Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2000, Blaðsíða 50
58 imm LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 33"^" Bestur árangur í víðavangs- hlaupum Góður árangur náðist í helstu viðavangshlaupum síðasta árs og slegin heimsmet bæði í karla- og kvennaflokki í heilu maraþoni eru til marks um það. Höggvið var nærri heimsmetum í hálfu mara- þoni, en athygli vekur að enginn gerði alvarlega tilraun til að hnekkja heimsmetum í 10 km hlaupum hjá hvorugu kynjanna. Keníubúar hafa alltaf verið sterkir í þessum greinum og þá sérstaklega í hálfu maraþoni í karlaflokki. Sjö bestu tímarnir sem náðust í hálfu maraþoni á árinu í karlaflokki komu í hlut Keníubúa. Hér fyrir neðan eru birtir bestu tímar sem náðust á árinu 1999 og til saman- burðar eru heimsmetin í greinun- um: 10 km konur Nafn Land Tími Tegla Loroupe Kenía 31:23 Elana Meyer S-Afríka 31:34 Kylie Risk Austurríki 31:42 heimsmet 30:39 (1989) 10 km karlar Nafn Land Timi Paul Koech Kenía 27:44 Thomas Nyariki Kenía 27:45 Joshua Chelanga Kenía 27:45 heimsmet 27:04 (1996) 1/2 maraþ., konur Nafn Land Tími Elana Meyer S-Afríka 66:44 Esther Wanjiru Kenía 66:49 Tegla Loroupe Kenía 67:52 heimsmet 66:43 (1997) 1/2 maraþ., karlar Nafn Land Tími Paul Tergat Kenía 59:22 Japlet Kosgei Kenía 60:01 Philip Rugut Kenía 60:05 heimsmet 59:17 (1998) Maraþon, konur Nafn Land Tími Tegla Loroupe Kenía 2:20:43 Eri Yamaguchi Japan 2:22:12 Joyce Chepchumba Kenía 2:23:22 heimsmet 2:20:43 (1999) Maraþon, karlar Nafn Land Tími Khalid Khannouchi Marokkó 2:05:42 Moses Tanui Kenía 2:06:16 Gert Thys S-Afrika 2:06:33 heimsmet 2:05:42 (1999) Verki má oft rekja til þess aö of lítil áhersla hefur verið lögö á brekkuhlaup niöur í móti á æfingum fyrir keppni, vegna þess aö brekkurnar eru gjarnar á aö brjóta upp hlaupataktinn hjá þeim sem eru farnir aö þreytast. Eymslum eftir hlaup er hægt að halda niðri ■ Það tekur marga skokkara daga og jafnvel vikur aö jafna sig eftir keppni í lengri hlaupum. Það kannast flestir við óþægilega verki í vöðvum líkamans sem þráast við að hverfa svo dögum skiptir. Oft I eru þessir verkir óhjákvæmilegir fylgifiskar að loknu erflðu hlaupi, en þau eru sennilega fleiri tilfellin þar sem hægt hefði verið að kom- ast hjá verkjum. Yflrleitt eru verkimir af tveim- ur ástæðum. Mikið notaðir vöðvar líkamans, sem hafa stækkað við stífar æfingar, eiga það til að herp- Iast saman að loknu miklu erfiði og hindra þannig hreyfigetuna. Af- leiðingin er stirðnun og harðsperr- ur. Einnig er algengt að þeir sem hlaupa langar vegalengdir verði fyrir skemmdum á vöðvum vegna of mikils álags. Það reynir óneitan- lega á vöðvana í fótunum að taka með hvorum yfir 20.000 skref í maraþonhlaupi. Af þeim sökum reyna skokkarar að gera ýmislegt til að sleppa við þessi óþægindi eða minnka þann tíma sem þau vara. Hægt er að draga verulega úr líkum á verkjum með skynsamleg- ; um æfingum. Mörgum hefur reynst vel að lengja hlaupin á æf- ingunum og reyna jafnframt að viðhalda taktinum allan tímann. Æfingahlaup niður brekkur hafa einnig reynst mörgum vel. Verki má oft rekja til þess að of lítil áhérsla hefur verið lögð á brekku- hlaup niður i móti á æfingum fyr- ir keppni, vegna þess að brekkurn- ar eru gjarnar á að brjóta upp hlaupataktinn hjá þeim sem eru farnir að þreytast. Viðhalda hreyfingunni Að loknu erfiðu hlaupi er hægt að grípa til ýmissa ráðstafana. Ef eitthvert þrek er eftir í skrokkn- um að loknu erfiðu hlaupi ætti að nýta það