Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 13 Uppboð er eina leiðin Eg verð að játa að ég er alveg undrandi hve lítið stjórnmálamenn láta fiskveiðistjórnun- ina til sín taka. Tveir dómar sem gengið hafa, annar í Hæstarétti og hinn í héraðsdómi, staðfesta í raun að kerf- ið gengur gegn jafnræð- isreglu stjórnarskrár- innar. Samantekt á stöðunni sýnir að mik- illa skýringa er þörf þegar árangur kerfisins er metinn. Nokkur atriði til umhugsunar 1) Eftir nær tveggja áratuga notkun kerfis- ins eru þorskveiðar mun minni en áður en kerfið var tekið í notkun. 2) Fiskiskipaflotinn hefur stækkað verulega. 3) Skuldir sjáv- arútvegsfyrir- tækja hafa stór- aukist. Þær hafa aukist um 50 millj- arða frá 1995. 4) Eignatilfærsl- ur í þjóðfélaginu eru ævintýraleg- ar. 5) Fjölmargar byggðir í landinu hafa misst kjöl- festu. Eignir fólks sem átt hefur sitt undir fiskvinnslu hafa fallið í verði, atvinnuleysi og óöryggi ríkir víða þar sem útgerð var áður góð at- vinnugrein. 6) Dómstólar telja að jafhræðis- regla stjórnar- skrár sé brotin. Kjallarínn er að ýmsar stjóm- valdsaðgerðir skapa verðmæti sem ekki voru til áður. Þegar rétturinn til að veiða er takmarkað- ur verður hann verðmætur. Þegar úthluta þarf tak- mörkuðum gæðum, s.s. rásum til út- varps- og sjónvarps- rekstrar, rekstrar- leyfi gagnagrunna og innflutningi á er- lendum landbúnað- arvörum, er klárt að verið er að út- hluta verðmætum. Verðmæti sem verða til við tak- markaðan aðgang. Til lengdar geta stjórnvöld ekki úthlutað með handafli. Markaðurinn er eina tækið sem getur séð um slíka út- Guömundur G. Þórarinsson verkfræðingur Aölögun að uppboöskerfi Þjóðfélag okkar er að taka miklum breytingum. Ljóst „Boltinn er hjá stjórnmálamönnunum sem verða að ná sátt í þjóðfélaginu. Það er þeirra hlutverk," segir Guðmundur m.a. í grein sinni. hlutun á viðunandi hátt. Því eru uppboð eina leiðin til þess að tryggja jafnan aðgang. Menn verða að aðlaga sig upp- boðsleið á aflaheimildum í áfong- um. Þegar horft er yflr hvernig þetta hefur gengið fyrir sig verður að telja að það sé ámælisvert. Aukningu heimilda verður að bjóða upp og þrepa síðan úthlut- uðu heimildirnar niður. Alls ekki er víst að dómstólar muni eyða þeirri réttaróvissu sem nú ríkir. Boltinn er hjá stjómmála- mönnunum sem verða að ná sátt í þjóðfélaginu. Það er þeirra hlut- verk. Reyndar boðuðu þeir sátt fyrir kosningar. En óvissan hefur ekki verið meiri en einmitt nú. Mér segir svo hugur um að sagnfræðingar framtíðarinnar muni horfa undr- andi yfir þetta tímabil fiskveiði- stjórnunar og afleiðingar þess. Guðmundur G. Þórarinsson „Alls ekki er víst að dómstólar muni eyða þeirri réttaróvissu sem nú ríkir. Boltinn er hjá stjórnmálamönnunum sem verða að ná sátt í þjóðfélaginu. Það er þeirra hlutverk. Reyndar boðuðu þeir sátt fyrir kosningar. En óvissan hefur ekki verið meiri en einmitt nú. “ í boði er jafn réttur Sífellt breiðari hópur kvenna og karla, ungra sem aldinna, tekur virkan þátt í umræðunni um jafn- réttismál og er það vel. Undrunar- efni er hins vegar nokkur hópur sem virðist haldinn heyrnargalla af óútskýranlegum toga. Sjáið til. Talað er um j-a-f-n-r-é-t-t-i. En ein- hvers staðar á leiðinni í hljóð- skynjun þessa hóps verður hug- takið jafnrétti að karlrembu, kven- rembu eða jafnvel, ef eyru hlust- anda