Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2000, Blaðsíða 4
24 framtíðin MÁNUDAGUR. 3 JANÚAR 2000 g*. m ¥ A / Hallgrímur Sveins- son, staðarhaldari á Hrafnseyri: Jaðar- byggðir - lausnin á „vanda- málum" strand- byggðanna er að leyfa innbyggjurum að róa til fiskjar „Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, var eitt sinn aö því spurður hvers vegna útgerðarmenn sæktu svo stíft eftir heimildum til að kaupa nýja og stærri tog- ara fyrst þeir væru reknir með bullandi tapi. Kristján svaraði, og eflaust af hrein- skilni, að það gerðu þeir vegna þess aö þeir þyrftu ekki aö hætta sínu eigin fé við fjárfestingarnar. Þeir fengju lánað nær til fulls fyrir kaupunum úr opinberum sjóðum og veðin væru aðeins I skipunum sjálfum. Útgerðarmenn hefðu því engu að tapa. Mér þótti þetta heldur vafasamt siðferði þótt skýringin ætti eflaust viö rök að styðj- ast. Það er umhugsunarefni að fáum árum síöar voru þessir sömu menn, sem ekki hættu eigin fjármagni nema að litlu leyti til kaupa á skipum, eftir því sem Kristján Ragnarsson sagði, taldir sjálfsagðir hand- hafar ef ekki eigendur kvótans þegar hann kom til sögunnar. Þá voru rökin þau aö þeir hefðu með eigin dugnaði, fjár- magni og fórnarlund dregið fiskinn úr sjó og fært hann á land áratugum saman.” Ofangreindur texti stendur skrifaður I 2. bindi ágætrar ævisögu Steingríms Her- mannssonar. Hér talar einn af þeim sem bera höfuðábyrgð á þeirri kórvillu að örfáir aðilar eru nú lysthafendur aö stærstum hluta af óveiddum fiski í sjónum umhverf- is ísland. Þeir eru eflaust margir sem ekki hafa íhugaö þessi mál út frá þeim sjónar- hóli sem þarna kemur glöggt fram. Út- gerðarmenn eru auðvitað alls góös mak- legir en að þeir skuli hafa veriö álitnir svona miklu verðugri en sjómenn og fisk- vinnslufólk á þeim tíma sem ákvarðanir voru teknar um útbýtingu auðlinda allra landsmanna, miðaö viö hvernig þeir uröu handhafar að skipum sínum, er mikið undrunarefni. Að ekkert skuli hafa verið gert síðan til aö leiðrétta þessi miklu mis- tök er enn þá meira undrunarefni. Margir héldu lengi í þá von aö þegar viöbótarveiðiheimildum var úthlutað myndi þessi skekkja verða leiðrétt á ein- hvern hátt og fólkið í krummaskuðunum, sem hefur veitt fisk, unnið í fiski, borðað fisk og talað um fisk alla sína hunds og kattartíð, fengi einhverja leiðréttingu sinna mála. Þaö hefur ekki enn þá orðið og veröur ekki annað sagt en það sé mesta undrunarefniö. Undanfarin misseri hefur maður gengið undir manns hönd og lýst því aö landsbyggðin sé nú dauðadæmd ef ekkert verður að gert, nú síðast Byggöastofnun, sem telur stóran hluta landslns veröa að fara í gjörgæslu. Fáum af ráðamönnum dettur í hug aörar lausnir en elnhvers konar fjarvinnsia og að ráða áðurnefnda sérfræðinga í fiski til að svara f síma. Þessar úrlausnir eru út af fyrir sig ágætar svo langt sem þær ná. Ekki veitir af fjölbreytni atvinnulífsins. En hvert barnaskólabam sér í héndi sinni að eina raunhæfa lausnin á „vandamálum” strandbyggðanna umhverfis landið er að leyfa innbyggjurum þeirra að róa til fiskjar og stunda vistvænar veiðar úr fiskistofn- um sem eru aö rétta úr kútnum. Jafnvel þó þessi úrlausn kosti þaö aö hinir stóru útgerðargreifar missi einhvern spón úr askl sínum, er ekkert við því að segja. Þeir munu lifa það af. Hvenær ætla ráðamenn þjóöarinnar að opna augun? Hiálmar: „Mér flnnst að það þurfl aðeins árétta hina hlið upplýsinga- aldarinnar og það sem mætti kalla eftirlitsþjóðfélagiö. Þaö getur auðvit- að verið erfltt að ná utan um allar upplýsingar en þú sem ákveðið fyrir- tæki getur skannað alla skapaða hluti með nútimatækni. Menn skUja eftir sig rafræn boð og þannig kom- ast lífshættir manns á skrá. Víða eru svo menn farnir að selja aðgang að svona þjónustu. Þetta er að mínu mati hin varasama hlið