Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2000, Blaðsíða 26
34 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 Afmæli Drífa Hjartardóttir Drífa Hjartardóttir, bóndi og al- þingismaður að Keldum á Rangár- völlum, er fimmtug í dag. Starfsferill Drifa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Að loknu landsprófi stund- aði hún nám við MR en flutti að Keldum 1969 þar sem hún hefur bú- ið síðan. Drifa hefur verið bóndi að Keld- um frá 1973, hefur verið starfsmað- ur Þjóðminjasafnsins á sumrin vegna gamla bæjarins á Keldum, verið varaþingmaður frá 1992 og er alþm. Suðurlands frá 1999. Þá hefur hún verið meðhjálpari við Keldna- kirkju frá 1988. Drifa var formaður Sambands sunnlenskra kvenna 1987-93 og sat í jafnréttisráði fyrir Kvenfélagasam- band íslands, er forseti Kvenfélaga- samband íslands frá 1994 og formað- ur NKF, Norrænu kvennasamtak- anna, situr í hreppsnefnd Rangár- vallahrepps frá 1986, í héraðsnefnd Rangárvallasýslu frá 1990, er for- maður Keldnasóknar og situr í Jafn- réttisnefnd Þjóðkirkjunnar. Hún sat í stjórn MENSA, menningarsam- taka Suðurlands, hefur verið full- trúi á þingum Sambands sunn- lenskra sveitarfélaga, var formaður sjálfstæðisfélagsins Fróða í Rangár- vallasýslu, og sat í mið- stjórn Sjálfstæðisflokks- ins í átta ár. Drífa situr í félags- mála-, iönaðar- og land- búnaðamefndum Alþing- is. Fjölskylda Drífa giftist 24.8. 1969 Skúla Lýðssyni, f. 7.8. 1947, bónda á Keldum. Hann er sonur Lýðs Skúlasonar, f. 28.9. 1900, d. 10.12. 1968, bónda á Keldum, og k.h., Jónínu Jónsdóttur, f. 18.2.1913, ljósmóður. Synir Drífu og Skúla eru Lýður, f. 23.6. 1969, vélfræðingur í Reykjavík en sambýliskona hans er Una Guð- laugsdóttir og er hennar sonur Vikt- or Berg Amarson; Hjörtur, f. 26.3. 1973, nemi við HÍ; Skúli, f. 22.4.1980, nemi við ML. Hálfsystkin Drífu, sammæðra, eru Ingibjörg Hjartardóttir, f. 22.6 1951, glerlistakona á Seltjarnarnesi; Hjörtur Hjartarson, f. 13.11. 1957, hönnuður i Svíþjóð; Anna Ásta Hjartardóttir, f. 25.7. 1959, sérfræð- ingur hjá SPRON í Reykjavík; Björn Grétar Hjartarson, f. 22.2. 1967, verslunarmaður, búsettur á Sel- tjarnarnesi; Guðmundur Ingi Hjartar- son, f. 29.6. 1968. Hálfsystkini Drifu, sam- feðra: Öm Norðdahl; Kol- brún Norðdahl; Hrafn Norðdahl; Hreggviður Norðdahl; Svala Norð- dahl; Hrönn Norðdahl; Magnús M. Norðdahl. Foreldrar Drífu eru Hjörtur Hjartarson (kjör- faðir), f. 23.12. 1929, kaup- maður í Reykjavík, og k.h. Jensína Guðmunds- dóttir, f. 9.9.1928, verslun- armaður í Reykjavik. Faðir Drífu er Magnús Bruno Norðdahl Eggertsson, f. 3.1. 1909, d. 5.5. 1997, lengi bifreiðarstjóri í Reykjavík. Ætt Hjörtur er bróðir Grétars bíó- stjóra. Hjörtur er sonur Hjartar Hjartarsonar, kaupmanns við Bræðraborgarstíginn, og Ástu, syst- ur Sigríðar, móður Björns Bjarna- sonar alþm., en bróðir Ástu var Anton, faðir Markúsar Arnar út- varpsstjóra. Ásta var dóttir Bjöms Jónssonar, skipstjóra í Ánanaust- um. Magnús Norðdahl er sonur Egg- erts Norðdahl, b. á Hólmi, bróður Skúla, föður Gríms á Úlfarsfelli. Eggert var sonur Guðmundar, b. í Elliðakoti Magnússonar Norðdahls, pr. í Meðallandsþingum Jónssonar, pr. i Hvammi í Norðurárdal Magn- ússonar, sýslumanns í Búðardal Ketilssonar. Móðir Magnúsar sýslu- manns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla landfógeta. Jensína er dóttir