Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Spurningin Ætlaröu aö strengja nýársheit? Sigurveig Ástgeirsdóttir, nemi í Danmörku: Já, að koma oftar til ís- lands. Maggi Palli sjómaður: Já, slysa- laust árið 2000. Ásgeir Hilmarsson sjómaður: Já, ég ætla að hjálpa Magga að komast slysalaust í gegnum árið 2000. Sif Sveinsdóttir nemi: Já, standa mig betur i námi. Heiðrún Baldursdóttir nemi: Já, ég ætla að standa mig mikið betur í námi. Karen Björk Einarsdóttir nemi: Já, ég ætla að ná samræmdu prófun- um. Lesendur Sérsköttun eymdarinnar Jón Kjartansson frá I'álmliolti, form. Leigjendasamtakanna, skrifar: Fyrir Alþingi liggur nú ítrekað frumvarp Jó- hönnu Sigurðar- dóttur o.fl. varð- andi afnám skatts á húsaleigubætur. Hér er um að ræða stórt réttlætismál sem kostar lítið. Samkvæmt fyrir- Jón Kjartans- iiggjandi upplýs- son frá Pálm- ingum yrði árlegt holti. ^p nins 0pinDera um 100 milljónir kr. Á sama tíma ver ríkið nokkrum miljörðum kr. í skattlausar vaxtabætur til skráðra íbúðareigenda. Það er álitamál hvort slík mis- munun er lögleg og væri Alþingi til sóma að taka sjálft af skarið með niðurfellingu húsaleigubóta skatts- ins svo ekki þurfi að leita úrskurö- ar í málinu. Markmið húsaleigu- bóta, eins og annarra bóta, er vita- skuld að jafna aðstöðu fólks með þvi að styrkja þá sem erfiðast eiga. Flestir sem ekki eru því veru- leikafirrtari hljóta að vita að fátæk- asta fólkið með minnstu lífsbjargar- möguleikana býr í leiguíbúðum. Þetta fólk hefur einskis notið af margyfirlýstu góðæri, t.d. eru lág- markslaun enn um 70 þús. kr. á mánuði, örorku- og ellilaun um 67 þús. kr. á mánuði en ásamt náms- mönnum og einstæðum foreldrum eru þetta helstu hóparnir á leigu- markaðnum. Samkvæmt Ríkisskatt- stjóra eru skattleysismörk nú 60.388 kr. á mánuði svo ljóst er að jafnvel fátækustu öryrkjar greiða tekju- „Stóraukin sala íbúoa og veröhœkkun olli hruni á þeim fátæka leigumarkaði sem þó var til," segir m.a. í bréfinu. skatt og þeir eru nú í vaxandi mæli látnir bera sjálfir állan kostnað af örorku sinni. Með nýjum húsnæöis- lögum í fyrra voru vextir af hús- næðislánum lækkaðir. Stóraukin sala íbúða og verð- hækkun olli hruni á þeim fátæka leigumarkaði sem þó var til. Þetta eru miklar hagsbætur fyrir gróna húseigendur en fátæka fólkið í leiguíbúðunum hefur þurft að sæta 50-100% kjaraskerðingu vegna leiguhækkunar. Þetta fólk sjá stjórnvöld ástæðu til að skattleggja sérstaklega. Leiga á íbúðum sveitar- félaga hefur hækkað verulega án þess að bætur komi á móti eins og lofað var, vegna skattlagningarinn- ar. Húsaleigubætur eru ekki aðeins skattlagðar, þær eru einnig öfugt við vaxtabætur meðhöndlaðar sem tekjur og skerða því aðrar bætur. Af þessum sökum getur margt fólk ekki sótt um húsaleigubætur þótt það eigi rétt á þeim. Svo vill til að á komandi ári er minnst þúsund ára afmælis krisni- töku hér á landi. Má kannski minna háttvirta þingmenn á orð meistar- ans frá Nasaret: „Það sem þér gerið vorum minnstu bræðrum, það hafið þér og mér gjört"? Ef ekki, þá væri ráð, að verkalýðsfélögin neituðu að skrifa undir kjarasamninga nú í vetur nema skattlagning húsaleigu- bóta verði afnumin. Það er ein- faldasta og ódýrasta leiðin til að bæta stööu fátækasta fólksins. - Sér- sköttun eymdarinnar er smánar- blettur á efhuðu samfélagi, smánar- blettur