Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 9 Utlönd Haider veldur óróa: ESB-lönd hóta að elnangra Austurriki Austurrískir stjórnmálaleiðtogar ætla að koma saman til fundar i dag til að ræða hótanir Evrópusam- handsins, ESB, um að hætta sam- skiptum við Austurríki vérði Frels- isflokki Jörgs Haiders leyfð stjórnar- þátttaka. Enn hefur ekkert Evrópusam- bandsland krafist þess að Austurríki verði rekið úr sambandinu. í staðinn hóta margir ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins að einangra Austurríki. Þulur austurríska ríkisútvarpsins var skjálfraddaður í gær er hann til- kynnti að hin Evrópusambandslönd- in hefðu í raun samþykkt refsiað- gerðir gegn nýrri stjóm Austurríkis verði flokkur Haiders aðili að henni. Það vakt einnig sterk viðbrögð í Austurríki í gærkvöld er utanríkis- ráðherra Þýskalands, Joschka Jörg Haider, leiötogi Frelsisflokks- ins. Símamynd Reuter Fischer, tók afstöðu gegn starfsbróð- ur sínum í Austurríki. Lýsti Fischer því yflr að Wolfgang Schússel væri í þann veginn að gera gríðarleg sögu- leg mistök með því að hefja samstarf við Haider. Gera þyrfti ráðstafanir til þess að koma i veg fyrir að öfgasinnuð hægriöfl tækju þátt í stjómum Evrópuríkja. Thomas Klestil, forseti Austurrík- is, greindi frá því í gærkvöld að hann hefði kallað á sinn fund Viktor Klima, starfandi kanslara, og Wolf- gang Schússel utanríkisráðherra til þess að ræða hótanir Evrópusam- bandsins. Schússel, sem er leiðtogi Þjóðarflokksins og vonast til að verða kanslari með aðstoð Haiders, gagnrýndi Evrópusambandslöndin fyrir hótanir þeirra. Ekki hefði verið haft samband við Austurríki áður. Sagði Schússel að Austurríki þarfn- aðist ekki lýðræðislegrar hjálpar frá öðrum. „Við erum ekkert þróunar- land hvað varðar lýðræði og mann- réttindi. Evrópusambandið ætti að bíða þar til það sér stefnuskrá okk- ar,“ lagði Schússel áherslu á. Hann viðurkenndi að það hefði verið rétt af Haider að biðjast afsök- unar á flestum ummælum sínum um helgina um „spillta" stjórn Belgíu og „óhæfan" forseta Frakklands. Aust- urríkismenn eru vissir um að þessi ummæli hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá Evrópusamband- inu. Haider bað menn þó um að bera virðingu fyrir úrslitum kosninganna i Austurriki. Vinsældir Haiders aukast stöðugt, einkum á heimaslóðum í Klagenfurt, vegna þrýstingsins er- lendis frá. Verði kosið á ný er talið víst að staða flokks hans styrkist. Wahid ætlar að reka Wiranto hershöfðingja Forseti Indónesiu, Abdurra- hman Wahid, ætlar að reka örygg- ismálaráðherra landsins, hers- höfðingjann Wiranto. Þessu lýsti Wahid yflr eftir að indónesísk rannsóknamefnd ákvað að kanna gerðir Wirantos og fimm annarra herforingja í sambandi við óöld- ina á A-Tímor eftir þjóðarat- kvæðagreiðsluna þar í fyrra. Fyrrverandi andspyrnuhreyfing á A-Tímor fordæmdi í morgun þá ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að leyfa indónesiskum yfirvöld- um sjálfum að sækja til saka eig- in þegna fyrir morðin á A-Tímor. Miklir vatnavextir voru í ánni Elbe í Þýskalandi í gær í kjölfar úrhellisrigningar um helgina. Pessi mynd var tekin við gömlu höfnina í Hamborg í gær þar sem drengur og stúlka skoðuöu herlegheitin. Breskur læknir fundinn sekur um fjöldamorö: Talið að fórnarlömbin geti verið nálægt 200 Versti íjöldamorðingi í sögu Bret- lands, heimilislæknirinn Harold Shipman, var dæmdur í fimmtánfalt lífstíðarfangelsi í gær fyrir að myrða fimmtán konur sem voru sjúklingar hans með því að sprauta í þær heróíni. Lögreglan íhugar að ákæra lækn- inn fyrir 23 morð til viðbótar og úfi- lokar ekki að hann kunni að hafa myrt allt að tvö hundruð manns á tuttugu ára tímabili. Þegar Thayne Forbes dómari kvað upp úrskurð sinn fordæmdi hann ódæðisverkin. „Ég efast ekki um að fórnarlömbin þín hafi brosað og þakkað þér fyrir þegar þú drapst þau,“ sagði dómarinn. Hann sagði að aldrei fyrr hefði nokkurt 'mál krafist rannsóknar á jafnmörgum morðum frömdum af einum manni. Breski læknirinn og fjöldamorðing- inn Harold Shipman. Réttarhöldin yfir Shipman stóðu í fjóra mánuði og það tók kviðdóm- inn sex daga að komast að niður- stöðu. Shipman hefur ávallt neitað öllum ákæruatriðunum. Lögreglan stendur enn ráðþrota yflr því hvers vegna Shipman, sem starfaði í bænum Hyde. nærri Manchester, myrti svona marga sjúklinga sína. Fórnarlömbin voru öll konur, margar hverjar ekkjur eða fráskild- ar og bjuggu yfirleitt einar. í einu tilviki falsaði Shipman erfðaskrá fórnarlambs en annars virtist hann ekki hafa neinn áhuga á að stela frá þeim. Fram kom í réttinum að Shipman hefði verið háður verkjalyfjum. Hann var fundinn sekur árið 1976 fyrir að falsa lyfseðil vegna þessar- ar fiknar sinnar. Nýjar sannanir um tilvist viðamikils njósnakerfis Nýjar sannanir um tilvist Echelon, viðamikils njósna- og hlerunarkerfis sem stjórnað er frá Bandaríkjunum, hafa komið fram í dagsljósið, að því er danska dagblaðið Information greindi frá í gær. Blaðið vísar í skjöl frá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni (NSA) og frá leyniþjónustu Nýja-Sjá- lands sem nýlega voru gerð opinber. Information segir að enda þótt skjöl- in staðfesti tilvist Echelon gefi þau ekki skýra mynd af þvi hverjum það hefur auga með. Því er haldið fram að Echelon-kerf- ið stundi kerfisbundnar hleranir á símtölum óbreyttra borgara og fylgist með samskiptum fyrirtækja, hvort sem þau fara fram í gegnum síma, tölvupóst eða fax. Helstu þátttakend- urnir í samstarfinu eru Bandaríkin, Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja- Sjáland. Bandaríski öryggismálasérfræðing- urinn Jeffrey Richelson fékk i hendur gögnin sem staðfesta tilvist njósnakerfis þessa. • Dúkur Texstyle 1,2x50 m 3.954 kr. • Servéttur 40x40 cm 2-laga, hvítar 150 stk. 335 kr. • Kaffikanna Handy 1.245 kr. I • Glös 31 cl Granity blá 12 stk. 909 kr. • Skál Emp 23 cm 189 kr. Rekstrarvörur - svo jbú getir sinnt þínu Réttarhálsi 2*110 Reykjavík • Sími 520 6666 • Fax 520 6665 Iðavöllum 3 • 230 Keflavík • Sími 421 4156 • Fax 421 1059 borðbúnaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.