Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 29 Sport ENGiAND Úrslit í A-deiid Arsenal-Leeds .............2-0 1-0 Ljungberg (32.), 2-0 Henry (58.) Bradford-Everton ..........0-0 Leicester-Newcastle........1-2 0-1 Ferguson (21.), 0-2 Shearer (53.), 1-2 Zagorakis (83.) Liverpool-Wimbledon .......3-1 1-0 Owen (58.), 1-1 Gayle (64.), 2-1 Berger (68.), 3-1 Fowler (80.) Sunderland-Man. United .... 2-2 1-0 McCann (2.), 2-0 Quinn (13.), 2-1 Keane (27.), 2-2 Butt (87.) Watford-Southampton.......3-2 1-0 Perpetuini (17.), 2-0 Gravelaine (31.). 2-1 Boa Morte (61.), 2-2 Davies (63.), Gravelaine (65.) West Ham-Derby.............1-1 0-1 Sturridge (4.), 1-1 Di Canio (21.) Staðan í A-deiid Leeds 20 14 2 4 34-22 44 Manch. Utd 19 13 4 2 50-25 43 Arsenal 20 12 3 5 36-20 39 Sunderland 20 11 5 4 35-24 38 Liverpool 20 11 4 5 31-17 37 Tottenham 18 9 3 6 30-22 30 Leicester 20 9 2 9 28-28 29 Everton 20 7 7 6 33-28 28 Chelsea 17 8 3 6 23-18 27 West Ham 19 7 6 6 22-21 27 Middlesbro 19 8 3 8 23-26 27 Aston Villa 19 7 4 8 18-20 25 Coventry 19 6 6 7 26-22 24 Newcastle 20 6 5 9 32-35 23 Wimbledon 20 4 10 6 31-35 22 Southampt. 19 4 5 10 23-32 17 Bradford 19 4 5 10 15-29 17 Derby 20 4 4 12 17-32 16 Watford 20 4 2 14 17-42 14 Sheff. Wed. 18 2 3 13 16-42 9 Næstu leikir: í kvöld: Aston Villa-Tottenham Chelsea-Sheff. Wednesday Middlesbrough-Coventry 3. janúar: Derby-Watford Everton-Leicester Leeds-Aston Villa Newcastle-West Ham Sheff. Wednesday-Arsenal Southampton-Bradford Tottenham-Liverpool Wimbledon-Sunderland Úrslit í B-deild Barnsley-Port Vale ..........3-1 Bolton-WBA ..................1-1 Crystal Palace-Walsall.......3-2 Huddersfield-Charlton........1-2 Ipswich-Stockport............1-0 Man City-Grimsby.............2-1 Nott. Forest-Birmingham......1-0 Portsmouth-Blackbum .........1-2 QPR-Crewe ...................1-0 ShefField Utd-Fulham.........2-0 Tranmere-Swindon ............3-1 Wolves-Norwich ..............1-0 Staðan í B-deild Man. City 25 16 3 6 39-20 51 Huddersf. 25 14 5 6 44-26 47 Charlton 24 14 5 5 42-26 47 Ipswich 25 13 7 5 41-26 46 Barnsley 24 14 3 7 48-36 45 Stockport 25 11 7 7 31-33 40 QPR 25 9 9 7 34-30 36 Blackburn 24 9 9 6 31-24 36 Fulham 25 8 12 5 24-20 36 Tranmere 25 10 5 10 37-36 35 Wolves 24 9 8 7 28-24 35 Norwich 24 9 7 8 23-22 34 Birmingh. 24 8 8 8 33-28 32 Bolton 24 8 8 8 33-28 32 Sheff. Utd 25 8 6 11 31-39 30 Cr. Palace 25 7 8 10 34-40 29 Nott. For. 25 7 7 11 26-29 28 WBA 25 5 12 8 24-30 27 Crewe 25 7 6 12 24-32 27 Grimsby 25 7 5 13 25-43 26 Port Vale 24 5 8 11 27-34 23 Portsmouth 25 5 8 12 27-39 23 Walsall 25 4 7 14 2AA2 19 Swindon 25 3 9 13 18-41 18 Símon Ólafsson. Gunnar Þorvarðarson. Bjami Gunnar Sveinsson. adidqs Kristinn Jörundsson. Hansson. Jón Sigurðs- Kolbeinn Pálsson. Lið , .il(laffiírifir toi, aðoins i'ipa æfingu f\xu leikinn i kvftld og tvm þessi tnynd tekin við tækiferi. M Toppliðin í vanda - Leeds lá fyrir Arsenal og Manchester United