Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2000, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Súkkulaðisvindlarinn. Sakbitinn súkku- laðisvindlari „Mig langar til að biðja DV að koma afsökunarbeiðni á framfæri fyrir mig því ég iðrast mjög þess sem ég gerði,“ sagði súkkulaði- svindlarinn sem hafði fé af sam- starfsfólki og vinnuveitendum í Nóa-Síríusi með þvi að ljúga upp dauða móður sinnar og dóttur. „Af- sökunarbeiðnin gæti hljóðað svona: Ég bið allt fyrrum samstarfsfólk * mitt í Nóa-Síríusi afsökunar á fram- ferði mínu á vinnustaö skömmu fyr- ir jól. Ég hef ákveðið að leita mér hjálpar vegna lygaáráttu minnar og hyggst leggjast inn á Vog í þeim til- gangi, enda óvirkur alkóhólisti frá árinu 1981. Ég veit að það getur ver- ið erfitt að fyrirgefa en ég bið ykkur öO að reyna,“ sagði súkkulaðis- vindlarinn i gær. -EIR Snæfellsnes: Flutningabíll fór út af Ökumaður fiskflutningabils ósk- aði eftir aðstoð lögreglu í gær eftir að bifreið hans hafði oltið við Am- arstapa á SnæfeOsnesi. Hann slasað- ist ekki en aðstoða þurfti við að koma bilnum upp á veg. -hól Baráttumaður í Helgarblaði DV á morgun er ítar- legt viðtal við Guðmund Pál Ólafsson náttúrufræðing sem er einn skelegg- asti baráttumaður gegn Fljótsdals- virkjun. Guðmundur hefur barist gegn speOvirkjum í íslenskri náttúru síðan í LaxárdeOunni fyrir 30 árum. Einnig er í blaðinu opinskátt viðtal við Þröst EmOsson, fyrrum frétta- mann, sem í kjölfar veikinda var ,■ A neyddur tO að hætta á Ríkissjónvarp- inu. Rætt verður við Miklos Dalmay píanóleikara og íjaOað um vandamál miðaldra karlmanna. Viöskiptaháskólinn í Reykjavík hefur fengiö nýtt nafn. Nú heitir hann einfaldlega Háskólinn í Reykjavík. Rektor skólans, Guöfinna Bjarnadóttir, tilkynnti nem- endum og starfsliöi um breytinguna á fundi í morgun. Skólinn hefur veriö starfræktur frá 4. september 1998. DV-mynd Teitur Losun á úrgangi úr svínabúinu aö Brautarholti á Kjalarnesi: Hundruð tonna af svínaskít í sjóinn - fengu áminningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur Heibrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur veitt svínabúinu að Brautar- holti á Kjalamesi áminningú, eftir að upp komst að hundruðum tonna af svínaskít frá búinu hafði verið dælt í sjóinn. Tryggvi Þórðarson, yf- irmaður umhverflssviðs HeObrigð- iseftirlits Reykjavíkur, staðfesti þetta við DV. Svínabúið hefur verið rekið án starfsleyfls. HeObrigðiseft- irlit taldi að starfsemi búsins heföi töluverð áhrif á umhverfi sitt og tO- kynnti því búið tO umhverfísráð- herra á sl. ári. Það fór þó ekki í um- hverfismat, því umhverfisráðherra taldi ekki þörf á því þar sem búið væri að veita byggingaleyfi og reksturinn farinn af stað þegar tO- kynningin barst. Það var i siðasta mánuði sem HeObrigðiseftirlitinu barst ábend- ing um að verið væri að dæla skít úr Brautarholtsbúinu í sjóinn. Menn frá eftirlitinu fóru á staðinn. Talsmenn svínabúsins sögðust hafa dælt 2-300 tonnum í sjóinn en HeO- brigðiseftirlitið hafði enga mögu- leika á að meta sannleiksgOdi þess, að sögn Tryggva. „Ég veit ekki hvort þetta er eins- dæmi eða ekki,“ sagði hann. „Við sáum í fjörunni leifar af skítnum og spæni úr honum.“ Brautarholtsbúið er eitt stærsta svínabú landsins. Fyrir nokkru var reist mjög stór nýbygging sem nú er notuð fyrir eldissvín. Framleiðslu- getan er 12.000 eldisgrísir og í búinu eru 560 gyltur. Áætláð er að 12.800 tonn af skít falli tO frá búinu á Veðrið á morgun: Þurrt aust- anlands Á morgun verður suðvestanátt, 10-15 m/s vestan tO og súld eða rigning en 15-20 m/s norðvestan- lands síðdegis. Heldur hægari austan tO og þurrt að mestu. Hiti verður á bOinu 3 tO 8 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. hverju ári. Það stendur nærri fjöl- mennri íbúðabyggð og Amarholt, sem er heObrigðisstofnun, er einnig í nágrenninu. Tryggvi sagði að fólk í nágrenninu kvartaði undan ná- lægð við svínabúið þegar verið væri að bera svítaskítinn á. M.a. væri íbúðarhús nálægt þvi sem yrði fyrir óþægindum. „Það veldur vandamál- um ef svona iðnaðarlandbúnaður er innan um aðra starfsemi," sagði Tryggvi. Eins og áöur sagði hefur svínabúið starfað án starfsleyfis. StarfsleyfistO- laga fyrir það hefur nú verið unnin en er enn í tOskilinni fjögurra vikna kynningu, þar sem hægt er að skOa inn athugasemdum. -JSS MERKILEGA MERKIVÉLIN brother PT-igoQ_ Islensklr stafir 5 leturstærðir 8 leturgerðir 6,9 og 12 mm prentborðar Prentar I tvær linur VercI kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 4 4 4 4 4 ■ -*a 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.