Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 34
42 MIDVKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Afmæli Ólafur Skúlason Herra Ólafur Skúlason biskup, Kirkjusandi 5, Reykjavík, er sjötug- ur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og ólst upp í foreldrahúsum, lengst af í Keflavík. Hann lauk stúdentspófi frá Vt 1952, embættisprófi í guðfræöi frá HÍ 1955, stundaöi framhaldsnám og sótti ýmis námskeið við bandariska háskóla fyrir starfandi sóknar- presta á starfsárum sínum þar vestra en auk þess stundaði hann guðfræðinám í skóla alkirkjuráðs- ins í Bossey í Sviss 1960. Ólafur var prestur Islenska safn- aðarins í Montain í Norður-Dakota 1955-59, í Keflavík í þrjá mánuði 1959-60, var fyrsti æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar 1960-64, sóknar- prestur í Bústaðaprestakalli í Reykjavík 1964-89, dómprófastur 1976-89, vígslubiskup 1983-89, og biskup íslands frá 1989 og þar til hann fékk lausn frá embætti að eig- in ósk frá 1.1.1998. Ólafur sat í stjórn Hins íslenska kirkjufélags í Ameríku 1956-59, í stjórn Prestafélags íslands 1970-79 og formaður þess 1974-79, var for- maður æskulýðsnefhdar þjóðkirkj- unnar 1964-67, sat í Barnaverndar- ráði íslands 1975-78, var kosinn í stjórn Lúfherska heimssambands- ins 1990 og formaður Rannsóknar- stofnunar þess í Strassborg frá sama tíma. Fjölskylda Ólafur kvæntist 18.6. 1955 Ebbu Guðrúnu Brynhildi Sigurðardóttur, f. 5.12.1935, húsmóður. Hún er dótt- ir Sigurðar Þ. Tómassonar, f. 16.7. 1910, forstjóra í Reykja- vík, og k.h., Maggýjar Flóventsdóttur, f. 1.9. 1910, húsmóður. Börn Ólafs og Ebbu eru Guðrún Ebba, f. 1.2.1956, formaður Félags grunn- skólakennara, gift Stefáni Halli Ellertssyni stýri- manni og eiga þau tvær dætur, Hrafnhildi, f. 1981, og Brynhildi, f. 1987; Sig- ríður, f. 9.8.1958, húsmóð- ir og BA í frönsku og hol- lensku, gift Hóskuldi Hrafni Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra hjá Eimskipafélagi íslands í Reykjavík, og eiga þau þrjú böm, Ólaf Hrafn, f. 1981, Ás- gerði, f. 1987, og Sigríöi, f. 1998; Skúli Sigurður, f. 20.8. 1968, prestur á ísafirði en kona hans er Sigríður Björk Guðjónsdóttir, skattstjóri á ísafirði og eru börn þeirra Ebba Margrét, f. 1991, og Ólafur Þor- steinn, f. 1999. Systkini Ólafs eru Helgi, f. 4.9. 1933, d. 30.9. 1996, leikari og leik- stjóri, var kvæntur Helgu Bach- mann leikkonu; Móeiður, f. 10.2. 1938, ökukennari í Keflavík, gift Birni Björnssyni, lögregluþjóni; Ragnheiður, f. 12.3.1943, píanókenn- ari í Keflavik, gift Sævari Helgasyni málara. Hálfsystir Ólafs, samfeðra, er Kristrún, f. 9.2. 1927, húsmóðir í Reykjavík, gift Þóri Geirmundssyni. Foreldrar Ólafs voru Skúli Odd- leifsson, f. 10.6.1900, d. 3.1.1989, um- sjónarmaður í Keflavík, og k.h., Sig- ríður Ágústsdóttir, f. 11.4. 1902, d. 16.11. 