eru alveg að fara í hundana, að rauðum sokkum! Hvaö er að óttast? Hafa má nokkurt gaman af svona orðaleikjum um tíma en svo kemur að því að þeir ganga sér til húðar. Til hvers líka að eyða tím- anum í þref og rangfærslur þegar hægt er að verja honum í málefna- lega umræðu og úrlausnir á þeim verkefnum sem fyrir liggja. Af nógu er .að taka. Þar fyrir utan finnst mér hugtakið jafnrétti bæði skýrt og auðskilið. Mig langar líka að minnast á þau sem telja, við eft- irgrennslan, að víða sé pottur brotinn í jafnréttismálum, en þora ekki að taka þátt í umræðunni. Það get ég alls ekki skilið. Hvað er að hræðast? Pólitískar ofsóknir, hremmingar ... eða hugsanlega breytingar! Einmitt með því að taka virkan þátt í þessari málefna- legu umræðu kemur þú í veg fyrir að lenda i stöðu fórnarlambsins og stuðlar að betra samfélagi. Hver er svo staðan í dag? Svo virðist sem víða séu konur að fá lægri laun en karlar í sömu stöð- um með sömu menntun. Verðandi feður hafa lögum samkvæmt full- an rétt til orlofs eftir fæðingu barns síns. En brotalamir virð- ast vera á fram- kvæmdahliðinni. Þessu þarf að ráða bót á. Hvert er kynjahlutfall prófessora við Háskóla íslands? Konur 7% og karlar 93% ef ég man rétt. Órökrétt ekki satt? Hvað skal gera? Saltstorkinn launaseðill Ein leiðin er að gráta óhagstæð- an launaseðil og tapaðar samveru- stundir með fjölskyldunni. Það gefur skammtímalétti og salt- storkinn launaseðil. Hin leiðin, og sú árangursríkari, er að vekja at- hygli á þessari rökleysu og vinna að úrbótum. Fáir búa yfir þeim eig- inleika að geta les- ið úr þögninni það sem á þér hvílir. Því þarf að tala um hlutina. Ef ekki, veit enginn að á þér var brotið og ekkert breytist. Taktu því þátt, ekki sem fómar- lamb, heldur sem sjálfstæður, máls- metandi einstak- lingur í samfélagi sem upphefur réttlæti en haöiar ranglæti. Margt hefur breyst til batnaðar í jafn- réttismálum. Ekki þarf að fara lengra aftur en eina öld til að sjá kynin fastbundin á kynjaklafann. Konur heima, karla útivinnandi, með einstaka undantekningum. Ef ég hefði verið uppi á þessum tíma, með drauma um skurðlækn- isstarf en tilskipaðan raunveru- leika við kartöfluskrælingar, skal ég játa að ég skil þær sem brenndu brjóstahöld og klipptu hár sitt í mótmælaskyni. En tímar eru breyttir. í dag sjáum við alls staðar konur í „karlastörfum" og karla í „kvennastörfum". Sannar enn og aftur að áhugasvið kynj- anna eru ekki eins klippt og skorin og hald- ið var í þá gömlu góðu. í einstaka tilfellum erum við enn í viðjum vanans að því leyti að ákveðin störf eru einlit hvað kynjahlutfoll varðar, þó svo að kynin séu bæði fullfær um að leysa þau af hendi. Hæfni metin sam- kvæmt kjálkabreidd Súrrealískt en áhuga- vert væri ef atvinnuvið- töl færu þannig fram að milli atvinnuveitanda og umsækjanda væri eins konar sía, sem sýndi ein- göngu þrívíða mynd af heila umsækjanda á hlið atvinnuveitandans og gerði röddina kynlausa. Af hverju? Jú, heilinn er nú einu sinni það sem í langflest- um tilfellum kemur til með að bera hitann og þungann af starf- inu og því ekki nema eðlilegt að leggja megináherslu á það gang- virki. Ég á nú svo sem ekki von á því að sjá Umsækjanda-Filterinn settan á markað á næstunni en hverjum og einum væri hollt að skoða einstaklinga, konur og karla, á þessum „filterísku" nót- um. Meta hvern og einn eftir hæfni og verkum, en ekki breidd kjálka eða blaki augnhára. Amfríður Henrýsdóttir „Ef ég hefði verið uppi á þessum tíma, með drauma um skurðlækn* isstarf en tilskipaðan raunveru- leika við kartófluskrælingar, skal ég játa að ég skil þær sem brenndu brjóstahóld og klipptu hár sitt í mótmælaskyni Kjallarinn Arnfríður Henrýsdóttir forsvarskona jafnréttis- nefndar SHÍ sem stend- ur fyrir Kynjadögum 1. til 3. febrúar Meö og á móti STASI-skjölin Björn Bjarnason: „Með ólíkindum hvernig fylgst var meö öllum.- Fyrirspurn íslenskra stjórnvalda um hugsanlegan aðgang aö skjölum hinn- ar aflögöu a-þýsku leyniþjónustu, STASI, hefur vakiö eftirtekt. Á sama tíma og sumir telja nauösynlegt aö hafa uppi á öllum gögnum sem snerta hugsanlega njósnastarfsemi gegn fs- lenska rikinu telja aörir aö upprifjun slikra mála úr fortíðinni þjóni litlum hagnýtum tilgangi. Eins og kostur er Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt að íslensk stjómvöld feti í fótspor annarra ríkisstjórna og óski eftir þeim aðgangi að Stasi-skjöl- um, sem þær hafa fengið. Fá- einum vikum eftir fall Berlín- armúrsins var ég á ferð í Aust- ur-Berlín og fór meðal annars í höfuðstöðvar Stasi og ræddi þar við starfs- menn. Er ljóst að þar var gífurlegt magn upplýs- inga og raunar með ólíkindum hvernig fylgst var með öllum í þessu einræðisríki. Rannsókn á skjölunum hefur sýnt að útsend- arar Stasi störfuðu ekki einungis innan Austur-Þýskalands heldur víða um heim. Uppljóstranir um tengsl kommúnista á íslandi við skoöanabræður fyrir austan járn- tjaldið sýna að þessi tengsl fóru ekki sist um Austur-Þýskaland. Er enginn vafi á því að í kringum þau samskipti hefur verið sams konar Stasi-vefur og allt annað sem varðaði austur-þýsk stjórn- völd. Er full ástæða til að upplýsa eins mikið um þetta allt og kostur er. Tilmæli Sólveigar Pétursdótt- ur dómsmálaráðherra eru mikil- væg sem liður í því að íslendingar kynni sér allar hliðar málsins. Sannleiks- nefnd „Ég hef verið talsmaður þess að hreinsa kalda stríðið út en það þarf að gera það þannig að það sé jafnræði í því. Menn þurfa að meta þetta tíma- bil á hlutlægan og hlutlausan hátt en sarga ekki bara á því öðrum megin. Það væri af hinu góða að fá öll þess sam- skipti á hreint en það er sá gallinn á þvl að leyndinni hefur í aðalatriðum bara verið aflétt öðrum megin, þ.e.a.s. þarna eystra. Það hefði því verið eölilegt að dómsmálaráð- herra hefði óskað eftir skjölum vestanhafs líka og ég hef reyndar lagt það til í ræðum á þingi og í fjölmiðlum lika ef ég man rétt. Ég teldi það vera mjög af hinu góða að skipa einhvers konar sann- leiksnefnd sem færi yfir þetta frá hernámi íslands, inngöngunni í NATO 1949 og komu hersins 1959 og skoðaði samskiptin við stór- veldin á kaldastríðstímanum. Þetta þarf að gera upp þannig að þjóðin gæti skilið þennan hluta sögu sinnar eftir og menn væru ekki að grafa í þetta í smá- skömmtum með misvönduðum vinnubrögðum. Ég er mjög hlynntur því að menn afli upplýs- inga og að það sé unnið úr þeim en það þarf að gera það á mjög vandaðan, faglegan og hlutlægan hátt. Að sjálfsögðu þarf að vera fullt jafnvægi í þeirri heim- ildarýni." -GAR Steingrímur J. Sig- fússon: „Menn grafi ekki í smá- skömmtum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.