Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 Fréttir Inga Dóra Guðmundsdóttir, einn vinsælasti bæjarfulltrúi í Nuuk: Stolt af því að vera íslendingur - en ríkisborgararétturinn fauk fyrir kosningaréttinn DV, Nuuk: „Ég er stolt af því að vera Islend- ingur. Það að ég afsalaði mér rikis- borgararéttinum á íslandi réðst af því að ég mátti hvorki kjósa né bjóða mig fram í þingkosningum. Framan af ætlaði ég aldrei að taka upp danskan ríkisborgararétt og bíða eftir grænlensku sjálfstæði. Síðar hvarf ég frá þvi og ákvað að sækja um danskan ríkisborgararétt enda varð ég að gera það til að ná áhrifum," segir Inga Dóra Guð- mundsdóttir, bæjarfulltrúi í Nuuk. Inga Dóra, sem er dóttir íslendings- ins Guðmundar Thorsteinssonar og Benediktu Thorsteinsson, fyrrum ráðherra, hlaut næstflest atkvæði í síðustu bæjarstjórnarkosningum þar sem hún var kjörin fyrir Si- umutflokkinn til setu í 17 manna bæjarstjórn. í samræmi við styrk sinn krafðist hún embættis vara- bæjarstjóra en vegna ungs aldurs varð hún að sætta sig við að vera annar varabæjarstjóri. „Félagar mínir töldu mig vera of unga til að takast á hendur svo mikla ábyrgð að vera varabæjar- stjóri. Ég gaf mig þó ekki fyrr en kosið var um málið í bæjarstjórn," segir Inga Dóra. Hún tekur undir það sjónarmið margra að samskipti íslendinga og Grænlendinga séu of lítil. Mun meira mætti gera til að tengja þjóð- irnar tvær sterkari böndum. „Það er margt sem við gætum lært af hvor annarri. Þetta á við um fiskveiðar og vinnslu. Ég tel þó mest áríðandi að vinna meira saman á menningarsviðinu. Grænlenskir hópar fara mikið til íslands en það vantar að íslendingar komi meira til okkar. Þetta á sér þá skýringu að það er dýrara fyrir íslendinga að Inga Dóra Guðmundsdóttir er einn vinsælasti stjórnmálamaður á Grænlandi. DV-mynd Reynir fara frá íslandi og hingað en fyrir okkur að fara til íslands," segir hún. Inga Dóra segir að hún hafi sterkar taugar heim til íslands þar sem hún bjó allt til 11 ára aldurs. Hún hafi best fundið það þegar hún var á 17. júní í Reykjavík. „Það var gömul tilfinning sem allt í einu vaknaði og ég fann hvað var gott að vera íslendingur. Það breytir því þó ekki að ég veit að framtíð mín er á Grænlandi. Inga Dóra Guðmundsdóttir er að- eins 28 ára og hún er að margra mati framtíðar- stjórmálamaður. Ófáir halda því fram að hún eigi eftir aö ná til æðstu metorða í grænlenskri pólitík. En hvað segir hún sjálf? Er hún á leið- inni á landsþing- ið? „Ég hef hugs- að mikið um þau mál. Ætli megi ekki segja að ég stefni 1 lands- málin. Ég hef mikinn metnað í pólitík og sækist eftir áhrifum. Ég hef þó ekki lýst því yfir enn að ég taki þann slag. Það eru bæjarstjómar- kosningar á næsta ári og ég er að hugsa minn gang,“ seg- ir Inga Dóra. Hún segist vel geta séð fyrir sér að Grænlending- ar verði sjálf- stæðir. Það muni þó kosta tímabundnar fórnir. „Það hafa þeg- ar verið stigin fyrstu skrefm. Við erum að feta sömu slóð og Færey- ingar með því að skoða hvaða laga- setningar þarf til. Hvenær við fáum sjálfstæði er aðeins spurning um tíma,“ segir Inga Dóra. -rt Laugavegssamtökin mótmæla hækkunum á stöðumælagjöldum: Atlaga að miðborg Reykjavíkur - bílastæðavandi líka annars staðar, segir