Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 4
jfr 42 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Sport Peter Schmeichel er búinn aö fjárfesta á heimaslóöum. Peter Schmeichel kaupir Hvidovre Peter Schmeichel, hinn frægi markvörður danska landsliðsins í knattspymu sem nú leikur með Sport- ing Lissabon, hefur keypt danska félagið Hvidovre. Talsmaður félagsins staðfesti í gær að kaupin væru frágengin og Sch- meichel ætti félagið með húð og hári eða 100 pró- sent hlut. Hvidovre er í 10. sæti dönsku B-deildarinnar og má muna sinn fífil fegri en félagið hefur þrisvar orðið danskur meistari, síðast 1981. Schmeichel lék með liðinu á árunum 1984 til 1986 og skoraði þá 7 mörk úr vítaspymum í 94 leikj- um. Árið eftir féll liðið úr dönsku A-deildinni og hef- ur aðeins leikið þar eitt tímabil síðan. Schmeichel er 36 ára og samningsbundinn Sport- ing til vorsins 2001 en hann fór til félagsins síð- asta sumar eftir átta ára glæsilegan feril með Man- chester United. -VS ÍR styrkist - þrír nýir til Breiðholtsliðsins ÍR-ingar hafa á síðustu dögum fengið góðan liðsstyrk fyrir baráttuna í 1. deiid- inni í knattspymu í sumar því þrír nýir leikmenn eru komnir í raðir Breiðhyltinga. Þar eru á ferð vamarmenn- irnir Veigur Sveinsson frá KVA og Jakob Hallgeirsson frá Skallagrími og miðjumaður- inn Edilon Hreinsson sem lR- ingar hafa fengið á leigu frá KR út næsta tímabil. Jakob var fastamaður i liði Skallagríms í úrvalsdeildinni 1997 og í 1. deildinni tvö undanfarin ár, Veigur hefur verið lykilmaður í vörn KVA í 1. deildinni undanfarin tvö ár og Edilon hefur verið viðloð- andi KR-liðið síðustu ár og spilað mikið með yngri lands- liðum íslands. „Við þurfum að styrkja hópinn til að vera samkeppnisfærir í baráttunni um sæti í úrvalsdeildinni því þangað stefnum við að sjálfsögðu. Við erum mjög fúlir með að hafa misst af því að komast upp í ár, það verður ekki auðveldara næsta sumar og því var nauðsynlegt að bæta við leik- mönnum. Við höfum aðeins misst Sævar Gíslason til Fylkis, þar fer reyndar sterkur sóknarmaður en við styrkj- umst vamarlega í staðinn og það var okkar helsta vandamál síðasta sumar,“ 'sagði Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR, við DV í gær. Njáll stýrir nú ÍR-ingum fjórða árið í röð og sjötta tíma- bilið samtals og segist meðvit- aður um að því fylgi ákveðin hætta. „Fjórða ár með sama lið hef- ur reynst sumum þjálfurum erfitt. Ég verð því að vera frjór og vakandi en það hafa orðið breytingar á hópnum á þessum tíma svo ég er alltaf að fást við eitthvað nýtt á hverju ári. Það er mikil áskorun í því að reyna að koma þessu liði upp því 1. deildin verður mjög sterk næsta sumar. Þaö er ljóst að Víking- ui- og Valur ætla sér beint upp aftur, FH og KA hafa sett stefnuna þangað og fleiri geta hæglega blandað sér í þann slag,“ sagði Njáll Eiðsson. -VS Njáll Eiösson segir að 1. deildin veröi mjög sterk næsta sumar. 7ZÍi ENGIANP A-deild: Aston Villa - Tottenham .... 