Guðmundar, bú- fræðings á Sæbóli á Ingjaldssandi Guðmundssonar, b. á Seljalandi Jónssonar, b. á Fæti Jóhannesson- ar. Móðir Guðmundar var Gróa Benediktsdóttir, skutlara í Vatns- firði Björnssonar, hagyrðings á Laugabóli Sigurðssonar. Móðir Benedikts var Guðný Jónsdóttir, b. á Láugabóli Bárðarsonar, ættfóður Arnardalsættarinnar Illugasonar. Móðir Guðmundar búfræðings var Sigríður Einarsdóttir, rennismiðs í Hvammi í Dýrafírði Magnússonar, b. í Skáleyjum, bróður Jóhanns í Svefneyjum, langafa Kristínar, móð- ur Atla Heimis Sveinssonar tón- skálds. Magnús var sonur Eyjólfs eyjajarls Einarssonar, bróður Magnúsar, langafa Mariu, móður Einars Odds Kristjánssonar alþm. Drífa og Skúli taka á móti gestum í Hellubíói, laugardagskvöldiö 5.2. kl. 20.00. Drífa Hjartardóttir. Helgi Arason Helgi Arason, aðstoðarstöðvar- stjóri Þjórsársvæðis, Skeljastöðum 11, Búrfellsvirkjun í Gnúpverja- hreppi, er sjötugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Reykjavík og þar ólst hann einnig upp. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1949, sveinsprófi i rafvirkjun frá Jo- han Rönning 1955, og prófi frá raf- magnsdeild Vélskóla íslands 1956. Helgi starfaði hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1946-55, Johan Rönn- ing hf. 1955-62, var við stunda- kennslu í Vélskóla íslands 1957-69, starfaði við Rafmagnsveitur Ríkis- ins að hluta 1959-68 og hjá Lands- virkjun frá 1969. Fjölskylda Eiginkona Helga var Hólmfríður Gíslína Haraldsdóttir, f. 12.9. 1926, d. 23.9. 1999, húsmóðir. Hún var dóttir Haraldar, póstfulltrúa i Reykjavík Sigurðssonar, bókbind- ara og útgefanda í Reykjavík Jóns- sonar, og Signýjar Margrétar Ei- ríksdóttur, bónda á Eyvindarstöð- um á Álftanesi Tómassonar. Bróðir Helga er Kristinn, f. 3.1. 1928, loftskeytamaður, kvæntur El- ínu Kröyer. Foreldrar Helga voru Ari Helga- son, f. 14.10. 1883, d. 9.1. 1938, stýri- maður í Reykjavík, og Kristrún Pét- ursdóttir, f. 14.7. 1901, d. 30.1. 1959, húsmóðir og saumakona. Ætt Ari var sonur Helga, b. á Ösku- brekku í Ketildölum í Barðastrand- arsýslu Arasonar, b. á Múla í Kolla- firði Jónssonar, b. í Djúpadal í Gufudalssveit Arasonar. Móðir Ara Helgasonar var Þuríð- ur Kristjánsdóttir frá Barmi í Gufu- dalssveit. Kristrún var dóttir Péturs, b. á Skammbeinsstöðum Jónssonar, b. á Stokkalæk Péturssonar, b. á Hellu- vaði Jónssonar. Móðir Péturs á Skammbeinsstöðum var Guðrún Ketilsdóttir, b. í Ketilhúshaga Jóns- sonar. Móðir Kristrúnar var Guðný Kristjánsdóttir, b. á Árgilsstöðum Jónssonar, b. í Fagurhlíð í Land- broti Eyjólfssonar. Móðir Kristjáns var Guðný Jónsdóttir, b. í Efri-Hlíð Guðbrandssonar. Móðir Guðnýjar var Guðlaug Oddsdóttir, systir Guð- ríðar, langömmu Jóhannesar Kjarl- val. Móðir Guðnýjar Kristjánsdótt- ur var Eyrún Jónsdóttir, b. á Árgils- stöðum Bergsteinssonar og Þuríðar Eyjólfsdóttur. Helgi verður að heiman á afmælisdaginn. Til hamingju með afmælið 1. febrúar 80 ára______________ Ásmundur Karlsson, Vaði 1, Húsavík. 75 ára___________________ Bjöm A. Óskarsson, Vesturbergi 149, Reykjavík. 70 ára Ingi Adolfsson, Dalseli 12, Reykjavík. Sigríður Ámadóttir, Brekkubyggð 5, Blönduósi. 