Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 36
44 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 nn mæli Hugmyndfrá konunni Ég hafði gaman af slagnum í i gegnum árin. Fjöl- i skyldan var hins vegar orðin þreytt, þannig að þetta var ágætt. Hug-, , myndin að þessu kom hins vegar frá Kristínu, konunni minni." Finnur Ingólfsson, um nýja stólinn í Seðlabankanum. Öld þeirra fáu „Það var þegar löggjafinn færði örfáum aðilum, fyrst út- gerðarmönnum, svo kvótaerf- ingjum sem fjárfestar svokall- aðir eru sem óöast að kaupa upp, alla björg þessara byggða l í hendur. Nú er aftur upp runnin öld þeirra fáu sem eiga og mega og hinna mörgu sem eiga allt sitt undir duttlungum þeirra." Guðmundur Wiium Stefáns- son í Mogganum um rót byggðavandans. ] Eins og einkaeign „Þeir geyma stöðuna i eitt og hálft ár og rjúka svo í að ráða í hana á nokkrum klukku- tímum þegar það hentar þeim að leysa innri flokks- leg vandamál j með sinum póli- j tísku hrókering- i um. Lærdómurinn er sá að Framsókn umgengst þessi æðstu embætti þjóðarinnar eins og sína einkaeign." Steingrímur J. Sigfússon í i Degi um brotthvarf Rnns úr stjórnmálum. Seðlabankinn eða Framsókn „Spurningin sem brennur á vörum alþýðunnar er auðvitað sú hvort það er i raun Seðla- bankinn sem er svona spenn- andi eða hvort Framsóknar-; flokkurinn er svona óspenn- andi?" Garri í Degi um brotthvarf Finns úr stjómmálum. Kom á óvart „Þessi ákvörðun Finns Ing-s ólfssonar kom mér á óvart og það er mikil eftirsjá að honum. Hann er hörkuduglegur maður og hefur staðið sig afar vel sem ráð- herra. Það er hins vegar þannig í stjórnmálum að það er alltaf eitthvað að koma manni á óvart." Halldór Ásgrímsson um brotthvarf Finns úr stjórn- málum f Degi. ! Helena Stefánsdóttir glerslípari: Eina verkstæðið sinnar tegundar Margir eru um þessar mundir að kaupa minjagripi vegna komandi árþúsundamóta. Þar eru margir seljendur um hituna. Helena Stef- ánsdóttir glerslípari hefur þó ákveðna sérstöðu í þessum hópi en hún hefur hannað sérstök aldamótaglös sem hún ætlar að selja fram á gamlársdag. „Þessi glös eru alveg ein- stök í sinni röð," segir Helena. „Þau eru með sérstöku merki þar sem ártalið 2000 er í for- grunni yfir ártalinu 1999 sem er hverfandi í bak grunni. Svo eru flug- eldar allt í kring og skreytingar á glasinu. Lika er hægt að grafa nöfn í glösin ef menn vilja og þannig er komin mjög persónu- leg gjöf sem menn geta gefið vinum og ættingjum í tilefni af þessum tímamótum," segir Helena og bætir við að einnig sé hægt að grafa sams konar skreytingar í flösk- ur. Hún var að opna verkstæði sitt, Glerfint, að Vesturgötu 27 í Reykjavík en þar ætlar hún að vera með opið glerverk- stæði þar 4S sem hægt er að fylgjast M. með henni vinna sitt verk á meðan litið er yfir vöruúrvalið. „Þetta er fyrsta verkstæði sinnar tegundar á ís- landi en eina glerverk- stæðið sem var á land- inu er Berg- vík á Kjalarnesi en þar er ekki opið og ekki hægt að fylgjast með lista- mönnunum vinna. Fáir vita af þessu enn þá en þeir sem hafa litið inn til mín hafa verið mjög hrifnir og keypt mikið af mér." ______________ Helena ætlar að Maðlir dagSÍnS semina eftir ára mót og byrja þá að seija svokallaðar blómslípaðar glervörur. Þær eru með mattri áferð, þar sem t.d. eru skornar út rósir og annað munstur. Helena seg- ir að það sé mikill munur á verk- smiðjuframleiddum glervörum og handunnum. „Ég er faglærð frá skóla í Örrefoss í Svíþjóð