Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 25 Sport Sport Helgi Sigurðsson skoraöi þriöja mark Panathinaikos sem sigraði Kavala, 3-0, í grísku A-deildinni í knattspyrnu á sunnu- dag. Helgi, sem kom inn á sem varamaður eftir leikhléið, inn- siglaði sigur Pan- athinaikos á 57. mín- útu. Það stefnir í mikið einvígi Olympiakos og Panathinaikos um meistaratitilinn i ár. Olympiakos er efst með 45 stig, Panathinaikos er með 44 stig og OFI er í þriðja sætinu með 39 stig. Gerard Houllier, knattspymustjóri hjá Liverpool, ætlar ekki kaupa fram- herja til að fylla skarð þeirra Mich- ael Owens og Robbie Fowlers sem eiga báðir við meiðsli að striða. Sögu- sagnir hafa verið í gangi um nokkurt skeið að Houllier ætlaöi aö kaupa framherja eða fá lánaöan leikmann timabundið og höfðu mörg nöfn verið nefnd í því sambandi. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir eru: Eiður Smári Guðjohnsen, Fabrizio Ravanelli, Roberto Baggio, Jari Litmanen og Alen Boksic. Bresk blöö skýra frá því að Frakkkinn Eric Cantona, fyrr- um leikmaður Manchester United, sé jafnvel væntanlegur aftur í ensku knatt- spymuna. Ekki sem leikmaður heldur sem knattspyrnustjóri. Cantona hefur veriö orðaður í stól knattspyrnustjóra hjá B-deildarliðinu Fulham en stjóri liðs- ins í dag, Paul Bracewell, liggur undir miklum þrýstingi vegna frekar slaks gengi. Brynjar Valdimarsson hélt sigur- göngu sinni áfram í meistaraflokki á stigamótinu í snóker. Brynjar sigraði á öðru stigamótinu um helgina þegar hann lagöi Ásgeir Ásgeirsson, 5-4, í æsispennandi úrslitaleik sem stóð yfir í þrjár klukkstundir. Áður hafði Brynjar lagt Jóhannes R. Jóhannes- son í undanúrslitum, 4-2, og Ásgeir hafði betur gegn Gunnari Hreiðars- syni, 4-3. Brynjar Valdimars- son er meö 800 stig í efsta sæti. Gunnar Hreiðarsson er i öðru sæti með 400 stig og Ásgeir Ásgeirsson þriðji með 290 stig. í 1. flokki er Björgvin Hallgrimsson efstur með 550 stig og í 2. flokki er Gylfi Ingason efstur með 460 stig. Michael Johansen, sem leikur með Bolton í ensku B-deildinni, hefur gert samning við danska A-deildarliðið AB til fjögurra ára og gildir samning- urinn frá 1. júlí í sumar. Johansen er 27 ára gamall miðjumaður sem lék meö AB í Kaupmannahöfn áður en hann gekk í raðir Bolton. Sigurður Jónsson og félagar hans í Dundee United tryggöu sér um helg- ina sæti í 8-liða úrslitum skosku bik- arkeppninnar þegar þeir unnu Air- drie, 4-1. Sigurður Jónsson lék allan leikinn en í 8-liða úrslitunum mætir Dundee United Kilmamock eða AU- oa. Martin Aldridge, framherji enska knattspymuliðsins Blackpool, lést á sjúkrahúsi á sunnudaginn af sárum sínum sem hann slasaðist í umferöar- slysi á laugardaginn. Aldridge var að láni hjá utandeUdarliðinu Rushden and Diamonds. Thorsten Fink og Michael Tarnat, báðir leikmenn þýska stórliösins Bayem Múnchen, hafa ákveöið að framlengja samninga sína við Bayem tU ársins 2003. Samningar þeirra áttu að renna út á næsta ári en þeir komu til félagsins frá Karlsruher árið 1997. Þegar sjö stigamót- um er lokiö í borð- tennis er Guömund- ur E. Stephensen, Víkingi, (til hægri), meö yfirburðaforystu 1 karlaflokki. Guö- mundur hefur hlotið 111 stig. Markús