50 ára Gunnar Valberg Andrésson ljósmyndari og deildarstjóri Ljósmyndadeildar DV, Háagerði 49, Reykjavík. Anna Gestsdóttir, Aðalstræti 83, Patreksfirði. Anna M. Kjartansdóttir, Mánagötu 27, Grindavik. Guðmundur Helgason, Sæbólsbraut 23, Kópavogi. Kristín A. Kjartansdóttir, Lindarbergi 10, Hafnarfirði. Sigríður María Pétursdóttir, Blesugróf 20, Reykjavík. Tadeusz Radzajewski, Túngötu 35, Tálknafirði. Þráinn Bjamdal Jónsson, Miklaholti, Selfossi. Hann er að heiman. 40 ára Alda Arnardóttir, Grettisgötu 90, Reykjavík. Andrés Jón Andrésson, Skriðustekk 19, Reykjavík. Davíð Hafsteinsson, Goðabyggð 5, Akureyri. Edda Kristín Einarsdóttir, Hávallagötu 48, Reykjavík. Elínborg Jóh. Þorsteinsdóttir, Framnesvegi 22a, Reykjavik. Gunnar Bjöm Eyjólfsson, Sunnuhvoli, Hvolsvelli. Gunnar H. Sveinbjörnsson, Sumarliðabæ, Hellu. Jóhann Sigurbergsson, Hrísmóum 9, Garðabæ. Jón Egill Sveinbjörnsson, Holtsbúð 95, Garðabæ. Valgarður Valgarðsson, Skerseyrarvegi 3, Hafnarfirði. Þórunn Þ. Finnbjarnardóttir Þórunn Þorvaldína Finnbjamar- dóttir húsmóðir, Gullsmára 7, Kópa- vogi, er áttræð í dag. Starfsferill Þórunn fæddist að Látrum í Aðal- vik og ólst upp að Látrum og í Efri Miðvík í Aðalvík. Hún hóf sinn búskap á Sæbóli i Aðalvík en flutti til ísafjarðar 1947 og til Reykjavíkur 1949. Þórunn hef- ur lengst af stundað heimilisstörf. Fjölskylda Eiginmaður Þórunnar var Her- mann Jónsson, f. 14.7. 1919, d. 30.4. 1989, lengst af starfsmaður barna- vinafélagsins Sumargjafar og síðar vaktmaður á Borgarspítalanum. Foreldrar Hermanns voru Jón Sig- fús Hermannsson, útvegsbóndi á Sæbóli í Aðalvík, og Elinóra Guð- bjartsdóttir húsfreyja. Börn Þórunnar og Hermanns eru Helga Ingibjörg Hermannsdóttir, f. 8.1. 1947, húsfreyja á Árbakka í Vindhælishreppi, gift Jakobi H.H. Guðmundssyni, bónda og hrepps- stjóra, og eiga þau tvær dætur og flmrn barnaböm; Jón Sigfús Her- mannsson, f. 23.9. 1948, prentari, kvæntur Sigrúnu Siggeirsdóttur íþróttakennara og eiga þau tvö böm; Finnbjöm Aðalvíkingur Her- mannsson, f. 13.1.1954, húsasmiður, kvæntur Oddnýju Aldísi Óskars- dóttur sjúkraliða og eiga þau fjóra syni og eitt bamabam; Hermann Þór Hermannsson, f. 30.1. 1957, húsasmiður, kvæntur Elínu Hrönn Gústafsdóttur bankastarfsmanni og eiga þau tvo syni; Oddur Þorbergur Hermannsson, f. 27.6. 1960, lands- lagsarkitekt, kvæntur Þóru Þórar- insdóttur kennara og eiga þau þrjú börn auk þess sem Oddur á eina dóttur frá því fyrir hjónaband. Systkini Þórunnar: Friðgerður Rannveig Kjærnested Finnbjöms- dóttir, f. 22.7. 1918, ljósmóðir, var gift Gesti Auðunssyni en hann er látinn; Kristján Jóhann Finnbjöms- son, f. 14.4. 1921, málari, var kvænt- ur Þórunni Ketilsdóttur, sem er lát- in, en sambýliskona hans er María Kristinsdóttir; Mikkalína Finn- bjömsdóttir, f. 3.12. 1922, húsmóðir, var gift Guðjóni Gíslasyni sem er látinn. Foreldrar Þórunnar voru Finn- björn Þorbergsson, f. 1893, d. 1958, verslunarstjóri við Ásgeirsverslun á Látrum í Aðalvík og síðar bóndi í Efri-Miðvík í Aðalvík, bjó síðustu árin í Keflavík, og Helga Kristjáns- dóttir, f. 1895, d. 1925, húsfreyja. Þórunn tekur á móti vinum og ættingjum að Gullsmára 13 sunnu- daginn 6.2. kl. 15.00. Fjðlförnustu i' gatnamótin! visír.is Notaðu vísifingurinn! Smáauglýsinga deild DV er opin: • virka daga kl. 9-22*5 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Skilafrestur smáauglýsinga er fyrir kl. 22 kvölaið fyrir birtingu. Afh, Smáauglýsing í Helgarblað DV verður þó að berast okkur fyrir kl. 17 á föstudag. Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.