Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1999, Blaðsíða 40
V* a&mnna, FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 1999 Veðurstofustjóri: Vill fresta flug- eldaskotum „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af að það verði svo lágskýjað að flug- eldarnir sjáist ekki; frekar hitt að 3að verði svo hvasst að þeir skjótist út á hlið. Ég held að fólk ætti jafnvel að fresta flugeldaskot- um þar til lægir," sagði Magnús Jóns- son veðurstofustjóri um veðurspána fyr- ir gamlárskvöld en djúp lægð sem er að myndast suður af landinu getur hæg- fárviðri á suðvestur- Magnús Jónsson. lega orsakað horninu á gamlárskvöld. í versta falli verður vart fært á milli húsa og hreinn ógerningur að skjóta upp flug- eldum. Fyrir bragðið búast menn við roksölu á innibombum alls konar fyrir áramótin. „Tölvuspár geta breyst á skemmri tíma en er til ára- móta en ég bendi fólki á að vera við öllu búið, því útlitið er alls ekki gott," sagði veðurstofusrjóri. „Þetta verður ekki draumagamlárskvöld." Þesi ofsaspá á aðeins við um suð- vesturhornið og Vesturland en á norðvesturhorninu og á Austurlandi verður áramótaveðrið skaplegra; jafnvel gott. „Spáin er þó alltaf að breytast og nú stefhir allt í að versta veðrið verði aðfaranótt gamlárs- dags," sagði veðurstofustjóri. -EIR Geðveikt áramótaspil í Fókusi sem fylgir DV á morgun er að finna spil sem fjölskyldan getur skemmt sér við að spila um áramót- in. Aðalleikararnir í kvikmyndinni Englar alheimsins, sem verður frum- sýnd á nýársdag, tala um eigin geð- veilu og nokkrir fulltrúar ungu kyn- slóðarinnar flytja áramótaávörp. Líf- w ið eftir vinnu er að sjálfsögðu á sín- ' um stað þar sem aUar upplýsingar um áramótadjammið er að finna. VERÐUR ÞÁ MNGVALLAVATNI BREYTT í VÍN? Unga fólkið sem skipar kórinn Raddir Evrópu baðaöi sig í Biáa lóninu síödegis í gær. Ungmennin koma tíu frá hverri af menningarborgum Evrópu árið 2000 en Raddir Evrópu er stærsta sameiginlega verkefni menningarborganna. Fyrstu tón- leikar kórsins meö Björk Guðmundsdóttur verða í Perlunni á gamlárskvöld. DV-mynd Pjetur Hross drápust Hross hafa sýkst af salmonellu á bænum Vetleifsholti í Ásahreppi, Rangárvallasýslu. Þrjú hross hafa drepist af völdum hennar. „Veikin virðist ekki hafa dreifst frekar sl. fjóra daga," sagði Guðrún Jónsdóttir í Vetleifsholti við DV. Hún sagði að salmonellunnar hefði orðið vart fyrir nokkru. Hún hefði fyrst komið upp í hrossum manns sem á landsspildu við VeÖeifsholt. í þeim hópi drapst eitt hross. Síðan hafa tvö hross í Vetleifsholti drepist. „Það er ekki vitað hvernig þetta barst í hrossin, við höfum enga skýr- ingu á því," sagði Guðrún. -JSS Biskup í hring Kristnihátíðarnefnd ákvað á fundi sínum í gær að hnekkja ákvörðun framkvæmdanefndar Kristnitökuhátiðar um vínveitingar á hátíðarsvæðinu á Þingvöllum í sumar. Var tillaga biskups þessa efnís samþykkt eftir litlar umræður en biskup er formaður Kristnihátíð- arnefndar. Biskup er einnig formað- ur framkvæmdanefndar Kristni- tökuhátíðar sem samþykkti vinveit- ingarnar á Þingvöllum á sínum tíma. Biskup er því kominn i hring. I Kristnihátíðarnefnd sitja auk biskups forseti íslands, forsætisráð- herra, forseti Hæstaréttar og forseti Alþingis. -EIR Maður, sem dæmdur var í 3ja ára fangelsi fyrir kókaínsmygl í sumar, kominn heim: Þýskalands-íslend- ingur í farbanni hér - er á tryggingu ytra - ríkissaksóknari „greip hann" og ákærir í íslensku sakamáli Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur gefið út farbann hér heima á hendur Davíð Garðarssyni, þrítug- um Reykvíkingi sem hefur allt síð- asta ár dvalið í Þýskalandi - ýmist í fangelsi eða utan þess greiddur út á tryggingu - eftir að hafa verið handtekinn með tvö kíló af kóka- íni skammt frá landamærum Hollands undir lok árs 1998. Davíð kom hingað heim fyrir jólin en hefur nú verið úrskurðað- ur í farbann að kröfu ríkissak- sóknara sem hefur gefið út ákæru á hendur honum og öðrum manni vegna eldra máls hér heima frá því á fyrri nluta árs 1998 - annars fíkniefnamáls þar sem þeim er gef- ið að sök að hafa stað- ið að innflutning á einu kilói af am- fetamíni í BMW-bif- reið hins mannsins frá Hamborg. Það mál fór reyndar í bið á þessu ári þegar ljóst var að Davíð var fastur ytra - ákærður og dæmdur í Þýskalandi. Málefni Davíðs virð- ast ætla að verða eins konar milliríkjamál. Hann á nú yfir höfði sér dóma bæði í Þýska- landi og á íslandi. Davíð kom hingað til lands í raun með leyfi Davíö Garðarsson. Davíö fyrir jól frá þýskum dómstólum sem eru enn með mál hans i meðferð. Héraðs- dómur ytra dæmdi hann í þriggja ára fang- elsi í sumar en því var áfrýjað. Var Davíð greiddur út á talsvert hárri tryggingu og fékk því að ganga laus tíma- bundið i Þýskalandi á meðan málið er til með- ferðar hjá áfrýjunar- dómstóli. Sá frestur er nú hins vegar að renna út. ákvað að koma til íslands en þá greip ríkissaksókn- ari tækifærið og fór fram á að hann yrði úrskurðaður í farbann. Maðurinn getur sig því hvergi hrært héðan að heiman vegna hins nýja íslenska farbannsúr- skurðar. Ekki er ljóst hvernig þýska sakamálið fer - hvort það verður dæmt að Davlð fjarverandi eða hvort annar háttur verður hafður á. Ákæran í BMW-málinu verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur eftir áramótin. Farbannsúr- skurðurinn kveður á um að Davíð skuli vera í farbanni á íslandi þangað til dómur gengur en eigi lengur en til 16. februar. -GAR Veðrið á morgun: Skýjað og stöku él vestanlands Suðvestan 8-13 m/s og skýjað með kóflum og stöku él vestan- lands. Hiti nálægt frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 45. v^J J* V V ^3 VSK-bíIar til afgreiðslu STRAX! Bílheimar ehf. Sœvartiöftia 2a Slmi:S2S 9000 www.bilheimar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.