Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 ^4 Jósef H. Gunnlaugsson á að baki sex ferðir tii Grænlands: Komst í návígi við ísbjörn - án þess að vita það Áriö 1996 ákvað Jósef H. Gunn- laugsson aö skreppa í frí til út- landa. Þaö var skyndiákvöröun sem réö því aö hann hafnaöi á Grœnlandi og úr því varö þriggja vikna œvintýri. Þar meö var ekki _aftur snúið og síöan þá hefur Jósef fariö sex sinnum til Grœn- lands og er hvergi hœttur. „Náttúra Grænlands er ótrúlega margbrotin og sífelit eitthvað nýtt sem ber fyrir augu. Það er fátt tignarlegra en að virða fyrir sér 3 þúsund metra há granítfjöllin þar sem þau standa beint úr sjó. Því til er staður þar sem tignarleg granítfjöll eru allt um kring og menn liggja í heitri uppsprettulaug og hlusta á brothljóð ísjaka spila sin- fóníu í klettunum. Hvergi annars stað- ar hef ég fundið íyrir öðru eins frelsi enda viðkvæði á Grænlandi að fram- kvæma hvaðeina sem manni dettur í ^hug," segir Jósef sem hefur einkum "clvalið á suðurodda Grænlands, bæði að vetri og sumri. Allt frá fyrstu ferð 1996 hefur Jósef lent í ýmsum ævintýrum á Grænlandi. „Veturinn eftir fyrstu ferðina hafði ég þann starfa að keyra grænlenska bændur um ísland. Þegar ferð bænd- anna var að ljúka frétti ég að eitt sæti væri laust með flugvélinni og ákvað að skella mér með upp á von og óvon. Ég var ekki með neina ferðaáætlun upp á vasann heldur var stefnan að kynnast landinu og innfæddum betur.“ Jósef Jiélt meðal annars tO Magnúsar Stef- "anssonar sem rekur hreindýra- búgarð í Isortoq, sem er góð dag- leið úti I óbyggð- um. Náttúran óút- reiknanleg Eftir þrjár ferðir til Græn- lands festi Jósef kaup á bát hér heima og tók með sér í íjórðu ferðina. Hug- ♦myndin var að koma á fót skipu- lögðum ferðtun fyrir ferðamenn. „Ég gerði ýmsar tilraunir í þess- um efnum en málið er að á Grænlandi þýðir lítið að setja upp tímaplan fyrir heilt sumar. Það gengur ekki upp, ís- rek er mikið á þessum slóðum og menn komast ekki á ákveðna staði nema á ákveðnum tímum. Grænlensk náttúra býður einfaldlega ekki upp á skipulag en hugsanlega væri hægt að skipuleggja safaríferðir fyrir fáa far- þega í senn þar sem sveigjanleiki myndi ríkja,“ segir Jósef. Til að koma bátnum til Grænlands tók Jósef sér far ft með sanddæluskipinu Saqisoq sem hafði viðkomu í Hafnarfirði. „Ég réð mig um borð á skipið eftir að hafa hjálpað þeim með vaming um borð. Ferðin átti að taka þijá daga en Á fjöllum er alls staðar hreint vatn sem safnast hefur fyrir í nokkurs konar gildrur, en jarðvegur er ekki eins gljúpur og hér enda að mestum hluta stálhart granít. Ótrúleg jurtaflóra vex á Græn- landi, jafnvel þegar komið er í yfir 1000 metra hæð. DV-mynd JHG okkur miðaði hægt í kolvitlausu veðri og vor um heila sjö sólarhringa á leið- inni. Sem betur fer var Prins Kristi- anssund fært og við sluppum við að sigla suður fyrir Hvarf. Það var heill- andi upplifún að sigla í gegnum sund- ið og ég tók ljósmyndir í gríð og erg, sem ég því miður glataði siðar i ferð- inni.“ tindur sumarsins var sigling sem hann tókst á hendur þegar hann heimsótti Magnús hreindýrabónda í annað sinn „Það var erfið sigling en einu siglinga- tækin sem ég hafði var landakort þar sem Magnús hafði merkt inn hættuleg sker á leiðinni. Ég var vanur að hafa einhvem kunnugan með mér en því var ekki að heilsa í þessari ferð. Ég fór Bændaskólinn í Uppeinaiarsuk. Þarna rækta menn kartöflur, rófur, gulrætur og radísur f útibeöum. Slegist er um afuröirnar enda inn- flutt grænmeti ekki sambærilegt. Erfið sigling í júll 1998 tók Jósef að gera tilraun með að sigla með veiðimenn og aðra um S-Grænland. Það gekk upp og ofan, báturinn bilaði og enginn hægðarleik- ur að verða sér úti um varahluti á þessum slóðum. Jósef segist reynsl- unni ríkari eftir jietta sumar en há- Aö Göröum „Igaliku" er 110 manna bændasamfélag. Elstu húsin eru hlaöin úr grjóti, ólíkt öörum bóndabýlum. Þaö má því segja aö þetta klaustur frá 13. öld hafi staðist tfmans tönn, þó svo aö seinna hafi menn nýtt sér þaö sem pyggingarefni í nútímalegri hús. Grænlendingar ætla aö bindast samtökum um aö halda náttúru landsins hreinni og ómengaðri. Feröamenn fá því vonandi notiö stórbrotinnar náttúru heimskauta- landanna um ókomna tíð. því einn og varð að fara mjög gætilega til að sleppa ffá skeijum og ís. Á leið- inni var gríðarmargt að skoða; hrein- dýr, borgarís, hafemir og svo mætti áfram telja,“ segir Jósef. Víða leynast hættur Eyjar og sker em í þúsundatali á Suður-Grænlandi og segir Jósef að töluvert erfitt geti verið að rata. Hann hefur í gegnum tíðina kynnst