marði jafntefli Toppliðin i ensku A-deildinni töpuðu bæði stigum í gær og því hefur spennan á toppi deildarinnar magnast. Leeds beið lægri hlut fyrir Arsenal en heldur engu að síöur efsta sætinu þar sem Manchester United tókst ekki að leggja Sunderland að velli. Meistaramir náðu öðru stiginu og geta vel við unað því eftir aðeins 13 mínútna leik voru þeir komnir tveimur mörkum undir. En með seiglu og þrautseigju tókst United að tryggja sér jafntefli. Roy Keane minnkaði muninn í fyrri hálfleik og Nicky Butt jaöiaði metin skömmu fyrir leikslok. „Það voru auðvitað vonbrigði að missa leikinn niður í jafntefli. Við vissum að leikurinn yrði mjög erfiður enda liö United feikisterkt og gefst aldrei upp eins og sannaðist í þessum leik. En þessi úrslit eru alla vega miklu betri en gegn Everton um síðustu helgi,“ sagði Niall Quinn, írinn stóri og stæðilegi hjá Sunderland, sem átti mjög góðan leik. Arsenal réð lögum og lofúm í viðureign sinni gegn Leeds á heimavelli sínum. Sví- inn Fredrik Ljungberg og Frakkinn Thierry Henry skoruðu mörkin sitt í hvorum hálf- leik en mörkin hefðu alveg eins getað orðið því sóknarþungi Arsenal-liðsins var oft mjög þungur. Liðið virkaði þreytt „Ég er auðvitað mjög vonsvikinn meö þessi úrslit og veit að mínir menn eru það líka. Engu að síður erarn við í bullandi bar- áttu um titilinn. Lið mitt virkaði þreytt enda kannski ekki nema von því þetta var 10. leikur okkar á 30 dögum. Lið Arsenal er mjög gott og það verður í baráttunni með okkur við Manchester United um titilinn," sagði David O'Leary, stjóri Leeds, eftir leik sinna manna á gamla heimavellinum en Le- ary lék 772 leiki í búningi Arsenal. Liverpool hefúr blandað sér af alvöru í slaginn um meistaratitilinn eftir gott gengi á undanfömum vikum. Michael Owen og Robbie Fowler voru báðir á skotskónum, Fowler nýtti tækifærið vel þegar honum var skipt inn á og innsiglaði sigur Liverpool eftir að Owen og Berger höföu skorað hin tvö. Mark Fowlers var hans 150. fyrir félag- ið Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vöminni hjá Wimbledon. Sjö heimasigrar hjá Liverpool í röð „Liðið var að spila mjög vel en það er erfitt að vinna lið eins og Wimbledon sem haföi ekki tapað útileik síðan í október. Við sýndum þolinmæði og karakterinn í liðinu er orðinn mjög sterkur. Það var gaman að sjá Fowler koma aftur til leiks eftir öll vandamálin sem hann hefur þurft að glíma við,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liver- pool, sem vann sinn sjöunda heimasigur í röð. Fjórða tap Leicester í röð Leicester tapaði fjórða deildarleik sínum í röð og sigur hratt niður töfluna. Annað er upp á teningnum hjá Newcastle. Liðið skríður upp stigatöfluna undir stjóm Bobbys Robsons og liðið hefúr mikið sjálfs- traust. Með tilkomu Duncans Fergusons i framlínuna er sóknardúettinn hjá Newcastle orðinn mjög sterkur og þeir Ferguson og Alan Shearer komu sínum mönnum í 0-2 en Grikkinn Theo