Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 7
28 + 29 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Wílar FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 #7ar Ford Mustang 1964. Trabant 1963. g Toyta Corolla 1966. Ford T 1914. g Austin Mini 1959. Saab 96 1960. Ford Bronco. Willy’sjeppi 1942. ^ Land Rover 1948. Lesendur DV-bíla hafa valið: Bíll aldarínnar á slandi um með sérstökum merkjum. Með því að greiða lágmarksgjald, fimm mörk á mánuði, fengu vænt- anlegir kaupendur söfnunarkort, en enginn fengi bílinn sinn afhentan fyrr en búiö væri aö greiða alla upp- hæðina, 900 mörk, 50 marka afhend- ingargjald og 200 mörk, sem voru gjald fyrir tryggingu á bílnum í tvö ár. Ekki var hægt að segja samn- Saga bjöllunnar frá Volkswagen er samofln sögu mannsins sem hannaði hana í upphafi, Ferdinands Porsche. Saga bjöllunnar er því einnig saga Porsche. Porsche, sem fæddist árið 1875, hafði unnið að smíði bíla um langa hríð þegar bjallan varð loks að veru- leika, en upphafið má rekja til þess er hann teiknaði fyrsta bílinn alda- mótaárið 1900. Þessi fyrsti bíll hans var Porsche-Lohner Chaise 1 og var rafknúinn, en rafmótoramir voru innbyggðir í drifhjólin sjálf að fram- an. Porsche hreifst greinileg mjög af rafmagninu sem orkugjafa og hann- að í framhaldinu bíla með litlar bensínvélar sem framleiddu raf- magn til að koma bilnum áfram. Áhugi Porsche vaknaði snemma á því að koma fram með bíl sem al- menningur gæti leyft sér að kaupa, bíl sem allir gætu eignast. Hann hannaði slíkan bíl á meðan hann starfaði sem tæknilegur forstjóri hjá Daimler-fyrirtækinu í Þýska- landi, en þar sem það framleiddi að- eins dýra glæsibíla, þá var áhugi þar á bæ lítill á að framleiða bíl eft- ir þessum hugmyndum Porsche. Hann sagði upp starfi sínu þar vegna þessara deilna, en á meðan hann starfaði hjá Daimler hafði hann hannað bíl á borð við Mercedes SS og SSK, sem þótti með- al glæsilegustu sportbíla þriðja ára- tugarins. En Porsche var ekki lengi án starfs í bílaiðnaðinum og fékk fljót- lega vinnu hjá Steyr í Austurríki, en kreppan neyddi það til að sam- einast Daimler-Benz, úr var fyrir- tækið Steyr-Daimler-Puch sem enn er starfandi. Samvinnan við fyrri yflrmenn Porsche varð til þess að magna aftur upp sömu misklíð og áður varöandi smíði minni og ódýr- ari bíla og aftur hrökklaðist Porsche úr vinnu. Þessi uppsögn varð til þess að Porsche kom sér upp sinni eigin hönnunarstofu i Stuttgart í desem- ber 1930, Ing hcF Porsche GmbH. Þróun eigin bíla Nú hófst tími eigin hönnunar og þróunar hjá Porsche. Hann varð að berjast við fjárskort, en strax á ár- inu 1931 er hafin vinna við hönnun á bíl á vinnustofu Porsche sem segja má að sé grunnurinn að bjöllunni eins og við þekkjum hana án þess að það sé ljóst af þeim teikningum sem þama komust á blað. Samhliða þessu vann Porsche aö verkefnum fyrir ýmsa aðila og fékk einkaleyfi á mörgum hlutum til smíði búa, má þar nefna fjöðrunar- og höggdeyfibúnað sem byggöist á vindufjöðrun sem síöar sást bæði í Volkswagen og öðrum bílum frá Porsche. Boð um að hanna lítinn bíl fyrir NSU varð Porsche til bjargar á erf- iðum tímum. Hann kom þá fram með bO sem kallaðist Gerð 32, og er í raun næsta skref í þróunarferli Porsche í átt að bjöllunni eins og hún varð að lokum. Einn þessara bíla er enn í dag til á bílasafni Volkswagenverksmiðjanna og ber hönnuði sínum gott vitni um frum- leika. En Gerð 32 varð aldrei að veru- leika því NSU hafði ekki heimild til að smíða bíla í eigin nafni. Porsche varð því enn að leita leiða til að koma hugmynd sinni í framkvæmd, fmna aöila með nægt fjármagn og vilja til að vinna verkið. Þessi aðili fannst og reyndist vera tilbúinn til að korna verkinu í framkvæmd: Ad- olf Hitler. Volksauto - alþýðubif- reið Þegar Hitler komst til valda í Þýskalandi hófst mikið uppbygging- arstarf í kjölfar fyrri heimsstyrjald- arinnar og kreppunnar miklu sem Bandamenn skoðuðu ýmsa mögu- leika til að nýta fólksvagninn og framleiðsluna í verksmiðjunum eftir stríðið. Bjalla var send til reynslu til Bretlands, en þar vildi enginn sjá þennan bíl. Hún þótti of hávær, of ljót og allt of sérkennileg. Ástralska stríðsskaðanefndin vildi ekki þiggja verksmiðjumar og sama sagði Henry Ford. Rússar sýndu áhuga en kóln- andi sambúð austurs og vesturs lok- aði á þann möguleika. Svo fór að lokum að Þjóðveijum vom afhentar verksmiðjumar á ár- inu 1949, en það má þakka þrjósku bresku yfirforingjanna sem stjómuðu Upphaflega var aðeins hægt að kaupa KfF-Wagen (seinna Volkswagen) með því að spara fyrir honum með regluleg- um fyrirframgreiðslum. Ef ein greiðsla féll niður var allur sparnaðurinn tapaður! yfirheyrslum var hann hnepptur í fangelsi, sjötugur að aldri. Hann sat þrjá mánuði í sama fangelsi og Al- bert Speer, en var sleppt og fékk að setjast að í Zell am See, ekki langt frá vinnustofu sinni í Gmúnd í Austurríki. En þar með var sagan ekki öll, því Frakkar buðu Porsche til Frakk- lands til að ræða ákveðið verkefhi. Látið var að því liggja að áætlað væri að flytja verksmiðjurnar í Wolfsburg tÚ Frakklands en þegar á hólminn var komið var útkoman sú að Porsche og félagar hans voru hnepptir aftur í fangelsi, sumir segja að undirlagi franskra bíla- framleiðenda, og sat hann næstu tvö ár í fangelsum þar til að loks tókst að sanna að kærur sem á hann voru bornar reyndust rangar. En Porsche var farinn að heilsu eftir fangavistina og náði sér ekki á strik aftur. Honum tókst þó um síðir, eða í september 1950, að heimsækja verk- smiöjumar í Wolfsburg og ræða þróun mála við Heinz Nordhoff. Sagt er að hann hafi tárast þegar hann sá allar hraöbrautir fullar af bjöllum á heimleiðinni, draumur- inn um að skapa bíl sem almenning- ur gæti leyft sér að kaupa, bíl sem allir gætu eignast, hafði ræst. Ferdinand Porsche andaðist 30. janúar 1951, en nafn hans lifir áfram í sportbílunum sem byggðir voru á hugmyndum hans. -JR Bjöllur í kynningarakstri við Brandenborgarhliðið í Berlín 1939 og eins og sjá má er útlitið þegar orðið fullmótað. Sjá enn fremur viðtal við Finnboga Eyjólfsson, á bls. 38 síðar fylgdi í kjölfarið. Hitler vildi bæta samgöngur og einn liður í því var að gera almenn- ingi kleift að eignast eigin bila, líkt og þegar var orðin staðreynd í Bandaríkjunum á þessum tíma. En Hitler og menn hans settu Porsche harða skilmála. Hitler sjálf- ur var áhugamaður um bíla og lagði til við Porsche að hann smíðaði fjög- urra sæta bíl með loftkældri vél sem væri um einn lítri að rúmtaki. Porsche fékk 233.000 ríkismörk til að smíða þennan nýja bíl, en fram- kvæmdatíminn var naumur, aðeins tíu mánuðir í stað eins árs eins og Porsche hafði óskað eftir. Sömuleið- is var áætlað kostnaðarverð þessa nýja „alþýðuvagns" skorið niður í liðlega 900 mörk, en Porsche hafði áætlað kostnaðinn um 1550 mörk. Eftir þessa tíu mánuði var smíði bílanna ekki lokið, Porsche hafði átt að fá hjálp frá starfandi bílafram- leiöendum í Þýskalandi til verksins en þeir gerðu lítið til að hjálpa til viö smíöina, sennilega vegna öfund- ar af áhuga Foringjans á verkinu. Frumgerðir bílsins, sem kallaðist Gerð 60, voru því smíðaðar á vinnu- stofu Porsche í Stuttgart. Fyrstu bílarnir prófaðir Þegar komið var langt fram á árið 1935 var loks hægt að reynsluaka fyrstu bílunum í Svartaskógi í Suð- ur-Þýskalandi. Annar billinn var blæjubíll en hinn með heilu stál- þaki. Hönnunin byggöist á fyrstu frumgerðunum, Gerð 12 sem Porsche hafði hannað á upphafsár- unum