Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1999, Blaðsíða 12
FMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999 Hreyfillinn var á óhefðbundnum stað miðað við þáð sem veríð hafði í bflum fyrír tíma bjöllunnar - aftur í þar sem skottið „átti" að vera! Margur íslendingurinn hefur átt Volkswagen bjöllu, sem svo er kölluð, og kann sögur að segja af þannig bíl. Líklega kann þó Finnbogi Eyjólfsson, árum saman fulltrúi framkvæmda- stjóra hjá Heklu hf„ öðrum mönnum meira að segja af bjöllunni. Hann var ungur bifvélavirki hjá Heklu þegar saga Volkswagen hófst á íslandi og sjálfur átti hann nokkra bíla af þessari gerð. Honum kemur það ekki á óvart að einmitt þessi bill skyldi verða iyrir valinu hjá lesendum DV-bila sem bíll aldarinnar á fslandi. „Þegar talað var um þýska undrið var sem það kristallaðist í Fólksvagn- inum,“ segir Finnbogi. „M er ekki endilega verið að tala um bílinn sjálf- an heldur efiiahagsundrið sem gerðist í Þýskalandi fyrstu áratugina eftir stríðið. Hann var dæmigerður fyrir það. Fljótlega eftir stríðið komu hingað tveir eða þrír Volkswagenbílar sem einkaaðilar höfðu flutt inn, t.d. árgerð ‘48 í eigu Þjóðverja sem Henkel hét og starfaði hjá Kaaber ef ég man rétt. Sá bíll var með póst í miðjum afturglugga, teinabremsur og minnsta hreyfilinn ásamt ósamhæfðum gírkassa. Sigfus Bjamason, stofriandi og for- stjóri Heklu, fékk augastað á þessari tegund. Hann var ekki tæknilega menntaður sjálfur en hann hafði ein- stakt auga fyrir því sem líklegt var til að verða góð verslunarvara. Hann var líka óspar á að leita ráða og spyrjast fyrir. Meira að segja spurði hann mig, sem þá var nýútskrifaður lærlingur og átti að fara að gera að verkstjóra. Ég hafði lesið talsvert um bilinn og leist vel á hann. Þetta endaði með því að Sigfús falaðist eftir umboðinu og fékk það undir áramótin 1952-53 og fyrstu bilamir komu þá um vorið. Tveir þeir fyrstu sem fengu Volkswagenbíla á ís- landi vom séra Óskar J. Þorláksson dómkirkjuprestur, sem fékk dökk- grænan bíl, og Guömundur Thorodd- sen prófessor, yfirlæknir á Landspítal- anum. Hans bíll var „Island grún“ - mosagrænn. Viggó Maack verkfræð- ingur hafði áður fengið bíl fyrir milli- göngu Heklu en hann tók við honum í Danmörku og kom síðar með hann hingað heim. Sá bíll var brún-sanser- aður, með sólþaki. Allt óhefðbundið, allt nýtt í Volkswagen vom ýmsar nýjungar sem mæltust misjafnlega fyrir. Bíllinn þótti ljótur og það var ýmislegt bylting- arkennt í tæknibúnaðinum sem þótti orka tvímælis. Það vom engar fjaörir og ekki gormar heldur, sem þó vom að ryðja sér til rúms um þetta leyti, held- ur það sem við kölluðum snerilfjaðrir, forspenntir öxlar bæði aftan og framan sem gáfú mjög góða, hæfilega stinna og skemmtilega fjöðmn og enga endur- sveiflu - þurfti varla sveifludeyfa. Svo var hreyfillinn ekki á réttum stað. Hann var aftur í. Menn vom vanir því að hafa hann frammi í. Gerð hans var óvenjuleg, þetta var svokallaður boxer- mótor, fjórir liggjandi strokkar, tveir á móti tveimur. Loks var hann loftkæld- ur. Þetta fór allt heldur illa í miðaldra menn. Allt óhefðbundið, allt nýtt. En við vorum svo heppnir að þegar þetta var að gerast var talsverður fjöldi ungra manna við nám í Þýska- landi og víöar í Evrópu. Þessir menn kynntust þar Volkswagen sem flæddi yfir Evrópu á þessum árum og þeir tóku þessa bakteríu ytra. Þeir höfðu sjálfir reynslu af bílunum og höfðu staðreynt kosti þeirra. Þeir urðu sjálf- krafa viðskiptavinir okkar þegar heim kom.