Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 15 Vistkerfisbrestur þorps og heims Það er sagt að öll lög- mál hafsins felist í vatnsdropanum. En ekki sjáum við það beint eða skiljum. En vistkerf- isbrestur vofir yfir heimi og vistkerfisbrest- ur er á í sjávarplássum' á íslandi. Orsakimar era hinar sömu. Sjávar- þorpið er eins og vatns- dropinn, heimurinn sem hafið. Vistkerflsbrestur heimsins felst í því, að koma í veg fyrir vist- kerfisviðhald. Vistkerf- isbrestur sjávarþorpsins felst í þvi aö meina fólk- inu þar að nýta sér að- lægar auðlindir og færa öðrum. Vistkerfisvið- hald heimsins felst í þvi, að geta nýtt aðlægar auðlindir mannkyni til framdráttar. Aðlægar hugmyndir Aðlægar auðlindir sjávarplássa á íslandi eru endumýjanleg fiski- mið í næsta nágrenni. Sem er or- sök þess að fólk myndaði þorpið. Það flutti að sjávarsíðunni til að sjá fyrir sér við notkun aðlægrar auðlindar. í menningu vorri varð til mikið þéttbýli við að þekking leyfði aðferðir í iðnaði og verslun- arskipulagi sem gat séð fyrir miklu fleira fólki en sjálfsþurftar- búskapur á landinu. Þekking og kunnátta er því hin aðlæga auð- lind menningar vorrar. Eins og sjávarþorpinu er mein- að að nýta aðlægar auðlindir sínar þá er menningunni meinað að nýta sér þekkingu til framfærslu. í því felst vistkerfisbrestur. Maður og dýr Við skiljum okkur frá dýrunum mennirnir viö að nota litla orku í heila til hugmyndagerðar áður en við notum mikla orku í vöðvum og vélum. Dýrin eru háð vistkerfi sem þau ráða engu um. Þau verða fyrir vistkerfisbresti við brest vistkerfis þeirra og falia að stofhi og sem teg- undir við vistkerf- isbrest. Vistkerfi okkar mannanna er hins vegar and- legt, við gerum okkur hugmyndir um verk. Við söfn- um ytri þekkingu sem ekki erfist líf- fræðilega. Þessari þekkingu komum við á milli kyn- slóða með skrán- ingu þekkingar, með uppeldi og skólakerfi. Ef þekkingin er ekki næg okkur til framfærslu þá göngum við á náttúruleg vistkerfi og verðum fyrir vistkerfisbresti eins og dýr- in. Því er rétturinn til þekkingar hinn sami og réttur til vistkerfis. Meinbægni heimskunnar. Að eðli hins viti boma manns þá skyldum við ætla að við fyrirsjáanlegum vistkerfisbresti yrði brugðist með því að auka þekkingarstig til þess að mannkyn kæmist bærilega af án skemmda á náttúrulegum vist- kerfum. En viðbrögðin eru önnur. Meö leyndarstimplum Eins og aðlægum auðlindum sjávarplássins er úthlutað til út- valinna er til þess ætlast að út- valdir leyndarhaldsmenn ríki yfir þekkingunni. Og til hvers? Til þess að þróa enn mikilvirkari að- ferðir til vistkerfiseyðingar með voðavopnum. Og eins og Fiski- stofa ofsækir triUukarla ofsækja leyndarhaldsmenn hvem þann sem skapar þekk- ingu. Það er að segja ef þeir telja að það ógni eyð- ingarvaldi þeirra. Með leyndar- stimplum eru þjóðkjömir full- trúar andlega geltir til vistkerf- isviðhalds. Þeir verða heiminum eins ónýtir og kjömir fulltrúar eru ónýtir sjávar- plássinu. Það er vegna þess að for- ræði leyndarhaldsins ræður í reynd. Kjörnir fulltrúar mega ekki koma fram vistkerfisviðhaldi vegna þess að vald leyndarhalds- manna byggir á getu til að eyða vistkerfum. Þorsteinn Hákonarson Kjallarinn Porsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri „Aö eöti hins viti borna manns, þá skyldum viö ætia aö viö fyrir- sjáanlegum vistkerfísbresti yröi brugöist meö því aö auka þekk- ingarstig til þess aö mannkyn kæmist bærilega af án skemmda á náttúrulegum vistkerfum. En viöbrögöin eru önnur. “ Af-með-ruglið Það er orðinn kækur hjá Sjálf- stæðisflokknum að endurreisa Framsókn eins og hvern annan drykkjusjúkling. Davíð fylgir þama hinni gömlu Evrópustefnu Englendinga: „Deildu og drottn- aðu.