í Stuttgart og Gerð 32 sem hönnuð var fyrir NSU. Grindin í þessum nýja bíl var með einum burðarás í miðju og gólf- ið í þessum frumgerðum var úr tré þótt þvi væri breytt í málmplötur síðar. Ýmsar vélar voru reyndar í þess- um frumgeröum bjöllunnar og það lengdi þróunarferlið enn frekar. Fyrstu raunverulegu frumgerðir bjöllunnar sáu dagsins ljós á árinu 1936, og VW3, en bílarnir tveir sem reyndir höfðu verið í Svartaskógi voru kallaöir VI og V2. Það sem var sérstakt við þessa nýju gerð, VW3, sem smíðuð var hjá Daimler-Benz, var vélin sem var einstök. Hún var smíðuð eftir hönn- un Franz Reimspiess, Austurríkis- manns sem gekk til liðs viö Porsche Frumgerðir bjöllunnar í reynsluakstri í Svartaskógi í árslok 1935, sá fremri er blæjubfll og þar er athyglisvert að sjá að framljósin eru ekki felld inn í frambrettin eins og síðar varð ofan á. á árinu 1934. Þessi nýja vél var mjög einfóld að allri uppbyggingu, 4ra strokka með sveifarás úr léttri magnesiumblöndu, stimplar úr áli og einfaldur kambás. Vélamar voru þrautreyndar í erf- iðum reynsluakstri um Alpana í VW3-bílunum. Sífellt var unnið að því að endurbæta vélamar, sveif- arásinn reyndist of veikbyggður og var settur sveifarás út steypustáli í staðinn. En þessar tilraunir bára tilætlað- an árangur og í árslok 1937 var ákveðið að halda skyldi verkefninu áfram af fullum krafti Alþýðan skyldi borga brusann Hitler ákvaö að ríkiö myndi kosta framkvæmdina við að reisa verk- smiðjur til smíði þessa nýja alþýöu- vagns, en með stuðningi þýska al- þýðusambandsins sem í raun þýddi að ríkið þjóðnýtti digra sjóði sam- bandsins til framkvæmdanna. í stað þess að láta starfandi bíla- framleiðendur um smíðina ákvað Hitler að reisa nýjar verksmiðjur frá grunni. Þeim var valinn staður í nágrenni Wolfsburg-kastala, við lít- ið þorp sem hét Fallersleben, en fékk nú nýtt nafn. Hitler hafði ákveðið að nýi bíllinn myndi kalalst Kdf-Wagen (Kraft durch Freude eða Orka með ánægju) og því skyldi þessi nýja verksmiðja og bærinn kallast Kdf-Stadt. Fyrsti hluti verksmiöjanna var tilbúinn í ársbyrjun 1939, vélbúnað- ur var að mestu bandarískur og þangað streymdi fjöldi Þjóðverja sem kynnst höfuð bílasmíði vestan- hafs og voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að gera bilinn að al- menningseign í Þýskalandi. Upphafegar áætlanir Hitlers um smíði alþýðuvagnsins gerðu ráð fyr- ir smíði milljón bíla á ári. Fyrstu áætlanir um nýju verksmiðjumar gerðu ráð fyrir smíöi 150.000 bíla á árinu 1940 og að framleiðslan myndi aukast í 1,5 milljón bíla á ári innan tveggja ára. Safnað fyrir bílnum Til að einfalda smíöina var að nokkru farið eftir hugmyndum Henry Ford, því aðeins átti að vera hægt að fá bílinn í einum lit, blágrá- um, og aðeins einn máti var mögu- legur að kaupa bílinn, væntanlegir kaupendur urðu að safna fyrir hon- ingnum upp og ef ein greiðsla féll niður var öll upphæðin töpuð. Þrátt fyrir að þetta væru harðir kostir gengu 336.688 manns að þess- um skilmálum og lögðu samtals fram um 280 milljónir marka. Stríðið stöðvaði fram- leiðsluna En enginn þessara rúmlega 336 þúsund væntanlegra kaupenda fékk nokkru sinni bílinn sinn því Hitler hóf aðra heimsstyrjöldina i septem- ber 1940 með því að ráðast inn í Pól- land og verksmiðjurnar nýju hófu framleiðslu hergagna. Féð sem verkamennirnir þýsku höfðu safnað fór í stríðlok til Rússa sem stríös- skaðabætur. Á stríðsárunum var meðal ann- ars framleiddurí verksmiðjunum svonefndur „Balabíll" eða „Kúbelwagen”, sem var með sömu grind og Kdf-bíllinn en meö meiri veghæð og mjög svo frumstæðri innréttingu, og síðar voru þróaðar fleiri útgáfur af þessari herútgáfu fólksvagnsins og þar á meðal ein sem gat siglt á vatni. Endurreisn eftir