1961. Herra Ólafur Skúlason. Ætt Faðir Skúla var Oddleif- ur, b. í Langholtskoti í Hrunamannahreppi Jónsson, b. á Hellishólum Jónssonar, dbrm. á Kóps- vatni Einarssonar, b. í Berghyl Jónssonar, b. í Skipholti Jónssonar, bróður Fjalla-Eyvindar. Móðir Skula var Helga, systir Önnu, ömmu Jóns Skúlasonar, fyrrv. póst- og símamálasrjóra. Anna var dóttir Skúla, alþm. í Berghyl Þorvarðarsonar, bróður Jósefs, langafa Ólafs ísleifssonar, framkvæmdastjóra Alþjóðasviðs Seðlabanka íslands. Annar bróðir Skúla var Þorvarður, afi Sigurgeirs Jónssonar, fyrrv. ráðuneytisstjóra. Þriðji bróðir Skúla var Hannes, langafi Ástu, móður Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Fjórði bróðir Skúla var Jón, langafl Önnu, móður Hjartar hæstaréttardómara og Ragnheiðar, rektors MR Torfa- barna. Systir Skúla var Margrét, langamma Björgvihs Vilmundar- sonar, fyrrv. bankastjóra og Gunn- ars Arnar listmálara og Þórðar Steinars hrl. Gunnarssona. Önnur systir Skúla var Helga, amma Ólafs Halldórssonar handritafræðings. Sigríöur var dóttir Ágústs, alþm. í Birtingaholti, bróður Guðmundar, föður Ásmundar biskups. Annar bróðir Ágústs var Kjartan, prófast- ur í Hruna, faðir Guðmundar jarð- fræðings. Þriðji bróðir Ágústs var séra Magnús, skólastjóri KÍ. Ágúst var sonur Helga, b. í Birtingaholti, bróður Andrésar í Syðra-Langholti, föður Magnúsar, prófasts og alþm. á Gilsbakka, föður Péturs, ráðherra og Ragnheiðar, ömmu Jakobs Frí- manns Magnússonar, hljómlistar- manns og málsvara Umhverfisvina. Þá var Andrés hreppstjóri afi Þórð- ar hæstaréttardómara, föður Magn- úsar, framkvæmdastjóra NATO á íslandi, föður Kjartans borgarfull- trúa. Loks var Andrés hreppstjóri langafi Guðmundar í. Guðmunds- sonar, ráðherra og sendiherra. Helgi var sonur Magnúsar, alþm i Syðra-Langholti Andréssonar. Móð- ir Magnúsar var Margrét Ólafsdótt- ir, b. í Efra-Seli Magnússonar, og Malínar Guðmundsdóttur, b. á Kópsvatni, ættföður Kópsvatnsætt- arinnar Þorsteinssonar. Móðir Helga var Katrín Eiríksdóttir, ætt- föður Reykjaættar Vigfússonar, langafa Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, föður Péturs biskups. Móðir Sigríðar var Móeiður Skúladóttir Thorarensen, læknis og alþm. á Móeiðarhvoli, bróður Bjarna amtmanns og skálds. Skúli var sonur Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljótshlíð Þórarinsson- ar, ættföður Thorarensenættar Jónssonar. Móðir Skúla var Stein- unn Bjarnadóttir, landlæknis Páls- sonar og Rannveigar Skúladóttur, landfógeta Magnússonar. Móðir Mó- eiðar var Sigriður Helgadóttir, kon- rektors í Skáiholti Sigurðssonar og Ragnheiðar Jónsdóttur, systur Val- gerðar, konu biskupanna Hannesar Finnssonar og Steingríms Jónsson- ar, ömmu Steingrims Thorsteins- sonar, skálds og rektors, og langömmu Níelsar Finsen, nóbels- verðlaunahafa í læknisfræði. Ólafur og Ebba verða að heiman á afmælisdaginn. Kristín Björnsdóttir Luders Kristín Björnsdóttir Luders, áður húsfreyja að Kársnesbraut 103, Kópavogi, nú búsett að Fælledvej 24 c. 1. dv. 4000, Roskilde, Danmark, er níræð í dag. Starfsferill Kristín fæddist að Saurbæ í Kol- beinsdal og ólst þar upp. Hún stund- aði nám við Húsmæðraskólann á Blönduósi 1929, dvaldi síðan þrjú ár á heimili læknishjónanna Braga Ólafssonar og Sigríðar Jónsdóttur á Hofsósi þar sem hún vann jöfnum höndum á heimili þeirra og aðstoð- aði lækninn við læknisverk á lækn- isstofunni. Þá sigldi hún til Dan- merkur 1935, lærði þar fatasaum og vann að saumum fyrir verslunar- húsið Rosenberg