Árnason, Víkingi, er annar með 49 stig og Adam Harðarson, Víkingi, er þriðji með 44 stig. Hjá konunum er Ingibjörg Árna- dóttir, Víkingi, efst með 32 stig, Lilja R. Jóhannesdóttir, Víkingi, er önn- ur með 22 stig og Liney Árnadóttir, Víkingi, þriöja með 3 stig. -GH 1. deild kvenna í körfu: k vann Keflavik KR ÍS Tindastóll KFÍ Grindavik 957-672 1025-623 894-780 684-846 786-1045 712-1092 leikinn n ÍS í hörkuleik Leikur Keflavíkur og ÍSI gærkvöld lof- ar góöu fyrir bikarúrslitaleik liðanna á laugardag, því Stúdínur sýndu topplið- inu verðuga keppni og það var ekki fyrr en undir blálokin að Keflavík tryggði sér sigurinn, 58-68, í hörkuleik. Keflavík náði upp góðri forustu í fyrri hálfleik og leiddi, 2366, í hálfleik en sex þriggja stiga körfur ÍS á fyrstu 6 mínút- um seinni hálfleiks minnkuðu muninn niður í eitt stig, 52-53, og úr varð spennandi lokakafli. Keflavík var samt sterkara í lokin og fyrrum leikmaður ÍS, Alda Leif Jónsdóttir, setti niður öll sín sex víti á síðustu mínútunum og tryggði sigurinn. Hafdís Helgadóttir og Júlía Jörgensen settu niður 6 af 10 3ja stiga skotum sínum í seinni hálfleik og léku best Stúdína en Kristin Blöndal, Anna María og Alda hjá Keflavik. Stig ÍS: Hafdís 18 (7 fráköst, 4 varin, 3 af 4 í 3ja), Júlía 12, Kristjana Magnúsdóttir 11, Jó- fríður Halldórsdóttir 4, Stella Rún Kristjáns- dóttir 4, Svana Bjamadóttir 3 (8 fráköst), Þór- unn Bjamadóttir 2, Georgia Kristiansen 2. Stig Keflavíkur: Anna Maria Sveinsdótt- ir 19 (10 fráköst), Kristín Blöndal 15, Bima Valgarðsdóttir 12, Alda Leif Jónsdóttir 8 (8 stoðsendingar, 8 varin skot), Erla Þorsteins- dóttir 6, Marin Rós Karlsdóttir 4, Bima Guð- mundsdóttir 4. -ÓÓJ Keflvíkingurinn Eva Stefánsdóttir berst hér um frákastið við Stúdínurnar Svönu Bjarnadóttur og Jófri'ði Halldórsdóttur. DV-mynd Hilmar Þór Islendingaslagur I færeysku bikarúrslitunum -T7T Það verður sannkallaður íslend- ingaslagur þegar Neistinn og Kyndill leika til úrslita í færeysku bikarkeppninni i handknattleik um næstu helgi. í liði Neistans leika tveir íslendingar, Finnur Hansson og markvörðurinn Pétur Magnússon, og í liði Kyndils leikur Jakob Jónsson, fyrrum leikmaður KAog KR. 1 undanúrslitunum um helgina sigraði Neistinn færeysku meistar- ana í Ströndur, 30-22, en hafði áður tapað fyrri leiknum, 21-20. Finnur, sem leikur í stöðu leikstjórnanda, lék mjög vel fyrir Neistann og skor- aði 5 mörk og Pétur varöi hátt í 20 skot i markinu. Kyndill lagði bikarmeistarana í Vestmanna í seinni leiknum, 23-22, en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum, 24-24. „Það er gríðarleg spenna aö magnast upp fyrir leikinn og þetta verður svona eins og FH og Hauk- ar heima á íslandi. Okkur hefur gengið vel gegn þeim í vetur og unnið þá fjórum sinnum og von- andi verður áframhald á því,“ sagði Finnur í samtali við DV í gær. Finnur er 20 ára gamall og er sonur Hans Guðmundssonar sem gerði garðinn frægan með liði FH og fleiri liðum hér heima. Finnur þykir mikið efni en hann hefur spilaö í Færeyjum undanfarin ár. En er hann ekkert á heimleið? „Jú, ég ætla að koma heim í vor og það kemur ekkert annað til greina en að fara í FH,“ sagöi Finn- ur. -GH Frestaður leikur í úrvalsdeildinni