Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Qupperneq 26
'*■ 34 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Fréttir i>v 33 útskrifuöust frá Fjölbrautaskóla Suöurlands - námsárangur í slakara lagi: DV, Árborg: 33 nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 18. desember síðastliðinn. Af þeim 33 sem útskrifuðust voru 24 stúdent- ar. Sjö nemendur brautskráðust af tveim brautum skólans og einn af þrem. Bestum heUdarárangri brautskráðra nemenda náði Hel- ena Herborg Guðmundsdóttir, stúdent af hagfræðibraut. í máli örlygs Karlssonar aðstoð- arskólameistara kom fram að aldrei hafa fleiri nemendur skráð sig tU náms i FSU en á nýliðinni haustönn, eða 752 alls. 82,6% ♦ þeirra eininga sem lagðar voru undir á haustönn stóðust. Af þeim 752 nemendum sem hófu nám í haust hættu 37 nemendur námi á önninni og 17 nemendur féUu á önn. Örlygur sagði að segja mætti að námsárangur væri heldur í slakara lagi þessa önnina. 1 öldungadeUd FSU innrituðust 54 nemendur, svipaður fjöldi og á haustönn 1998. Talsvert brottfall er í öldungadeUdinni, þó misjafnt eftir áföngum og önnum. an og utan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands. Að lokum flutti Örlyg- ur aðstoðarskólameistari svo þetta tU útskriftamema eftir hirðskáld skólans: í dag ertu dálitið sleginn og dálítið undrandi’ en feginn. Ótrauður skal hver axla sinn mal og feta svo framtíðarveginn. -NH Líklega ekki kennsla í öld- ungadeild á vorönn í máli Örlygs kom fram að við- miðunarreglum hefði verið breytt og fjárveitingar tU öldungadeUda skomar niður. Stefndi nú í að ekki yrði boðið upp á kennslu í öldunga- deUd á næstu önn. Örlygur sagði að öldungadeUd hefði verið við skól- ann frá upphafi 1981, eða í 18 ár, og starfið oft verið blómlegt; yfir 200 nemendur í deUdinni þegar mest var. „Það er þvi erfið ákvörðun aö leggja deildina af,“ sagði Örlygur í ræðu sinni. Auk öldungadeUdar skráðu 19 nemendur sig í meistara- skóla, byggingagreinar. Námsárang- ur þeirra var góður og kennslu verður haldið áfram í bygginga- greinum á næstu önn. Á Litla- Hrauni voru 25 nemendur innritað- ir en þeim fækkaði heldur er leið á önnina og aöeins 7 þreyttu próf. Ör- lygur sagði að eftir fréttum úr fjöl- miðlum að dæma stæðu vonir tU að nemendum á Lifla-Hrauni fjölgaði á næstunni, eftir nokkra fækkun að undanfórnu. 4 nemendur stunduðu nám á Sogni. Þar hefur Hörður Ás- geirsson sérkennari kennt undan- farnar annir. Það er því margþætt og blómlegt starf sem fram fer inn- Útskriftarhópurinn frá Fjölbrautaskóla Suöurlands ásamt forsvarsmönnum skólans. Metaðsókn í öldunga- deild en framhaldið óljóst Milljónadráttur! 12. flokkur 1999 1 Kr. 24.450.000 (tromp) Heiti potturinn 21340B (tromp) Kr. 4.890.000 (einfaldur) 9226E 29762G 50015F 50015H Hringdu nuna 1800 6611 ogfáðu þér mlða fyrír árið 2000, eðakomdu á heimasíðuna okkar www.hhi.is 2365H 2713B 15471F 16849E 17474B 23575H 25069E 29997E 42133H 58963F Alla" lölur eru birtar meö fyrirvara um prentvillur. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Akureyringar fá aldamótadagbók DV, Akureyri: Sérstakri „aldamótadagbók fjöl- skyldunnar" verður dreift inn á hvert heimili á Akm-eyri áður en árið 2000 gengur í garð. Dagbókin er frumkvæði Höllu Báru Gestsdóttur, Gunnars Sverrissonar og Gests Einars Jónsson- ar sem standa að útgáfunni sem er með allnýstárlegum hætti. „Þetta er bók um Akureyringa, með myndum af Akureyringum, fyrir Ak- ureyringa," segir Gestur Einar. Hann segir bókina þannig upp byggða að 12 fyrirtæki í bænum hafi eins konar yf- irráð í bókinni yfir einum mánuði hvert. í upphafi hvers mánaðar komi kynning á viðkomandi fyrirtæki en síðan hafi fyrirtækin ráðið því hvaða Akureyringar prýði mynd hvers dags allan þann mánuð. Ýmist sé um að ræða myndir af starfsmönnum fyrir- tækisins, myndir af bömum þeirra eða af einhverjum öðrum. í öllum tilfellum sé um að ræða myndir af Akureyring- um. -gk Ólafsvíkurprestakall: Nýr prestur á nýju árþúsundi Nýr sóknarprestur var ráðinn til Ólafsvíkurprestakalls í síðustu viku i stað séra Friðriks J. Hjartar sem þjónað hafði prestakallinu sl. 12 ár. Sá sem kosinn var er Óskar H. Ósk- arsson cand. theol. Sérstök valnefnd réð valinu en i henni eiga sæti 5 manns úr sóknarnefnd Ólafsvíkur- prestakalls auk vígslubiskups, séra Sigurðar Sigurðarsonar í Skálholti, og Ingibergs J. Hannessonar þró- fasts. Að sögn Baldvins Leifs Ivarsson- ar sóknamefndarformanns var Ósk- ar valinn úr hópi þriggja umsækj- enda. Brauðið er veitt á nýju árþús- undi, eða frá 1. janúar næstkom- andi. -PSJ Þaö er hart f ári hjá smáfuglunum um þessar mundir. Þessi kom sér fyrir viö glugga hjá DV og uppskar brauðmola að launum handa sér og félögum sfn- um. DV-mynd Gólfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.