Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 10
10 )ennmg MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Rauðkálsstemmur og óratóríur Ætli flestir tónlistarunnendur geti ekki tekiö undir það með mér að jólin séu umfram allt há- tíð söngsins. Vissulega er indælt að hlusta á jólatónlist þeirra Corellis og Telemanns fyrir strengi og básúnur við kertaljós. En til þess að upplifa hinn sanna anda jólanna og verða mátu- lega upphafinn dugar ekkert annað en innfjálg- ur söngur. í stórum dráttum er hann tvenns konar, jólaslagarar og vinsælir jólasálmar, lög sem hlýja manni um hjartarætur meðan á jóla- undirbúningnum stendur, kannski meðan verið er að skerpa á jólasteikinni og taka forskot á borðvínið. Þetta kallar Jóhannes vinur minn i 12 tónum „rauðkálsstemmur" ef ég man rétt. En svo er kórtónlistin sem lyftir manni í and- legar hæðir og rekur til að hugleiða merkingu þeirra atburða sem við erum að minnast með jólahaldi. Þá kemur til kasta Messíasar eftir Handel og óratóríanna Bachs. Ef ég má segja nokkur orð um „rauðkálsstemmurnar", þá hafði ég fyrir sið á námsárum mínum í Svíþjóð að spila ljúfa jólatónlist meö Adolf Frederiks Drengjakórnum, sem Anders Öhrwall stjórnaði. Sérstaklega er mér minnisstæð plata þar sem Hakon Hagegárd söng með drengjunum, þá lítt þekktur barítonsöngvari. Þessi tónlist hefur lengi verið óaðgengileg, en nú má fá smjörþef- inn af henni á diski sem nefnist En klassisk Jul, þar sem áðurnefndur kór syngur af hjartans lyst með og án Hagegárds, en að auki syngja stórkanónur á borð við Jussa Björling og Birgit Nilsson á henni. Helsti galli á disknum er að á honum er ekki nógu mikið af músík (46 mín.), auk þess sem ég hef takmarkðan áhuga á að heyra fallegar sænskar raddir kyrja White Christmas og Jingle Bells upp á ensku. Pólífónía um heilagan Nikulás Fyrir þá sem vilja hvíla sig á „rauðkálinu" en vilja ekki fá yfir sig heila óratóríó, get ég mælt með miðaldasöng sem fyrirtæki á borð við hyperion og harmonia mundi gefa út í tölu- verðum mæli. í ár gefa þeir síðarnefndu til dæmis út pólífónískan söng sem allur tengist heilögum Nikulási, sem er auðvitað hinn upp- runalegi Jólasveinn". Legends of St. Nicholas heitir diskurinn og er sunginn af kvennakvar- tettinum Anonymous 4, sem ég hef áöur mært á Á plötunni Legends of St. Nicholas er pólífónískur miöaldasöngur um hinn uppruna- lega jólasvein, heilagan Nikulás. Hljómplötur Aðalsteinn Ingólfsson þessum vettvangi. Hér er um að ræða sannkall- að eyrnakonfekt á aðventunni. Fyrir þá sem vilja bara miðaldastemningu, hvort sem hún tengist jólunum eður ei, má einnig mæla með tónlist eftir Guillaume Dufay (1400-1474) sem nefnist Jakobsmessa, sungin af átta gullbörk- um, The Binchois Consort. Það er Ijóst af þeim tónlistarflutningi sem á sér stað hér í Reykjavík á haustmánuðum að söngtónlist af þessu tagi á sér æ fleiri aðdáendur hér á landi. En nú að þungavigtartónlistinni. Það vill svo vel til að hánssler-útgáfan, sem stefnir aö því að gefa út gjörvallan Bach, hefur komið fyrir á ein- um diski (nr. 78) helstu aðventu- og jólakórölum hans. Þar er Helmut Rilling við stjórnvölinn og meðal söngvara eru Sybilla Rubens, James Taylor og Andreas Schmidt. Þetta er diskur sem mælir með sér sjálfur. Og kannski þarf engan annan Bach um jólin. En þeir sem vilja prófa ööruvísi kórverk yfir hátíðarnar ættu endilega að bera sig eftir jóla- óratório eftir Carl Heinrich Graun (1703-1759), lítt þekkt tónskáld og tenór, sem sá um tónlist- ina við hirð Friðriks mikla. Hér er vélað um