1-1 0-1 Sherwood (44.), 1-1 Taylor (74.) Chelsea - Sheffleld Wed..3-0 1-0 Wise (32.), 2-0 Andre Flo (35.), 3-0 Morris (84.) Middlesbrough - Coventry . . . fr. Staöan í deildinni: Leeds 20 14 2 4 34-22 44 Manch. Utd 19 13 4 2 50-25 43 Arsenal 20 12 3 5 36-20 39 Sunderland 20 11 5 4 35-24 38 Liverpool 20 11 4 5 31-17 37 Tottenham 19 9 4 6 31-23 31 Chelsea 18 9 3 6 26-18 30 Leicester 20 9 2 9 28-28 29 Everton 20 7 7 6 33-28 28 West Ham 19 7 6 6 22-21 27 Middlesbro 19 8 3 8 23-26 27 Aston Villa 20 7 5 8 19-21 26 Coventry 19 6 6 7 26-22 24 Newcastle 20 6 5 9 32-35 23 Wimbledon 20 4 10 6 31-35 22 Southampt. 19 4 5 10 23-32 17 Bradford 19 4 5 10 15-29 17 Derby 20 4 4 12 17-32 16 Watford 20 4 2 14 17-42 14 Sheff. Wed. 19 2 3 14 1645 9 Markahæstir: Kevin Phillips, Sunderland ....18 Alan Shearer, Newcastle........14 Andy Cole, Manch. Utd..........13 Michael Bridges, Leeds.........11 Dwight Yorke, Manch. Utd ......11 Dion Dublin, Aston Villa........9 Steffen Iversen, Tottenham......9 Kevin Campbeil, Everton ........9 Tony Cottee, Leicester..........9 », Paolo Di Cano, West Ham............9 John Hartson, Wimbledon.........8 Robbie Keane, Coventry..........8 Muzzy Izzet, Leicester..........7 Nwankwo Kanu, Arsenal ..........7 Marians Phars, Southampton .... 7 Naill Quinn, Sunderland.........7 Brian Deane, Middlesbro ........7 Michael Owen, Liverpool ........7 Tore Andre Flo, Chelsea.........7 Tim Sherwood, Tottenham ........7 Rory Delap, Derby ..............6 Hamilton Richard, Middiesbro ... 6 Titi Camara, Liverpool..........6 Carl Cort, Wimbledon............6 Francis Jeffers, Everton .......6 Gary McAllister, Coventry ......6 Davor Suker, Arsenal............6 Marcus Gayle, Wimbledon ........6 Leikirnir í gærkvöld voru þeir siöustu á þessari öld. Næsta umferð fer fram mánudaginn 3. janúar. Norðmaöurinn Tore Andre Flo sést hér skora annað mark Chelsea gegn Sheffield Wednesday í gærkvöld. Reuters Enska knattspyrnan. í gærkvöld: Wednesday lítil fyrirstaða fyrir Chelsea á Brúnni Lundúnaliöið vann öruggan sigur á botnliðinu Chelsea átti ekki i neinum vand- ræðum með Sheffíeld Wednesday í ensku knattspymunni í gærkvöld þegar liðin áttust við á Stamford Bridge í Lundúnum. Gianluca Vi- alli, knattspymustjóri Chelsea, tefldi einungis fram útlendingum í byrjunarliðinu öðru sinni á fjórum dögum. Frakkinn Didier Deschamps fór meiddur af leikvelli strax á 23. mín- útu og leysti Dennis Wise hann af hólmi. Wise hafði ekki verið inni á nema i níu mínútur þegar hann opnaði markareikning Lundúnaliðs- ins í leiknum. Chelsea var mun sterkara liðið og bætti Norðmaður- inn Tore Andre Flo við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar með góðu skoti eftir góðan undirbúning Gustavo Poyet. Jody Morris kom síðan góðum sigri í ömgga höfn sex mínútum fyrir leikslok. Það ætlar fátt að koma Wednesday-liðinu til bjargar og ekk- ert annað en fall blasir við. Tim Sherwood kom Tottenham yfír gegn Aston Villa á Villa Park með frábæru skoti af 30 metra færi. Ian Taylor jafnaði fyrir heimamenn í síðari hálfleik. Viðureign Middlesbrough og Coventry var frestað vegna slæmra vallarskilyrða. -JKS Bland * i P oka Unglingalandsliö karla í hand- knattleik, 20 ára og yngri, tekur þátt í æfmgamóti ásamt fimm félögum úr 1. deild dagana 4.