Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 15 PðO l10lStð jsraigS1900-2000 í máli og myndum CTOT> Grikkland: Helgi skoraði tvö mörk Helgi Sigurðsson var í essinu sínu þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Panathinaikos i grísku deilda- keppninni í knattspyrnu í gærkvöld. Pan- athinaikos vann stórsigur, 7-1, á Panahaiki á ólympíuleik- vanginiun í Aþenu. Helgi skor- aði fyrsta og síðasta mark liðs síns í leiknum og er spennan gríðarlega hörð í toppbarátt- unni. Olympiakos, sem sigraði Ionikos, 1-2, á útivelli er í efsta sætinu með 36 stig en Panathi- anikos kemur í humátt á eftir með 35 stig. Þessi tvö lið skera sig nokkuð úr þvi OFI Iraklion er í þriðja sætinu með 29 stig. Arnar Grét- arsson og félagar í AEK töpuðu óvænt á heimavelli, 0-1, fyrir Panionios. AEK er í fjórða sæt- inu með 21 stig. -JKS Þýski handboltinn í gærkvöld: Dormagen fékk skell í Wuppertal - lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar töpuðu með tólf mörkum Wuppertal hafði betur í íslend- ingaslagnum gegn Bayer Dormagen í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöld. Wuppertal, sem hefur átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur, lék sinn besta leik á tímabilinu og lék Dormagen grátt í leiknum. Lykt- ir leiksins urðu 30-18 eftir að staðan í hálfleik var 12-9 fyrir Wuppertal. Beelmann, Rasch og Filippow gerðu allir sex mörk hver fyrir Wuppertal. Heiðmar Felixsson átti ágætan leik og skoraði þrjú mörk og Dagur Sigurðsson skoraði tvö mörk. Héðinn Gilsson skoraði þrjú mörk fyrir Dormagen. Daða Hafþórssyni var sýnt rauða spjaldið sjö mínútur fyrir leikslok. Með sigrinum komst Wupptertal i 15. sætið en lærisvein- ar Guðmundar Guðmundssonar í Dormagen eru i 16. sæti. Sigurður Bjarnason og félagar í Wetzlar sigruðu Minden, 27-25, og skoraði Sigurður eitt mark í leikn- um. Lemgo tapaöi á heimavelli Ein óvæntustu úrslit í deildinni til þessa í vetur urðu í leik Lemgo og Frankfurt. Eftir æsispennandi leik sigruðu gestirnir í Frankfurt, 26-27. Lemgo gat með sigri skotist upp í annað sætið en situr fyrir vik- ið áfram í fjórða sætinu. Bilanovic skoraði sjö mörk fyrir Frankfurt sem er í 11. sæti. Vinstri handarskyttan Zerbe er allur að koma til og gerði fimm mörk fyrir Lemgo. Róbert Duranona skoraði tvö mörk fyrir Eisenach sem tapaði, 27-22, fyrir Grosswaldstadt. Flensburg fer í fríið langa í topp- sætinu sem nú fer í hönd vegna Evrópukeppninnar í Króatíu. Flens- burg sigraði Bad Schwartau, 29-23, eftir að staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Flensburg. Daninn Christian- sen skoraði 11 mörk fyrir Flens- burg, þar af níu úr vitaköstum. Flensburg meö fimm stiga forystu Kiel, sem er í öðru sætinu, sigr- aði Nettelstedt á útivelli, 25-28. Jak- obsen skoraði átta mörk fyrir Kiel og þeir Staffan Olson og Magnus Wislander gerðu funm mörk hvor. Flensburg hefur 32 stig í efsta sætinu en síðan koma Kiel og Lemgq með 27 stig og Kiel á leik til góða. í dag leika Gummersbach og Essen og síðan verður gert hlé á deildinni til 5. febrúar. -JKS Lið aldarinnar: Frábær skemmtun DV, Hveragerði: Lið aldarinnar í körfuknatt- leik spilaði gegn nýliðunum í úr- valsdeildinni, Hamri í Hvera- gerði, i gærkvöld í leik til styrktar LAUFinu sem er Land- samband áhugamanna um floga- veiki. Góð aðsókn var að leikn- um sem lyktaði með sigri Ham- ars, 83-74, en hátt í 200 manns komu í „skjálftagryfjuna". Spilað var í fjórum leikhlutum og sýndu bæði lið hreint ótrúlega takta og þar fóru fremstir í flokki Hjórtur Hansson og Jón Kr. Gíslason i liði aldarinnar. Mjög jafnt var oft á tíðum en staðan var 24-15 fyrir Hamar eft- ir fyrsta leikhluta. í öðrum leikhluta jafnaði lið aldarinnar i fyrsta skipti í leikn- um er tvær mínútur voru eftir og voru það Jón Kr. Gíslason og Einar Bollason sem sáu um að skemmta áhorfendum með góð- um sveifluskotum. I þriðja leikhluta fór fremstur í flokki Ómar Sigmarsson, leik- maður hjá Hamri, sem skoraði alls 6 þriggja stiga körfur á stutt- um tíma. Þegar nokkrar minútur voru eftir af þriðja leikhluta meiddist Símon Ólafsson hjá liði aldarinnar á hné og varð að fara af leikvelli. Gestirnir voru yfir allan þriðja leikhlutann og var 6 stiga forskot liðs aldarinnar stað- reynd. Gunnar Þorvarðarson fór á kostum hjá gestunum og skor- aði alls 15 stig. í fjórða leikhluta tók Hamar til sinna ráða og setti Skarphéðin Ingason inn á en Skarphéðinn hefur verið að spila geysilega vel í vetur. Hann var með 16 stig og sýndi feikigóða takta á timabili og voru nokkrar frábærar troðsl- ur góð skemmtun fyrir bæði leik- menn og áhorfendur. Hamar náði yfirhöndinni í byrjun fjórða leikhlutar og hélt henni til loka leiks og var 83-74 sigur Hamars staðreynd. Fyrir Hamar var Ómar Sigmarsson með 18 stig og Skarphéðinn Ingason 15. Hjá gestunum skoraði Gunnar Þor- varðarsson 15 stig og Hjörtur Hansson gerði 10 stig. -KB Scifo ekki til Standard Samkvæmt frétt frá belgíska sjónvarpinu hefur Standard hætt við að kaupa Enzo Scifo. And- erlecht og Standard voru búin að ná samkomulagi og leikmaður- inn átti lokaorðið. Það sem setti strik í reikninginn voru kaup- kröfur Enzo Scifo. Forráðamenn Standard vildu engan veginn ganga að þeim kröfum sem Enzo Scifo setti fram og hafa sagt að þeir séu hættir við kaupin. -JKS/KB/Belgju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.