Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 4
20 + MtBVIKUDAG.UR 2. FEBRUAR 2000 Apríl Medea I apríl verður Medea frumsýnd í Iðnó. Verkið er byggt á harmleiknum með sama nafhi eftir gríska leikritaskáldið Evripídes en aðstandendur færa hann til framtíðar. Hlutverkin eru öll leikin af tveimur leikur- um, karli og konu. Leikstjóri er Hilmar Oddsson Skært lúðrar hljóma... Ekki aðeins Sinfóníuhljómsveitin, Þjóð- leikhúsið og Listahátíð í Reykjavík eiga merkisafmæli í ár. Lúðrasveitin Svanur heldur lika upp á 70 ára afmæli sitt árið 2000. Af því tilefni verða tónleikar í Há- skólabíói þar sem sveitin frumflytur m.a. verk eftir Tryggva M. Baldvinsson. Saga Reykjavíkur 1. april verður opnuð sýningin Saga Reykjavíkur í Árbæjarsafni. Þar verður sag- an rakin frá býli til borgar, landnámi til nú- tíma. Gestir verða leiddir í gegnum söguna hvort sem það er á byrjunarreit með Ingólfi Arnarsyni eða í félagi við þær miklu breyt- ingar og framfarir sem einkennt hafa Reykja- vík á 20. öldinni. Til þess að ferðalagið í gegnum ólík tímaskeið Reykjavíkurborgar verði sem fjölbreyttast verður öllum miðlum upplýsingar beitt; allt frá elstu textum til margmiðlunar. Reykjavík vorra daga Kvikmyndin Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason var frumsýnd árið 1947. Lengi hefur staðið til að gera í stand nýtt sýningareintak af þessari ómetanlegu heimild og á menningarárinu mun Kvikmyndasafn íslands gera þann draum að veru- leika í bíóhúsum borgarinnar. j, i r' 1 KejKjsi-vik 20. maí - 8. júní 2000 «jMii»rrét yio tfnaflti Áriö 2000 fagnar Listahátið í Reykjavík 30 ára afmæli sínu. Frá upphafi hefur Listahátið opnað leið fyrir hið besta í erlendri listsköpun og með þvi auðgað og eflt islenskt menningarlif. Yfirskrift hátíöarinnar er Stefnumót viö tímann og á þessum timamótum verður þáttur innlendrar listsköpunar á hátíðinni áberándi mikill - fleygur til framtíöar. Prentuö dagskrá fæst á skrifstofu Listahátföar og hjá Upprýsingamiðstöö feröamála og einnig má nájgast upplýsingar á heimaslöu hátíöarinnar: WWW. artfest.is. Listahátio I Reykjavfk . Pósthfjlf 88 121 Reykjavfk . Slmi: 561 2444 Fax: 562 2350 • Netfang: artfest@artfest.is Heimasíöa: www.artfest.is 3raumur - eha triDD Leikarinn og leikstjórinn Baltasar Kormákur fœr það vandasama hlutverk að setja upp sýninguna semfrumsýnd verður á sjálfu hálfrar aldar afmæli Þjóðleikhússins 20. apríl í vor. Verkið sem valið var er gamalkunnugt: Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare, eitt þeirra leik- rita meistarans sem oftast hafa veriðftutt hér á landi - enda listilega fjörugt og skemmtilegt. Einmitt vegna þess hvað ís- lenskir leikhúsgestir kannast vel við stykkið er gott til þess að vita að leikstjórinn er þekktur að öðru en fara hefð- bundnar leiðir. Hvaða leið skyldi Baltasar Kormákur fara aö Shakespeare aðþessu sinni? „Það er erfitt að segja á þessu stigi. Við Vytautas Narbut- as erum að móta þetta saman - eiginlega erum við gengnir í hjónaband," segir Baltasar Kormákur og skellir upp úr. Eins og menn minnast var Vytautas leikmyndahönnuður í uppfærslu Baltasars á Hamlet í Þjóðleikhúsinu jólin 1997 og þeir unnu sýningu