með öðrum hætti en í söngtónlist Bachs. Frjáls- lega er farið með ritningartexta og meira er spilað á opinskáar tilfinningar í tónlistinni, til að mynda leggur Graun talsvert upp úr þrótt- miklum kólóratúra-söng. En þetta er alvöru jólatónlist og andaktug á réttum stöðum. Passían á jólum Ég veit að jólin eru ekki beint rétti tíminn til að hampa Jóhannesar- og Matteusarpassíum Bachs, sem ganga út á pínu og dauða Krists, ekki fæðingu. Samt skal ég viðurkenna að ef ég mætti velja mér eitt tónverk til gjafar og/eða afspilun- ar um hátíðarnar, mundi ég velja nýja útgáfu Philippes Herreweghes á Matteusarpassíunni. Þetta er einfaldlega einhver best leikna og sungna - segjum göfugasta - útgáfa á þessari passiu sem ég þekki. Enda einvalalið söngvara að verki, Ian Bostridge, áðurnefnd Sybilla Rubens, marglofaður Andreas Scholl (sem syngur „Erbarme dich" svo fallega að maður kemst við ...), Franz Josef Selig og fleiri. Þessum „pakka" fylgir enn fremur CD-ROM, þar sem fjallað er um tónlistina og flutninginn frá öllum mögulegum hliðum. Tvímælalaust eitt af mark- verðustu geislaplötusettum ársins. En klassisk jul: Björling, Nilsson, Hagegárd o.fl., Swedish Society, umboð á íslandi: 12 tónar Anonymous 4: Legends of St. Nicholas, harm- onia mundi, umboð á íslandi: JAPIS Guillaume Dufay: Mass for Saint James the Greater, The Binchois Consort, hyperion, um- boð á íslandi: JAPIS Bach, A Book of Chorale Settings, Advent and Christmas, Rilling o.fl., hánssler, umboð á ís- landi: 12 tónar C.H. Graun: Christmas Oratorio, Rheinische Kantorei o.fl., CPO, umboð á íslandi: 12 tónar Bach: Mattháus-Passion, Collegium Vocale gent, Herreweghe, harmonia mundi, umboð á Islandi: JAPIS Auglýsing til að mótmæla auglýsing- um hleypir skrekk í sjónvarpsmenn í nýárspredikun sinni í fyrra hafði biskupinn á íslandi nokkr- ar áhyggjur af því aö eitt helsta andlega fóður nútímamanna og þá ekki síst barna væru sjón- varpsauglýsingar sem helltust yfir menn sýknt og heilagt og hefðu aðeins einn boðskap að flytja: þú átt að kaupa, kaupa, kaupa ... En herra Karl er ekki einn um að hafa áhyggjur af þessum boð- skap sem er því hávaðasamri sem hann er einhæfari. Fyrir nokkru tóku samtök í Frakk- landi upp á því að skora á menn að mótmæla heilaþvætti auglýs- inganna með því að hafa einn „dag án kaupa" og neita þá allri neyslu. Samkvæmt þeirri gömlu reglu Hjálpræðishersins að ekki megi láta ljóta kallinum eftir alla bestu tónlistina gerðu þessi sam- tök nú sjónvarpsauglýsingu eftir öllum kúnstarinnar reglum með þessari áskorun, söfnuðu pen- ingum og fóru með hana á nokkrar sjónvarpsstöðvar. Þar hljóp greinilega tálsverður skrekkur í menn, og alls staðar var neitað að birta auglýsing- una, ýmist á þeim forsendum að hún bryti í bága við hagsmuni stöðvarinnar eða að hún gæti ekki flokkast undir það sem venulega væri kallað auglýsing- ar eða undir einhverju enn öðru yfirskini. Þannig lítur nútímamaöurinn ("homo modernicus") út hafa horn í sföu auglýsinga. augum þeirra sem í þessum samtökum eru menn úr ýmsum áttum, m.a. félagar út „Andspyrnuhreyfingunni gegn árásum auglýsinga" og var haft eftir þeim að þeir vildu „efla and- spyrnu manna gegn þeim sem eru að eyðileggja náttúruna, fegurð- ina og frelsið, brengla hugmyndir okkar og takmarka lif okkar við neysluna eina." Auglýsingin sem þeir gerðu sýndi feitan kall sem sat á jarðarkúlunni og át og drakk í sífellu þangað til jarðar- kúlan fór að molna undan þunga hans. Stóð hún yfir í 30 sekúndur og endaði á orðunum: „20% jarð- arbúa neyta 80% af