“ Eins og svo oft áður er fylgi Framsóknar nú á hraðri niðurleið, enda skiljanlegt því að hann er óheiðarlegasti stjómmálaflokkur- inn á íslandi. Því leita þeir nú með logandi ljósi að málefnum sem gætu fengið athygli og fylgi lands- manna. RÚV tapar og sparar Á ársþingi flokksins kvað for- maðurinn upp úr með að breyta þyrfti yfirstjórn Ríkisútvarpsins (RÚV) og þar með talið Sjónvarp- inu. Þetta myndi áður hafa talist árás á stjórn Sjálfstæðisflokksins á þessum málum en Framsókn tel- ur sig sýnilega ömgga í skjóli nú- verandi samstarfs þessarra flokka, og vita þeir vísast hvar þeir standa. Framsókn viil þó halda áfram ríkisrekstri á fiölmiðlum, en fella niður ábyrgðarlaus af- skipti Alþingis og er það að von- um en flokkurinn segir ekki hvað skuli koma í staðinn. RÚV tapaði í fyrra 395 milljón- um króna þrátt fyrir 1625 milljón króna lögþvinguð afnotagjöld og 960 m.kr. rekstr- artekjur, og rekstur þess er i molum. Sýnilegt er að RÚV hyggst ná þessu tapi upp með spamaði í rekstri og ber dagskrá Sjón- varpsins brag af þeirri viðleitni. Þar færast stöðugt í aukana ódýr músíkbönd með nektarsýningum og klámi og annað rusl sem enginn hefir áhuga á. Opinberar samfarir Morð, klám, opinberar samfarir í skjóli sýndarlistar, hrottaskapur og ofbeldi er meginefni þess, sem boðið er upp á. Þetta er ósamboðið þeirri menningarstefnu sem RÚV er samkvæmt lögum ætlað að fylgja og er sjálfgert að mótmæla þessum sóðaskap. Utan fréttatímanna eru að jafn- aði aðeins 2-3 þættir á viku sem horfandi er á. Rugl- þættir eins og „Eld- hús sannleikans", „Stutt í spunann", eða „Mosaik" o.fl. eiga ekkert erindi í sjónvarp, sist á bezta sjónvarpstíma kvöldsins. Lenging á kvölddagskrá Sjón- varpsins hefir reynst starfsmönnum þess ofraun, enda ekki vanir aðhaldinu. Samt eru þeir að biðja um að fá að opna nýja sjónvarps- rás. Fríir afruglarar Það vakti athygli að Sjónvarpið er með málssókn að eltast við mann sem fyrir 5 árum flutti til landsins og neitar að taka þátt í ruglinu og vill þannig ekki greiða afnotagjöld til RÚV. Honum er vorkunn. Sjón- varpstækni fleygir nú mjög hratt fram og unnt er að nota sjónvarps- tæki til margra annarra hluta en horfa á dagskrá RÚV. Innan tíðar verða sjónvarpstæki og tölvur m.a. hluti af símakerfi lands- manna. Það er þannig þegar augljóst að ef RÚV ætlar að selja sínar sjó- varpsdagskrár verður að taka upp afruglarakerfi fyrir þessar dag- skrár og því verður Sjónvarpið að úthluta fríum afruglurum til þeirra sem vilja horfa á þetta efni. Innheimt- an verður þá að mið- ast við þá, sem hafa fengið slíka afruglara, ekki aðeins þá sem hafa nafnnúmer og sjónvarpstæki, svo sem nú er. Lögþvinguö áskrift er úrelt Sjónvarpið er stöðugt að að tapa í sam- keppninni á fiölmiðla- markaðnum. Það er rökvilla að ætlast til þess að alþingismenn sætti sig við að vera ábyrgðarmenn að tap- rekstri sjónvarpsins til frambúðar. Tapinu er aðeins fleygt í þá eins og þeir séu eins konar ruslakista og þeir hafa enga möguleika á að sann- reyna tapið. Þess vegna leiðir frek- ari frestun á ákvörðunartöku um að gera Sjónvarpið sjálfstætt í rekstri aðeins til ófarnaðar. Hvort sem Sjónvarpið verður áfram ríkisrekið eða einkavætt verður það að hafa frjálsræði til að gera og selja sínar dagskrár án op- inberra afskipta. Samkeppnin á að sjá um að frjálsræðið