í tvö ár. Er Kristín gifti sig var hún hehnavinnandi framan af en hóf síðan störf við niðursuðuverksmiðj- una ORA við stofhun hennar og starfaði þar um árabil þar til hún lét af störfum, heiðruð með gjöfum og viðurkenningarskjali af forstjóra fyrirtækisins. Kristín og maður hennar voru landnemar í Kópavogi þar sem þau byggðu sér lítið hús að Kársnes- braut 37 árið 1944 og reistu síðan stærra hús á sama stað er varð númer 103. Þeim hjónum voru andleg mál hugleikin og leituðu margir til þeirra um fyrirbænir. Eftir lát eig- inmanns Kristínar bjó hún ein en flutti síðan til dætra sinna til Dan- merkur 1975 þar sem hún býr nú ein í íbúð eldri borgara og hugsar um sig sjálf með hjálp dætra sinna. Fjölskylda Eiginmaður Kristínar var Georg Luders, f. 21.3. 1909, d. 16.6. 1965, húsgagnasmiður hjá Kristjáni Sig- geirssyni og trésmiðjunni Byggir. Hann var af dönsku og austurrisk- um ættum. Dætur Kristínar og Georgs eru Jóhanna Ragnheiður, f. 21.8. 1944, skrifstofumaður í Fredriksberg, gift Henning Smith skrifstofumanni og eiga þau þrjú börn og fjögur barna- böm; Rut, f. 16.4.1947, danskennari, starfsmaður við leikskóla og rekur brúðarkjólaleigu í Roskilde, gift Sören Tomsen en var áður gift Jan Schmidt og eru böm þeirra tvö. Systkini Kristínar: Jó- hannes, lést af slysförum á fjórða ári; Haflína, f. 24.11.1905, ekkja eftir Sig- urmon Hartmannsson, bónda og hrossaræktanda að Kolkuósi í Skagafirði. Foreldrar Kristinar vora Björn Hafliðason, f. 13.9. 1869, d. 24.8. 1937, bóndi í Saurbæ í Kol- beinsdal, og k.h., Ragn- heiður Sigríður Þorláks- dóttir, f. 5.6. 1874, d. 15.2. 1957, húsfreyja. Kristfn Björnsdóttir Lúders. Ætt Bjöm var sonur Hafliða, b. i Sviðningi í Kolbeinsdal Jónssonar, b. í Hofdölum Hafliðasonar, bróður Margrétar, ömmu Jóns Jóhannsson- ar, fræðimanns á Siglufirði. Móðir Bjöms var Marín, systir Kristínar í Neðra-Ási, föður Sigur- björns prests, föður Gísla, forstjóra Elliheimilisins Grundar, Lárusar borgarminjavarðar og Friðriks stór- kaupmanns. Marín var dóttir Bjöms, b. í Brekkukoti, Ingimund- arsonar, b. á Miklahóli. Móðir Björns var Sesselja Gísla- dóttir, prests á Staðar- bakka, Hannessonar. Móðir Marínar var Elín Sigfúsdóttir, b. i Víkur- koti, Þorsteinssonar frá Hryggjum. Ragnheiður Sigríður var dóttir Þorláks, b. á Vatns- leysu, bróður Ásmundar, afa Ingibjargar Einars- dóttur, ljósmóður á Akur- eyri, á tíræðisaldri, heið- urfélaga Ljósmæðrafé- lagsins. Þorlákur var son- ur Einars, b. í Bjarnastaðagerði, Einarssonar, og Kristínar, systur Árna á Grundarlandi, langafa Hjart- ar Leós Jónssonar, hreppstjóra á Eyrarbakka, og Baldurs Magnús- sonar módelsmiðs. Kristín var dótt- ir Ásmundar, b. á Bjamastöðum, Jónssonar og Kristinar Þorkelsdótt- ur. Móðir Ragnheiðar Sigríðar var Rut Guðmundsdóttir frá Teigakoti Kristjánssonar og Guðbjargar Markúsdóttur. Móðir Guðbjargar var Rut Konráðsdóttir, systir Jóns pr. á Mælifelli. Pétur Snæbjörnsson Pétur Snæbjömsson hótelstjóri, Austurhlíð, Mývatnssveit, er fertug- ur í dag. Starfsferill Pétur fæddist á Húsavík og ólst upp í Mývatnssveit. Pétur stundaði nám við Hótel- og veitingaskóla íslands og lauk þaðan