Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Fréttir Olíuinnflutningshöfn byggö upp á Krossanesi: Olían fari burt af Oddeyrinni DV, Akureyri: Samningur um flutning á starf- semi Olíudreiflngar ehf. og Olíufé- lagsins hf. á Akureyri af Oddeyrar- tanga á Krossanes hefur verið und- irritaður. Þar með er stigið enn eitt skrefið í þeirri viðleitni að Oddeyr- artangi verði fyrst og fremst svæði fyrir matvælaiðnað en þar eru t.d. Utgerðarfélag Akureyringa og Sam- herji með landvinnslu sína. í samningnum sem gerður hefur verið við oliufyrirtækin felst m.a. að Akureyrarbær og Hafnarsamlag Norðurlands innleysa fasteignir, hús og lóðir fyrirtækjanna tveggja á Oddeyrartanga og önnur mannvirki sem ekki er hægt að flytja af staðn- um. Þá tekur Akureyrarbær þátt í kostnaði við flutning á þeim mann- virkjum Olíudreifingar ehf. sem nauðsynlegt og hagkvæmt er að flytja. Olíudreifing ehf. fær samkvæmt samningnum lóð á nýrri uppfyll- ingu á Krossanesi auk þess sem Ak- ureyrarbær mun útvega Olíufélag- inu lóð undir starfsemi sína sam- kvæmt nánara samkomulagi. Á Krossanesi mun Olíudreifing ehf. byggja upp innflutningshöfn sem mun afkasta að lágmarki 100 þús- und tonnum af fljótandi eldsneyti á ári. Með innflutningshöfn er átt við að um beinan innflutning erlendis frá verði að ræða, án umlestunar í öðrum höfnum. -gk Héraðsdómur Norðurlands eystra: Sýkna í hnífstungumáli DV, Akureyri: Þritugur Akureyringur hefur í Hér- aðsdðmi Norðurlands eystra verið sýknaður af ákæru um að hafa stung- ið mann á svipuðum aldri í bakið með hnifi með þeim afleiðingum að hann fékk 2 cm sár yfir hægra nýra. Atburðurinn átti sér stað seint á síðasta ári i húsi í Glæsibæjarhreppi. Lögreglan og sjúkralið var kallað þangað síðla nætur og voru þá 7 menn Kristján Kristjánsson, útger&armaöur og skipstjóri, viö Bervíkina. DV-mynd Pétur S. Jóhannesson Snæfellsbær: Gróska í útgerö í húsinu, allir ölvaðir en mismikið. í húsinu voru ummerki eftir átök, búr- hnífur með blóöblettum fannst í eld- húsvaski, blóðslettur voru víða, síma- snúra slitin og fleira skemmt. Inni á baðherbergi var maðurinn sem hlaut stungusáriö og tveir menn að stumra yfir honum. Sá með stungusárið var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sári hans sem reyndist ekki mjög djúpt, og tveir hinna mannanna fengu einnig aðhlynningu vegna áverka sem þeir voru með, greinilega eftir eggvopn. Við yfirheyrslur yfir mönnunum stangaðist framburður þeirra á að ýmsu leyti og hvað gerst hafði. Sá sem ákærður var um að hafa beitt hnífn- um bar ítrekað við minnisleysi en neitaði ekki að hafa beitt hnífnum. Fyrir dómi neitaði hann hins vegar öllum sakargiftum. Niðurstaða dóm- ara var að sýkna manninn af ákærunni. -gk i Tjörnin í Reykjavík laöar að sér unga sem aldna allt áriö um kring. Þegar frysta tekur er tilvalio a& skella sér á skauta e&a renna sér á sleöa en á myndinni er fa&ir a& ýta barninu sínu á sle&a sem vafalaust hefur notiö vin- sælda hjá nokkrum börnum i gegnum tí&ina. DV-mynd Pjetur DV, Ólafevík: Fyrir skömmu kom til Ólafsvíkur fiskiskipið Bervík SH 343. Það er í eigu samnemds hlutafélags og aoaleigandinn er Kristján Kristjánsson. Að sögn Krist- jáns er þessi bátur 125 lestir að stærð og smíðaður í Stálvík í Garðabæ árið 1971 og hét áður Skúmur. Kristján hefur í mörgu að snúast því hann rekur einnig saltfiskverkunina Snoppu