á upplýsinga- þjóðfélaginu. íslensk erfðagreining er dæmi um fyrirtæki sem gerir út á að selja upplýsingar, sjúkraskrár, ætt- fræðiupplýsingar og svo framvegis. Að ég tali nú ekki um vélar sem verða famar að þekkja hvem mann á augnhimnunni, andlitsfallinu eða á fingurgómnum. Þá er i rauninni ver- ið að hafa algjört eftirlit með fólki. Það verða ekki endUega ríkisstjómir á bak við þetta og ég held að menn þurfl ekki að óttast Stóra bróður heldur miklu frekar marga litla bræður." Stefán Hrafn: „Menn hafa bmgð- ist við þessari tækni með því að setja reglur. Það er alltaf hægt að skil- greina ákveðna starfsemi þannig að hún teljist glæpsamleg. Við höfum tölvulög sem eiga að hafa stjóm á þessum hlutum. I sjálfu sér læmm við líka að bregðast við tækninni og möguleUíum hennar." Sieurbiöm: Það sem getur virst saklaust í dag er samt einstaklingn- um oft í óhag. Skoðum tU dæmis ítar- legan gagnagrunn um heUsufar. Tryggingafélögm geta gerst áskrif- endur að upplýsingum og komið með fyrirspumir. Það getur verið heppi- legt fyrir tryggingafélagið að geta sagt fyrir um og búið tU módel um líkur séu á ákveðnum sjúkdómi með tilliti tU heUsufars foreldra, án þess að miðað sé við ertðaefni heldur seg- ir módelið okkur ýmislegt. Þegar tví- tugur einstaklingur kemur og biður um líftryggingu þá verður litið á heUsufar foreldranna. Módelið er tU. Það verður hægt að ákvarða um ið- gjaldið út frá því og þannig nýtur „bamið“ aldrei vafans. Þessi nýja tækni getur þannig þrengt kostina sem hver einstaklingur hefur.“ F>ví er spáð að eftir- launaaldur muni lækka í framtíðinni og þess sér þegar merki víða í Evr- ópu. Mun það sama gilda um ísland? Gvlfí: „Framleiðni hvers manns hefur aukist svo mjög að við höfum efni á þvi að láta tUtölulegan lítinn hluta þjóðarinnar standa undir hefð- bundinni verðmætasköpun. Áður fyrr þegar þjóðin lifði á hungurmörk- um þá var svo sem ekki um neitt annað að ræða en menn sem vett- lingi gátu valdið ynnu og þeir sem vom orðnir gamlir unnu meðan stætt var. Þróunin er í þá átt að þarf sífeUt færri starfskrafta. Það er líka þannig að þjóðfélagið er aUtaf að verða flóknara og það tekur aUtaf lengri tima að þjálfa sig upp tU starfa. Það er ein skýringin á því að fólk fer sífeUt eldra út á vinnumarkað- inn. Hér áður fyrr í einfóldum land- búnaði, lærðu bömin af foreldrum sín- um og gátu síðan farið að vhma upp úr fermingu. I mörgum tUfeUum em þeir sem fara í háskóla orðnir fuUgUdir á vinnumarkaði um þrítugt og reyndar em menn ekki endUega búnir að mennta sig fyrir lífstíð því fólk þarf sí- feUt að vera að endumýja menntunina. Ég held að það sé tvímælalaust að þróunin gangi jafnvel enn lengra i þessa átt, þ.e.a.s að menn geti verið lengur að undirbúa sig og einnig að fólk geti farið að njóta eftirlaunaára löngu áður en starfskraftamir era á þrotum. í Vestur-Evrópu fer fólk gjama á eftirlaun um sextugt, jafnvel fyrr. Það er í og með vegna þess að menn em að vinna bug á atvinnuleysi, fólki er ýtt af vinnumarkaði fyrr en það viU tU þess að hleypa yngra fólki að. Þess vegna fer eftirlaunaaldurinn lækkandi. Ég held að þótt við búum ekki við neitt atvinnuleysi sem heitið getur að þá eigum samt eftir að sjá þró- un í þessa átt snemma á öldinni. Hvort það verður miðað við sextugt eða 65 er ómögulegt að sjá fyrir.“ Menntakerfi á nýrri öld. Eru íslenskir stúdentar á réttri leið? Stefán Hrafh: „Ég held að hluti af vandanum hljóti að vera sá að á með- an atvinnulífið krefst sífeUt meiri sér- hæfingar þá hefur menntakerfið ekki bragðist við. Við erum að útskrifa fóU? um tvítugt með breiða almenna menntun sem felur liUa almenna sér- hæfmgu í sér. Við erum jafnvel að út- skrifa fólk úr þessum almennu fógum í háskólanum, þó ég sé ekki að gera lít- ið úr heimspekinni eða mannfræðinni tU að mynda, þar sem fóUc stendur eft- ir og fær ekkert að gera sem hæfir menntun þess eða fer og gerir eitthvað annað. Kannski þurfum við að feta í fótspor tU dæmis Þjóðverja og hefja sérhæfmguna miklu fyrr.