í körfubolta í gær: Fjórði í röð hjá Haukunum - eftir sigur á Þór, 82-106, á Akureyri Það leit allt út fyrir spennandi leik milli Þórs og Hauka í Epson-deild- inni. Leiknum haföi verið frestað því Haukar komust ekki til Akureyrar á sunnudeginum. Haukar unnu leik- inn, 82-106, sinn 4. í röð í deildinni og endurheimtu 2. sætið þar. Bæði lið spiluðu góðan körfubolta í fyrri hálfleik og Haukar náðu mest 13 stiga forskoti í hálfleiknum. Haukamenn tóku Einar öm sérstak- lega fyrir í byrjun leiks og var Einar kominn með 4 villur þegar sex mín- útur voru liðnar af leiknum. Þórsarar sýndu hins vegar mjög góðan karakter, komust aftur inn í leikinn og voru tveimur stigum und- ir í hálfleik. I byrjun seinni hálf- leiks leit út fyrir að Þórsarar ætluðu að klára leikinn. En þá fóru Haukar í gang og náðu fljótlega tíu stiga for- skoti sem þeir juku svo við hægt og rólega. Vöm Þórsara var mjög slæm í leiknum og fengu leikmennimir margar villur. Allir leikmenn Hauka skoruðu í leiknum og margir af þeim náðu að skora þriggja stiga körfu. „Ég er mjög ánægður með seinni hálfleik. Vömin hjá okkur var léleg í fyrri hálfleik. Viö erum að vinna leikinn á varamönnunum og erum við að fá gríðarlegt magn af stigum af bekknum. Jón Arnar fór út af í fyrri hálfleik eftir að hafa snúið sig í vörn- inni og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. Þórsarar voru ekki að spila góða vöm í leiknum. Við gát- um skorað þegar við vildum" sagði ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eft- ir leikinn. -JJ Þór (48) 82 - Haukar (50) 106 4-4, 9-7, 11-13, 13-20, 15-23, 20-31, 24-37, 29-39, 3844, 40-45, 44-50, (48-50), 52-52, 54-60, 58-69, 64-77, 68-87, 74-93, 80-99, 82-102, 82-106. Maurice Spillers 29 Óðinn Ásgeirsson 19 Hafsteinn Lúðvíksson 13 Sigurður Sigurðsson 10 Magnús Helgason 5 Hermann Hermannsson 2 Einar Öm Aðaisteinsson 2 Konráð Óskarsson 2 Fráköst; Þór 25, Haukar 26. 3ja stiga: Þór 10/3, Haukar 14/12. Dómarar (1-10): Rögn- valdur Hreiðarsson og Jón Halldór Eðvaldsson (7). Gœði leiks (1-10): 6. Víti: Þór 25/22, Haukar 32/23. Áhorfendur: 100. Stais Boseman 28 Ingvar Guðjónsson 17 Guðmundur Bragason 13 Sigfús Gizurarson 11 Marel Guðlaugsson 9 Óskar Pétursson 8 Bragi Magnússon 7 Davíð Ásgrímsson 6 Jón Amar Ingvarsson 4 Leifur Leifsson 3 Maður leiksins: Stais Boseman, Haukum ÚRVALSDEILDIN Grindavík 16 13 3 1427-1234 26 Haukar 15 11 4 1274-1152 22 Njarðvik 14 11 3 1287-1086 22 Tindastóll 16 11 5 1349-1248 22 KR 15 10 5 1208-1102 20 Hamar 16 8 8 1237-1301 16 Keflavík 16 7 9 1475-1305 14 KFÍ 16 6 10 1277-1337 12 Skallagr. 16 6 10 1357-1442 12 Þór A. 16 5 11 1282-1487 10 Snæfell 16 5 II 1163-1276 10 ÍA 16 1 15 994-1360 2 Opna Phoenix-mótiö í golfi um helgina: Lehman vann leik Bandaríkja- maðurinn Tom Lehman fagnaði sigri á opna Phoenix-mótinu í golfí sem lauk í fyrrinótt. Lehman lauk keppni á 270 höggum eða 14 undir pari vallarins. Lehman hafði ríka ástæðu til að fagna því þetta var fyrsti sigur hans á stórmóti í fjögur ár en þá bar hann sigur úr býtum á opna breska mótinu. Þetta var hins vegar fimmti sigur Lehmans á móti í bandarísku mótaröðinni og fékk hann fyrir sigurinn á sunnudaginn litlar 40 milljónir