sem ráðamenn ættu að sam- einast um að afmá. Til umhugsunar fyrir alþingismenn Halldór Vigfusson skrifar: Ég er sammála Kristni H. Gunn- arssyni um að afleggja skatt á íbúð- arhúsnæði, því íslendingar eru eina þjóðríkið á jörðinni sem þannig hagar sér. Ásamt þvi að af- nema skatta á bótagreiðslur örorku og ellilífeyris og ljúka því fyrir ára- mót. Lágmarkslaun ættu ekki að vera undir 150 þús. kr. á mánuði. Hins vegar vil ég segja um ræðu- tíma ykkar þingmanna í ræðustól Alþingis, að hann fer að mestu 1 það að tala um það sem næsti maö- ur á undan sagði, eða sagði ekki, en hafa svo ekkert til málanna að leggja sjálfir. Og svo á engan að varða um neitt, samanber yfirklór skemmtiferð ykkar þingmanna til Færeyja. Þar var siðleysið í háveg- um haft. Mér flnnst Alþingi máttlaus stofhun til þeirra starfa sem ykkur þingmönnum hafa verið falin fyrir þjóðina. Ég tek sem dæmi kvótavit- leysuna, þar sem skuldfærður er óveiddur fiskur. Ef ekkert er þarfara fram að færa en álíka vit- leysa, þá er best að loka þeirri stofhun sem er Alþingi ísléndinga. Eða hverjum er mannskapurinn, sem flokkast undir alþingismenn, að þjóna? Flugleiðir og einokunin - tekur Samkeppnissstofnun við sér? Hannes Guðmundsson skrifar: „Það besta sem komið gæti fyrir ferðamannaþjónustuna á íslandi væri að Flugleiðir hættu að reka starfsemi sína með þeim hætti sem fyrirtækið gerir í dag". - Þetta er haft eftir manni sem nýlega var kjörinn ferðamálafrömuður ársins í Bandaríkjunum og vandar Flugleið- um ekki kveðjurnar i viðtali við Viðskiptablaðið þ. 22. des. sl. í þessari mögnuðu grein sem blaðamaður Viðskiptablaðsins lætur frá sér fara, hefði mátt við því búast að íslenskir fjölmiðlar brygðu við ótt og títt og vitnað í ummæli þessa þekkta ferðamálafrömuðar í Banda- rUl@[ÍfÍýlÍDm þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem t'Verða á lesendasíðu Skilaboð Fluglei&a; Ekki dvelja á íslandi, þa& er ódýrara a& koma sér aftur f burtu sem fyrst? ríkjunum. En ónei. Aðeins frétta- stofa Ríkisútvarpsins tók undir fréttina og gerði það skilmerkilega í tvígang. Sjónvarpsstöðvarnar báðar og dagblöðin létu ógert að minnast á málið, og hafa ekki gert enn þegar ég sendi þessar línur frá mér. Það er auðvitað alvarlegur hlutur þegar þekktur ferða- málafrömuður í landi sem skaffar Flugleið- um stærstan hluta flugfarþeganna heldur því fram að Flugleiðir séu að draga úr ferða- mannastraumi til ís- lands, og þaö hafi svo áhrif á allan markað- inn hér heima.Tekið er fram í greininni, að Flugleiðir bjóðí far- þegum frá Bandaríkj- unum alls kyns af- slætti ef þeir milli- lendi á Islandi á leið sinni eitthvað annað! - Og skilaboðin Flug- leiða séu þessi: Ekki dvelja á íslandi það er ódýrara að koma sér aftur í burtu sem fyrst! Ég hef aldrei lesið jafn stórar ásakanir í garð Flugleiða af hálfu þekktra aðila í ferðaþjónustugeiran- um. Margir bíða spenntir eftir því að heyra hvað Samkeppnisstofnun hér ætlar að gera. Seðlabankadæmið Axel hringdi: Fari svo að ráðning í hina lausu stöðu seðlabankastjóra verði uppfyllt með þeim hætti sem nú er verið að klæmast á, þ.e. að viðskiptaráðherra sem sótt hefur um stöðuna verði fyr- ir valinu, jafnvel veiti hana sjálfur sjálfum sér eða forsætisráðherra veiti honum hana, þá er hér slíkt sið- leysi á ferð að þessi þjóð á