Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 Fréttir DV Ægir Birgisson, FBA, um gagnrýni vegna hás gengis bréfa í deCODE: Ekki á valdi einstakra manna að stýra genginu „Miöað viö hvar deCODE er statt, er við það að komast á hlutabréfa- markað, þá getur gengið á bréfum í því verið aðeins of hátt. En ef gengi fyrirtækisins er stillt upp miðað við sambærileg fyrirtæki þá eru þau miklu dýrari. Á móti kemur síðan að við verðum að telja að gagna- grunnurinn sé einhvers virði,“ sagði Ægir Birgisson, markaðsvið- skiptum Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, FBA, við DV vegna gagnrýni sem fram hefur komið frá Vilhjálmi Bjarnasyni rekstrarhag- fræðingi í Viðskiptablaðinu, um að gengi bréfa deCODE sé of hátt og í raun óskiljanlegt. í gagnrýni sinni segir Vilhjálmur að miðað við núverandi markaðs- verðmæti deCODE og ávöxtunar- kröfu til áhættufjárfestingar þurfi fyrirtækið að skila 20-25 milljarða króna hagnaði fyrir skatta á hverju ári um ókomna tíð og enn meiru ef árangurinn skilar sér ekki fyrr en eftir 15 ár. Vilhjálmur segir engar upplýsingar hafa komið frá deCODE eða dótturfyrirtæki þess, íslenskri erföagreiningu, sem leggja megi til grundvallar verðlagningu hlutabréf- anna. Gengið er nú 50-60 dollarar á hlut. Ægir nefnir dæmi um fyrirtæki í sama geira og deCODE sem hafi far- ið á hlutabréfamarkað á dögunum. Við skráningu hafi gengið veriö 16. Það fór í 32 við fyrstu viðskipti og er nú komið í 100. „Ég held það skipti ekki máli þótt gengi deCODE verði kannski 23-28 dollarar þegar það fer á markað. Að- alspurningin er hvert gengið verður í fyrstu viðskiptum með bréf í félag- inu og hver þróunin verður í fram- haldinu. í því sambandi er ekki svo fráleitt þó fyrirtækið muni skila nefndum hagnaði. Ef gerðar verða mikilvægar uppgötvanir sem leiða til framleiðslu lyfja og deCODE fær hlutdeild i lyfjasölunni er alls ekki útilokað að hagnaðurinn verði svona rnikill." - En nú byggir þetta allt á vænt- ingum? „Væntingarnar eru miklar gagn- vart öllum fyrirtækjum í þessum geira.“ Vilhjálmur Bjamason spyr hvort Búnaðarbankinn og einstakir starfs- menn hans hafi hagsmuni af því að knýja upp verð á hlutabréfum í deCODE og hvort miklar verðhækk- anir á hlutabréfum séu knúnar áfram af viðskiptum verðbréfafyrirtækj- anna sjálfra og einkaviðskiptum starfsmanna þeirra. „Það er ekki á valdi einstakra manna innan verðbréfafyrirtækjanna að stýra þessu. Áhættustýring í bönk- unum og innra eftirlit leyfir ekki að þeir kaupi svo mikið í fyrirtækinu að það hækki gengið. Það er staðreynd að bankamir eiga mikið undir vegna deCODE en þeir em alls ekki komnir út úr kortinu í þeim efnum,“ segir Ægir Birgisson hjá FBA. -hlh Álkynning Norsk Hydro: 540 ný störf skapast með álveri í Reyðarfirði - útborguð laun um 500 milljónir á ári og skatttekjur 125 milljónir Fulltrúar Norsk Hydro héldu álkynningu í gær sökum þess aö þeir voru ekki sáttir viö umræö- ur um álver hér á landi í haust. DV-mynd Hilmar Þór Með álveri í Reyðarfirði skapast 240 varanleg ný stöf sem krefjast kunnáttu og þekkingar og u.