Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Side 5
MiÐVIKUDAGUR 2- FEBRÚAR 2000 21 Fyrir hálfu öðru ári kom Claudio Parmiggiani til tslands og flutti fyrirlestur um verk sín á námskeiði á vegum On Iceland og Háskóla íslands. t ferðinni kynntist hann Ólafi Kvaran, forslöðumanni Listasafns tslands, sem siðan fór utan og skoðaði sýningu á verkum hans I Bologna. Upp úr þessu fœddist sú hugmynd að fá Parmiggiani til íslands og nú er hann kominn, með heila sýningu og einn vita ífartesk- inu. Samruni anda og efnis á bát Þótt erlendir myndlistarmenn séu tiðir gestir á Islandi þá gerist það ekki á hveijum degi að íslenskt safh fái tækifæri til að setja upp sérhannaða yfirlitssýningu á verkum heimþekkts samtímalistamanns á hátindi ferils síns. Sýningin á verkum ítalska myndlistarmannsins Claudio Parmiggiani, sem var opnuð í Listasafni Islands um helgina, hlýtur því að teljast viðburður sem enginn listunnandi má láta fram- hjá sér fara. Sýningin er sett upp í nánu samstarfi við listamanninn, sem valdi sjálfur öll verk á sýninguna og ákvað staðsetningu þeirra í safninu. Átök við upphengingu Þegar okkur bar að garði í Listasafninu um miðja síðustu viku var Parmiggiani upptekinn við að aðstoða starfsmenn þess við að hengja upp eitt viðkvæmasta verkið á sýningunni. Þetta er málverk sem ekki má snerta og því var því valinn staður á veggnum fyrir ofan stigapall- inn milli fyrstu og annarrar hæðar. Veggurinn hentar verkinu vel en það er nokkuð stórt og níðþungt þar sem undirstaðan er þykk viðar- plata. Ekki auðveldar það mönnum verkið að handriðið nær ekki upp að veggnum. Þeir þurfa því að athafna sig á til þess gerðum palli sem er eiginlega aðeins of stuttur til að hægt sé með góðu móti að standa við hlið verksins. Viðstaddir standa á öndinni meðan verið er að bregða því upp á spýtu og listamaðurinn heldur fast í kálfann á ein- um starfsmanni, greinilega kominn með meiri áhyggjur af þeim en verkinu á þessu stigi málsins. „Eg gat ekki farið frá á meðan þeir voru að þessu,“ segir Claudio þegar listaverkið er komið á sinn stað og mennirnir famir í kaffi. „Verkið er gert með sóti af logandi eldi sem ég kveikti í lokuðu herbergi,“ heldur hann áfram. „Það er svona þungt af því platan þurfti að vera nógu sterk til að þola eldinn án þess að bogna. Hvítu formin á myndinni eru af hlut- um sem vom í sama herbergi. Utkoman er því verk eldsins," segir hann, hugfanginn af töfmnum sem leynast í frumkröftunum. Sigling Ijóða Á sýningunni em verk sem ættu að gefa gestum góða mynd af því sem Claudio Parmiggiani hefur verið að fást við síðustu þijátíu árin. „Verkin em frá ólíkum tímum en ég vona að sýningin dragi upp ákveðna heildarmynd. Sú var að minnsta kosti ætlunin en það var líka svolítið snúið að vera staddur á Italíu en eiga að skipuleggja sýn- ingu sem á að setja upp í ákveðnu rými norður á fslandi." Eitt verkanna er sérstaklega unnið fýrir þessa sýningu. Það sam- anstendur af fimm bátum sem fylltir hafa verið með litum. „Ég hef sett ólík litarefni í hvem bát, svartan, rauðan, grænan, gulan og blá- an. Litimir vísa til þess sem ég man um ljóðið „Sérhljóðar" eftir Rimbaud. f Ijóðinu kallar hver sérhljóði fram ákveðinn lit í huga skáldsins. f einum bátanna er hvitur litur. Hann er ekki fenginn með litarefni heldur hveiti. Verkið er því táknrænt með tvennum hætti: litarefnið táknar andlega næringu en hveitið þá efnislegu svo þetta er samruni tveggja þátta, ffumspekilegra og efnislegra. Ég lít á verkið sem eins konar veraldlega helgiathöfn. Ut frá skáld- legu sjónarhomi vísar báturinn til stefnumóts við vatnið. Og þó bát- amir séu ítalskir þá tengjast þeir því sem ég hef lesið um fsland á miðöldum, um hirðskáldin sem sigldu til Noregs ffá íslandi til að flytja konungum kvæði. Þannig standa bátamir fýrir ákveðna hringrás eða stef um löngu horfna hluti sem verkið gæðir nýju lífi.