrinu. 1 Versölum einum féllu tíu þúsund tré á aðeins þremur kíukkustundum. Eignatjón er griðarlegt og eyði- leggingin mikil. í gær voru rúmlega þrjár milljónir heimila í Frakklandi rafmagnslausar og ekkert útlit fyrir Frakkar uröu illa úti í óveörinu en þar létust tæplega sjötíu manns. að tækist að ljúka viðgerð fyrir ára- mót. Um fiórðungur rafveitukerfis- ins í Frakklandi laskaðist í óveðr- inu og 36 háspennulínur skemmd- ust. Frakkar báðu í gær um aðstoð og eru viðgerðarmenn frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi komnir til að- stoðar. í morgun hafði tekist að hleypa rafmagni á hálfa milljón heimila. Menn eru byrjaðir að meta eigna- tjónið og í París er talið að það nemi ekki undir 500 milljónum franka eða 5,5 milljörðum íslenskra króna. Margar sögufrægar byggingar fóru illa í veðrinu; þakplötur þuku af Notre Dame kirkjunni og talsverðar skemmdir urðu á La Sainte- Chapelle hallarkirkjunni. Talið er að viðgerðir á sögufrægum bygging- um í gjörvöllu Frakklandi muni kosta um fimm milljarða króna. Stuttar fréttir i>v Fáir vilja missa pundið Aðeins sautján prósent Breta eru fylgjandi því að leggja sterl- ingspundið á hilluna og taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins, í staðinn. Þetta kemur fram í skoðanakönn- un sem kynnt var í morgun. Fimmtíu og níu prósent vilja óbreytt ástand, ESB og pund. Stjórnin í heilu lagi Ríkisstjóm Ehuds Baraks, for- sætisráðherra ísraels, er enn í heilu lagi. Flokk- ur heittrúaðra gyðinga, Shas, hafði hótað að ganga úr stjóm- inni vegna deilna um fiármögnun skóla hans. Lausn er fundin og flokkurinn situr áfram í stjóminni. Flugeldar í Færeyjum Frændur okkar Færeyingar gera ráð fyrir að skjóta upp fimm- tíu tonnum af flugeldum til aö fagna árinu 2000. Það er fimmtíu prósentum meira en á síöasta gamlárskvöld og tvöfalt meira en fyrir tveimur árum, segir í Dimmalætting. Njósnari gripinn Danska lögreglan handtók á að- fangadag mann sem grunaður er um að hafa njósnað fyrir austur- þýsku leyniþjónustuna Stasi á meðan hann starfaði i danska ut- anríkisráðuneytinu á árunum 1979 til 1981. Bókuðu fyrir 16 árum Bresk hjón spöruðu sér umtals- verðar Qárhæðir þegar þau flugu til Ástralíu á dögunum þar sem þau ætla að fagna árþúsundamót- unum. Hjónin, sem eru á áttræð- isaldri, keyptu flugmiðana fyrir 16 árum og greiddu fyrir xun 16 þúsund krónur. Barnamorðingi fær slag Myra Hindley, alræmdur barnamorðingi, var i gær flutt á spítala í Bury St. Edmunds. Myra var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir grimmileg morð á tveimur börn- um og aðild að þremur öðrum. Hún þjáist af hjartveiki í kjölfar hungurverkfalls að undanfórnu. Hættir við áramótapartí Borgarstjórnin í Seattle hefur aflýst hátíðarhöldum um áramót- in af ótta við hryðjuverk. Louis Féraud látinn Franski tískukóngurinn Louis Féraud er látinn, 79 ára að aldri. Féraud gat sér frægðar á sjöunda áratugnum þegar hann hannaði fót á frönsku leikkonuna Brigitte Bardot. 36 blaðamenn drepnir Að minnsta kosti 36 blaðamenn voru drepnir á árinu 1999 eða tvö- falt fleiri en árið á undan. Ráðist var á 653 blaðamenn. Flest atvik- in eiga sér stað á Myanmar, Sýr- landi og í Kína. Vill kaupa Dome Athafnamaðurinn Richard Bran- son er sagður í viðræðum vegna hugsanlegra kaupa hans á árþúsunda- höllinni, Dome, í London. Branson vill opna skemmti- garð í höllinni. Verði af samning- um mun Branson taka við höllinni í næsta mánuði. A gamlárskvöld verður áramótagleði í höllinni fyrir 15 þúsund manns. Hreinsar til í hernum Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefur ekki setið auð- um höndum um hátíðamar. For- setinn hefur hreinsað til í her sín- um, rekið nokkra foringja og ráð- ið aðra. Að sögn Tanjug-fréttastof- unnar þykir ein athyglisverðasta stöðuhækkunin hafa farið til Vla- dimirs Lazarevics sem er orðinn einn af æðstu herforingjum Júgóslavíuhers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.