Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 11 Ósóttar arðgreiðslur Ég hef stundum leitt hugann að tilfinningum þeirra sem spila stórt á hlutabréfamarkaði. Sveiflurnar geta verið ærnar. Nýjasta dæmið um það er snör uppsveifla í móð- urfélagi Islenskrar erfðagreining- ar eftir að Ingibjörg heilbrigðis- ráðherra veitti Kára rekstrarleyfið um síðustu helgi. Gengi bréfanna hækkaði úr 50 dollurum í 64 doll- ara strax á mánudaginn en lækk- aði svo aftur í 52 dollara. Eign stórra hluthafa í félagi sem svo hátt er metið sveiflast því svo milljónatugum skiptir - eða slær jafnvel í þriggja stafa tölu í millj- ónum. Ákveðin sálarró Þetta skiptir kannski ekki öllu máli hjá sjóðum eða stórfyrirtækj- um þar sem tölumar eru meira og minna bókhaldsatriði. Einstak- lingur sem í þessu stendur þarf hins vegar sterkt taugakerfl. Það er í sjálfu sér ágætt að vakna upp einn daginn 50 eða 100 milljónum ríkari en þó taugatrekkjandi. Það er nefnilega talsverð áhætta fólgin í þessum sérstæðu viðskiptum og því sami möguleiki að vakna ann- an morgun eftir að hafa tapað sömu upphæð. Það faeri að minnsta kosti illa með sálartetrið í mér en svo vill blessunarlega til að lítil hætta, eða réttara sagt engin, er á því að að ég græði svo stórkostlega. Um leið get ég ekki tapað því sem ég ekki á. Þeirri stöðu fylgir ákveðin sál- arró sem ég hef talið sjálfum mér trú um að sé eftirsóknarverð. Ég er svo gamaldags í hugsun að mér fmnst ég verði að vinna með hefðbundnum hætti fyrir því sem ég eignast. Auðvitað er það tóm della. Maður horfir upp á milljónirnar og milljarðana fljóta án þess að eiga minnstu von um skjótfenginn gróða. Flestir verð- bréfastrákamir, þeir sem eru að meika það, eru með ákveðna ímynd. Þeir eru, þrátt fyrir ungan aldur, í jakkafótum með bindi. Hárið er stuttklippt, gjarnan greitt aftur, jafnvel með geli. Þarna strax skilur á milli mín og þeirra. Ég á að vísu jakkafót og slatta af bind- um en nota þau frekar spari. Smjörgreiðslu reyndi ég síðast i barnaskóla. Þá var greiðslan ekki beint aftur heldur í píku eða kóti- lettu, eins og kallað var, og gelið hét brilljantín. Þennan tíma muna gelmenni nútímans ekki og horfa að vonum með meðaumkun á þá sem kunna ekki leikreglur verð- bréfaviðskiptanna. Beita fyrir skattpínda Konan mín stendur mér framar í fjármálalegum þankagangi. Hún fylgist því betur með verðbréfa- markaðnum en þó er fjarri lagi að hún taki áhættu í þeim viðskipt- um. Hún brá samt undir sig betri fætinum fyrir nokkrum árum og keypti leyfílegan hlut í ríkisfyrir- tæki sem var einkavætt. Hún gerði nokkuð góð kaup með þessu og fékk skattafslátt að auki. Hún sýnir mér stundum gengið í þessu fyrirtæki sínu og ég viðurkenni þetta snjallræði hennar. Þegar rík- isbankarnir fóru að hluta á mark- að fyrir nokkrum misserum tók hún þátt og hvatti eiginmann sinn til hins sama. Ég treysti forsjálni konunnar og fór að ráðum hennar. Það var í lagi í Landsbankan- um. Þar gátum við keypt hlut sem nægði langleiðina í skattafsláttinn góða, beituna sem Geir Haarde og Friðrik forveri hengdu á öngul skattpíndra þegna sinna. Það fór hins vegar í verra þegar við hjónakomin ætluðum að eign- ast Búnaðarbankann. Þá snjöllu hugmynd fengu ekki færri en 90 þúsund samlanda okkar. Þegar orðsending barst frá bankanum máttum viö kaupa bréf í honum fyrir átta þúsund krónur eða svo. Við verðum því seint rík á þeim anga landbúnaðarkerfisins. Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstoðarritstjórí Arður á bók Af því að konan er svona hygg- in og leiðir vankunnandi mann sinn um einföldustu fjárfestingar á markaðnum fengum við sendi- bréf frá Landsbankanum á liðnu ári. Þar upplýsti bankinn okkur um arð af fjárfestingunni. Gott ef við fengum ekki þrjúþúsundkall hvort inn á bók. Þótt viö höfum með þeim hætti verið viðurkennd- ir eigendur bankans varð mér ekki hugsað til þeirrar stöðu hvunndags og gleymdi því eign minni inni á bókinni. Ég vona að bankinn, sem ég keypti, sjái um að ávaxta það pund. Konan heldur þvi fram að Búnaðarbankinn hafi sent okkur einhverja hundrað- kalla í tékkaformi, arð af áttaþús- undkallinum. Vel má það vera þótt ég muni það ekki. Eflaust hef ég eytt arðinum í ýsu og kartöflur hjá kaupmanninum á horninu. Þeim peningum hefur þá verið vel varið. Eiginkona mín harmaði það mest að hafa ekki keypt hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulifsins. Hún heldur því fram að í fyrsta út- boði hafi hver sem er átt kost á bréfakaupum i þeirri merku stofn- un. I reglulegri skoðun sinni á gengi fyrirtækja á Verðbréfaþingi hefur hún séð hlutinn þar marg- faldast í verði. Ég sagði henni að þar hefðu menn þurft að reiða fram ákveðið lágmark, upphæð sem ekki fannst í heimilisbókhaldi okkar. Þau rök þóttu konunni ekki gild. „Það má alltaf búa til peninga,“ sagði hún, rétt eins og við hefðum fengið beinan aðgang að lánasjóðum Landsbankans og Búnaðarbankans með hlutabréfa- kaupunum þar. Óbeinn hlutur Þótt ég vildi gjaman eiga svolít- inn hlut í deCODE hjá Kára þá er ekki svo. Ég heyrði það eða las á dögunum að taka taka þyrfti í kippu öll helstu stórfyrirtæki landsins til þess að ná verðmæti þess. Þá er ekki litið fram hjá því að hluturinn í Eimskipafélaginu, sjálfu óskabarni þjóðarinnar, hef- ur hækkað um rúmlega 60 prósent á hálfu ári. Það er ekki slakt eða um tíu prósent að meðaltali á mánuði. Eimskip siglir enn milli landa en æ ríkari þáttur í starf- semi félagsins felst í kaupum á hlut í hinum ýmsu félögum. Það væri því gott að eiga bréfsnifsi þar en ég verð að sætta mig við að svo er ekki. Þó má segja að óbeint eigi ég bæði hlut í Kára og Eimskip því konan mín taldi það hollt fjárhag mínum að kaupa í hlutabréfasjóði Búnaðarbankans fyrir áramótin. I þeim sjóði er áhættunni dreift með því að kaupa í helstu mógúl- um viðskiptalífsins. Gott ef þar fara ekki fyrir bæði deCODE og Eimskip, auk annarra helstu fyrir- tækja. Með kaupunum í sjóðnum, sagði hún, fengi ég enn og aftur skattafslátt og gæti auk þess hagn- ast, gangi þeim Kára, Herði og fé- lögum vel að reka fyrirtæki sín. Þetta lét ég sem sagt eftir konunni enda ræður hún mér aðeins heilt í fjármálum. Gleði hins lítilláta: Þótt forsjálni eiginkonu minnar hafi leitt til þess að á heimilinu finnist bréf í ríkisbönkum, einka- væddu ríkisfyrirtæki og hluta- bréfasjóði verður að viöurkennast að þessi eign er nánast aðeins að nafninu til - eða rétt til þess að redda smálegum skattafslætti hverju sinni. Þótt ég voni að þess- um stórfyrirtækjum vegni vel er engin leið til þess að ég vakni upp sem stórmilljóner. Ég sætti mig við það. Að sama skapi get ég ekki tapað miklu á viðskiptunum. Úr því sem komið er held ég að ég láti verðbréfapiltum eftir áhættuviðskiptin og haldi mig við hefðbundna starfið. Þannig sefur maður betur og gleðst í hjarta yfir því sem smálegt er og nokkuð hef- ur þurft að hafa fyrir að eignast. Það eina sem getur breytt því er að konan rekist á, i verðbréfa- rannsóknum sínum, sérlega hag- kvæman fjárfestingarkost. Hún þarf þá að „búa til peningana", því mér vitanlega sjást þeir ekki í heimilisbókhaldinu - þrátt fyrir ósóttar arðgreiðslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.