“ Kristur í trénu f öðmm sal er annað verk með báti sem Claudio segist hafa gert fýrir þrjátíu ámm. „Þetta er fýrsti báturinn og það er svo langt síðan að mér finnst það hafa verið í öðm lífi,“ segir hann og brosir. „En hann býður upp á innri tengingu verkanna á sýningunni og er hér tákn fýrir aðra sögu, þá sem tilheyrir mér og mínum verkum.“ Þessi bátur er fúllur af þrívíðum geómetrískum formum, þakinn húðum eða myndum af þeim. „Það er ekki auðvelt fýrir mig að tala um þetta verk núna. Ég hef aðrar skoðanir á því í dag en þegar ég gerði það,“ segir hann. „Það er gert í ákveðnum anda sem í dag er kenndur við umhverfisvemd og fjallar um horfna náttúm. Það má líkja bátnum við Örkina hans Nóa því innanborðs hefúr hann að geyma hluti sem minna á dauða hinnar dýrslegu orku. Báturinn flyt- ur því eins konar líkklæði náttúrunnar og flýtur um einhvers staðar á mörkum skynsemi og óskynsemi. Nú, þegar verkið er komið til ís- lands, löngu eftir að það var gert, öðlast það aðra merkingu og gæti allt eins visað til íslands og íslenskrar náttúm.“ Við hliðina á bátnum stendur sviðinn tijástofti sem lítur út fyrir að hafa verið lostinn eldingu. Listamaðurinn staðfestir að svo sé. „Hann hefur verið snortinn af himnum. Ég fann hann svona og ákvað að hirða hann því hann líkist Kristi. Þetta er afar harmrænt verk því það minnir á náttúru sem á einhvem hátt er afmynduð, en það á reyndar við um öll verkin í þessum sal.“ Afskekkt og hrjóstrugt Þegar sýningunni í Listasafninu lýkur 28. febrúar mun standa eft- ir Parmiggiani vitinn sem var afhjúpaður á Sandskeiði á laugardag. „Vitinn er af ásettu ráði staðsettur langt frá sjó og úr alfaraleið svo vegfarendur þurfi að hafa fýrir því að fara og skoða hann. Hann er eins og nafli á svæðinu og er vonandi haldinn aðdráttarafli sem dreg- ur fólk til hans. Hann táknar einnig hvað það merkir í minum huga að leggja stund á myndlist í dag. Ég held að listin sé að fjarlægjast fagurfræðileg viðfangsefni og eigi eftir að snúast í ríkara mæli um siðffæðilegar spumingar." Af þessum ástæðum fannst honum ekki eftirsóknarvert að finna vitanum stað í fögm landslagi. „Ég vildi ekki þurfa að skilja eftir mig sár í náttúmnni eftir uppsetningu hans. Á þessum stað mun jarðvegurinn jafna sig á umrótinu á örfáum mán- uðum, eða það var mér í það minnsta sagt.“ -MEÓ Apríl MENNIIMCARBORG E VRÓPU ARIÐ 2000 Alþjóðlegt skákmót 5. apríl hefst alþjóðlega Reykjavíkur- skákmótið sem hefúr unnið sér virðingu út um allan heim og verður óvenjusterkt á menningarárinu. Nærfellt hundrað innlendir og erlendir stórmeistarar munu setjast að taflborði í þetta sinn. Skipuleggjandi er Skáksamband íslands. Kristinn syngur á Metropolitan 25. april syngur Kristinn Sigmundsson í fyrsta sinn á Metropolitan-ópemnni í New York. Hann syngur hlutverk Hundingja í Valkyrjunni eftir Wagner og á móti honum syngur enginn minni maður en Domingo. Seinni sýning Kristins á Metropolitan að þessu sinni verður 2. maí. Kristinn syngur svo hér heima á Hátíðatónieikum Listahá- tíðar 8. júní með stórsöngvurunum sem sjást með honum framan á blaðinu. Sælar systur Frá 27. apríl til 1. maí stendur Kvenna- kór Reykjavíkur fýrir fyrsta norræna kvennakóramótinu í Reykjavík. Þekktir leiðbeinendur halda námskeið, virtur gesta- kór syngur á tónleikum og flutt verður frnrn- samið mótslag eftir íslenskt tónskáld. Á lokatónleikum mótsins er ráðgert að 1500 konur syngi einum rómi lög frá öllum rikum á Norðurlöndum. . IMENNINC EVRÓPU ARID 2000 ‘M NJOTTU ÞIN MEÐ OKKUR Á MENNINGARÁRINU Vertu meö frá upphafi www.reykjavik2000.is Máttarstólpar menningarársins: ftLMENNAR ($) BÚNAÐARBANKINN Landsvirkjun Bffl EIMSKIP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.