stríðið Bandarískir hermenn tóku verk- smiðjurnar herskildi 10. apríl 1945 og frelsuöu verkamennina sem flestrir voru ánauðugir erlendir á stríðsárunum. Fyrstu bilamir voru með sömu 1.131cc vélinni sem verið hafði í vatnabílnum sem smíðaður var á stríðsárunum. Úrlit yflrbyggingar- innar var það sama og á VW3, lítill tviskiptur afturgluggi, loftrásir efst á vélarlokinu að aftan og sömu bogalinumar í hönnuninni. Enginn vildi framleiðsl- una Volkswagen biallan Þið völduð með okkur bíl aldarinnar Eitt af merkustu tækniundrum aldar- innar sem senn er að'liða er eflaust bíll- inn og sú bylting í samgöngum sem honum fylgdi. Fyrsti billinn sem fluttur var hingað til lands var „Thomsens-bíll- inn“ árið 1904 sem var af Cudell-gerö. Fjölgun bíla varð svo mest í nokkrum stökkum, á öðrum áratugnum, í seinni heimsstyrjöldinni og upp úr 1950, þegar bilaeign tífaldaðist á skömmum tíma. Nú er svo komið að það er einn og háif- ur íslendingur um hvem bíl í landinu og erum við þar meðal þeirra þjóða sem flesta eiga bíla miðað við höfðatölu. DV-bílar stóðu í mánuðinum fyrir vali lesenda á bil aldarinnar á íslandi í sam- vinnu við Vísi.is. Óhætt er að segja að viðtökumar voru góðar og var valið nokkuð spennandi allt til síðasta dags, sem sést vel á því að allir bílamir 30 náðu sér i atkvæði. Þó voru nokkrir sem skám sig út hvað vinsældir varðar og eiga þeir sér allir sammerkt að eiga mikla sögu hérlendis og hafa haft mikil áhrif. Hér á opnunni má sjá þá 30 bíla sem blaðamenn DV-bíla tóku saman. I mörg- um tilvikum var erfitt að velja milli hinna ýmsu gerða og undirgerða sem hér hafa verið á markaði og verður því að líta á hvem bíl sem tákn fyrir þann tíðaranda eða þá bylgju sem hann er sprottinn úr. Beðist er velvirðingar á því að í valinu á vefnum vom nokkrir bílar með vitlaus- um árgerðum (Buick 1942, Skoda 1953, Bel Air 1956) sem glöggir lesendur leiðréttu okkur með og ein mynd var vitlaus af Renault hagamúsinni og munaði þar einni kynslóð 4CV bíla. stríðsfangar. Þrátt fyrir að mikið af vélbúnaði væri eyðilagt gátu Bretar, sem tóku við yfirstjóm verksmiðj- anna, hafið takmarkaða framleiðslu í verksmiðjunum með hjálp hluta verkamannanna sem héldu þar kyrru fyrir. Alls voru framleiddir rúmlega 520 „Balabílar” fram til ársloka 1945. Breski herinn kallaði verksmiðj- umar Bifreiðaverksmiðjuna Wolfs- burg og hóf að framleiða þar bíla sem byggðu á frumgerðunum sem Porsche og menn hans höfðu hann- að og smíðað fyrir stríðið og einnig á þeim bílum sem framleiddir voru Ferdinand Porsche sá ekki draum sinn rætast fyrr en hann var kominn á sjötugsaldur Vildi framleiða ódýran bíl sem allir gætu eignast VW3-bíllinn var án afturglugga en stórar loftrásir voru efst á vélarhlífinni. verksmiðjunum eftir stríðið að þar var framleiðsla á annað borð, einkum Ivan Hirst majór, sem margir telja að hafi bjargað verksmiðjunum í Wolfs- burg með því að útvega pöntun á 10.000 bílum strax á fyrsta árinu. Þann fyrsta janúar 1948 var skipað- ur nýr forstóri í Wolfsburg að undir- lagi Hirst og nánasta yfirboðara hans, Radclyffe ofursta. Þessi ný forstjóri var Heinz Nordhoff og hann stjómaði uppbyggingunni næstu tuttugu árin. Hann hafði áður starfað fyrir BMW og Opel og reynsla hans tryggði vel- gengni sem varð að stöðugri sigur- göngu næstu árin, því framleiðslan margfaldaðist og vorið 1949 var 50.000 bjallan framleidd í „Volkswa- genwerk", en svo voru verksmiðjum- ar kallaðar eftir að Nordhoff tók þar við stjómartaumunum. Porsche fangelsaður Hlutur Ferdinand Porsche í upp- byggingunni í Wolfsburg var eng- inn. Bandamenn töldu að hann hefði verið of handgenginn nasist- um í stríðinu og að loknum löngum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.