Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 % 35 Sviðsljós Jerry Hall í viðtali við tímaritið Tatler: Elska Jagger enn en ekki ástfangin Jerry Hall kann svo sannarlega vel að meta nýfengið frelsi frá kvennaflagaranum og eiginmannin- um Mick Jagger erkirokkara. Engu að síður elskar hún karlinn enn. „Við elskum hvort annað ennþá, en við erum ekki ástfangin," segir Jerry í viðtali við breska glansritið Tatler. Óhætt er að segja að Mick hafi aldrei verið jafnáhugasamur um velferð Jerry og einmitt nú, þegar hann þarf að dvelja fjarri hlýju hjónasængurinnar. Kappinn hring- ir í hana á hverjum einasta degi, stundum ijórum sinnum á dag, og eys yfir hana gjöfum og blómum. En Jerry ætlar ekki að gefa sig. „Já, hann er farinn að átta sig á því sem hann er búinn að glata en Jerry Hall er bara ánægö meö skiln- aöinn við Mick Jagger. nú er það um seinan." Jerry og Mick voru búin að vera saman í 22 ár og eignast nokkur böm þegar hún setti honum stólinn fyrir dymar. Komið sem fyllti mæl- inn var ástarævintýri Micks og brasilískrar fyrirsætu sem bar ávöxt í sumarbyrjun. Þá var Jerry allri lokið. Hún skipaði honum að hypja sig. í viðtalini í Tatler segist Jerry aldrei fyrr hafa verið karlmanns- laus en hún plumi sig bara takk bærilega engu að síður. „Ætli þetta hafi ekki verið full- kominn skilnaður þar sem við Mick erum enn góðir vinir og ég er mjög ánægð með endanlega niðurstöðu. Mick hefur verið afskaplega rausn- arlegur í minn garð,“ segir Jerry. Dóttir Emmu fær jarðarnafn Breska leikkonan Emma Thompson og kærastinn hennar, Greg Wise, hafa látið skíra tveggja vikna gamla dóttur sína Gaiu Romilly. Þau höfðu leitað lengi áður en þau duttu niður á hið rétta. Og að sögn talsmanns leikkonunnar eru foreldramir afskaplega ánægðir með nafna- valið, að sjálfsögðu. Gaia var móðir jarðarinnar í grískri goðafræði. Courtney brást ekki traustinu Rokkvillingurinn og leikkon- an Courtney Love brást kvik- myndaleikstjóranum Milosi Forman ekki þegar hún lék í myndinni hans um klámkónginn Larry Flynt. Kvikmyndafélagið vildi ekki sjá Courtney vegna fikniefnanotkunar hennar en Milos lagði mikla áherslu á að fá hana í myndina. Leikstjórinn fékk stúlkuna því til að lofa sér að hætta dópáti. Sem hún og gerði. Og núna hefur hún leikið í annarrí mynd hjá Forman. Hætt er viö að stingur hafi komiö í margt ungmeyjarhjartaö þegar þau tíöindi spuröust út á aðfangadag aö brasilíski knattspyrnusnillingurinn Ronaldo heföi gengiö aö eiga kærustuna sína, hina Ijóshæröu Milene Domingues. Milene gengur meö barn þeirra undir belti og á von á sér fljótlega. Þegar íslenski osturinn er kominn á ostabakkann, þegar hann kórónar matargerðina - bræddur eða djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn - ftA e-v kátíá! JÍZfat* Himneskur í salatið, r-s . . semmeðlæti yÉala- fóúfs SgfltaA eðasnari Á ostabakkann og með -VQ kexi og ávöxtum. Æt ótww-)s£)tmoiv Ómissandi þegar vanda á til veislunnar. ^&amemAesUi ^6$ Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. Á kexið, brauðit í sósur og ídýfur. ^Xáúíwi/ tia&tali Með ferskum ávöxtum eða einn og sér. Góð ein sér og sem | fylling í kjöt- og flskrétti,^ Bragðast mjög 1 Sígildur veisluostur, Pjbiv fer vel á ostabakka. 7 Alltaf góðurnicð brauði og kexi. ‘ITlascmpone/ Góður einn og sér og * tilvalinn í matargerðina. Á fesiáii Bestur með ávöxtum, brauði ogkexi. céjiáðaostwt/ Tilvalinn til matargerðar í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti. Góður einn og sér. ^Aittlauhs&úe; Kærkominn á ostabakkann, með kexi, brauði og ávöxtum. ISLENSKIR OSTAl^ *> Hlexíftóostm Kryddar hverja veislu. 15% staögreiöslu- og greiöslukortaafsláttur oW mií/i hýnýjjQ og stighœkkandi Smaauglysingar birtingarafsláttur iS 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.