Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 10
VÍSIR 1971-1980 Tuttugu þúsund feonur Talið er að 20 til 25 þúsund konur hafi safnast saman á Lækartorgi 25. október 1975 á baráttufundi kvenna. Sprengitenór í sjónvarpi I janúar 1979 er þess getið að sprengitenór hafi sung- ið í sjónvarpssal og kraftur raddarinnar verið svo mikill að sést hafi á myndlömpum. Þetta var að sjálfsögðu Kristján Jóhannsson og var honum spáð miklum frama. Náttfari í Rcykjavík Á árinu 1976 voru framin mörg innbrot í Reykjavík og var grunur um að sami maður væri að verki í öllum inn- brotunum, hann var kallaður Náttfari í umræðunni. Að lokum náðist til Náttfara og hætti þá innbrotafaraldurinn. Forsetafeosningar Kristján Eldjám tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækj- ast eftir endurkjöri sem forseti Islands. Fjórir gáfu kost á sér: Vigdís Finnbogadóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Al- bert Guðmundsson og Pétur Thorsteinsson. Vigdís Finnbogadóttir var síðan kjörin forseti, fékk 33,6 prósent atkvæða, Guðlaugur fékk 32,2 prósent, Al- bert 19,8 prósent og Pétur 14%. Greenpeace á ís- landsmiðum Félagar úr Greenpeace trufluðu hvalveiðar Islendinga í júní 1979. Til mikilla deilna kom á mitli áhatha hvalbát- anna og grænfriðunga á Rainbow Warrior, en þeim tókst um tíma að trufla veiðamar. íslendingur heimsmeistari Jón L. Ámason varð í ágúst 1977 heimsmeistari ung- linga í skák. Þess má geta að Gary Kasparov varð þriðji í mótinu. Bubbi Morthens kom fyrst á árinu 1980 Bubbi brýst fram Fyrsta plata Bubba Morthens vakti mikla athygli en hún kom út 17. júni 1980. Hann sagðist kalla tónlist sína gúanórokk og textana vera sprottna upp úr slorinu, ekta íslensku umhverfi. Afhroð stjórnar- flokkanna Söguleg úrslit urðu í þingkosningunum þegar A-flokkamir fengu sina fjórtán þingmennina hvor flokkur. 1 kosningabarátt- unni bar mest á Vilmundi Gylfasyni og stórsigur Alþýðuflokks var einkum þakkaður honum, en fyrir kosningar hafði flokkur- inn fimm þingmenn. Erfiðlega gekk að mynda nýja ríkisstjóm en að lokum var það Ólafúr Jóhannesson, formaður Framsókn- arflokksins sem beið afhroð í kosningunum og tapaði fimm þingsætum, sem myndaði ríkisstjóm með A-flokkunum. Alþýðuflokkur sleit stjómarsamstarfinu í október 1979 og í framhaldi var mynduð minnihlutastjóm Alþýðuflokks, með stuðningi Sjálfstæðisflokks og var stjóminni ætlað að sitja fram að kosningum í byijun desember. I þeim kosningum varð Fram- sóknarflokkurinn sigurvegari, bætti við sig fímm þingmönnum en A-flokkamir töpuðu. Erfiðlega gekk að mynda rikisstjóm og nokkuð óvænt var það Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem myndaði ríkisstjóm ásamt tveimur þingmönnum flokksins og Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Ske mmdir í skjálfta Talverðar skemmdir urðu á húsum á Kópaskeri í snörpum jarðskjálfta í janúar 1976. VÍSIR 198I-1990 Bjargaðisér á sundi Guðlaugur Friðþórsson, stýrimaður í Vestmannaeyj- um, vann ótrúlegt afrek þegar hann bjargaði sér á sundi eftir að bátnum sem hann var á, Hellisey, hvolfdi og sökk síðan um þrjár mílur austur af Stórhöfða í mars 1984. Fimm voru á bátnum og komust þrir þeirra á kjöl eftir að bátnum hvolfdi skyndilega. Skipstjórinn reyndi að kafa undir bátinn til að losa um björgunarbát en tókst ekki. Þegar ljóst var að Hellisey myndi sökkva ákváðu þremmenningamir, sem höfðu komist á kjöl, að reyna að bjarga sér á sundi. Guðlaugi tókst að synda fimm til sex kílómetra leið og eftir að hann komst að landi gekk hann berfættur um tvo kílómetra á úfnu hrauni. Veður var ágætt þessa nótt, en frost var í lofti og sjór- inn um sex gráða heitur. Guðlaugur telur að hann hafi verið á sundi í um fimm klukkustundir. Hann tók mið af vitaljósum og stjömum á himni á leið sinni að Heimaey. Um nóttina sigldi bátur fram hjá Guðlaugi, en skipverjar heyrðu ekki köll hans. Þegar hann loks komst að landi leist honum ekki á landtöku þar sem hann kom að, synti því aftur út og reyndi á ný. Þó að landi væri náð var þrekraunin ekki á enda. Guð- Iaugur varð að