mörgum íbúum landsins og segir þá alla af vilja gerða til að aðstoða. Síðast- liðið sumar sigldi hann í sjö vikur samfleytt, oftast einn og án allra fjai'skiptatækja. „Mér finnst gott að ferðast einn og á Grænlandi er maður aleinn og sér oft ekki sálu í langan tíma. Þess á milli heimsæk- ir maður fólk og spjallar. Það get- ur verið viðsjár- vert að sigla þama því ísrekið er stundum hættulegt. Svo- kallaður • bláís, sem er elsti ísinn, er svo massaður að oft stendur hann litið upp úr hafíletinum. Harður árekstur við slíkan ís get- ur haft skelfilegar afleiðingar í fór með sér. Á hveiju ári hverfa fimm til sex bátar á þessu svæði," segir Jósef en siglingar em mikilvægur samgöngu- máti þótt hægt sé að taka þyrlu á milli stærstu bæjanna en það þykir dýr ferðamáti. En það era ekki eingöngu ísjakar sem geta valdið ferðamönnum sem öðrum vandræðum á Grænlandi. ís- bimir era afar sjaldgæfir á þessum slóðum en Jósef komst í tæri við einn, þótt hann sæi hann aldrei í raun. „Eft- ir á að hyggja er dálítið svakalegt að hugsa tO þessa. Ég var gangandi á leið til Narsarsuaq einhveiju sinni að vetr- arlagi og kom ekki til bæjarins fyrr en eftir myrkur. Sjálfur vissi ég ekki af neinu en morguninn eftir frétti ég að bæjarbúar hefðu feOt stóran bjöm. Ég hef að öOum líkindum verið á göngu skammt frá biminum kvöldið áður en heppnin var með mér. Skömmu seinna feUdu þeh- svo annan bjöm eri þá vora liðin mörg ár frá því bimir sáust síð- ast þama.“ Kulusuk úspennandi Þótt ferðaþjónusta sé í stöðugri upp- byggingu á Grænlandi segir Jósef enn töluvert í land. „Þetta er enn fremur frumstætt en víða er mikil uppbygging um þessar mundir. í Narsarsuaq era tU aö mynda flestir með gemsa og net, í stærstu bæjum era góð hótel og nútíma þjón- usta rétt eins og hér á landi. „Flestir fs- lendingar sem hafa sótt Grænland heim, oftast í dagsferðum, hafa heimsótt Kulusuk sem er á aust- urströndinni. Þar rUrir mUíU eymd og í raun synd að þetta sé sú hlið Græn- lands sem flestir upplifa. Sjálfir kaUa Grænlendingar Kulusuk „baksíðuna". Suðurhluti landsins er afar frábragð- inn og möguleikai' tU ferðalaga á svæð- inu era óendanlegir ef menn taka með í reikninginn að landið er erfitt yfir- ferðar. Fólk ætti ekki gera ráð fyrir afslöppun 1 frii á Grænlandi en á móti kemur að fólk kemur oftast endumært tU baka. SUungsveiðimenn geta átt góða daga þama því mikUl fiöldi vatna er á svæðinu og öU gjöfúL Það er af svo mörgu að taka þegar Grænland er ann- ars vegar og hver og einn upplifir auð- vitað landið á sinn hátt,“ segir Jósef H. Gunnlaugsson. -aþ Áning 2000 komin út Áning 2000 er komin út en ritið hefur verið gefið út árlega frá árinu 1995. í Áningu 2000 auglýsa 323 gististaðir og 110 tjaldsvæði þjónustu sína. Sér- ij: stök at- hygli er vakin á því að nú birtast auglýsing- ar 59 sund- ; lauga þar sem fram kemur hvenær opið er, staðsetning og myndir af flestum laugunum. Áning 2000 er gefin út ís- lensku, ensku og þýsku í 42 þúsund eintökum og er dreift ókeypis á upplýsingamiðstöðv- ar og helstu viðkomustaði ferðafólks á landinu, auk þess sem henni er fiölda erlendra ferðaskrifstofa. Einnig er hægt að leita upplýsinga á gistivef : Áningar, www.gisting.is á Net- inu. Hundakúnstir Hundum er ýmislegt til lista Ilagt eins og sést á meðfylgjandi mynd. Við strendur Nýja-Sjá- lands hafa menn stundað það að kenna hundum að leika sér á brimbrettum með prýðilegum árangri. Afar vinsælt mun að fylgjast með hundum leika list- ir sinar og þykir tiltækið til þess fallið að efla ferðamanna- ; iðnað í landinu enn frekar. Ferðamenn til Sádi- Arabíu Ií fyrsta skipti geta ferðamenn sótt um vegabréfsáritun til Sádi Arabíu. Frá þessú er greint í nýjasta hefti Condé Nast Tra- veller en þar er jafnframt tiltek- ið að eingöngu verði tekið á móti sérvöldum hópum. Þá verði kvenkyns ferðamenn að virða siði infæddra og klæðast skósíðum kuflum og hylja hár sitt á meðan á dvölinni stendur. Ferðamönnum í London, sem skyndilega fá þá hugdettu að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í Alpana á skíöi, býðst nú í fyrsta sinn að taka Euroastar-hraðlestina, alla leið. Lestin leggur upp frá London á fostudögum og laugardögum og heldur um Ashford um Ermar- sundsgöngin til Bourg-St. Maurice. Ferðin tekur frá átta til tíu klukkustundum og kost- ar frá 20 til 30 þúsund krónum, allt eftir því hvort menn kjósa fyrsta eða annað farrými. Nán- ari upplýsingar um þessar lestarferðir, sem og aðrar á veg- um Eurostar, er að finna á slóð- inni www.raileurope.com á Netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.