“ Á þessum tíma vora innflutnings- Mynd DV-bílar Teitur vatni en auðvitað fór þannig að annað hjóhð snerist áfram og hitt aftur á bak svo ég fór bara í hringi. Þá lét ég í hann læst mismunadrif og náði tökum á þessu. Það sem ég þurfti að passa var að hafa góða landtöku, helst bara slétta eyri, því gijót þoldi hann illa. í vatni var hann bestur þar sem dýpst var og ekki hætta á að hann tæki niðri á grjóti. Svona gat ég skemmt mér við að sigla yfir þar sem jafnvel stórir fólks- flutningabílar vom í ógöngum. Stund- um vildi brenna við að menn á stærri bflum uggðu ekki að sér þar sem ég dembdi mér yfir ár á Volkswagenbfln- um þar sem var vitaófært fyrir bfla sem þurftu að neyta hjólanna, heldur önuðu á eftir mér og settu allt á bólakaf. En ég þurfti ekki annað en sjá mér vísa landtöku hinum megin til að allt gengi vel.“ Ijómi yfirgömlum minningum Gamla bjallan var ffamleidd í ára- tugi og þróaðist að vissu marki með tímanum. Þó kom þar að lokum að jafnvel þessi bíll, sem í upphafi var nýjung hlaðin nýjungum varð að láta undan síga fyrir öðra enn nýrra og sem betur svaraði kröfum tímans. En minningin lifir og þar kom að Volkswagen lét undan kröfum um end- umýjun bjöllunnar í takt við nýja tima og ný bjalla varð til. „Nýja bjallan var einkum hönnuð fyrir þrábeiðni Ameríkana," segir Finnbogi, „og ber keim af þessum gamla bíl þó hún sé ekki að neinu leyti eins. En það er gaman að sjá þegar menn koma hér í salinn hjá okkur og sjá nýju bjölluna ljóma þeir gjaman upp og taka að rifja upp gamlar og góð- ar minningar um „gömlu bjölluna - fyrsti bfllinn sem ég ók“ - og annað i þeim dúr. En svona var nú það,“ segir Finn- bogi, og dregur nú að lokum spjalls okkar að þessu sinni. „Sigfús var fljót- ur að sjá gildi þess að veita góða þjón- ustu, sama hver tegundin var, því ann- ars kæmi viðskiptavinurinn ekki aft- ur. Hann innrætti okkur starfsmönn- unum það að láta viðskiptavininn njóta vafans, ef einhver væri, og sá andi hefúr alla tíð svifið yfir vötnun- um hér í Heklu.“ -SHH höft á íslandi og þurfti sérstök gjald- eyris- og innflutningsleyfi til þess að mega yfirleitt kaupa sér nýjan bíl, þannig aö kannski skipti verð ekki neinu meginmáli á þessum tíma. „Bíll- inn var nú frekar ódýr,“ segir Finn- bogi þegar spurt er um þetta. „En það er rétt, það skipti ekki öllu máli því þeir sem gátu keypt bflana vom fýrst og fremst þeir sem höfðu aflað gjald- eyrisins sjálfir - þama kom til skjal- anna svokallaöur flugmannagjaldeyrir og sjómannagjaldeyrir. Einnig þeir sem álitið var að þyrftu að hafa bfl, eins og þeir sem ég nafngreindi hér áðan. Lognaðist út af vegna verk- efnaleysis Svona var þetta fyrsta árið. Árin 1954 og 1955 var úthlutað talsverðum fjölda leyfa fyrir fólksbilum og jeppum. Þá náðum við að mig minnir um 20% af fólksbílasölunni. Þar skipti miklu að þessir námsmenn sem ég minntist á vom fyrirffam ákveðnir og það var í sjálfu sér okkar auglýsing. Þeir vom yfirleitt góðir ökumenn og fóra vel með bílana, töluðu vel um bflinn og vel um okkur. Reyndar var fljótlega stofh- aður klúbbur, Volkswagenklúbburinn, tfl að veita okkur aðhald í þjónustu og varahlutaöflun. En það fór nú svo að þessi klúbbur lognaðist út af vegna verkefiialeysis, enda var þá afgreiðslu- hlutfall varahluta hjá Volkswagen 99%, sem þýðir að 99% af því sem pantað var fékk maður með skilum. Núna þykir almennt gott hjá framleið- endum ef þetta hlutfall er 80-85%. En það sem á vantar er þá á biðlista. Frá 1955 fram tfl 1960 var algjörlega lokað fyrir innflutningsleyfi nema fyrir þá sem höfðu áðumefnd sjómanna- og flugmannaleyfi. Þeir sem þessi leyfi gátu fengið bröskuðu auðvitað með þau. 1960 var bílainnflutningur svo gefinn frjáls og þá varð markaðshlutdeild Heklu með Volkswagen strax mjög góð. Þegar menn fóra að aka Volkswagen fundust kostimir fljótt. Hann lá sérstaklega vel á vegi, var svo- lítið yfirstýrður sem var mjög gott á ís- lensku malarvegunum því það var alltaf hægt að rétta af í beygjum. Það var algengt að renna honum 30 gráður á ská í gegnum beygjumar eins og tíðkast í rallakstrinum stundum. Nett- ir bflstjórar náðu mjög góðum tökum á þessu. Undirstýrðir bflar em miklu hættulegri við svona kringumstæður. Volkswagen var ótrúlega góður í snjó. Fjöðrunin var þannig að þegar hann settist á botninn, sem var sléttur og gat virkað eins og skíði, komu hjólin nið- ur og kröfsuðu ótrúlega lengi. Það var Hér er Finnbogi Eyjólfsson viö eina leikur einn að elta t.d. fór eftir rússa- jeppann, GAZ 69, þar sem hann dró kúluna í lausamjöll.