króna. Robert Allenby og Rocco Mediate veittu Lehman harða keppni en þeir luku báðir keppni á 271 höggi. Brand Jobe, Kirk Triplett og Hal Sutton komu svo næstir á 273 höggum. Lehman lék fyrsta hringinn á 63 höggum, annan á 67, þriðja hringinn lék hann á 73 höggum eða tveimur yfir parinu en síðasta hringinn lék hann á 67 höggum. Margir frægir kylfmgar voru meðal keppenda. Billy Mafair lék á 274 höggum, Lee Janzen og Davis Love á 277, David Duval á 279 og þeir Jim Furyk og Jesper Parnevik á 280. -GH Atli sáttur við fýrsta Atli Eðvaldsson var nokkuð sáttur við eldskírn sína sem þjálfari ís- lenska landsliðsins þegar DV náði tali af honum eftir leikinn. „Ég get ekki verið annað en sáttur við leik okkar og þá sérstaklega varnarlega. Strákarnir gerðu að mestu leyti það sem fyrir þá var lagt. Þeir lásu leikinn vel, léku agað, voru þolinmóðir og leikskipulagið var gott hjá þeim. Það var kannski ekki mikið að gerast fram á við og mesti broddurinn úr sókninni hjá okkur fór þegar Heiðar og Ríkharður fóru út af enda þurftum við þá að endurskipuleggja leik okkar. Við fengum engu að síður eitt besta færi leiksins þegar Sigurður skaut fram hjá opnu marki. Þessi leikur var fyrsta skrefið í átt að Danaleiknum í haust og miðað við þann undirbúning sem við fengum fyrir leikinn eru þetta góð úrslit," sagði Atli. Fannst þér einhverjir í íslenska liðinu skara framúr? Hermann firnasterkur í návígjunum „Vörnin var i heild að leika vel. Hermann var firnasterkur og tapaði varla návigi og þeir Rúnar, Helgi og Heiðar, sem allir voru í miklum slag á vellinum, stóðu sig vel,“ sagði Atli. Tveir nýir leikmenn koma inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Finnum á morgun en það eru Þórður Guðjónsson og Arnar Þór Við- arsson. -GH Fjögur komin á EM Jón Fjórir íslenskir frjálsíþróttamenn- hafa náð lágmörk- um fyrir Evrópu- meistaramótið inn- anhúss sem fram fer i Gent í Belgíu 25.-27. febrúar. Þetta eru Jón Amar Magnússon, Vala Arnar Fl°sa(lóttir, Guðrún Maqnússon. Einar Hjartarson. Amardóttir og Ein- ar Karl Hjartarson. Jón Amar náði lág- markinu á móti í Eistlandi um helg- ina þar sem hann fékk 6.149 stig i sjö- þrautinni. Jón Am- ar er því til alls lík- legur á Evrópumót- inu en hann hefur Karl náð sér af meiðslum sem vora að þjaka hann á síðasta sumri. Jón Amar og þjálfari hans, Gísli Sigurðsson, komu til Malmö í Svíþjóð í gær og verða þar i æfingabúðum til 11. febrúar. Vala stökk á dögimum 4,30 metra í stangarstökkinu og tryggði sig þar með inn á EM og á Ólympíuleikana í Sydney í haust. Um helgina keppti Vala á sínu fjórða móti. Hún keppti á litlu móti í Malmö og fór yflr 4,10 metra en hún var að prófa nýja stöng. Vala undirbýr sig af krafti fyrir Evrópumótið og keppir á móti í Vín í kvöld. Guðrún æfir með Völu Guðrún Amardóttir keppti á móti um helgina. Hún hljóp 60 metra grindahlaup á 8,39 sekúndum og 400 metra hlaup á 54,34 sekúndum. Guð- rún gat ekki beitt sér á fullu í þess- um hlaupum en hún átti við las- leika að stríða og liggur nú í rúm- inu. Þrátt fyrir þao dugðu þessir tímar henni til að keppa á Evrópumótinu. Guörún fer til Mal- mö um miðjan febrúar og æfir með Völu síðustu dagana fyrir Evr- ópumótið. Einar