þ.b. 300 afleidd störf sem spanna mjög vítt svið. Útborguð laun á ári hverju verða um 500 milljónir króna og skatttekjur sem skapast nema um 125 milljónum króna. Álverið mun kaupa íslenskar vörur og þjónustu fyrir meira en milljarð íslenskra króna og má búast við verulegum vexti í þjón- ustugreinum eystra. Á ári hverju mun brúttó-útflutningsverðmæti framleiðslunnar nema um 15 millj- örðum og nettó-verðmætið verður um fjórir milljarðar króna. Þetta er með- al þess sem kom fram í álkynningu Norsk Hydro í gærdag en kynningin var haldin sökum þess að umræður um álver hér á landi í haust sann- færðu Norsk Hydro-menn um að skynjun og skilningur manna á áli er ekki alltaf i takt við nýjustu upplýs- ingar. t kynningunni var gert ráð fyr- ir meirihlutafjármögnun íslenskra fjárfesta þannig að fyrirtækiö virðist orðið afhuga því að fjármagna bygg- ingu álversins sjálft. í kynningunni kom einnig fram að nýjasti og fullkomnasti þurrhreinsi- búnaður sem til er verður notaður í verksmiðjunni til að tryggja bestu hugsanlegu orkunýtingu, bestu hugs- anlegu nýtingu á hráefni og minnsta hugsanlega útblást- ur. Umhverfismat sýnir að álverið verður vel innan al- þjóðlegra og inn- lendra viðmiðunar- marka. Þá segir að Reyðarál verði tæknivæddasta málmbræðsla sem nokkurn tímann hefur verið reist í heiminum. „Við getum ekki leyft okkur að byggja annars flokks álver vegna þess að sömu gildin eiga við í umhverfismálum og orkunýtingu og ráða í rekstri fyrirtækja," segir enn fremur. -hdm ........ j . ij Streyma í miðbæinn ■w Borgaryfirvöld hyggjast hækka stöðu- mælagjöld á bilastæð- um við Laugaveg og i Kvosinni um 150 pró- sent. Gert er ráð fyrir að eftir hækkun kosti 150 krónur, þrjá fimm- tíukalla, að leggja í klukkutíma á Lauga- vegi og í Kvosinni í stað 50 króna eða eins fimmtiukalls eins og nú. Stöðumælagjöld í hliðargötum mimu einnig hækka. Ljóst er að borgin mun hala inn verulegar fúlgur með þessari hækkun ef fólk heldur áfram að streyma í miðbæ- inn. Stöðumælasjóður á eftir að gildna ef fólk heldur áfram að streyma í miðbæinn. Fréttir segja að borgin ætli að nota gróðann sem á að verða við hækkunina ef fólk heldur áfram að streyma í miðbæinn til að fjölga bilastæðum í miðborginni. Til að fleiri streymi í miðbæinn. Og sé það til- gangurinn verða væntanlega til fleiri þriggja fimmtíukalla bilastæði og enn fleiri munu streyma í miðbæinn. Það gefur borginni aftur ráörúm til að fjölga bRastæðum í miðborginni sem einnig verða leigð á þrjá flmmtíukalla ef fólk heldur áfram að streyma í miðbæinn. Og gildir þá einu þó þeir sem streyma í miðbæinn verði að eiga nóg af klinki, verði að mæta til leiks klyfjað- ir klinki. Þeir leita þá til þjónustulundaðra versl- unareigenda, bankagjaldkera eða barmanna sem er annt um að fólk streymi í miðbæinn og skipta þvi í klink með bros á vör, eins og alltaf. Þaö er ljóst að fólk mun streyma í miðbæinn til að borga þrjá fimmtíukalla fyrir klukktíma í bíla- stæði meðan það veit að gróðinn veröur notaður til að gera fleiri bílastæði sem auðveldar þvi að streyma í miðbæinn. Og jafnvel þó gróðinn fari í fyrstu í nýja stöðumæla en ekki bílastæðahús svo það geti líka notað tíkalla og hundraðkalla. Jafn- vel þó nýju bílastæðin kosti þrjá fimmtíukalla eins og þau gömlu. Verði straumurinn þungur og öngþveitið algjört geta borgaryfirvöld alltaf grip- ið til þess ráðs að hækka stöðumælagjöldin enn meira. í fjóra, fimm eða jafnvel sex funmtíukalla fyrir klukkutímann. Borgin mun græða á öllu saman. Og kaupmenn auðvitað líka. Þeir verða að átta sig á því að fólk mun styðja heils hugar áætlun borgaryfu-valda um fjölgun bílastæða í miðborginni. En smásál- irnar, sem ekki