í glerslíp- un og -blæstri. Þetta er skemmtilegt nám en það er nákvæmnisvinna að handvinna gler og það er mikill munur á handunnum glervörum og þeim sem eru verksmiðjufram- leiddar. Verksmiðjuframleidd glös eru t.d. með rönd á fætinum eftir mótið sem þau eru sett í og þau eru yfirleitt þynnri en þau glös sem eru handunnin. Handunnin glös eru venju- lega með merki á fætinum sem er far eftir járnið sem notað er til að snúa þeim við. En verðið er mjóg svipað á kristalsglösum sem eru fjölda- framleidd og þeim sem ég geri. Ég vona bara að viðtök- urnar verði góðar og fólk meti gleriðnina á íslandi að verðleikum," segir Hel- ena að lokum. -HG Gullna hliðið Leikritið Gullna hliðið er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu í fimmta sinn, á hálfrar aldar afmæli leikhússins. Sagan fjallar um kerlinguna sem reynir að bjarga sálu manns síns og leggur á sig langt ferðalag til himna til að koma henni inn fyrir hlið himnaríkis. Að þessu sinni er leikstjórinn hinn vinsæli leikari Hilmir Snær Guðna- Leikhús son en í helstu hlut- verkum eru Edda Heiðrún Backman og Pálmi Gestsson, sem leika kerlinguna og Jón, en Guðrún S. Gísladóttir, Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir, Ólaf- ur Darri Ólafsson, Randver Þorláksson, Tinna Gunn- laugsdóttir og Stefán Karl Stefánsson eru meðal ann- arra leikenda í sýningunni. Myndgátan Lausn a gatu nr. 2590 hanm n l£ FY/ISTA i.r/\Nfit,./~. o K. © 2591 .Ey*>«R- Tölublað Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Stórleikur í körfuknattleik: Lið aldarinnar gegn Hamri í dag verður haldinn stórleikur í körfuknattleik í íþróttahúsinu í Hveragerði. Um er að ræða leik svonefhds körfuknattleiksliðs ald- arinnar gegn félagsliðinu Hamri. Leikmenn körfuknattleiksliðs ald- arinnar er skipað gömlum snill- ingum, svo sem Kolbeini Pálssyni, Einari Bollasyni, Jóni Sigurðs- syni, Jóni Kr. Gislasyni og Símoni Ólafssyni og fleirum. Dómarar i leiknum eru Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson. Þessi leikur er íþróttir leikinn til styrktar börnum með flogaveiki og að honum standa Landssamtök áhugafólks um flogaveiki (LAUF) og bæjarstjórn Hveragerðis i sameiningu. Að- gangseyrir er 700 krónur fyrir fullorðna og 300 krónur fyrir börn. Bridge Zia Mahmood er aldrei hræddur við að fylgja eftir sannfæringu sinni við spilaborðið, oftast með góðum árangri. Hann sat í vestur í þessu spili sem kom fyrir á sumarleikum bandaríska bridgesambandsins fyrr á þessu ári. Sagnir einkenndust af baráttu og enduðu í fimm hjörtum. Suður gjafari og enginn á hættu: * AD42 3872 ? KG632 * G652 * 106 »ÁKG * Á104 * 4 N V A S * s/ »654 * 95 * ÁKD1073 * KG85 »D103 * D87 * 98 3 Suður pass 2« pass p/h Vestu 1 » 4» 5 ? r No dot 44 pas rður il s Austur redobl 5« 5 hjörtu Vörnin hóf leikinn á því að taka tvo slagi á spaða og Zia mátti því ekki missa fleiri slagi. Suður átti annan slaginn á spilaði tígulsjö- unni til baka. Zia var með stöðuna á hreinu, lagði niður ásinn, sið- an kom hjartaás- inn og lauf á tí- una í blindum. Zia var sann- færður um að norður ætti a.m.k. 4 spil í spaðakónginn og Zia Mahmood. laufi fyrir sögnum og það voru yfir- gnæfandi líkur á þvi að gosinn væri eitt þeirra spila. Eftirleikurinn var nú auðveldur. Háspilum var nú spil- að í laufi þar til suður trompaði. Zia yfirtrompaði, tók siðasta trompið af suðri og hjartasexan var innkoma á frílaufin. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.