Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2000 Fréttir Sýknudómur í Vatneyrarmálinu hitamál um land allt: „Annað að gelta í héraði en á heimavelli auðvaldsins“ - rætt viö þrjá beitningarmenn viö höfnina á ísafirði í gær Sýknudómur Héraðsdóms Vest- fjarða í Vatneyrarmálinu hefur vak- ið gríðarleg viðbrögð í þjóðfélaginu. Mikil ólga er gagnvart stjórnvöldum og aðgerðaleysi þeirra við að taka á úthlutun fiskveiða. Á sunnudag verður haldinn almennur fundur í stjórnsýsluhúsinu á Vestfjörðum um erfiða stöðu vestfirskra byggða. Davíð Oddssyni er sérstaklega boð- ið til fundarins ásamt þingmönnum Vestfirðinga. DV fór á stúfana í gær og leit inn í beitningarskúr við höfnina á ísa- firði til að þreifa fyrir sér um kvóta- málin. Þar hittum við þá að vinnu félagana Reyni Torfason, Júlíus Ólafsson og Ólaf Thorarensen og fengum álit þeirra á málinu. Reynir Torfason: „Dómurinn kom, hann var birtur, en það fer eft- ir mafíunni sem stjórnar hvort hann er kominn til að vera. Það er annað að gelta í héraði en á heima- velli auðvaldsins. Davíð má fara til Kanari og ég væri alveg til í að borga fyrir hann, en bara aðra leið- ina. Ef Hæstiréttur staðfestir ekki dóminn þá er ekki lengur réttarríki hér. Júlíus og Olafur viö beitningu - rfkisstjórnin hefur brotlent. DV-myndir Kolbrún Sverrisdóttir Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Aragata, Grettisgata, Hverfisgata, Eggertsgata, Frakkastígur, Vatnsstígur, Fossagata, Klapparstígur, Lindargata, Flókagata, Sóleyjargata, Háteigsvegur, Fjólugata. Upplýsingar veitir afgreiðsla DV í síma 550 5777 éJSí Jggii . 1 1 / 1/ ' m H ' f\ Í|pl| , m || il j “li: j&v . - m V H Reynir Torfason - til í að borga aðra leiðina fyrir Davíð. Júlíus Ólafsson sagði: „Það gat ekkert annað gerst, spurningin er hvað gerist í Hæstarétti, hvort þeir sýna af sér bleyðuhátt gagnvart hin- um háa herra, það er kominn tími á Davíð, hann má fara að hvíla sig. Ólafur Thorarensen sagðist myndu vilja senda ríkisstjórnina og alla hennar fylgifiska til Mars. „Þá er ör- uggt að við fengjum þá ekki aftur, þeir hafa brotlent í öllum málum og Kanarí er ekki inni í myndinni". -KS Lionsklúbbur Grundarfjaröar blandaður klúbbur: Ekki lengur bara karlaklúbbur - 7 af 10 nýliðum eru konur DV, Grundarfiröi: Lionsklúbbur Grundarfjarðar, sem stofnaður var árið 1972, hélt síðasta fund sinn á öldinni sem leið þann 29. des. sl. Fundurinn var með glæsilegu yfirbragði enda mörg tilefhi til að gera fundinn eftirminnilegan. Fyrir það fyrsta voru teknir inn 10 nýir fé- lagar, sjö þeirra voru konur. Þar með er klúbburinn orðinn einn fárra blandaðra klúbba á landinu. Eiður Öm Eiðsson, hótelhaldari að Hótel Framnesi, þar sem fundir klúbbsins em haldnir í vetur, töfraði fram gómsæta rétti úr villibráð eins og honum er lagið. Tónlistarfólk úr Tónlistarskóla Eyrarsveitar kom fram og kryddaði hátíðina með viðeigandi tónlistaratriðum. Eftir forréttinn hófst inntökuathöfnin og var það for- maður klúbbsins, Gunnar Kristjáns- son, sem stjómaði henni. Endaði inn- tökuathöfnin með því að nýliðum var afhentur hluti fósturjarðarinnar í formi steinvölu úr Eyrarsveit. Tveir af stofnfélögum Lionsklúbbs Grundarfjarðar, Guðmundur Runólfs- son og Njáll Gunnarsson, voru sæmd- ir Melvin Jones-viðurkenningu Lions- hreyfingarinnar. í hvert sinn er Mel- vin Jones-félagi er tilnefndur er greidd ákveðin upphæð í Alþjóða hjálparsjóð Lions en sjóður þessi er neyðarsjóður sem leggur til fjármagn þegar skyndileg neyð skapast. Hér á landi minnast menn framlaga sjóðsins eftir snjóflóðið á Flateyri og Vest- mannaeyjagosið, svo eitthvað sé nefnt. -DVÓ/GK Þeir fengu Melvin Jones-viðurkenningu. Gunnar Kristjánsson, formaður klúbbsins, er lengst til vinstri. DV-myndir GK Lionsklúbbur Grundarfjarðar færði Grundarfjarðarkirkju 200 þúsund krónur fyrir skömmu og er myndin tekin við það tækifæri. Það er Móses Geir- mundsson, gjaldkeri klúbbsins, sem afhendir Hallgrími Magnússyni, gjald- kera sóknarnefndar, peningaupphæöina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.