Zagoragis lagaði stöðuna fýrir Leicester með fallegu marki beint úr aukaspymu af 25 metra færi. Amar Gunnlaugsson sat á vara- mannabekk Leicester alian tímann. Jóhann B. Guðmundsson fékk kærkomið sæti í byrjunarliði Watford sem vann lang- þráðan sigur í deildinni. Watford lagði Sout- hampton í frmm marka leik en liðið hafði fyrir leikinn í gær leikið 15 leiki í röð án sig- urs, síðast fögnuðu leikmenn Watford sigri á Chelsea þann 18. september. Jóhann stóð sig vel en var skipt út af á 84. mínútu. Leikmenn West Ham geta nagað sig í handarbökin iyrir að hafa ekki náð þremur stigum í viðureign sinni gegn Derby á heimavelli sínum. Eítir að Dean Sturridge haföi komið gestunum yfír eftir 4 mínútna leik tóku heimamennn leikinn í sínar hend- ur en tókst aðeins að skora eitt mark sem ítalinn Paolo de Canio skoraði. Harry Redknapp, stjóri West Ham, hrós- aði de Canio í hástert eftir leikinn. „Þegar ég keypti de Canio voru margir sem sögðust ekki skilja hvað ég væri að gera en i dag segja menn allt annað. Hann er snitlingur og markið sem hann skoraði í dag var guil af marki,“ sagði Redknapp. í B-deiIdinni varð jafiitefli í leik íslend- ingaliðanna Bolton og WBA. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Bolton og Lárus Orri allan tímann fyrir WBA. Bjamólfur Lárusson sat á bekknum í liði Walsall sem tapaði fyrir Crystal Palace en Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ekki í hópnum. Vonbrigði hjá Stoke Stoke gerði markalaust jafhtefli gegn Old- ham á heimavelli í C-deildinni. Einar Þór Daníelsson var í byrjunarliði Stoke en var skipt út af á 65. mínútu og Sigursteinn Gíslason lék tvær síðustu mínútumar. Gengi liðsins hefúr ekki verið eins gott og vonast var til og árangur þess á heimavelli veldur Guðjóni Þórðarsyni knatt- spymustjóra miklum áhyggjum. Þegar Guðjón tók viö var Stoke í 7. sætinu en hefur fatlið um eitt sæti og situr í því áttunda. ívar Ingimarsson var í liði Brentford sem sigraði Millwall á útivelli, 1-2, og Bjarki Gunnlaugsson sat á bekknum í liði Preston sem sigraði Bristol Rovers, 2-1. Wigan er efst í deildinni með 51 stig, Preston 49 og Bristol Rovers 47. Stoke er 18. sæti með 38 stig. -GH Svíinn Fredrik Ljungberg hjá Arsenal fagnar marki sínu gegn Leeds ásamt Úkraínumanninum Oleg Luzhny á Highbury í gær. Arsenal er í þriðja sætinu, fimm stigum á eftir toppliði Leeds og fjórum stigum á eftir Manchester United. Fer Arnar til Anderlecht? Belgíska A-deildar liðið Ander- lecht er með Amar Grétarsson, leik- mann AEK í Grikklandi, i sigtinu en hann er einn þeirra leikmanna sem forráðamenn Anderlecht eru að skoða sem líklegan eftirmann fyrir Enzo Scifo. Anderlecht og Standard hafa náö samkomulagi um að Scifo gangi í raðir Standard og leiki með þvi næstu tvö og hálft ár og segir Aime Anthuenis, þjálfari Anderlecht, vel komi til greina að fá Amar til félags- ins. Samningur Amars við AEK rennur út 1 vor og eins og DV hefur greint frá