auðlindum jarðarinnar. Neyslumenning okk- ar er hörmuleg, og hefur í fór með sér dauða jarðar. Eina vonin um breytingu hugarfarsins liggur í aðgerðum hvers og eins, á hverj- um degi. Haldiö upp á dag án kaupa 26. nóvember. Kaupið ekk- ert." Eitt af því sem olli greinilega mikilli skelfingu í sjónvarps- stöðvum, þegar auglýsingunni var skellt þar upp á borð og var notað sem átylla til að vísa henni á bug, var það að feiti kallinn ropaði hástöfum af öllu þessu áti. Þá hlið neysluþjóðfélagsins þótti að sjálfsógðu ekki við hæfi að sýna. Einar Már Jónsson, París Aðgengilegar biblíu- sögur Háskólaútgáfan hefur sent frá sér bókina Fyrirheitna landið sem í er að finna frásagnir úr Biblíunni líkt og segir í undirtitli. Hér er um að ræða eins konar vinsældalista á biblíusögunum, því í Fyrirheitna landinu er að finna þekktustu sögur bæði Gamla og Nýja testamentisins. Bókin er í linu broti og heldur þjálli í meðförum en sjálf Biblían. Hún er því hentugt upp- flettirit fyrir þá sem vilja rifja upp helstu frásagnir Gamla testamentis- ins af hörmungum gyðinga áður en kemur að fæöingu Jesú, lifi hans, dauða og upprisu. Jón Þórisson, sem ritstýrði verkinu og valdi textana, hefur kosið að leggja áherslu á þær frásagnir sem mest áhrif hafa haft á hugsunarhátt og menningarsögu kristinna þjóða, þar á meðal okkar. Biblían og listin Biblían hefur ekki aðeins haft áhrif á hugsunarhátt almennings, hún hefur einnig veitt listamönnum og rithöfundum innblástur í gegnum aldirnar. Hér áður fyrr þótti sjálf- ekki síst myndlistarmenn túlkuðu biblíusögurnar á myndrænan hátt í verk- um sínum og höfðu þeir hana reyndar að sínu helsta viðfangsefni um langt skeið. Minna hefur farið fyrir beinum tilvís- unum í biblíusögurnar síðustu aldir, þó þemu þeirra megi rekast á víða, allt frá bókmennt- um til bíómynda. í dag er helst að sjónvarpsmynd- ir séu gerðar beint eftir sjálfri Biblíunni, likt og sú sem sýnd var i Ríkissjónvarpinu um jólin. Lík- lega hafa verri útgáfur af lífi Jesú sést hér í sjónvarpi, en þeim sem leggja mikið upp úr sögulegum sann- leika skal bent á að útfærslur á lífs- háttum fólks í ísrael í upphafi okkar tímatals í þessari mynd voru mun meira í anda listamanna endurreisn- artímans en fornleifafræðinga nú- tímans. Ekki skal fullyrt að mjög rangt hafi verið farið með staðreynd- ir, þótt efast megi um að María Magðalena hafi getað orðið sér úti um verksmiðjuframleiddan varalit árið 30 og eitthvað. Aldamót og afmæli hjá Sævari Galleri Sævars Karls varð tíu ára á árinu sem er aö líða. Af því tilefni hefur verið opnuð sýning á verkum yfir fjörutíu listamanna sem allir hafa einhvern tíma sýnt hjá Sævari. Þema sýningarinnar er Aldamót, sem listamennirnir túlka hver með sínu nefi. Meðal þeirra í ""^sgmg- fjölmörgu sem eiga verk á Aldamóta af- mælissýningunni, _ . sem stendur aðeins til 15. janúar, eru Anna Guðrún Líndal, Arngunnur Ýr Gylfa- dóttir, Birgir Andrés- son, Daníel Þorkell Magnússon, Gabríela Friðriksdóttir, Gjörn- ingaklúbburinn, Erró, Guðrún Ein- arsdóttir, Hallgrímur Helgason, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hlynur Hallsson, Hulda Hákon, Jón Axel, Kees Visser, Kristján Daviðsson, Kristján Stein- grímur Jónsson, Margrét H. Blöndal, Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sig- urður Árni Sigurðsson, Tumi Magn- ússon og Þorvaldur Þorsteinsson. Þessi nöfn ættu að gefa örlitla hug- mynd um þá breidd sem er í sýning- arhaldi gaÚerísins. Umsjón í Margrét Elísabet Olafsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.