Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 8
30 FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Þegar Henry Ford kynnti Ford Model T fyrst til sögunnar vildi hann koma fram með bíl „sem kostaði lítið, væri einfaldur í notkun og endingargóður.“ Þegar T-módelið kom fram á sjónar- sviðið hafði Ford þegar haslað sér völl i bandariska bílaiðnaðinum. Hann hóf þátttöku í honum með smíði fyrsta bíls- ins á árinu 1895, smíðaði eftir það nokkra kappakstursbíla, meðal annars 999-bilinn sem Bamey Oldfleld setti heimsmet í hraðaakstri á á árunum 1902 og 1903. Ford sjálfur setti síðan heimsmet í hraðakstri á árinu 1904 sem var 91,3 mílur á klukkustund (146,9 km/klst). Þessi velgengni hans varð til þess að hann stofnsetti ásamt nokkrum öðrum eigin bílasmiðjur árið 1903. Á næstu árum eignaðist hann meirihluta í verk- smiðjunum. Áreiðanlegir og notadrjúgir Fyrstu bílamir frá Ford þóttu áreið- anlegir og notadrjúgir miðað við það sem gerðist í bílaiðnaði þess tíma. Ekki vom nafngiftimar að þvælast fyrir mönnum á þessum árum því Ford not- aði einfaldlega stafrófið til að einkenna framleiðslu sína og því hét fyrsti bíllinn einfaldlega Ford Model A. og Stýrið vinstra megin Meðal vinsælla nýjunga sem Ford innleiddi með Model T var að hafa stýr- ið vinstra megin í bílnum sem gerði far- þegum auðveldara að stíga um borð frá gangstéttinni. Model T var einnig fyrsti bíilinn með heilsteypta vélarblokk og gírkassa, fyrstur með vélarlok (hedd) sem hægt var að taka af á auðveldan hátt ef þörf var á viðhaldi og Ford varð einnig fyrst- ur til að notfæra sér léttar en um leið sterkar' málmblöndur, sem kallaðar vom „vanadium-stál“, við smíði bíl- anna. Það sem almenningur kunni vel að meta var hve auðvelt var að skipta um ganghraðastig í Model T. Jafnvel mestu klaufar gátu keyrt Model T án vand- ræða því plánetugíranir í gírkassanum vom mikil framfór frá því sem áður hafði þekkst í bílum. Ailt þetta varð til þess að gera Model T að þeim vinsæla bíl sem hann varð en ails vom meira en 15 miiljónir bíla smíðaðar af Model T þar til að fram- leiðslu var hætt sumarið 1927. Þegar komið var fram á árið 1908 var röðin komin að T og þann fyrsta októ- ber 1908 rann fyrsti Ford Model T úr verksmiðjum Ford. Ford vildi leggja sitt af mörkum til að gera bílinn að raunverulegri aimenn- ingseign og hann sá að eina leiðin til þess var að framleiða fleiri bíia með ódýrari hætti. Hann varð fyrstur bílaframleiðenda til að kynna til sög- unnar færibönd við smíði bíla og það fyrsta leit dagsins ljós í verksmiðjum Ford í Highland Park 1913. Þessi tækni náði strax mikiili fót- festu, ekki aðeins í bílaiðnaðinum, og FordT Runabout. Odýr, einfaldur endingargóður Fyrsti Ford-vörubíllinn, árgerö 1914. Jón Sigmundsson viö stýriö og Pétur Sigurösson, síöar háskólaritari viö hliö hans. Ljósm. Þorleifur Þorleifsson (myndin er úr bók Kristins Snælands, Bílar á íslandi). Framleiddur samfellt í 40 ár Olíukreppan í kjölfar Súez- deilunnar 1956 var kveikjan að því að einn vinsælasti búl síð- ari ára, Mini, varð til, en hann lenti í öðru sæti um val á bíl aldarinnar á dögunum. Alec Issigonis, yfirmaður hönnunardeildar BMC, sem var á þessum árum stærsti bílaframleiðandi á