til að skokka í stað þess að nema alveg staðar. Það finnst mörgum ákaflega ánægjulegt og fé- lagslega jákvætt að standa kyrr eftir að komið er í mark og eyða löngum tíma í spjall við félagana. Hins vegar getur það stuðlað að verkjum að hætta snögglega áreynslunni og fara í nánast algert hreyfingarleysi. Af sömu orsökum er einnig mikilvægt að reyna að teygja að loknu erfiðu hlaupi. Teygjur auka blóðstreymi um lík- amann og hindra vöðvana í að skreppa of mikið saman. Ef skokkarar hafa ekki þrek til hreyfingar eftir að í mark er kom- ið gætu þeir í það minnsta lagst á bakið með fætur upp að vegg í 5-10 mínútur. Það hjálpar til að losna við eiturefni úr fótunum og eykur blóðflæðið. Það geta ekki allir lát- ið nudda sig að loknu erfiðu hlaupi, en allir vita hve jákvæð áhrif gott nudd hefur. Nuddarar ættu að hafa það í huga að nudda í átt að hjartanu til að auka blóð- streymið þangað. Það er þó ekki ráðlegt að láta einhvern nudda sig sem enga reynslu hefur í því. Ef rangt er staðið áð málum er hægt að valda meiri skaða en gagni. Ef skokkarar eru farnir að finna fyrir verulegum óþægindum ein- hvers staðar að loknu hlaupi ættu þeir að leggja ís að eymslunum. Mulinn ís kemur að mestum not- um því hann lágar sig vel að lík- amanum og veitir bestu kæling- una. ísinn getur hindrað marbletti og innri blæðingar og hefur einnig jákvæð áhrif á blóðstreymi á sár- um svæðum. Þeir sem komast ekki í ís geta oft gert það næst- besta, að kæla sig í vatni. -ÍS Saga maraþonhlaupsins Maraþonhlaupið á sér merkilega sögu sem rekja má næstum því 2500 ár aftur í tímann. Margir velta því fyrir sér af hverju hlaupið er 42 km og 195 metra langt en fyrir því eru ákveðnar ástæður. Upphaf mara- þonhlaupsins má rekja til ársins 490 fyrir Krist. Sagan segir að gríski hermaðurinn Pheidippides hafi ver- ið sendur hlaupandi frá stríðsvelli nálægt Maraþon í Grikklandi og var honum ætlað að hlaupa til Aþenu á sem stystum tíma til að tilkynna um sigur Grikkja í orrustunni sem þar hafði farið fram. Á þessum árum var litiö um að menn æfðu langhlaup, enda fór það svo að Pheidippides tókst með herkjum að stynja upp tíðindunum áður en hann hné örendur niður. Afrek hans var hins vegar vel varð- veitt á spjöldum sögunnar og því var það svo að þegar ólympíuleikar voru haldnir í fyrsta sinn í Aþenu árið 1896 var í fyrsta sinn keppt i maraþonhlaupi. Hins vegar var leið- in ekki nákvæmlega mæld og „að- eins“ keppt í 40 km. Vegalengdin var ekki nákvæm á fyrstu ólympíu- leikunum og ekki fastsett í 42,195 km fyrr en árið 1927 (Boston). Fram að þeim tíma voru miklar deilur um vegalengdina sem loks voru lagðar niður með þessari Maraþonhlaupiö. ákvörðun. Mikil barátta hefur verið um heimsmetstíma á undanförnun einum og hálfum áratug en heims- metið hefur furðulega sjaldan verið bætt á þessum tíma. Walesbúinn Steve Jones náði því árið 1984 að hlaupa á 2:08.13 í karlaflokki sem þótti mikið afrek. Eþíópíubúinn Belaine Densimo átti lengi heimsmetið í karlaflokki, hann hljóp árið 1988 á 2:06.50 en nú- verandi heimsmet í karlaflokki er 2:05.42, sett á síðasta ári af Marokk- óbúanum Khalid Khannouchi. Norska hlaupadrottningin Ingrid Christiansen átti lengi vel heims- metið í kvennaflokki, 2:21.06, sem sett var árið 1985, en nýkrýndur heimsmeistari er Tegla Loroupe frá Kenýa sem hljóp á 2:20.43 í fyrra. Af- rek Ingridar fyrir hálfum öðrum áratug stendur því vel fyrir sínu. -ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.