á sama verki við borgarleikhúsið í Óðins- véum í Danmörku i fyrra. „Okkur gekk rosalega vel að vinna saman í Danmörku," segir Baltasar. „Það small eitthvað þá sem hafði verið á leið- inni en var ekki alveg komið, og ég var afar ánægður með að fá að halda áfram samstarfinu núna og sjá hvert það fer. Þau Filippía Elísdóttir verða saman með búningana. Meðal leikara í sýningunni verða Atli Rafn, Rúnar Freyr, Brynhild- ur Guðjónsdóttir, Steinunn Ólína, Hilmir Snær, Guðrún Gisladóttir og Stefán Karl - en það sem mig dreymir um er að fá elstu leikara hússins til að leika leikritið inni í leikrit- inu á móti unga fólkinu í draumnum og ástarævintýrinu. Með þvi tengist sýningin líka betur við afmælið." Eins og kampavín „Aðalpælingin einmitt núna er hvað þetta leikrit er eigin- lega," heldur Baltasar áfram. „Er þetta í raun og veru draumur eða er þetta tripp? Eg hallast helst að því núna að þetta sé sam- kvæmisleikur. Samkvæmisleikir ganga yfirleift út á að það megi gera eitthvað dónalegt - svona rétt á meðan leikurinn stendur yfír - jafhvel við fólk sem alls ekki má hrekkja annars! Mér finnst meira spennandi að hugsa mér að þetta sé fantasía en draumur sem maður hrekkur upp af. En það á kannski eftir að breytast!" - Skemmtirðu þér? „Já, þetta er spennandi verkefni sem mig langaði til að vinna. Ég hef verið að vinna þung stykki og drungaleg undanfarin ár - Hamlet og Skækjuna - miðað við þau er Draumurinn kampavín! Léttur og leikandi. Ég er ekki spenntur fyrir försum en gaman- leikir eru spennandi, ekki síst ljóðrænir leikir eins og þessi." Sinna betur ungum skáldum Nú er aldamótaár og hálfrar aldar affnæli Þjóðleikhússins og freistandi að spyrja ungan leikara og leikstjóra við húsið hver honum finnist að þróunin þar eigi að vera - ja, til dæmis næsta árafug. Baltasar hefur greinilega hugsað málið vandlega og hef- ur ákveðnar hugmyndir. „Það hefur verið mikið fjör í þessu húsi síðan Stefán Bald- ursson tók við því en auðvitað þarf að hyggja að ýmsu á næstu árum. Mér finnst að það eigi að leggja mun meiri áherslu á að þróa íslenska leikritun. Með fullri virðingu fyrir því sem verið er að gera þá þarf að gera meira. Breska þjóðleikhúsið setti tíu höfunda á laun fyrir nokkrum árum og út úr þvi komu þrir sem eru settir upp úti um allan heim. Flestir upprennandi leikrita- höfundar sem ég þekki eru að skrifa fyrir kvikmyndir enda hef- ur Kvikmyndasjóður loksins komið sér upp nothæfu skipulagi þar sem fólk fær tíma og peninga til að þróa handritin sin áfram. Baltasar Kormákur hefur byltingarkenndar hugmyndir umframtíð Þjóðleikhússins. Núna eru menn haldnir þeirri firru að fólk vilji ekki fara í leikhús nema um helgar! Það er bara bull. Leikhúsin verða að vera leiðandi og ákveða sjálf hvenær fólk fer í leikhús en ekki láta markaðssfjóra sjá um það. Svo er kannski einhver farsi lát- inn taka öll laugardagskvöldin en dramatísku stykkin og þau metnaðarfyllstu skipta hinum kvöldunum á milli sín. Hér eru leikhópar um allan bæ sem sinna skemmtihlutverki leikhús- anna og ég sé ekki hvers vegna stóru leikhúsin sem fá obbann hægt væri að búa til leikhópa inni í húsunum, hópa sem gætu þróað ákveðinn stíl eða