Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 Sviðsljós Victoria hrædd um heilsufarið Victoriu kryddpíu Adams leist hreint ekkert á blikuna þegar hún tók allt í einu upp á því að megr- ast með hraði, á sama tíma og hún hesthúsaði í sig mat og öðru góðgæti. „Ég varð skíthrædd og fór tU læknis. Því hvemig getur maður grennst svona mikið svona hratt þegar maður boröar rnikið?" sagði Victoria í viðtali við breska útvarpið BBC. Fjölmiðlar hafa undanfamar vikur birt myndir af stúlkunni þar sem greinUega sést að hún er orðin magrari en góðu hófi gegnir. Töldu margir að hún væri með lystarstol. Calista er til í næstum því allt Leikkonan Calista Flockhart er tU i næstum aUt tU að gera sjón- varpspersónuna AUy McBeal áhugaverðari en hún kannski er í raun. Hún setur þó mörkin við nektaratriði. „Leikstjórinn þyrfti þá virkilega á öUum sannfæringar- krafti sínum að halda. Ég yrði að vita hvers vegna ég geröi það því ég vU þaö í raun ekki. Ég er ansi feimin,“ segir Calista í viðtali við ameríska slúðurblaðið Star. Ann- ars hefur Calista sosum gert ýmis- legt, eins og að kyssa meðleikkon- una Lucy Liu. Harrison hvílir sig á Barbados George Harrison, fyrrum BítiU, eiginkona og sonur, ásamt þrem- ur lífvörðum, komu nýlega tU Karíbahafseyjunnar Barbados tU að hvUa sig eftir morötilraunina undir lok síðaSta árs. Vinir hjón- anna segja að Harrison fari i lang- ar gönguferðir á ströndinni og að hitabeltissólin fari mjúkum hönd- um um hnífstungusárin á brjósti hans. Fjölskyldan dvelur í lúx- usviU.u e)n kostar 4 miUjónir á viku, uu'.ð öUu. Pamela Anderson, fyrrum silíkonbomba, ætti aö geta lagt fyrir sig bílaþvott þegar leikferlinum lýkur. Að minnsta fórst henni þvotturinn vel úr hendi í Þýskalandi á dögunum. Bílinn þurfti fraukan að þvo eftir að hún tapaði veðmáii í vin- sælum þýskum sjónvarpsþætti. Aumingja Pamela en bíleigandinn heppinn. Katazeta íhugar flýtibrúðkaup Velska leikkonan, Catherine Zeta Jones, þessi með hrafnsvarta hárið, veltir því alvarlega fyrir sér að flýta brúðkaupi sínu og stórleikarans Michaels Douglas. Nú ku stúlkan hafa áhuga á að ganga i hnapphelduna á degi heilags Davíðs, hinn 1. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir flýt- inum er jú auðvitað sú að Katazeta er ólétt. Sameiginlegur afmælisdagur hennar og Mikka, 25. september, hefur oft verið nefndur. Þá má gera ráð fyrir að bumban veröi orðin óþarflega stór fyrir flottan brúðarkjól frá einhverju tískuhúsinu. Mariah Carey fór í megrun Bandaríska söngkonan Mariah CEæey, sem hefur selt fleiri hljóm- plötur en flestir aðrir listamenn, er búin að ná af sér nokkrum aukakílóum. Ekki vanþörf á, myndu sumir segja. Vandinn hófst eftir óskarsverðlaunahátið- ina í fyrra þegar söngkonan fékk að heyra að hún væri orðin of þétt um lendar og kálfa. Eitthvað varö stúlkan þá að gera og megr- un nærtækust. Konunglegt breskt ungviði í sjónum við Ástralíu: Zara Önnudóttir buslar með strák Zara, dóttir önnu Bretaprinsessu, er ástfangin upp fyrir haus af áströlskum sálfræðinema og getur ekki hugsað sér að vera lengi aðskil- in frá honum. „Þau eru rosalega ástfangin," seg- ir vinur hins lukkulega andfætlings. Zara, sem er 18 ára, hitti hinn 22 ára gamla vöðvastælta Angus Murray á Royalhótelinu í Sydney, þar sem hann vinnur á bamum í hlutastarfi. Síðan þau hittust hafa þau verið óaðskiljanleg. Breska prinsessan flaug burt frá Ástralíu um helgina. Þar hafði hún þá dvalið í þrjá mánuði. Síðasta dag- inn buslaði hún í sjónum með Angusi og þegar þau kvöddust bund- u þau það fastmælum að hittast aft- ur eftir þrjár vikur. Að þessu sinni á sólareyjunni Jamaíku. fl Zara, dóttir Önnu Bretaprinsessu, á Ijúfar minningar frá Ástralíudvöl. Hin unga Zara hefur ekki verið neitt feimin við að sýna tilfinningar sínar í garð Angusar á almanna- færi, verið óhrædd við að láta vel að honum eins og ungmenna er siður. Skötuhjúin ákváðu að skella sér til Jamaíku að áeggjan Peters, bróð- ur Zöru, sem dvaldi í Montego Bay fyrir nokkrum árum, á heimili vinar foður þeirra. Hætt er við að þau Zara og Angus fái lítið næði til að vera út af fyrir sig þessa daga á sólareyjunni því móðurbróðir hennar, sjálfur Karl Bretaprins, er væntanlegur þangað á sama tíma, með tugi blaðamanna í eftirdragi. Zara var við starfsþjálfun hjá vini fóður síns í Ástralíu og heldur þjálfuninni áfram, að þessu sinni i Auckland á Nýja-Sjálandi. Lopez laðar að sér hættugæja Kynbomban Jennifer Lopez virðist hafa einstakt lag á að laða að sér vafasama gæja. Öllum eru í fersku minni vandræðin sem hún komst í með núverandi, eða allavega síðasta, kærastanum sín- um, rapparanum Puff Daddy, þeg- ar hún þurfti að dúsa í fangaklefa heUa nótt. Nú hefur glöggur mað- ur rifjað upp að fyrir þremur ár- um hafi Jennifer verið með fræg- um næturklúbbseiganda í Miami á Flórída. Að minnsta kosti lét sá það í veðri vaka. Nú hefur gæinn verðið ákærður fyrir morð og annan hroðalegan ósóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.