ganga á úfnu hrauni í um tvo kílómetra og taldi hann gönguna jafhvel erfiðari en sundið. Þegar hann kom að fiskhjöllum vó hann sig með fram þeim á handafli, enda illa farinn á fótum af kulda og sárum. Hann kom að baðkeri sem var hálffúllt af vatni en þykk- ur ís var yfir vatninu. Guðlaugur, sem eðlilega var mjög þyrstur, braut ísinn með berum höndum og fékk sér vatn að drekka. Honum tókst að komast til byggða og gera grein fyrir atburðunum. Guðlaugur var fluttur á sjúkra- húsið i Vestmannaeyjum. Afrek hans vakti athygli langt út fyrir ísland. Tvö núll felippt af Tvö núll voru klippt af íslensku krónunni í ársbyrjun 1981 og þar með varð 100-kall að einni krónu. Vinsæíl í verðbólgu Um miðjan janúar 1981 mældist verðbólga vera 102 prósent ef miðað var við heilt ár. Á sama tíma gerði Dag- blaðið skoðanakönnun þar sem fram kom að vinsældir Gunnars Thoroddsen voru svo miklar að líkt var við kjör- fylgi Stalíns. Gunnar hefði fengið 17 þingmenn sam- kvæmt skoðanakönnuninni. Brenndi mann sinn Ung kona játaði að hafa orðið manni sínum að bana með því að hella yfir hann bensíni og kveikja í þar sem hann svaf ölvunarsvefni. I kjölfarið var fast sótt að tveimur blaðamönnum Dagblaðsins vegna skrifa þeirra um málið, en þeir neituðu að segja til heimildarmanna. Hæstiréttur kvað loks upp þann úrskurð að blaðamenn- imir þyrftu ekki að benda á heimildarmennina. Alþýðublaðið feom efefei út Blaðstjóm Alþýðublaðsins kom í veg fyrir að blað sem átti að koma út í lok júlí 1981 kæmi út. Vilmundur Gylfason var afleysingaritstjóri blaðsins. Mikil átök urðu innan Alþýðuflokksins vegna þessa máls sem varð með- al annars til þess að Vilmundur stofhaði nýtt blað, Nýtt Iand, og kom það aðeins út skamman tíma. Pétur verður biskup Séra Pétur Sigurgeirsson var kjörinn biskup yfir Is- land með 72 atkvæðum en séra Ólafúr Skúlason fékk 71 atkvæði. Fjögur atkvæði voru talin ógild og olli það miklum deilum. íslenska óperan Islenska óperan tók til starfa í janúar 1982. Fyrsta verkið sem sýnt var var Sígaunabaróninn. Sýningin fékk frábæra dóma og aðsókn varð stórkostleg. Kvennaframboð verður til Samtök um kvennaframboð voru stofnuð i febrúar 1982. Dallas kemur aftur Gleðifrétt barst til landsmanna í október 1982 þegar ákveðið var að hefja aftur sýningar á Dallas í sjónvarpi, en aðdáendur þáttanna voru afar sárir yfir að sýningum þeirra hafði verið hætt. Flokksformaður féll Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, náði aðeins sjöunda sæti í prófkjöri flokksins vegna kom- andi alþingiskosninga. Sigurvegari varð Albert Guð- mundsson. Letdnri — <KMk2 Kjalfarar svartoöfði -tjéte.4 Lesendabréf -tiibk.6 Dagbók Innlendar fréttir -<iáMk5,t,9. 12.13.26 <s 21 Sameinaö og stærra blað á markaðinn <% Yísit h*U MtmeinaJi í dtt **ö*t ú*gbUft. *cm kcmur út í ti*g « fyr*s* «na. Sifkkfi* t *«3 um twtta ti.Uwuto*. *« riAíw *f >>**<«**« w » ->» tfjórm*<yrln«k|«MM«i»t»farrkvöMt. Voruioðtt hthrndur uð bk\M af *t»kiunu»n þvt hUfti. Icvftxloi Kafa héf i -síaftfe. 14-15 Eríendar fréttir -liibtj.lS-19 Eríendgrein — <í> bis. 16 Iþróttir -»í»bt». 22-23 FÓIk - siabB.24 Vilmundur stofnar flofefe Vilmundur Gylfason yfirgaf Alþýðuflokkinn og stofn- aði nýjan stjórnmálaflokk um miðjan janúar 1983, Bandalag jafnaðarmanna. Steingrímur myndar ríkisstjórn Að loknum kosningum, þar sem breytingar urðu þær helstar að Bandalag jafnaðarmann fékk fjóra menn kjörna og Kvennalisti fékk þijú þingsæti, myndaði Stein- grímur Hermannsson samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Kífeissafesófenari stoppar Spegilinn Ríkissaksóknari lét gera Spegilinn upptækan vegna skrifa í blaðinu og ákærði síðan Úlfar Þormóðsson, rit- stjóra blaðsins, meðal annars fyrir guðlast. Úlfar var síð- ar dæmdur fyrir guðlast. Vilmundur og Gunnar Vilmundur Gylfason, sem eflaust hafði verið meira áberandi en flestir aðrir í þjóðmálaumræðunni á þessum tíma, lést í júni 1983, aðeins 34 ára gamall. í ágúst sama ár lést Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisraðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.