Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Qupperneq 22
30 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Fréttir Aldraðir Strandamenn stofna félagsskap: Kraftmikil kyn- slóð vinnur af miklum þrótti dv Hóimavik- öðrum félögum af þessu tagi, að —----'----------- gæta réttinda félagsmanna og fá „Markmiðið er það sama og hjá bætta þjónustu þeim til handa og Sigríöur Björnsdóttir, söngkona á níræöisaldri, skemmti gestum með fág- uöum söng, en undirleikari var Elzbieta Kowalczyk. Til hægri á myndinni er Engilbert Ingvarsson, formaöur Félags aldraöra á Ströndum. Frá skemmtifundi eldri borgara á Ströndum. Helgi Hjálmsson, varaformaöur Landssambands eldri borgara, er lengst til vinstri á myndinni. DV-myndir Guðfinnur. verða aðili að Landssambandi eldri borgara,“ segir Engilbert Ingvars- son, nýkjörinn formaður Félags eldri borgara í Strandasýslu, en stofnfundur félagsins var haldinn 28. október síðastliðinn. I félagið hafa nú þegar gengið 81 og fer félagið því af stað með mikl- um þrótti enda er líklega kraft- mesta kynslóð sem þetta land hefur fóstrað innan vébanda félaga eldri borgara þessa lands, kynslóð sem hefur upplifað og tekið virkan þátt í uppbygingu sem vart á sér hlið- stæðu þótt skyggnst sé víða um lönd. Samstöðu sina sýndi þessi kraft- mikli hópur með því að fjölmenna til fyrsta fagnaðarins sem félagið stendur fyrir og samanstóð af fjöl- breyttum söng, bæði einsöng, tví- söng og kórsöng, upplesturs í bundnu máli, auk dansins, en sam- koman hófst með fundi þar sem mættur var Helgi Hjálmsson, vara- formaður Landssambands eldri borgara. Þegar hefur verið ákveðin hópferð til Vestmannaeyja í júní næsta sumar og farið að bollaleggja aðra öllu lengri ferö árið 2001. Unn- ið verður að einu og öðru milli þessara ferða og það ekki síðar en á næstu mánuðum. í stjóm auk Engilberts eru Jóna Þórðardóttir og Sverrir Guðbrandsson. -Guðfinnur Sementið rauk út fram að kuldakasti DV, Akranesi: Semenstssala hjá Sementsverk- smiðjunni hf. í nóvember var 11.063 tonn eða um 5,4 % yfir áætlun. Gríð- arleg sala var allt fram til 20. nóv- ember en þá hófst kuldakafli sem stóð út mánuðinn og salan datt verulega niður. Heildarsalan á árinu er orðin 124.260 tonn eða um 2,4 % yfir gild- andi söluáætlun en hún gerir ráð fyrir að árssalan verði 128.800 tonn. -DVÓ Kristín Halla Birgisdóttir, Úlfhildur Ösp Indriöadóttir og Anna S. Þorvaldsdóttir skipa fiölusveitina Akva. Þær léku fyr- ir viöskiptavini Hagkaups í Smáranum á dögunum. DV-mynd Sveinn Klókar stúlkur í jólaösinni: Gera út á fiðlurnar „Verslunareigendur hafa tekið okkur mjög vel og ráðið okkur í vinnu. Við höfum haft mikið að gera og áheyrendur hafa tekið þessu framtaki okkar mjög vel. Við þurf- um því ekki að kvarta," segja þær Kristín Halla Birgisdóttir, Úlfhildur Ösp Indriðadóttir og Anna S. Þor- valdsdóttir sem skipa fiðlusveitina Akva. Þær stöllur gerðu samning við stórmarkaði um að gleðja viðskipta- vini á aðventunni með ómþýðum fiöluleik. „Það má segja að við ger- um út á fiðlumar okkar. Þetta er skemmtilegt og ekki er verra að viö fáum borgað fyrir,“ segja þær. -rt Bændur við prófborð DV, Vesturlandi: Þann 6. desember hófust próf við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og stóð prófatömin til 17. desember. Við skólann stunda nám, auk nemenda á staðnum, um 19 fjamámsnemendur. Á þess- ari önn hafa átta fög verið kennd í fjarnámi og eru það að stórum hluta starfandi bændur sem læra með þessum hætti. Nemamir koma víða að af landinu og því er ekki gerð krafa um að þeir mæti í Landbúnaðarháskólann til að taka próf heldur er þeim gert kleift að taka prófin í heimahér- aði, t.d. í næsta bama- eða fram- haldsskóla. Próftökustaðimir eru að þéssu sinni níu, viðs vegar um landið. -DVÓ Brunavarnir sjúkrahússins á Akranesi í lamasessi: Ráðherra beðinn að hjálpa spítala í heimabyggð DV, Akranesi: Eins og DV hefur greint frá hef- ur slökkviliðsstjórinn á Akranesi krafist þess að brunavarnir á Sjúkrahúsinu á Akranesi verði komnar i lag, ems og lög og reglu- gerðir gera ráð fyrir, strax á árinu 2000. Á síðasta fundi stjórnar sjúkra- hússins greindi Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri SHA, frá því að óskað hefði verið eftir fjárveitingu vegna framkvæmda við að koma brunavömum stofnunarinnar í lag. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 16 milljónir króna. Kannski það verði síðasta verk Ingibjargar Pálmadóttur fyrir áramót að veita sjúkrahúsinu í heimabyggð ráð- herrans fjárframlag til brunavama. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.