-9. janúar. Stjaman, Valur, Haukar, FH og Afturelding taka þátt í mótinu sem fer fram á fjór- um stööum á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem tveir leikir verða leikn- ir á Hellu á Rangárvöllum miöviku- dagskvöldiö 5. janúar. Þá leikur ung- lingalandsliðið við Val og Afturelding viö Hauka. Einherjaklúbbur islands verður meö sitt árlega hóf í kvöld þar sem þeir sem fóru holu í höggi á golfvell- inum í sumar fá viöurkenningar fyrir afrekið. Það voru liðlega 70 manns sem náðu draumahögginu i ár og sagt var frá í DV fyrir skömmu. Hófið fer fram á veitingastaönum Við Skóla- brú, aftan viö Dómkirkjuna í Reykja- vík, og hefst kl. 19.30. Íþróttamaöur Hauka 1999 verður kynntur á morgun, gamlársdag, í fé- lagsheimili Hauka við Flatahraun í Hafnarfirði. Athöfnin hefst kl. 12.30. Sabine Egger frá Austurríki sigraði í svigkeppni í heimsbikamum á skíð- um sem fram fór á hennar heimaslóö- um í Lienz í gær. Natasa Bokal frá Slóveniu varð önnur og Karin Köll- erer frá Austurríki þriðja. Köllerer kom mest á óvart því hún var í 30. sæti eftir fyrri ferðina. Richard Möller Nielsen frá Dan- mörku var í gær ráðinn landsliðs- þjálfari ísraelsmanna í knattspymu. Nielsen stýrði danska landsliðinu þegar það varð Evrópumeistari árið 1992. Það kemur í hans hlut að rétta ísraelsmenn við eftir kjaftshöggið sem landar hans, Danir, réttu þeim i úrslitaleikjunum um sæti i loka- keppni EM í haust. Danir unnu þá 5-0 í ísrael og 3-0 í Danmörku. Bruce Grobbelaar, hinn gamalkunni fyrram markvörður knattspyrnuliðs Liverpool, hefur verið ráðinn þjálfari suður-afriska liðsins SuperSport United út þetta timabil. Liðið er í mikilli fallbaráttu. Harry Kewell, hinn ástralski leik- maður Leeds, var í gær útnefndur knattspymumaöur ársins í Eyjaálfu. Ástralir áttu einnig tvo næstu menn í kjörinu, Mark Viduka og Ned Zelic, og fjórði varö Christian Karembeu, franski landsliðsmaðurinn sem er frá eyjaklasanum Nýju-Kaledóníu. KR sigraði Keflavik, 5-0, í úrslita- leik á innanhússknattspyrnumóti FH- inga í Kaplakrika í fyrrakvöld. Einar Örn Birgisson skoraði þrjú marka KR-inga. Úrvalsliö austur- og vestur Evrópu í körfuknattleik áttust viö í Moskvu í gærkvöld. Austrið fór með sigur af hólmi, 112-107, en þetta var í fjórða sinn sem leikur af þessu tagi fer fram. Vasily Karasev skoraði 20 stig fyrir austrið en hjá vestrinu var Arturas Karnisovas stigahæstur með 29 stig. Real Sociedad festi í gær kaup á rússneska landsliðsmanninum Dmitri Khokhlov frá hollenska lið- inu PSV Eindhoven. Rússinn skrifaði undir þriggja ára samning við spænska liðið. -VS/JKS NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Atlanta - Indiana........89-116 Jackson 19, Rider 16 - Miller 25, Davis 19. Charlotte - Milwaukee . . .109-105 Coleman 27, Campbell 17 - Robinson 36, Allen 28. Cleveland - Washington . . .96-94 Kemp 35, Murray 15 - Strickland 20, White 16. Orlando - Miami .......106-109 Abdul-Wahad 21, Gattling 21 - Mourning 28, Carter 21. Chicago - Detroit........77-91 Armstrong 22, Brand 27 - Stackhouse 23, Hill 20. Utah - Vancouver .......101-90 Malone 29, Hornacek 22 - Dickerson 25, Abdul-Rahim 18. Seattle- Sacramento . . . .104-113 Payton 25, Barry 24 - Webber 31, Martin 21. Golden State - Philadelphia .94-97 Cummings 23, Jamison 21 - Iverson 34, Geiger 15. LA Lakers - Phoenix.......103-87 O'Neal 27, Bryant 18 - Robinson 24, Chapman 18. _ mam ámmm. áam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.