ekki skil- ið að vera sjálfstæð. Ég er hins vegar viss um að margir aðrir en núver- andi viöskiptaráðherra eru síður færir um að gegna þessari stöðu þvl viðskiptaráðherra, Finnur Ingólfs- son, er einn ötulusti og vinnusamasti stjórnmálamaður sem hér er. Og kannski hlakka samflokksmenn hans á þingi yfir þvi að losna við slíkan vinnuhest. Hann er þyrnir i þeirra augum. En að ráðskast svona með þessa stöðu í Seðalabankanum, allt vegna óróa innan eins stjórn- málaflokks, á ekki að líða. Efnt hefur verið til mótmæla af minna tilefhi. Tugur endar á núlli - þannig er það um áramótin Magntis Ólafsson skrifar: Ég er hér að svara Ólafi Jónssyni sem reit bréf í DV17. þ.m. undir heit- inu „Árþúsundavaðall upp i háls". Hefur þú, Ólafur, aldrei heyrt talað um barn á fyrsta ári frá fæðingu og næstu tólf mánuði og verður þá eins árs? Eða þegar þú varst níu ára eftir tólf mánuði og varðst tíu ára og eftir aðra tólf mánuði varðst þú ellefu ára? Á hvað setur þú vegmælingu ef þú ætlar að fara eitthvað á bíl? Set- urðu hann e.t.v. á einn? Og ert þannig búinn að aka einn km áður en þú leggur af stað? Allir tugir enda á núlli, 10, 100, 1000. Næsti tugur byrjar þess vegna frá núlli. Ég hef aldrei séö hundrað krónur skrifaðar „hundrað og ein". Og hefst ekki hver sólarhringur þegar hinn endar, kl. tólf á miðnætti (24), og næsti sólar- hringur hefst? Þannig er það með áramótin. Þegar árið 1999 er liðið þá hefst árið 2000 og eftir tólf mánuði er það liðið. Þá hefst árið 2001 og þá er búíð eitt ár af öldinni. Frá aldamót- um 1900 til aldamóta 2000 eru hund- rað ár, hvernig sem þú reiknar það. Tvær góðar myndir í Sjónvarpi Hólmfríður skrifar: Ekki var Sjónvarp beysið um jólin frekar en endranær. Hitt má Sjón- varpið eiga, að á jóladagskvöld vöru tvær feiknagóðar sjónvarpsmyndir, norska myndin Sunnudagsenglar og svo bandaríska myndin Vík milli vina. Þarna fékk maður loks dæmi- gerðar bíómyndir sem allflestir ættu að hafa getaö horft á án þess að verða fyrir sjokki vegna ógeðsleg- heita í klámi eða innyfla- og blóð- flæði. - En nú er komið að gamla laginu, þ. e. fræðsluþáttunum eða öðrum þætti af tuttugu eða áttunda þætti af tíu, o.s.frv. Ég er farin að horfa miklu meira á Skjá eitt en ég hélt að ég myndi gera. Þar er afþrey- ingin í fyrirrúmi og það er það sem, almenningur yill eiga kost á heima að kvöldi til. Ég tala nú ekki um að þeir sem hafa gervihnattamóttöku er algjörlega borgið á sjónvarpsvísu, þar er alltaf einhver dagskrá sem freistar manns. Fjölmennur þingheimur Gamall farmaöur sendi þessar línur: Hvers vegna þurfa íslendingar margfalt fleiri þingmenn en nær all- ar aðrar þjóðir? Sé tekið nærtækt dæmi, frá Noregi, þá eru þar u.þ.b. 3 milljónir kjósenda og þingmenn 165. Á bak við hvern þingmann í Noregi standa rúmlega 18 þús. kjósendur en hér á landi eru aðeins rúmlega 3 þús- und kjósendur á hvern þingmann. Hvers vegna þurfa Islendingar svona miklu fleiri menn á AÍþingi miðað við höfðatölu hjá báðum þjóðum? Að- eins stöku sinnum hafa heyrst raddir sem telja að ástæða sé til að fækka meðlimum löggjafarvaldsins. Og sennilega væri þessari þjóð engu síð- ur vel stjórnað með t.d. helmingi færra fólki innan löggjafarsamkund- unnar. - Fróðlegt væri að heyra um þettafrá t.d. stjórnmálafræðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.