Karl Hjart- arson náði lág- markinu með því að setja nýtt, glæsi- legt íslandsmet í hástökki um helg- ina þegar hann fór yfir 2,24 metra. Einar var aðeins hársbreidd frá því að ná inn á Ólymp- íuleikana en lág- markið er 2,25 metrar. -GH Guðrún Arnardóttir. Vala Flosadóttir. Evrópukeppnin í handknattleik: Jackson bestur Frakkinn Jackson Richardson var út- nefndur besti leikmaður Evrópukeppn- innar í handknattleik sem lauk í Króa- tíu í fyrradag. Lið keppninnar var einnig útnefnt og vakti athygli að aðeins einn leikmaður úr Evrópumeistaraliði Svía var valinn en það var markvörður- inn Peter Gentzel. í lið keppninnar vom valdir: Mark- vörður: Peter Gentzel, Svíþjóð. Vinstri homamaður: Castillo Guijos, Spáni. Hægri homamaður: Irfan Smajlagic, Króatíu. Línumaður: Andrei Chechep- kine, Spáni. Skytta vinstra megin: Car- los Resende, Portúgal. Leikstjóraandi: Jackson Richardson, Frakklandi. Skytta hægra megin: Patrick Casal, Frakklandi. -GH Hermann Hreiöarsson átti mjög góöan leik í miðju íslensku varnarinnar gegn Norðmönnum í gær í fyrsta leik íslands á NM. Markalaust jafntefli viö Norðmenn í fyrsta landsleik undir stjórn Atla Eðvaldssonar: •• vorn narleikur á Norðurlandamótinu á Spáni Íslendingar og Norðmenn gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leiknum á Norðurlanda- mótinu í knattspymu sem hófst á La Manga á Spáni í gær. Leikurinn, sem var sá fyrsti sem íslendingar leika undir stjóm Atla Eðvaldssonar, var frekar tilþrifalítill og fá færi litu dagsins ljós. íslenska liðið lék öflugan vamarleik og hafði í fullu tré við leikmenn norska liðsins. Sigurður Ön Jónsson fékk besta færi íslendinga í leiknum en hann skaut fram hjá norska markinu úr ágætu færi á 28. mínútu. Norðmenn fengu sitt besta færi i upphafi leiks en skot þeirra hafnaði í stöng ís- lenska marksins. í fyrri hálfleiknum lék ís- lenska liðið leikkerfið 4:4:2 en í þeim síðari varð Heiðar Helgu- son að fara út af vegna meiðsla og Atli Eðvaldsson breytti þá leikskipulagi íslenska liðsins í 4:5:1. Við þessa breytingu færð- ist íslenska liðið aftar á völlinn og íslensku sóknunum fækkaði til muna frá því í fyrri hálf- leiknum. Eina umtalsverða fær- ið fékk Einar Þór Daníelsson en átti góða rispu og sem endaði með ágætu skoti í hliðametið. Til fyrirmyndar Vamarleikur íslenska liðsins var til fyrimyndar og aftasta varnarlínan, Auðun Helgason, Hermann Hreiðarsson, Pétur Marteinsson og Indriði Sigurðs- son, var mjög samstillt og örugg í sinum aðgerðum eins og Árni Gautur Arason markvörður. Rúnar Kristinsson og Helgi Kol- viðsson vom duglegir á mið- svæðinu og Heiðar Helguson lét vel fyrir sér finna í fremstu víg- línu meðan hans naut við. Tryggvi Guðmundsson fann sig engan veginn á vinstri vængn- um en Einar Þór, sem tók stöðu hans í seinni hálfleik, átti ágæt- ar rispur. Fjórir með fyrsta leikinn Fjórir leikmenn í íslenska liðinu léku sinn fyrsta lands- leik en það vom Þórhallur Hin- riksson, Indriði Sigurðsson, Sigþór Júlíusson og Bjami Þor- steinsson. Þá hélt Rúnar Krist- insson, fyrirliði íslenska lands- liðsins, áfram að bæta lands- leikjametið en hann lék sinn 80. landsleik. Næsti leikur Islendinga á mótinu er gegn Finnum á morg- un