Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 19 ^iþikhús NYTT BLOMASKEIÐ 20 - 50% afsláttur af öllum Dottaolöntum mj-f . GróSurhúsin eru úttroSin af glæsilegum pottaplöntum. Fjöldi sjaldgæfra plantna og nýjunga í bland við 'ik hefóbundnar tegundir. *** <3BZs * Meira úrval en nokkru sinni! Þann fjórða febrúar nœst- komandi frumsýnir íslenska óperan verkiö Lúkretía sví- virt, óperu í tveimur þáttum eftir Benjamin Britten. Óper- an, sem á frummálinu heitir The Rape of Lucretia, var frumsýnd í Glyndebourne árið 1946. Sagnaþulir úr nútímanum út- skýra sögusvið óperunnar og fylgja söguþræðinum. Árið er 509 fyrir Krist. Þrír hers- höfðingjar Tarkvíníus, Kollatínus og Júníus sitja að drykkju í herbúð- um nærri Róm. Nokkrir hershöfð- ingjar höfðu kvöldið áður riðið til Rómar til að koma eiginkonum sín- um á óvart en þá komist að því að allar höfðu þær verið ótrúar nema Lúkretía, eiginkona Kollatínusar. Kollatínus er stoltur og glaður yflr trygglyndi konu sinnar, en það vek- ur öfund hins kokkálaða Júníusar og nautnaseggsins Tarkvíníusar sem er ókvæntur prins, sonur hins etrúska harðstjóra í Róm. Upphefst mikil orðasenna milli þeirra þar sem Júníus eggjar Tarkvíníus til að draga Lúkretíu á tálar. Tarkvíníus stenst ekki frýjunina, tekur hest sinn og ríður áleiðis til Rómar. Hann kemur á heimili Lúkretíu seint um kvöld og krefst gistingar. Um nóttina læðist hann inn í svefn- herbergi Lúkretíu og svivirðir hana. Afleiðingar þess verða skelfi- legar. Leikstjórinn Bodo Igesz er heims- þekktur og hefur unnið við Metropolitan óperuna í New York og víðar í Bandaríkjunum, Suður- Ameríku, Evrópu og Asíu. Igesz hef- ur sett upp fjölda sígildra verka, en er einnig kunnur fyrir að setja óþekkt verk á svið. Hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil hefur búið og starfað hér á landi undanfarin ár og tekið virkan þátt í tónlistarlífí íslendinga bæði sem píanóleikari og hljómsveitar- stjóri. Hann var ráðinn listrænn stjómandi og aðalhljómsveitarstjóri íslensku óperunnar á síðasta ári. Hlutverk sagnaþularins syngur Finnur Bjamason. Hann hefur hlot- ið margs konar viðurkenningar fyr- ir ljóða- og óperusöng. Finnur býr og starfar f Bretlandi. Hlutverk sagnaþulunnar syngur Emma Bell. Hún er „ein skærasta stjaman í óperuheiminum í Bret- landi“ eins og breskur tónlistar- gagnrýnandi komst að orði um leið og hann óskaði íslensku óperunni til hamingju með að hún væri aö syngja hér á landi. Ólafur Kjartan Sigurðarson syng- ur hlutverk hins veikgeöja illvirkja Tarkviníusar. Ólafur hefur að mestu starfað erlendis og eru óperu- hlutverk hans m.a. Escamillo i Car- men, Sulpice í Dóttur herdeildar- innar, Bartolo í Rakaranum frá Sevilla, Figaro í Brúðkaupi Fígarós. Ólafur hélt tónleika í íslensku óper- unni í desember á síðasta ári ásamt Emmu Bell og Finni Bjamasyni og hlutu þau öll einróma lof gagn- rýnenda og áheyrenda. Rannveig Fríða Bragadóttir syng- ur hlutverk Lúkretíu. Rannveig hef- ur sungið víða um lönd en er nú fastráöin við Óperuna í Frankfurt. Það er nokkuð langt síöan íslenskir óperugestir hafa fengið tækifæri til að sjá og heyra þessa frábæru söng- konu í óperusýningu á íslandi. Hjá íslensku óperunni fór Rannveig síð- ast með hlutverk Suzuki í Madam Butterfly 1995 og Hans í Hans og Grétu áriö 1996. Sigurður Skagfjörð Steingríms- son syngur hlutverk Kollatínusar. Sigurður stundaði nám í Söngskól- anum í Reykjavík og Vín. Hann hef- ur sungið víða bæði hér heima og erlendis. Hlutverk Júníusar syngur Jan Opalach. Hann er búsettur í Banda- ríkjunum og hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum í Bandaríkjun- um s.s. New York Ciy Opera og í Metropolitan-óperunni en einnig víða utan Bandaríkjanna. -PÁÁ Emma Bell, ung bresk söngkona, syngur hlutverk Lúkretíu. DV-mynd Teitur Lúkretía svívirt í íslensku óperunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.