“ Guðflnna: „Það þarf að endurskoða skólakerfið út frá þeim kröfum sem við gerum, bæði sem viðskiptavemr og sem mannræktarverur vonandi. Ég er ekki sammála Stefáni því ég vU að fólk fái breiða grunnþekkingu og UUa sérhæfingu lengi vel. Ég vU að við menntum okkar fólk vel og ég vU endi- lega sjá okkur gera okkur vel í nám- skeiðum þar sem verið að leggja grunn að lífstækni. Við eigum að gera vel í að efla okkar fólk í dugnaði og framsýni. Við sem íslendingar þurfum að vera samkeppnishæf alþjóðlega og tU þess að verða þurfum við góða menntun. Við þurfum líka að virkja hugvit og ættum aUs ekki að horfa á það að hætta fyrr að vinna. Stefán Hrafn: „Ég er nokkuð viss um að aukin sérhæfing í menntakerf- inu væri leið tU að vinna bug á aga- leysi sem fylgir þjóðnmi út í gegn og kemur tU dæmis fram í því að við vinnum lengstan vinnudag allra þjóða án þess þó að vera með hæsta fram- leiðni." Sigurbjörn Sveinsson. Hiálmar: „Mig langar aðems leið- rétta Stefán aðeins vegna þess sem hann sagði um þýska menntakerfið. Það er alveg rétt að sérhæfmgin byrjar mUdu fyrr þar og ég held að það gæti verið eftirbreytnivert og sama gUdir um að stytta menntaskólanámið. Ég var sjálfur í háskóla í Þýskalandi og fann það og aðrir íslenskrn- náms- menn hafa líka talað um það. Almenn menntun íslenskra stúdenta er miklu mun lakari en þeirra þýsku. Þýskir stúdentar áttu því að venjast að vera beðnir að kynna sér eitthvert tUtekið efni, úr pólitík, mannkynssögu eða em- hveiju öðra, og halda síðan stuttan fyr- irlestur um það. Þetta er þýskum og reyndar líka frönskum menntaskóla- nemendum kennt. Sérhæföar leiðir þurfa tU að vera tU staðar en að mínu mati hefur það verið einn stærsti gaU- mn við íslenskt menntakerfi hversu lé- leg hin húmaníska menntun hefúr ver- ið. Stúdentar kannski með ágætar ein- kunnir að heiman verða oft vitni að því þegar þeir koma við erlenda há- skóla að þar eru jafnaldrar þeirra sem geta talað ftjálst og blaðlaust um gríska heimspeki, pólitísk átök eða hvaðeina. Islenskir stúdentar eiga ekki séns í þetta.“ Gunnar Helgi: „Ég er sammála því að . Mér fmnst sjálfum að það sem kemur úr menntaskólunum að það mætti klípa aftan að. Ég held að aU- ílestU- sem koma í háskóla vUji byrja fyrr af því að gæði þess sem verið er að gera í menntaskól- unum séu ekki svo mikU eða þá að það sé svo ólíkt. Það er eitthvað al- veg sérstakt við ís- lenska stúdenta, þegar þeir komast á háskólastig, og eiga að fara að tjá sig þá stoppa þeir alveg. Það er mjög ólíkt því sem gerist í öðrum löndum. Ég held að það hljóti eitthvað að vera að á öðrum skólastigum." Helga Soffía: „Talandi um tækni- þróun þá beinast áhyggjur mínar eink- um að manneskjunni sjálfri, mannin- um. Maðurhm á hættu að kunna ekki verða maður. Hvað er það að vera maður? Það er maður sem hefur sál, líkama og anda og þessi félagslegu tengsl við annað fólk. Ég óttast aUtaf að tölvutæknm forhennski manninn, það er það sem við þurfum síst á öUu að halda.“ Stefán Hrafíi: Tæknm hefúr ekki haft nokkum skapaðan hlut með það að gera að fólk kann ekki tjá sig þegar það kemur í háskóla. Erum við of upptekin af tækninni og hrædd að missa af einhverju. Hvaða áhrif hefur þetta á þjóðfélagið í framtíð- inni? Helga Soffia: „Ég er svo hrædd um að maðurinn týnist í þessu kapphlaupi sem nú er og að tæknin, bullandi fram- sýni í tækni sé svo ofsalega jákvæð eins og Stefán lætur í veðri vaka, ég er gjörsamlega ósammála því. Það versta sem getur komið fyrú er að við sitjum uppi með þjóðfélag þar sem mann- eskjan er búm að týna sjálfri sér og kann ekki að vera með öðru fólki. Við erum komin svo langt á undan sjálfúm okkur í tækninni og þegar við tölum um siðfræði þá eigum við ekki svör viö öUum þeim spumingum sem tU dæmis bara líftækniiðnaðurinn kemur með upp á borðið. Við siðfræðingar höfum bara ekki tekið þetta fyrú. Það er hættulegt því þá kunnum við held- ur ekki veijast því sem er óhoUt. Ég er ekki með þessu að draga úr þekkingar- leit mannsins." Stefán Hrafn: „Þú vUt að minnsta kosti hamla henni!