ehf. og Slæg- ingarþjónustuna í Ólafsvík. Bervíkin fer á netaveiðar og byrjar strax að rða og verða 7 menn í áhöfh. Kristján verður sjálfur skipstjóri en stýrimaður verður Hermann Úlfarsson og vélstjóri Kristján Þorkelsson. Mikil gróska hefur verið í útgerðarmálum í Snæfellsbæ á þessu ári. Margir útgerðarmenn hafa verið að endurnýja skip sín, bæði smá og stór, og þetta er merki um að bjart sé fram und- an í þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. -PS KASK styður menninguna Úthlutun styrkja úr Menningar- sjóði KASK, Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga, fór fram um síðustu helgi og voru styrkveitingar 15. Hæstu styrki hlutu Kvennakór Hornafjarðar og Karlakórinn Jökull, 60 þúsund krón- ur hvor, en alls voru styrkirnir að upphæð 565 þúsund. Aðrir styrkþegar á Hornafirði voru, Handraðinn, Dansklúbburinn Taktur, Félag aldraðra, Tónskólinn, Verkalýðsfélagið Jökull, Samkór Hornafjarðar, Félag fuglaáhuga- manna, Leikfélag Hornafjarðar, Haukur M. Hrafnsson.Vigfús Dan Sig- urðsson, kór eldri borgara.Unglinga- hljómsveitin og Guðjón Sigvaldason. Pálmi Guðmundsson kaupfélags- stjóri tilkynnti að Kaupfélagið myndi styrkja Vigfús Dan íþróttamann á Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004. Einnig afhenti hann Þrykkjunni, fe- lagsmiðstöð unga fólksins, leikja- tölvu. Pálmi gat þess að menningar- sjóðurinn hefði verið stomaður árið 1971 og þá upp úr öðrum sjóði sem hét Minningarsjóður um látna félags- menn. Frá stofnun sjóðsins hefur út- hlutun fallið niður tvö ár en alls hef- ur verið úthlutað úr sjóðnum rúmlega 22 milljónum króna, miðað við núver- andi verðgildi. Hæstu styrkþegar frá upphafi eru Leikfélag Hornafjarðar og. Skógræktarfélag Austur-Skaftafells- sýslu. -JI 0 STYRKTARFELAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík Utdráttur 24. desember 1999 Vinningar: Subaru Impreza, stallbakur, turbo. Verðmæti kr 2.865.000. Miðarnr. 136866 166901 Nissan Terrano II Wagon 2,7 turbo dísil. Verðmæti kr. 2.719.000. Miðar nr. 2572 154924 Nissan Primera GX 1,6i. Verðmæti kr. 1.630.000. Miðarnr.253 26038 43458 129826 146467 18719 30693 81630 139006 162575 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Háaleitisbraut 11-13, Reykjavík, sími 581 4999. Athugið að skrifstofan er lokuð til 3. janúar árið 2000. Nýr, glæsilegur bátur DV, Ólafevík: Fyrir nokkru kom nýr bátur til Ólafsvíkur. Það er snurvoðarbátur- inn Friðrik Bergmann SH 240 sem var smíðaður í Ósey í Hafnarfirði. Þetta er annar báturinn sem þaðan kemur til Ólafsvíkur á þessu ári frá þeim Óseyjarmönnun en hinn var Svanborg SH. Friðrik Bergmann SH er í eigu Friðriks Bergmanns ehf. en eigend- ur þess félags eru þau hjónin Er- lingur Helgason skipstjóri og Hólm- fríður Guðmundsdóttir. Báturinn er 64 lestir, 19,4 m á lengd og 5 m breið- ur. Hann er vel búinn tækjum til dragnótaveiða og er allur hinn glæsilegasti á að líta. Erlingur skipstjóri sagðist vera mjög ánægður með þetta nýja skip þeirra hjóna. Vel var tekið á móti bátnum er hann kom til hafnar og bárust hjónunum margir blómvend- Eigendur Friöriks Bergmanns SH 240, þau Hólmfríöur Guömundsdóttir og Erlingur Helgason, í brúnni. DV-mynd Pétur S. Jóhannesson ir og heillaóskir. Erlingur sagði að veiðar hæfust fljótlega en 5 manns verða í áhöfn hins nýja skips. -PSJ f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.