Ragna Óskarsdóttir „Við mótmælum þessu harðlega og erum að vona að þeir fresti þessu. Kynning á þessu hefur ekki verið næg og við vonumst eftir því að í ljósi þessa bréfs frá okkur verði þessu frestað," segir Ragna S. Ósk- arsdóttir hjá Laugavegssamtökun- um en samtökin sendu borgarráði bréf í gær þar sem þau mótmæla fyrirhuguðum hækkunum á stöðu- mælagjöldum um allt að 200%. „Borgarstjóri kynnti þetta fyrir ein- hverjum kaupmönnum á fundi i byrjun janúar. Það er ekki nægjan- legt og þess vegna voru Laugavegs- samtökin með fund 18. janúar þar sem þessi mál voru kynnt,“ segir Ragna. í bréfl Laugavegssamtak- anna segir að óhófleg gjaldtaka af viðskiptavinum miðborgarinnar þjóni þeim eina tilgangi að skerða samkeppnisstöðu miðborgarinnar enn frekar og hækkunin sé hrein at- laga að miðborg Reykjavíkur. Sam- tökin eru ósátt við að byggingu bíla- stæðahúsa eigi að fjármagna með gjaldtöku af stöðumælum en áætl- anir eru uppi um að reisa slík hús í Kvosinni og við Hlemm. „Bygging bilastæðahúsa er meðal annarra þjóða sjálfstæð ákvörðun sem grundvallast á arðsemi og faglegum forsendum, eins og allar fram- kvæmdir eiga að gera. Á þetta hefur því miður skort í Reykjavík. Nægir að benda á lélega nýtingu margra bílastæðahúsa árum saman, þótt einnig megi kenna um lélegum rekstri og skorti á markaðsþekk- ingu,“ segir í bréfinu. „Það eru þó ákveðnir þættir i þessu sem við erum sátt við, eins og aukið frelsi í gjaldtíma og skiptingu í þrjú gjaldsvæði, en við erum ekki sátt við þessar miklu hækkanir á einu bretti sem eru bæði í stöðu- mælagjöldum og sektargjöldum. Þá finnst okkur einnig of mikið gert úr bílastæðavanda í miðborginni, hann er líka annars staöar, eins og í Kringlunni," segir Ragna. -hdm Engar athugasemdir gerðar í 17 ár: Einar Kárason einn höfundur að Djöflaeyjunni - segir Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar „I tilefni af fréttum í DV að und- anförnu um höfundarrétt að Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kára- son vill Mál og menning taka fram að þessi bók var fyrst gefm út hjá forlaginu fyrir 17 árum og síðan hef- ur forlagið farið með útgáfurétt hennar og annast samningamál um hana hérlendis og erlendis,“ sagði Halldór, Guðmundsson, útgáfustjóri Máls og menningar, í samtali við blaðið. „Hún hefur verið gefin út í ótal útgáfum og aldrei hafa verið gerðar nokkrar athuga- semdir við það að Einar Kárason sé höfundur henn- ar. Það er óskUjanlegt að at- hugasemdir skuli koma fram nú, ekki síst vegna þess að Þórarinn Óskar hef- ur gegnum árin tekið að sér ýmis viðvik fyrir Mál og menningu og forlagið gaf út eftir hann ljósmyndabók fyrir áratug, fyrir orð Einars Kára- sonar.“ Einar Kárason. þess.“ Að Viðvíkjandi frétt í DV í gær um að Þórarinn Óskar Þórarinsson færi fram á að fá afhentar segulbandsspólur með frásögn sinni sem hann hygðist gefa út á geisladiski, sagði HaUdór að forlaginu væri ekki kunnugt um nein- ar segulbandsupptökur: „Þetta er skrifað verk og Ein- ar Kárason er höfundur lokum bætti Halldór Guð- mundsson því við að ef aUir þeir sem telja sig munnlega heimUdamenn að íslenskum skáldsögum ætluðu að gera tUkaU tU höfundarlauna þá vær- um við komin út í mjög erfið mál. „En mér vitanlega