og síðasti leikurinn verður gegn Færeyingum á fimmtudagskvöldið. í hinum leikjunum unnu Svíar Dani, 1-0, og Finnar lögðu Færeyinga, 1-0, en Finnar léku einum manni færri siðustu 14 mínútur leiksins. -GH/ÓÓJ Island-Noregur 0-0 Markskot: ísland 5, Noregur 7. Hom: ísland 3, Noregur 4. Gul spjöld: Hermann, Einar Þór. Áhorfendur: 300 (100 blaðamenn, 200 umboðsmenn). Lið íslands: Ámi Gautur Ara- son - Auðun Helgason, Hermann Hreiðarsson, Pétur Marteinsson, Indriöi Sigurðsson (Bjami Þor- steinsson 58.) - Siguröur öm Jónsson, Helgi Kolviðsson, Rún- ar Kristinsson, Tryggvi Guð- mundsson (Einar Þór Danielsson 46.) - Heiðar Helguson (Þórhallur Hinriksson 46.), Ríkharður Daða- son (Sigþór Júlíusson 75.). Lið Noregs: Espen Baardsen - Trond Andersen, Henning Berg, Claus Lundekvam, Vidar Riseth - Jan Derek Sörensen, Örjan Berg, Stále Solbakken, John Ame Riise (Roar Strand 80.) - Ole Martin Árst (Jostein Flo 80.), John Carwe (Andreas Lund 74.). Bland í noka Sepp Blatter sagði i gcer að FIFA heföi tekið úr gildi reglu þá sem bannar leik á gervisgrasi á mótum á vegum FIFA. Blatter lét þetta frá sér er hann var meðal áhorfenda á Afr- íkukeppninni í knattspyrnu sem fram fer þessa dagana í Ghana. Það má því leika á gervigrasi framvegis, meira að segja á HM. Það er komið upp mikið vandamál í niðurröðun leikja í riðli Rúmena, Itala, Ungverja, Georgíumanna og Litháa fjrir næstu HM, því þjóöirnar geta ekki komið sér saman um leikja- röðun fyrir riöil sem er í und- ankeppni HM í Japan og Suöur- Kóreu. Leysist ekki málin þarf FIFA að setja sjálft upp niðurröðunina. Bœói Kamerún og Ghana máttu þola óvænta ósigra í Afríkukeppni landsliða í gær gegn minni spámönn- um keppninnar. Kamerún tapaði fyr- ir Tógó, 0-1, og heimamenn i Ghana töpuöu fyrir Filabeinsströndinni, 0-2. Þrátt fyrir þessi töp komust þjóðirnar sem eru saman í riðli áfram í átta liða úrslit á markamun en öll 3 liö riðilsins voru með fjögur stig. -ÓÓJ Enski boltinn: Shearer kom Newcastle áfram Alan Shearer kom Newcastle áfram í átta liða úrslit enska bikars- ins með því að skora bæði mörkin gegn sínum gömlu félögum í Black- bum sem eru í 1. deildinni. Shearer kom Newcastle yfir á 21. mínútu en Matt Jansen jafnaði áður en Shearer tryggði Newcastle sigur- inn á 79. mínútu. Newcastle mætir Tranmere á úti- velli í næstu umferð en aðrir leikir eru Chelsea - Gillingham, Everton - Aston Villa og Bolton - Charlton. -ÓÓJ NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Miami-Detroit.........104-82 Mashbum 23, Mouming 20, Leonard 18 - Stackhouse 17, Laettner 15, Crotty 12. Minnesota-Sacramento . . .105-90 Gamett 31, Peeler 18, Jackson 17 - Webber 14, Divac 13, Pollard 13. Phoenix-Orlando ........117-113 Robinson 28, Hardaway 21, Kidd 20 - Armstrong 26, Abdul-Wahad 19, Maggett 16. Denver-Philadelphia.......83-80 Mercer 15, van Exel 14, McDyess 12 - Iverson 29, Ratliff 11, Snow 11. Milwaukee-Vancouver.......92-87 Robinson 25, Cassel 21, Allen 15 - Reeves 22, Abdur-Rahim 16, Bibby 16. Michael Jordan, réð í dag fyrrverandi félaga sinn hjá Chicago Bulls, Darell Walker sem þjálfara Washington Wizards í NBA körfuboltanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.