hafa félög á Ítalíu og Frakklandi spurst fyrir um hann. -KB Bland í poka Austurriska skíöakonan Anita Wachter sigraði í stórsvigi í heims- bikarkeppninni á skíöum i Liens í Austurríki í gær. Alison Forsyth frá Kanada varö önnur og Birgit Heeb frá Liechtenstein varö í þriöja sæti. í heildarstigakeppninni er Renate Götschl frá Austurríki meö forystu en hún hefur hlotiö 491 stig, Isold Kostner, Ítalíu, er önnur meö 481 stig og Michaela Dormeister, Austur- rlki, er í þriöja sætinu meö 469 stig. Neil Ruddock, vamarmaður West Ham, veröur frá keppni í sex vikur vegna meiðsla sem hann hlaut á augu í leiknum gegn Wimbledon á annan dag jóla. íþróttafréttamenn í Svíþjóð hafa út- nefnt skíðagarpinn Ingimar Sten- mark sem besta íþróttamenn aldar- innar í Svíþjóð. Stenmark er sigur- sælasti skíöamaöurinn í heimsbik- amum en á ferli sinum vann hann 86 sigra í heimsbikarkeppninni. Stenmark hlaut samtals 88 stig í kjörinu en fast á hæla honum varö tenniskappinn Björn Borg meö 82 stig. f þriöja sætinu varð skíðamaður- inn Sixsten Jernberg með 74 stig. Skíðakonan Pernilla Wiberg varö efst kvenna á listanum en hún hafn- aði í sjötta sæti í kjörinu. Patrick Kluivert, leikmaður Barcelona, gæti átt yfir höföi sér allt að 11 leikja bann. Til er á mynd- bandsspólu þegar hann slær til leik- manns Rayo Vallecano í viðureign liöanna á dögunum. Knattspymu- sambandið er með atvikið til skoðun- ar. Fyrr í vetur fékk markvörður Real Mallorca 10 leikja bann fyrir samslags brot. -GH/JKS Þorbjörn sá fyrsti yfir: 60% - fimm ár í röð Með því að stjórna íslenska handboltalandsliðinu til 62,5% árangurs í ár varð Þorbjörn Jensson fyrsti landsliðsþjálfari íslands frá upphafi til að ná yfir 60% árangri fimm ár í röð. Þorbjörn hefur þjálfað landsliðið síðan 1995 og á þeim tíma hefur liðið náð 68,4% árangri. Alls hafa 57 af 87 landsleikjum unnist og aðeins 25 tapast. Enginn annar landsliðsþjálfari státar af jafngóðum árangri en í öðru sæti er Þorbergur Aðalsteinsson með 59,1% og Bogdan Kowalyczyk er þriðji með 53,1% árangur. Fyrir tíma Þorbjöms höfðu aðeins átta landsliðsþjáifarar náð yfir 60% árangri á einu ári en Þorbjöm á þó enn eitt ár eftir í met fyrirrennara síns, Þorbergs Aðalsteinssonar, sem náði yfir 50% árangri með landsliðið sex ár í röð (1990-1995). Bestum árangri á einu ári náði Karl G. Benediktsson 1964 eða 85,7% en fimm ár Þorbjöms eru öll á topp tíu listanum sem lítur svona út. 1. Karl G. Benediktsson, 1964 . 85,7% 2. Hilmar Björnsson, 1983 . 84,4% 3. Þorbjöm Jensson, 1995 .. 81,8% 4. Þorbjöm Jensson, 1996 .. 75,0% 5. Þorbjörn Jensson, 1998 . 68,8% 6. Þorbergur Aðalsteinsson, 1994 . . . 65,0% 7. Janus Czerwinsky, 1977..63,6% 7. Jóhann Ingi Gunnarsson, 1978 . . 63,8% 9. Þorbjörn Jensson, 1997 . 63,5% 10. Þorbjöm Jensson, 1999 . 