prófúm sem matreiðslumaður 1980, öðlaðist Diplom i eldhússtjómun frá Norsk Hotell Högskole 1984 og i hót- elstjórnun frá sama skóla 1986. Þá lauk hann prófum til kennslurétt- inda við KHÍ 1995. Pétur var hótelstjóri á Hótel Húsavík 1986-89, yfirmatreiðslu- maður hjá Veislueldhúsinu í Glæsi- bæ 1989-92, kennari í matreiðslu í Hótel- og veitingaskóla íslands 1990-95 og er hótelstjóri í Hótel Reynihlíð JErá 1993. Pétur situr í stjórn Qugfélagsins Mýflugs og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Hann er varaformaður kjördæmisráðs Framsóknarflokks- ins í Norðurlandi eystra, á sæti í eftirfarandi nefndum innan Sam- taka ferðaþjónustunnar: Gististaða- nefnd, Samskiptanefhd milli gisti- staða og ferðaskrifstofa og Flokkun- amefnd gististaða. Fjölskylda Pétur kvæntist 24.8.1985 Maríu F. Rúriksdóttur, f. 21.3.1958, viðskipta- fræðingi og skrifstofustjóra Skútu- staðahrepps. Hún er dóttir Rúriks Sumarliðasonar, húsvarðar i Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti, og Guðlaugar Bjömsdóttir, læknarit- ara á Sjúkrahúsi Reykjavikur. Böm Péturs og Maríu eru Þuríð- ur, f. 5.9. 1984; Astríður, f. 8.9. 1989. Systkini Péturs eru Þuríður, f. 10.8.1951 í Mývatnssveit; Þórunn, f. 19.2.1953 í Mývatnssveit; Halldór, f. 19.3. 1966 í Noregi; Bryndís, f. 25.1. 1968, í Reykjavík. Foreldrar Péturs: Snæbjörn Pét- ursson, f. 31.8. 1928, fyrrv. starfsm. Kísiliðjunnar, og Guðný Halldórs- dóttir, f. 2.3. 1930, húsmóðir. Afmælisbamið stendur fyrir gleð- skap í Gamlabænum að kvóldi af- mælisdagsins. Tll hamingju með afmælið 29. desember 90ára Baldur Kristjónsson, Kópavogsbraut 69, Kópavogi. 85 ára Björgvin Jón Pálsson, Suðurgötu 17, Sandgerði. Guðlaug Margrét Björnsdóttir, Heiðmörk 13, Hveragerði. Margrét Kristín Pétursdóttlr, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. 80ára Einar Júlíusson, Holtsgötu 24, Sandgerði. Guðrún Karlsdóttir, Hnappavöllum n, Fagurhólsmýri. Ögmundur Ingvar Þorsteinsson, Fannarfelli 10, Reykjavík. 75 ára Jóhanna G. Gunnlaugsdóttir, Kópavogsbraut lb, Kópavogi. Margrét Inger Olsen, Faxabraut 27d, Keflavík. 70ára Andrés Einarsson, Hruna 2, Kirkjubæjarklaustri. Kristjana Anna Jónasdóttir, Eskihlíð 14, Reykjavík. Þorgerður Halldórsdó11 i r, Stigahlið 4, Reykjavík. 60ára Bjarni Krisf insson, Langagerði 7, Reykjavík. 50 ára Árni Andersen, Fífuseli 33, Reykjavik. Bergljót Pétursdótör, Háagerði 69, Reykjavík. Elín Jóhanna Elíasdóttir, Grjótaseli 1, Reykjavík. Elisabet Þórdís Guðmundsdóttir, Fífuseli 37, Reykjavik. Svanborg Kjartansdúttir, Sóltúni 30, Reykjavík. Þorgeir Jón Pétursson, Sæviðarsundi 9, Reykjavik. 40 ára Anna Gunnlaug Egilsdóttir, Holtagerði 13, Kópavogi. Guðbjörg Steina Björgvinsdóttir, Funafold 32, Reykjavík. Hulda Amdís Jóhannesdóttir, Gnoðarvogi 78, Reykjavík, Kjartan Skaftason, Tryggvagótu 18, Reykjavík. Óli Tryggvason, Svarfaðarbraut 4, Dalvík. Sigrún Óskarsdóttir, Blikastig 5, Bessastaðahreppi. Víglundur Jón Gunnarsson, Miðstræti 12, Neskaupsstað. Þorsteinn V. Sigurðsson, Skaftahlíð 10, Reykjavík. IJrval -960síðuráári- fróðlcíkur og skemmtun semlinrmánuðumog árumsaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.