Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 31
JJJ'V’ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 ★ _ ílk 31 Þjóðleikhúsið má líta stárt á sig - Halldóra Björnsdóttir leikur aðalhlutverkið í Oss morðingjum Halldóra Björnsdóttir leikur Normu í leikritinu Vér moröingjar eftir Guðmund Kamban. DV-mynd Pjetur Halldóra Björnsdóttir leikkona útskrifaöist úr Leiklistarskóla ís- lands áriö 1991. Það má segja að hún hafi fengið fljúgandi start því hún gerði strax fastan samning við Þjóð- leikhúsið þar sem hún er enn. Eins og það væri ekki nóg var fyrsta hlutverk Halldóru í leikritinu Kæra Jelena sem Þórhallur Sigurðsson leikstýrði og gekk í næstum þrjú leikár við látlausar vinsældir. „Þetta var góð byrjun og afar góð- ur skóli. Að sýna sömu sýninguna tæplega 200 sinnum kennir manni margt," segir Halldóra þegar hún lítur glöö um öxl tæpum tíu árum seinna. Halldóra er í aðalhlutverki leik- ritsins Vér morðingar eftir Guð- mund Kamban. Aftur er það Þór- hallur Sigurðsson sem leikstýrir Halldóru á þessu mjög annasama leikári en Halidóra lék í gríska harmleiknum Fedru sem settur var upp í leikhúsinu í haust og má segja að hún sé að halda fram hjá Þjóð- leikhúsinu með því að vera í öðru aðalhlutverkinu í Frankie og Johnny sem enn er verið að sýna í Iðnó. Guðmundur Kamban „Það koma stundum svona vetur þegar eins og alit gerist í einu. Það útheimtir mikla orku og þessi vetur gerir það svo sannarlega." Vér morðingjar var frumsýnt í Kaupmannahöfn 1920 og þótti þá strax einkar vandað leikrit. Það ger- ist í New York í upphafi aldarinnar og fjallar um ást og afbrýði, trúnað og svik sem fá hörmulegan endi. „Ég las þetta leikrit í mennta- skóla og hreifst af því þá. Þegar við fórum síðan að æfa það í vetur varð mér ljóst að þetta gæti verið að ger- ast í Reykjavík árið 2000. Þetta er leikrit sem vekur með manni marg- ar spurningar af tilfmningalegum og siðferðilegum toga og á fullt er- indi við okkur í dag. Það speglar tímann og reynslu sem margir þekkja úr eigin lífi.“ Skáld-Rósa Halldóra segist hafa heillast af leikhúsinu allt frá barnæsku. En man hún eftir fyrstu leiksýningunni sem hún sá? „Já, þegar ég sá Skáld-Rósu í Iðnó veturinn 1977. Ég var ellefu ára og Foreldrar mínir voru að fara í leik- húsið og af einhvejrum ástæðum var ég í bílnum með þeim. Ég gekk svo hart eftir því að fá að sjá þessa sýningu að pabbi gaf mér eftir mið- ann sinn. Annars var mamma dagmamma á þessum árum og gætti leikara- bama meðal annars og þetta elsku- lega fólk hefur sennilega séð leik- húsglampann augunum á mér og bauð mér á allar generalprufur. Svo fór ég alltaf tvisvar á hverja sýn- ingu. Fyrst vildi ég sitja aftarlega til að sjá sýninguna í heild en síðan fór ég aftur óg sat þá fremst til að fylgj- ast með leikurunum." Masja Það er fáguð klisja að spyrja leikkonur um uppáhaldshlutverk og Halldóra sleppur ekki við það. Hall- dóra er reyndar búin að leika Júlíu í Rómeó og Júlíu sem áreiðanlega margar leikkonur dreymir um. „Þessi spurning hefur alltaf farið svo í taugarnar á mér að ég hef aldrei nennt að svara henni en ég get svo sem sagt þér það. Ég er búin að leika uppáhaldshlutverkið mitt. Það er Masja í Þremur systrum eft- ir Chekov. Ég hef nokkrum sinnum leikið stór hlutverk en Norma i Vér morðingjar er eitt það stærsta sem ég hef fengist við.“ Halldóra segir starf leikstjórans mikilvægt og þótt hún hafi sjálf aldrei leikstýrt þá hafi hún vaxandi metnað til þess að takast á við verk- efni af því tagi. Halldóra segist oft fara í leikhús þótt vinnutími leikara komi í veg fyrir að hentugt sé að sækja leiksýn- ingar. „Mér finnst Þjóðleikhúsið að vissu leyti hafa alið mig upp. Með tilliti til þeirra frábæru listamanna og góða fólks sem ég hef unnið með í þessu húsi í gegnum árin finnst mér Þjóðleikhúsið mega líta stórt á sig. Ég vil aö Þjóðleikhúsið sé gott. Við verðum að hafa eitthvað til þess að miða viö og eigum alltaf að keppa að því besta.“ -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.