62,5% Þess má geta aö Bogdan Kowalyczyk náöi aldrei 60% árangri á einu ári en besta ár hans meö landsliðið var 1987 þegar liöiö náði 58,5% árangri sem skipar 15. sætið á fyrrnefndum lista. -ÓÓJ Bland * i P olca í upptalningu í DV í gær á þeim íþróttamönnum sem fengu atkvæöi í kjöri íþróttamanns ársins vantaði nafn Kristjáns Helgasonar snókerspilara. Kristján hafnaði í 21. sæti í kjörinu og hlaut 6 stig. Marel Baldvinsson, sóknarmaður Blika í knattspymu, gekkst í gær undir aögerð vegna meiösla sem hrjáð hafa hann frá síðasta sumri. Blikar reikna með Marel á fullri ferð meö vorinu. Skíðagöngugarpurinn Björn Dœhlie er besti íþróttamaður Norðmanna á öldinni samkvæmt skoðakönnum sem norska fréttastofan NTB hefur gert. Dæhlie hafði betur í kjörinu gegn skautahlauparanum Johan Olavi Koss. Dæhlie fékk 44 prósent atkvæöanna en Koss fékk 13 prósent. Magdeburg sigraði Willstatt, 23-26, á útivelli í þýska handboltanum í gær- kvöld. í hálfleik haföi Willstatt for- ystu, 14-13. Gústaf Bjarnason skor- aði fimm mörk fyrir Willstatt og Magnús Sigurösson þrjú mörk. Ólafur Stefánsson geröi fjögur mörk fyrir Magdeburg sem er í fimmta sæt- inu með 25 stig. Willstatt er i næst- neðsta sæti meö fjögur stig. -GH/JKS Lid aldarinnar - í körfubolta mætir úrvaldarliöi Hamars í Hveragerði í kvöld í kvöld klukkan 20 verður háður at- hyglisverður körfuboltaleikur í Hvera- gerði. Þá eigast við úrvalsdeildarlið Hamars og landslið aldarinnar. Það eru LAUF, Landssamband áhugafólks um flogaveiki, og bæjarstjórn Hvera- gerðis sem annast í sameiningu fram- kvæmd þessa leiks. Allar ágóði af leiknum rennur til styrktcU' floga- veikum. Lið aldarinnar tók aðeins eina æf- ingu fyrir leikinn en það er prýtt mörgum af skærustu störnum körfu- boltans hér á árum áður. Kolbeinn Pálsson, fyrrum landsliðs- maður úr KR og stjómarmaður í Lauf- inu, var annar þeirra sem kom að vali liöi aldarinnar. „Ég gat ekki annað séð á æfingunni fyrr í vikunni en að margir hverjir væru í ágætu formi og hefðu greini- lega engu gleymt. Við ætlum ekki aö gefast upp fyrr en í fulla hnefana en fyrst og fremst ætlum við að hafa gam- an af þessu,“ sagði Kolbeinn við DV í gærkvöld. Lið aldarinnar er skipað eftirtöld- um leikmönnum: Einar Bollason, Torfi Magnússon, Jón Sigurðsson, Kolbeinn Pálsson, Gísli Páll Pálsson, Jón Kr. Gíslason, Pálmar Sigurðsson, Símon Ólafsson, Gunnar Þorvarðar- son, Kristinn Jörundsson, Bjami G. Sveinsson, Páll Kolbeinsson, Hjörtur Hansson og Ólafur Rafnsson. Þorsteinn Hallgrímsson gaf ekki kost á sér vegna meiðsla í öxl og Guö- mundur Þorsteinsson er veikur. Pétur Guðmundsson komst ekki frá Banda- ríkjunum. Liöstjóri er Gunnar Gunn- arsson. Dómarar leiksins veröa Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson. -JKS NBA-DEILDIN Urslit í NBA í nótt: Miami-Minnesota ..........89-78 Mouming 30, Thorpe 12 - Garnett 16, Brandon 14. NJ Nets-NY Knicks.........89-83 Gill 23, Kittles 21 - Wallace 20, Houston 19. Sacramento-Boston.......114-101 Webber 23, Stojakovic 19 - Walker 23, Anderson 17. Houston-Toronto..........99-100 Mobley 21, Rogers 