Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 11
1981-1990 t VÍSIR Þorsteinn formaður Þorsteinn Pálsson var kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins í nóvember 1983. Ásgeir geröi það gott Ásgeir Sigurvinsson var kjörinn leikmaður ársins i Þýskalandi, en það voru leikmenn liða í þýsku Bundeslígunni sem kusu. Lið Ásgeirs, Stuttgajt, varð Þýskalandsmeistari og Ásgeir var síðan kjörinn íþrótta- maður ársins 1984 hér á landi. Ringo á íslandi Ringó Starr, trommuleikari Bitlanna, kom til Islands um verslunarmannahelgina 1984 og var viðstaddur úti- hátíðina í Atlavík. Bjarni vann brons Bjami Friðriksson júdókappi vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Los Angeles í ágúst 1984. Þetta voru önnur verðlaun Islendinga á Ólympíuleikum, en Vilhjálmur Einarsson vann til silfurverðlauna 1956. Ólöglegar út- varpsstöðvar Opinberir starfsmenn voru í verkfalli í október 1984. Ein afleiðinga þess var að hætt var útsendingum Ríkisút- varpsins. Starfsmenn DV stofnuðu til útvarpsstöðvar, Fréttaútvarpsins, sem var án leyfa. Tæki stöðvarinnar voru gerð upptæk svo koma mætti í veg fyrir útsending- ar. Hringurinn er efefei lengri Þessi orð eru höfð eftir Reyni Pétri Ingvarssyni, heim- ilismanni á Sólheimum i Grímsnesi, en hann gekk hring- inn í kringum landið til að safna til byggingar íþróttahúss að Sólheimum. Reynir Pétur vakti mikla aðdáun með framkomu sinni og framgöngu. Hafskipsmálið Um mitt ár 1985 tók Helgarpósturinn að skrifa um Hafskip og stjómendur þess. Úr varð eitt af frægari mál- um síðara hluta aldarinnar. Stjómendur Hafskips vom handteknir og settir í gæsluvarðhald, fyrirtækið varð gjaldþrota og yfirmennirnir sátu í réttarsölum síðar þar sem þeir vom dæmdir fyrir lítinn hluta þess sem þeir vom sakaðir um. Útvegsbankinn átti í mikilli baráttu vegna málsins. Gleðibanfeinn Það var á árinu 1986 sem ákveðið var að hefja þátt- töku í Júróvisjon. Samkeppni var hér heima um hvaða lag íslendingar ættu að senda. Það var lag Magnúsar Ei- ríkssonar, Gleðibankinn, sem sigraði. Vonir vom bundn- ar við sigur i keppninni en lagið náði „aðeins“ sextánda sæti. Guðlaugur Friðþórsson vann ótrúlegl afrek þegar hann bjargaði sér með því að synda til lands eftir að Hellisey VE sökk. Fagrar feonur frá íslandi Hólmfríður Karlsdóttir var kjörin ungfrú heimur árið 1985 og Linda Pétursdóttir árið 1988. Fyrsta hjartaaðgerðin Fyrsta hjartaaðgerðin var gerð á Landspítalanum i júní 1986. Tókst hún vel. Pétur til Lafeers Pétur Guðmundsson körfuboltamaður gerði samning við L.A Lakers í NBA-deildinni bandarísku á árinu 1986. Stöð 2 í loftið Það var í október 1986 að Stöð 2 hóf útsendingar. Sjónvarpsstjóri var Jón Óttar Ragnarsson. Fyrsta útsend- ingin misfórst með þeim hætti að ekkert hljóð fylgdi. Síðan hefur Stöð 2 ekki þagnað. Stórmenni á Höfða Heimsathygli vakti fundur Ronalds Reagan, forseta Bandaríkjanna, og Míkhail Gorbatsjov, aðalritara sov- éska kommúnistaflokksins, að Höfða í Reykjavík 11. og 12. október 1986. Hvalbátar á feaf Félagar úr Sea Shepherd sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986. Ólafur verður bisfeup Séra Ólafúr Skúlason var kjörinn biskup í mars 1989. Fögnuðu fjórða sæti Þau Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson gerðu það gott í Júróvisjon 1990 þegar þau náðu fjórða sæti með lagið Eitt lag enn eflir Hörð Ólafsson. Flúði örlög sín Athygli vakti afrek kýrinnar Hörpu, sem bjargaði sér frá slátrun með einstöku afreki haustið 1987. Verið var að flytja Hörpu í sláturhúsið á Flateyri þegar henni tókst að komast undan með þvi að skella sér til sunds og synti hún þvert yfir Önundarfjörð, rúmlega tveggja kilómetra leið og var góða klukkustund á sundi. Hún kom að landi við bæinn Kirkjuból og bóndinn þar keypti hana í fjömnni og gaf henni nafnið Sæunn. Þjóðarsátt Það var í febrúar 1990 sem gerðir voru kjarasamning- ar sem kallaðir hafa verið Þjóðarsáttin. Samningamir vom gerðir til að reyna að draga úr verðbólgu. Kosningar Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar fékk sjö þingmenn í kosningunum í apríl 1987. Sjálfstæðisflokk- ur tapaði nokkm fylgi. Eftir kosningamar sátu feðgar saman á þingi i fyrsta og eina sinn á öldinni, þeir Albert Guðmundsson og Ingi Bjöm Albertsson. Háskóli á Akureyri Það var haustið 1987 sem Háskóli tók til starfa á Ak- ureyri. Bjórinn leyfður Það var vorið 1988 sem Alþingi samþykkti að heimila sölu á bjór hér á land Ví. Séra Gunnar Björnsson refeinn Það var í ágúst 1988 sem séra Gunnari Björnssyni, sókn- arpresti við Fríkirkjuna í Reykjavík, var vikið úr starfi eflir að harðar deilur höfðu orðið innan safnaðarins. Rífeisstjórnin springur Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar, sem Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur áttu aðild að með Sjálfstæðis- flokki, sprakk í september 1988 eftir harðar deildur Sjálf- stæðisflokks og samstarfsflokkanna. í sama mánuði myndaði Steingrímur Hermannsson stjórn með Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Fjórburafæðing 1. nóvember 1988 fæddust hjónunum Margréti Þóm Baldursdóttur og Guðjóni Sveini Valgeirssyni íjórar stúlkur á Landspítalanum. Bjór seldur hér á landi Bjórdagurinn var 1. mars 1988, en þann dag var heim- ilt að selja bjór hér á landi. Sfeipt um hjarta og lungu Fyrsti íslendingur til að gangast undir hjartaskipti var Halldór Halldórsson. Hann gekkst undir aðgerð í Lund- únum en þar var skipt um hjarta og lungu í Halldóri. Að- gerðin tókst vel. Fjórir banfear í einn Alþýðubankinn, Iðnaðarbankinn, Verslunarbankinn og Útvegsbankinn runnu saman i júní 1989 og úrvarð ís- landsbanki. Hótmfriður Karlsdóttir var kjörin ungfrú heimur árið 1985.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.