sjá hækkun stöðumælagjaldanna í víðu samhengi, sjá ekki þá lífgjöf miðbæjarins sem felst í fjölgun bilastæða, munu hugsa sinn gang og streyma inn í Smára, Skeifu eða Kringlu þar sem bílastæðin eru ókeypis. Það er í lagi þvi kaupmenn við Laugaveg og í Kvosinni hafa ekk- ert gagn af slíku fólki. Dagfari sandkorn Stal senunni Margir voru spenntir þegar kassinn frá Erlendi Guðmundssyni í Unuhúsi var opnaður á laugardag. Þar var að finna bréf frá Þórbergi Þórðarsyni, Halldóri Laxness, Nínu Tryggvadóttur, Guðmundi Hagalín og fleiri þjóðkunnum Is- lendingum. í tilefni af opnun kassans var Hilmir Snær Guðna- son, sá ágæti leikari, fenginn til að lesa úr nokkrum þeirra valda kafla, þar á meðal úr bréfi frá Halldóri frá því hann var 19 ára. En þegar til kom gat Hilmir Snær með engu móti stautað sig fram úr bréfúnum - skildi einfaldlega ekki skriftina. Silja Aðalsteinsdóttir var á staðnum og auðvitað jafn forvitin og aðrir nærstaddir. Tók hún að rýna í párið og áður en menn vissu af var hún farin að lesa úr bréfunum við góðar undirtektir. Var lestrinum útvarpað í fréttatímum allan þann dag. Vekur þetta atvik óneitanlega spurningar um hvort skriftarkennsla í skólum í seinni tíð sé á réttri leið eða hvort tölvutækn- in sé að gera okkur ólæs á gömlu, góðu sendibréfm... Engin ábending I Sandkomi á laugardag var fjallað um meint mistök Ólínu Þorvarðardóttur, dómara í spumingaþættinum vinsæla, Gettu betur. Var fullyrt að menn hefðu áhyggjur af hve oft hún hefði orðið ber að röng- um svörum. Var þannig getið um svar viö sum- ingu um hvaða geimfar hefði flutt fyrstu menn- ina til tunglsins þar sem hún var sögð hafa tjáð alþjóð að það hefði verið Apolló 2. en ekki Apollo 11. Hið rétta í málinu er að dómari lét þess getið að hann hefði sjálfur lesið töluna sem rómverska 2 og ætlaði ekki að láta'liðið sem svaraði gjalda fyrir mislestur sinn. Varöandi meintar áhyggjur af að dómari hafi „ítrekað orðið ber að röngum svör- um“ vill dómari koma því á framfæri að ekki ein einasta ábending hafi borist um að hann hafi gefið „röng“ svör við spum- ingum keppninnar... Æpt og veinað Mike Tyson var ekki lengi að afgreiða breska boxarann Julius Francis í slag þeirra félaga um helgina. Átökin mátti að venju berja augum í beinni úrsendingu á Sýn. Horfðu margir enda útsendingin, aldrei þessu vant, á kristileg- um tíma. Bubbi Morthens sá um að lýsa því sem fyrir augu bar og hafði Val- tý Bjöm Valtýsson sér til aðstoðar í stað Ómars Ragnarsson- ar sem var í fríi. Þeir sem horfa oft á boxið á Sýn eru orðnir vanir látunum í boxlýsingunum, sérstaklega Bubba sem er eins og stunginn gris þegar hann sleppir sér. En nú brá svo við að mörgum þótti nóg um lætin og neyddust til að lækka í tækjunum til að halda stutt- an og snarpan bardagann út... Hvað með Ágúst? Enginn hefur enn boðið sig formlega fram til formanns Samfylkingarinnar en kosið verður um formann á stofn- fundi hennar einhvem tíma fyrir páska. Össur Skarphéðins- son, Guðmundur Ámi Stefánsson, Jó- hanna Sigurðardótt ir og Margrét Fri- mannsdóttir hafa öll tengst þessari um- ræðu meira og minna síðustu vik- ur. Færri hafa hins vegar minnst á Ágúst Einarsson sem féll af þingi í síðustu kosningum. Sam- fylkingarmaður fúllyrti að auðvelt yrði að skapa víðtæka sátt um Ágúst, hinn alltumfaðmandi vísdómsmann... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.