“ Miðstöðin vildi safnaryki Það vom fleiri nýjungar í Volkswagen en nefhdar hafa verið, sem sumir höfðu ótrú á í upphafi. Bensíngeymirinn var fremst í bflnum og tengibúnaður fyrir bensíngjöf, kúp- lingu og gírskiptingu lá aftur eftir bfln- um í miðjustokknum, sem jafnframt var meginburðarvirki botnplötunnar. Þetta höfðu menn efasemdir um fyrir- fram og töldu bjóða upp á bilanir, auk þess sem miðstöðin þótti viðsjárverð. Finnbogi segir að af þessu hafi mið- stöðin verið það eina sem þurfti að hafa áhyggjur af. „Afgasloftið var notað til að hita miðstöðina og blásið með loftkælingu hreyfilsins í gegnum varmaskiptahlif- ar. Þetta gat verið ágætis búnaður og miðstöðin var fljót að hitna. Kæmi hins vegar einhvers staðar gat á afgas- búnaðinn var voðinn vís, því þá kom kolsýringurinn beint inn í bflinn. Þetta vandamál var ekkert tengt við ís- land sérstaklega og það þurfti bara að passa upp á aö þetta kæmi ekki fyrir. En það sem sérstaklega var tengt okkur var rykið á malarvegunum. Kæliloftið, sem jafriframt var mið- Bjölluna. stöðvarloftið, var dregið inn um ristar ofan við vélarhlífina aö aftan, og þegar ekið var á fullri ferð á rykugum malar- vegunum sogaðist rykið inn um þessi inntök. Ryksíumar vora ekki merki- legar, bara svokallaðar miðflóttaaflssí- ur, þannig að bfllinn varð eins og ryksugubelgur undir þessum kringum- stæðum. Eina ráðið var eiginlega að loka fyrir miðstöðina þegar ekið var í miklu ryki, því miður. En það var hægt að fá bensínmiðstöð sem eyddi þessum vandamálum." Útað sigla á Volkswagen Finnbogi átti nokkra svona bíla sjálfur. „Ég átti sex Volkswagenbíla,“ svarar hann. „Gerði lítið fyrir tvo fyrstu bflana, en þegar ég átti þriðja bílinn fékk ég þá dellu að sigla á hon- um. Hafði séð í blaði að þetta hafði ver- ið prófað í Ástralíu. Ég ákvað að reyna þetta, tók úr honum sætin og setti hann á flot héma uppi á Rauðavatni, hafði gluggana opna og var sjálfur bara í klofstígvélum og óð út með hon- um. Sjólinan var við neðri brún á lukt- unum að framan ef tankurinn var tóm- ur, en að aftan var línan við númers- ljósin á vélarlokinu. Hann flaut og ég sá hvar vatnið pípti inn með götunum á botninum, þar sem leiðslur og teng- ingar lágu í gegn, og lítfllega með hurðunum. Ég þurfti ekki annað en að skipta um gúmmí á hurðunum og bera silíkon á þau til þess að þétta hurðim- ar fúllkomlega. Þær vora svo þéttar á þessum bílum að maður þurfti helst að opna örlítið glugga til að auðvelt væri að loka þeim. Það var líka létt verk að þétta með botngötunum, en vandamál- ið var vélin. Afgasloftið var auðvelt að taka upp í eitt rör. Svo þurfti að taka kæliviftuna úr sambandi þvi annars þeytti hún vatninu um allt vélarhúsið. Kveikjuna þétti ég með asbestos compound sem kallað var og fékkst hjá Skeljungi. Þessu næst fór ég að æfa mig uppi á Rauðavatni. M var kallað á lögregluna og hún bað mig að vera ekki að þessu þama þvi það færi í taugamar á fúll- orðnum konum sem þama vora i sum- arbústöðum. En ég fór annað og hélt áffam að prófa. Ég setti spaða undir felguboltana og hugleiddi ekkert hvaða áhrif mismunadrifið myndi hafa í Enn eru nokkrar bjöllur í umferö á íslandi í góöu lagi. Hér er Finnbogi Eyj- ólfsson viö bíl af þessu tagi sem er í eigu Heklu hf. Mynd DV-bílar Teitur Þegar menn fóru að aka fundust kostirnir strax - segir Finnbogi Eyjólfsson hjá Heklu hf. sem sjálfur átti sex bjöllur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.