hafa forlaginu aldrei borist neinar athugasemdir af þessum sökum. Við höfum aldrei heyrt frá neinum lögfræðingi um þessi mál og heimUdamaður DV sjálf- ur, sem hefur sem sagt unnið fyrir forlagið nokkrum sinnum, hefur aldrei nefnt þetta heldur." -SA Stuttar fréttir x>v Hátækniiðnaður íslendingar eiga að geta byggt upp hátækniiðnað hér á landi á sviði líf- tækni, segir Bem- harð Pálsson, stjórnarformaður Urðar, Verðandi, Skuldar. Sjónvarpið greindi frá. GSM í Namibíu Namibía verður frá og með föstu- degi 61. landið sem Síminn GSM hef- ur gert reikisamning við. Þetta er 130. virki reikisamningur Símans við erlent farsímafélag. 5 sóttu um Fimm sóttu um embætti prests meðal íslendinga í Svíþjóð með að- setur í Gautaborg sem veitist frá 1. mars: sr. Flóki Kristinsson, sr. Hannes Bjömsson, sr. LUja Kristín Þorsteinsdóttir, sr. Skúli Sigurður Ólafsson og sr. Sigurður Amarsson. Áfengi hækkar Verð á áfengi breytist í dag. Bjór hækkar að meðaltali um 1,75% og annað áfengi að meðaltali um 0,65%. Markadur í Kína? Markaður fyrir sjávarafurðir og iðnaðarvörur frá íslandi gæti verið að opnast i Kína eftir að stjómvöld land- anna náðu samkomulagi um að lækka tollana í áföngum úr 25-30% niður í 15-20%. Bylgjan greindi frá. Kristján syngur Kristján Jó- hannsson er vænt- anlegur heim tU ís- lands í næstu viku tU að syngja í upp- færslu á Aidu í LaugardalshöU. Þar munu Sinfóníu- hljómsveit íslands, Kór íslensku Óp- erunnar, Karlakórinn Fóstbræður og einsöngvarar syngja Aidu en þó ekki í fullri, leikinni uppfærslu. Mikil þátttaka Mjög mikU þátttaka var í opnun- ardagskrá Reykjavíkur menningar- borgar Evrópu sem fram fór um helgina. Minnispeningur Kristnihátíðamefnd var í gær formlega afhentur minnispeningur úr gulli sem Seðlabankinn gefúr út í tUefni 1000 ára kristni á íslandi. Pen- ingurinn verður löglegur gjaldmiðUl að verðgUdi 10.000 krónur. Lægri tekjur Tekjur af útílutningi íslenskra hesta hafa lækkað ár frá ári frá 1996. Árið 1998 skUaði þessi útflutningur aðeins 184 mUljónum samkvæmt tollskýrslum. Mbl. greindi frá. ístak byggir ístak hf. verður verktaki við bygg- ingu verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar i Kópavogi. Mbl. greindi frá. Kúabændur hætta Samkvæmt útreikningum Lands- sambands kúabænda brá rúmlega einn kúabóndi búi í hverri viku á síð- asta ári. Mbl. greindi frá. Mikil óánægja Viðskiptaráð- herra hélt í gær fundi með formönn- um bankaráðs og aðalbankastjórum Landsbanka og Bún- aðarbanka. Ráð- herra lýsti yfir mik- Uli óánægju með ffamkvæmd verk- lagsreglna um verðbréfaviðskipti stjómenda og starfsmanna og hefur óskað eftir greinargerðum bankaráða Landsbanka og Búnaðarbanka um hvemig af hálfu bankanna hafi verið staðið að eigin viðskiptum stjómenda og starfsmanna. Pepsídrengurinn „Það er aUt í lagi með drenginn. Hann bónar og bónar og stendur sig vel,“ sagði Friðbjöm Kristjánsson hjá Bíiasölunni Evrópu um pepsídreng- inn Bóas Kristjánsson sem hóf þar störf fyrfr síðustu helgi eftir afdrifa- r&an brottrekstur úr verslun 10-11 við Laugalæk. „Hann fær pepsí af og tU og snúð á fóstudögum. Þetta er fyr- irmyndarpUtur," sagði Friðbjöm í Evrópu. -EIR/hdm/hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.