verði ekki misnotað. Notendur eiga sjálfir að ákveða hvort þeir vilja greiða fyr- ir dagskrámar eða ekki. Lög- þvinguð áskrift er orðin úrelt. önundur Ásgeirsson „Þaö er rökvitia aö ætlast til þess aö alþingismenn sætti sig viö aö vera ábyrgöarmenn aö taprekstri sjónvarpsins til frambúöar. Tapinu er aöeins fíeygt í þá eins og þeir séu eins konar ruslakista og þeir hafa enga möguleika á aö sann- reyna tapiö.u Kjallarínn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Með og á móti Er rétt hjá Finni að hætta? Eins og DV sagði fyrst fjölmiðla frá í gær tekur Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, við embætti seðlabanka- stjóra um áramót. Tíöindin komu mjög á óvart en leysa ráðherravandamál Fram- sóknarflokksins. Ýmsar skoðanir eru þó á ágæti þessarar ákvöröunar Finns. Ólafur M. Magnús- son, talsmaður um- hverfls- og náttúru- slnna Innan Fram- sóknarflokksins. Pólitískt nef „Ég held það sé hárrétt ákvörðun hjá honum og þetta lýsir því bara hve sterkt pólitískt nef hann Finn ur hefur. Honum er betur borgið í Seðlabankanum og hans framtíð er trygg þar. Hann sér ým- islegt í spilunum sem við sjáum ekki. Hann hlýt- ur að hafa ein- hver teikn um að sjá ekki fram á formannskjör í næstu kosning- um. Ég held það hefði orðið erfitt fyrir Finn að vera áfram í forystu- sveit flokksins. Finnur hefur verið einn af sterk ustu leiðtogum Framsóknarflokks- ins og það er ljóst að flokkurinn þarf að söðla um áherslur eftir brottför hans. Ákvörðunin mun að öllum líkindum boða breytingar og áherslur hjá flokknum. Jafhframt set ég stórt spurningarmerki hvort verður af virkjunaríramkvæmdum á Austurlandi eftir brottfor hans. Það er ljóst með þessari ákvörðun að forystuveit Framsóknarflokks- ins gerir sér grein fyrir því að um- deildar ákvarðanir flokksins í um- hverfismálum hafa verið honum dýrkeyptar. Og ég vil taka það fram að ég tek ekki afstöðu til þess hvort það sé rétt að pólitíkusar fari í emb- ætti í Seðlabankanum. En út frá hagsmunum Finns sem pólitíkus er þetta hárrétt mat. Finnur var verðugur andstæð- ingur og það verður eftirsjá að hon- um úr íslenskri pólitík." Engum manni betur treystandi „Auðvitað er mikil eftirsjá að Finni Ingólfssyni úr pólitíkinni. Hann hefur verið aðalmaðurinn í Framsóknarflokknum, ég hef alla vega ekki orðið var við að menn nenni mikið að tala við Halldór Ásgrimsson sem virkar æ meir eins og álfur út úr hól á sífelld- um utanlands- ferðum sínum. Menn hafa hins vegar metið álit Finns mikils. Finnur ætlaði auðvitað að verða formaður Framsóknarflokksins og það er sárt að sjá hann ekki seilast alla leið til þeirra metorða. Engum manni hefði verið betur treystandi til að gera út af við flokkinn. Ég sé varla að neinn fylii upp í skarðið sem hann skilur eftir. Hver á nú að vera leiðtoginn í Reykjavík? Ólafur örn Haraldsson? Og krónprinsinn I flokknum? Mér dettur bara enginn í hug. Og hver dettur ofan í sæti óvinsælasta stjórnmálamanns íslands, sem Finnur hefur verið fastur í? Ég held bara að virkjanasinnar ættu að efna til undirskriftasöfnunar til að fá hann til að sitja áfram. En ef Finnur fer, sem ég geri ráð fyrir, þá hefði verið miklu stór- mannlegra af Halldóri að setjast sjálfur í iðnaðarráðuneytið og taka slaginn þar en að láta þá góðu konu, Valgerði Sverrisdóttur, fá þennan svartapétur. Það er náttúr- lega aðdáunarvert hvað konur ná langt í Framsóknarflokknum en umhugsunarefni að þær skuli fá ömurlegustu ráðuneytin..." -hól

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.