Bretlandi, hafði lagt fram frumdrög að nýjum byltingarkenndum smá- bil sem ekki var aðeins spar- neytinn heldur einnig með óhemjurúmgott innanrými. Það verður samt ekki annað sagt en Mini hafi slegið í gegn þegar hann var frumkynntur á árinu 1959. BDlinn var aðeins rétt liðlega þrír metra á lengd en samt með gott pláss fyrir fjóra fullorðna. Fjöðrunin var ekki síður bylting- Mini hefur veriö framleiddur nær óbreyttur ár og nýtur enn mikilla vinsælda. arkennd en útlitið, sjálfstæð fjöðr- un á öllum hjólum, framhjóladrifið kom sérlega vel út og bíllinn þótti sérlega góður i akstri þótt hjólin væru miklu minni en þá gerðist á fólksbilum almennt. Mini tók vel við sér í sölu strax þegar hann kom á markað og ekki dró það úr vinsældunum þegar samstarf við kappakstursmanninn John Cooper leiddi af sér Mini Cooper og slíkir bilar sigruðu í þremur Monte Car- lo-rallkeppnum. Issigonis var aðlaður fyrir framlag sitt til bresks bíla- iðnaðar með tilkomu Mini. Alls hefur Mini verið fram- leiddur í fjóra áratugi lítið breyttur, útlitið er enn það sama en vélbúnaði og innrétt- ingu hefur verið breytt í áranna rás. Nýr arftaki Mini er væntanleg- ur á árdögum nýrrar aldar. -JR í 40 Hér má sjá þrjá af bílum Ford: Lengst til vinstri er einn af fyrstu Model T-bílunum, í miöiö er fyrsti bíllinn frá Ford, smíðaöur 1896, og loks lengst til hægri er 15.000.000. bíllinn sem smíöaður var 1927. varð til þess gera iðnaðarvörur almennt mun ódýrari. Hve miklu færibandatæknin breytti sést ef til vill best á því því að i árslok 1913 smíðaði Ford meira en hekning allra bíla sem framleiddir voni það ár í Bandaríkjunum. Ekki allir svartir .Það er almennt haldið að allir Model T frá Ford hafi verið svartir og byggist það á frægu svari frá Ford sjálfúm sem sagði einhvem tímann á upphafsárum Model T að „þú getur fengið þá i hvaða lit sem er svo lengi sem sá litur er svart- ur“. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi regla var í raun í gidi frá 1914 til 1925 og var haldið á lofti til að gera vinnuna við færibandið fljótvirkari. En engin regla er án undantekninga og strax á árinu 1909 var hægt að fá Model T Touring í Citroén DS vakti mikla athygli fyrir sérstætt útlit og byltingarkennda vökva- fjöðrun þegar hann kom fyrst fram 1955 en þetta hefur eflaust einnig haft sín áhrif á þaö aö bíllinn varö i þriðja sæti um val á bíl aldarinnar. Citroen DS: Byltingarkenndur með sérstætt útlit Citroen DS þótti framúrstefnuleg- ur þegar hann kom á markað á ár- inu 1955 og enn í dag hafa vart kom- ið fram bílar sem taka honum fram hvað þetta varðar. Þegar DS var kynntur á bílasýn- ingunni í París haustið 1955 vakti hann mesta athygli fyrir það að hann var ekki með neitt sem kalla mætti hefðbundið grill. Hjólabúnað- urinn vakti einnig töluverða at- hygli, mikil sporvídd að framan og afturhjóiin inndregin aftast á bíln- um gáfu mikið hjólahaf og stöðug- leika í akstri. Vökvafjöörunin gaf einstaklega mikla mýkt í akstri og hægt var að stilla veghæð eftir ósk- um ökumanns og akstursaðstæðum. Citroén DS var framleiddur í þessari mynd frá 1955 til 1965, en í kjölfarið komu bílar með svipað út- liti frá Citroén. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.