“ Helga Soffía: „Já. hreint út sagt þá vU ég bara gera það. Stefán Hrafíi: „Ég held að ekkert þjóðfélag hér á jörðu sé þannig forritað að men n geti komið sagt; æi, slappaðu af. Hvemig viU presturinn hamla framförum í tækni og vísindum. Þeú sem ekki nýta sér tölvutæknina og þann tímaspamað sem hún hefur í för með sér era annars flokks þegnar. Það má ekki gleyma þvi að tímasparandi tæki eins og tölvur verða tU þess að menn vinna sér inn tíma sem þeú geta þá tU dæmis eytt með bömunum sin- um. Ef menn loka sig frá tækninni þá hafa þeú minni aðgang að stofnunum, alþingi, sveitarstjórnarfólki og svo framvegis. Þú hefúr minni stjóm á fiármálum þínum, menntun þinni og þekkingu." Helga Soffía: „Málið snýst um að hafa stjóm á sjálfum sér. Ef menn verða of uppteknú af tækninni er ég hrædd um að hún fari á endanum að stjóma þeim. Ég er nefnUega ein af þessum.annars flokks þegnum sem nota ekki tölvutækni. Það er tala um að spara tíma en mér er tU efs að menn noti aukatímann tU að leika við böm- in sín.“ Hiálmar: „Það er aUtaf talað um að menn megi ekki missa af vagninum í tölvutækninni. Að mínu mati er þetta lúaleg breUa tíl að neyða fólk tU að kaupa nýjustu tölvuna. Menn kaupa sér tölvu og að ári liðnu er þeim sagt að hún sé úrelt. Þetta tengist líka því hversu lélegú neytendur íslendingar eru. Ég held að íslensku þjóðfélagi sé kannski hættara en mörgum öðrum þjóðfélögum að fólk festist í þessu lífs- mynsúi. Það er bara ekkert annað tek- ið gUt. Fólk getur ekki á nokkum hátt talist annars flokks þegnar þótt það kjósi að labba út í búð í stað þess að kaupa inn í tölvunni. Mér finnst aUt of mikið „hype“ í krúigum Netið og á von á því að menn komist að því síðar að þetta er ekki svona merkUegt fyrú- bæri.“ Helga Soffía: “Hvað finnst þér gaman að gera þeg- ar þú hefur tíma tU að gera það sem þig langar tU?“ Hjálmar: “Þá ör- sjaldan að tækifæri gefst þá er það að vera með fjölskyldunni. Mér finnst t.d. frábært þegar það tekst að spila jatsí eða eitthvað álíka en það er ofboðslega sjaldan. Eða lesa frábæra bók. Þetta krefst ákveðins tíma og að maður rói sig aðeins niður, sem er ekkert auð- velt.“ Helga Soffia: Mér finnst eftútekt- arvert þegar viö erum að tala um ung- linga yfúleitt og hvort ég sem prestur hafi orðið vör við eitthvað nýtt í hegð- un krakkanna. Ég held ég hafi aldrei séð það jafnskýrt og núna hvað þeú sitja um okkur sem erum að kenna þeim og vUja tala. Þau koma inn í kúkjuna og vUja tala og mér finnst þetta aukast ár frá ári.“ Hiálmar: “KoUegi minn, kona sem á þijú böm, hafði verið bíllaus en varð leið á því og keypti bU og keyrði yngsta son sinn á dagheimUið sem var í göngufæri frá heimUinu. Eftú tvær eða þijár vikur bað strákurinn hana um að losa sig við bUinn vegna þess að bamið saknaði þessa korters sem það haíði með móður sinni við að labba í leikskólann eða sitja í strætó og rabba við hana. Ég held að tíminn sé lykUat- riði í öUum framtíðarspám. - Hver ræður yfir tímanum.“ Hvað um stjórnmálin, er fólk að missa áhugann á þeim og áhugann á að hafa áhrif? Gunnar Helgi: “Þetta er eitthvað sem er að gerast alls staðar. Þátttaka í stjómmálum og stjómmálaflokkum er heldur á niðurleið. Það er kannski eng- „Ég held ég hafi aldrei séð það jafnskýrt og núna hvað þeir sitja um okkur sem erum að kenna þeim og vilja tala.“ Helga Soffla Konráösdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.