aðferð í nokkrum sýningum - eins og Frú Emilía gerði á sínum tíma. Og Baltasar tekur skýrt fram að honum fyndist það gæfuspor hjá Leikfélagi Reykjavikur að ráða Guðjón Pedersen, leikhússtjóra Frúarinnar, í stöðu leik- hússtjóra í Borgarleikhúsinu. „Þó margt sé vel gert finnst mér ákveðinn meðalmennsku- bragur á íslensku leikhúsi um þessar mundir," segir Baltasar. Það þarf nefnilega að hvetja höfunda til að halda áfram með handritin sín," segir Baltasar með áherslu, „ekki bara skrifa eitthvað í hvelli og þrefa svo við leikstjóra um hvernig þetta eigi að vera. Höfundar verða að læra að endurskrifa verkin sin, komast á leiðarenda með þau sjálfir. Það er óskaplega erfitt að halda áfram að skrifa þegar manni finnst maður vera búinn en það er það eina sem virkar. Og leikhúsið þarf að hvetja unga höfunda til að skrifa leikrit. Það er að myndast gat þar sem yngstu höfundarnir ættu að vera. Þetta finnst mér afar mikil- vægt hlutverk þjóðleikhúss. Hermóður og Háðvör í Hafharfirði hafa verið með virðingarverða tilburði í þessa átt en skemmti- legra væri að sjá fleiri leikrit en leikgerðir." Bylting í ríki útvaldra Baltasar hugsar sig um og heldur síðan áfram: „Auk þess finnst mér persónulega að skipulag Þjóðleikhúss- ins sé rangt. Að minu mati ætti að taka erlend leikhús til fyrir- myndar og hafa bara eina leiksýningu i gangi á hverju sviði i einu, sýna hana í einn og hálfan til tvo mánuði, fjögur fimm kvöld i viku, síðan tekur sú næsta við. Umræðan i samfélaginu og áhrif sýningarinnar yrðu mun sterkari en þegar sýningar eru strjálar eins og núna. Þetta veldur líka geymsluvandræðum á sviðsbúnaði og alls konar öðru veseni. af opinberu fé þurfa að berja niður einstaklingsframtakið með því að setja upp kassastykki. Þau eiga að einbeita sér að því hlutverki að skapa listaverk. Og ef þau takast á við kassastykki þá er lágmarkskrafa að það sé gert á óvæntan og skapandi hátt en ekki fluttur inn tilbúinn pakki. í samfélaginu rikir sú árátta að fela sig á bak við áhorfendatölur og líta á þær sem einhvern sannleika í leikhúsi - jaíhvel þó að miðarnir séu gefhir. Vissu- lega er gott að fá fólk í leikhús en þessar tölur vekja ekki áhuga manns einar og sér." Gagnrýnendur ábyrgir Ef af þessari skipulagsbreytingu yrði bendir Baltasar á að „Það vill jafnast út í eina flatneskju. Og hér vil ég láta gágn- rýnendur taka hluta af ábyrgðinni því þeir sem taka áhættuna fá oft versta útreið. Menn sleppa langbest með þokkalega, vel uppsetta, hefðbundna, áferðarfallega sýningu. Það er alltaf hætta fólgin í því að taka áhættu, en leikhúsið er alveg tilgangs- laust ef það er ekki gert. Fjölmiðlarnir eiga sína sök á því hvernig leikhúslandslagið er orðið, þeir gera engan greinarmun á list og iðnaði - með fullri virðingu fyrir iðnaði - og umburð- arlyndið vill vera svo lítið með tilraunastarfsemi. En leikhúsið er dautt ef það finnur ekki og ræktar sín séreinkenni." -SA ðalpælingin einmitt núna er hvað þetta leikrit er eiginlega," heldur Baltasar áfram. „Er þetta i raun og veru draumur eða er þetta tripp? Ég hallast helst að því núna að þetta sé samkvœmisleikur. -H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.