19 - Carter 35, Williams 17. Denver-LA Clippers......128-105 McDyess 22, LaFrentz 20 - Taylor 30, Nesby 16. Portland-Seattle .........94-89 Wallace 24, Pippen 19 - Payton 24, Vin Baker 16. Sport Sérsambönd ÍSÍ: íþróttamenn ársins 1999 Samfara kjöri iþróttamanns árs- ins í fyrradag voru íþróttamenn ársins hjá einstökum sérsambönd- um innan íþrótta- og ólympíusam- bands útnefndir. Eftirtaldir íþróttamenn urðu fyrir valinu í einstökum greinum: Badminton: Brynja Pétursdóttir, TBR, og Tómas Viborg, Víkingi. Blak: Ingibjörg Gunnarsdóttir, ÍS, og Áki Thoroddsen, Gentöfte í Danmörku. Borðtennis: Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi, og Guðmundur E. Stephensen, Víkingi. Dans: Ragnheiður Eiríksdóttir og Hilmir Jensson úr Dansíþróttafélaginu Gull- toppi. Fimleikar: Elva Rut Jónsdóttir, Fimleikafélaginu Björk, og Halldór Birgir Jóhannsson, Fimleikadeild Ármanns. Frjálsar iþróttir: Vala Flosadóttir, ÍR, og Jón Amar Magnússon, Umf. Tindastóli. Glima: Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, og Ingi- bergur J. Sigurðsson, Umf. Víkverja Golf: Ólöf María Jónsdóttir, Golfklúbbnum Keili, og Öm Ævar Hjartarson, Golf- klúbbi Suðumesja. Handknattleikur: Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni, og Bjarki Sigurðsson, Umf. Aftureldingu. íþróttir fatlaöra: Kristín Rós Hákonardóttir, iFR, og Geir Sverrisson, Breiðabliki. Jádó: Berglind Andrésdóttir, KA, og Vern- harð Þorleifsson, KA. Karate: Edda Lúvísa Blöndal, Þórshamri, og Ingólfur Snorrason, UMFS. Keila: Sólveig Guðmundsdóttir, KFR, og Freyr Bragason, KFR. Knattspyrna: Guðlaug Jónsdóttir, KR, og Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlin. Körfuknattleikur: Guöbjörg Norðfjörð, KR, og Herbert Amarson, Donar, Hollandi. Hestaiþróttir: 01 il Amble, Hestamannafélaginu Sleipni, og Sigurbjöm Bárðarson, Hestamannafélaginu Fáki. Lyftingar: Sólmundur Örn Helgason, Ármanni. Róöur: Ármann Kojic Jónsson, Brokey. Siglingar: Guðrún Haraldsdóttir, Ými, og Baldvin Björgvinsson, Ými. Skautaiþróttir: Sigurlaug Árnadóttir, SR, og Jónas Breki Magnússon, Birninum. SkiöU Sigríður Þorláksdóttir, Skíðafélagi fsa- fjaröar, og Kristinn Björnsson, Leiftri. Skotiþróttir: Kristína Sigurðardóttir, íþróttafélaginu Leiftri, og Alfreð Karl Alfreðsson, Skot- félagi Reykjavíkur. Skvass: Hrafnhildur Hreinsdóttir, Skvassfélagi Reykjavíkur, og Kim Magnús Nielsen, Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Skylmingar: Sigrún Ema Geirsdóttir, FH, og Amar Sigurðsson, Skylmingafélagi Reykjavik- ur. Sund: Lára Hrund Bjargardóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar, og Öm Amarson, Sund- félagi Hafnaríjarðar. Tae Kuiondoo: Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, Ármanni, og Öm Sigurbergsson, Umf. Fjölni. Tennis: íris Staub, Texmisfélagi Kópavogs, og Amar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópa- vogs. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.